Tíminn - 09.04.1980, Blaðsíða 7

Tíminn - 09.04.1980, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 9. aprll 1980 7 Sigurður Sigurmundsson, Hvítárholti: Brotið blað í s tj ór nmálasögunni En sá sem hræðist fjalliO og einlægt aftursnýr fær aldrei leyst þá gátu.sem hinumegin býr. Ekkert stendur nær að vitna til, en þessar ljóðlínur skálds- ins, þegar hinn þrúgandi martröð stjtírnarkreppunnar lauk og dr. Gunnari Thoroddsen loks tökst að rjúfa þann vitahring, taka höndum saman við andstæðinga, Framsöknar- flokk og Alþýðubandalag og mynda meirihluta þingræðis- stjtírn. Svo langt sem sögur greina frá, er ljóst, að enginn sem ryður braut, og með þvi brýtur hlekki, gerir það átaka- laust. Hér hafa vissulega gerst stórtiðindi I islenskum stjórnmálum, stærri en svo, að hægt sé um að dæma nú. Þar verður dómur sögunnar einn að gilda. Ræturnar Hér veröur ekki unnt, svo neinu nemi, að rekja þann „vindmylluhernaö” sem settur hefur verið á svið gagnvart þessum atburðum. En allt sem skeður i dag á sér rætur I fortiðinni og þvi er nú á þessum tlmamótum, sem örlagarík geta orðið, ástæða til að staðnæmast og litast um. Sjálfstæðisflokkurinn, flokkur dr. Gunnars Thoroddsens, er længstærsti flokkur þjóðarinn- ar, hefur þegar best lét nálgast það að ná I kosningum allt að þvihelmingi greiddra atkvæða. Hann var stofnaður árið 1929 og var fyrsti formaður Jón Þorláksson, gætinn og virtur stjórnmdlamaður. Hann setti flokknum þá stefnuskrá, sem fram á síðasta áratug hefur veriö höfð að leiðarljósi. En hans naut ekki lengi við. Hann lést 1934 og tók þá við Ölafur Thors, sem slðan var formaður til dauöadags, I þrjá áratugi. Um þessar mundir voru róstur miklar I stjórnmálunum bæði milli flokka og innan þeirra og risu öldurnar hátt. Arið 1934 klofnaði Framsóknar- flokkurinnog varð þá til Bænda- flokkur, sem stutt lff átti fyrir höndum. Seinna klofnaði deild úr Alþýðuflokknum og samein- aðist kommúnistum. En Sjálf- stæðisflokkurinn, sem upp- byggður var af meðlimum allra stétta þjóðfélagsins, manna sundurleitra skoðana og ólikra sjónarmiða, klofnaði ekki þótt viðtækur skoðanaágreiningur gæti orðið. Þetta þótti nokkrum undrum sæta og verður ekki annað sagt en afrek hafi það verið á sviði félagsmála. En skýringin er nærtæk. Formaðurinn, ölafur Thors, var að allra dómi jafnt samherja sem andstæðinga, talinn snill- ingur að halda saman liði og jafna bilið milli sundurleitra sjónarmiöa, jafnt I sfnum flokki, sem á milli flokka við tilraunir til stjórnarmyndana. Er þar skemmst að minnast þegar vinstri stjórnin fyrri gafst upp á miðju kjörtimabili 1958 og við tók „viðreisnarstjórnin” sem stóð samfellt I 3 kjörtimabil og firrti landiö öllum stjórnar- kreppum. Að Ólafi látnum tók viö forystunni Bjarni Benediktsson, gáfaðurog viðsýnn foringi, gekk I fótspor fyrirrennara slns, hélt saman flokknum en „sóaöi ekki kröftum i smáu tökin.” Eftir hið hryggilega fráfall Bjama Benediktssonar 1970 tók Jóhann Hafstein við stjórn i þrjú ár, friösamur og réttsýnn maður sem fremur litið reyndi á. Ekki lengur viðsýni Eftir 12 ára fasta og örugga stjórn misstu svo viöreisnar- flokkarnir meirihluta sinn i kosningunum 1971. Vinstri stjórnin frá 1971, undir forystu Ólafs Jóhannessonar, entist ekki Ut kjörtímabilið, þvi fjallháar öldur óstöðvandi kauphækkunarskriðu riðu þá yfir. Var þaö til þess að Ólafur rauf þing og efnt var til nýrra kosninga 1974. I þeim kosning- um vann Sjálfstæðisflokkurinn yfirburöasigur, sem svar kjós- enda við stefnuleysi fyrri stjórnar. En þá skeði þaö, aö langvinn og þrúgandi stjórnarkeppa tók viö. Sjálfstæðismenn væntu þess, að formanni flokks þeirra tækist eftir sigurinn að mynda stjórn eins og honum var fýrst- um eðlilega falið. En hér fór á aðra leið, sem kunnugt er. Myndaði Ólafur Jóhannesson stjórnina með þvl að gera Geir Hallgrimsson að forsætisráð- herra. Hvaö var hér aö gerast? Eitthvað hafði breyst. Það rikti ekki lengur viösýni og samn- ingalipurö Ólafs Thors og Biarna Beneidktssonar I Sjálf- stæöisflokknum, sem báðir höfðu sýnt þaö, aö setja þjóðarhag ofar flokknum þegar áreyndi. Varnú ekki það lika að gerast, sem átti eftir að sprengja inniviöi flokksins og sundra honum? Stjórn Geirs Hallgrimssonar studd af Sjálfstæðis- og Framoknarmönnum entist út kjörtimabilið til 1978. En þá var lika allt að springa, verkföll I algleymingi og dýrtiðarflóðið flæddi óhindrað yfir. Hvort hér var um vinstri eða hægri stjórn aöræða,hefur aldrei verið skor- ið úr. Mætti þá ekki þessi sam- stjórn áöumefndra flokka verða til að benda á það, að hugtökin hægri og vinstri eru nú orðin úrelt hugtök, sem ekki byggja á málefnalegum grunni? Kosningarnar 1978 eru einstæöar að þvi leyti, að aldrei höfðu samstarfsflokkar i stjórn tapað eins gifurlega fylgi og aldrei verkalýðsforystan verið óvægnari I striðsyfirlýsingu sinni. Eftir þær kosningar hófst sami vltahringurinn aftur, þar til Ólafi Jóhannessyni tókst að lokum, eftir eindregnum til- mælum frá A.S.I., að berja saman aftur svo nefnda vinstri stjórn sem áreiöanlega var innbyröist sundraðasta stjórn, sem hér hefur setið að völdum. Alþýðuflokkurinn rauf sam- starfið eftir rúmt ár og efnt var til kosninga 3. des. sl. Samkvæmt öllum líkindum hefði Sjálfstæðisflokkurinn átt að vinna einn sinn stærsta sigur i þessum kosningum. En innbyrðis deilur um röð sæta á listum I kjördæmunum spáöu ekki góöu, þar sem ekki samdist I Suðurlandskjördæmi og Eggert Haukdal var kosinn af óháðum lista. Og Ellert B. Schrambauðsttil þess að færast niöur á lista og bjargaöi meö þvi á síðustu stundu flokknum frá þvi aö einnig kæmi fram I Reykjavik klofið framboð. Þetta mun hafa veriö neikvætt i kosningunum. En þó kom og annað til, sem miklu þyngra hefur vegið, en það var hin svo nefnda „leiftursókn gegn verðbólgu”, sem átti að marka stefnu flokksins I kosn- ingunum. Ekki þarf að fara mörgum oröum um að aldrei var skilgreint hvað hér var á feröinni, enda einstæð aöferð i kosningum og sýndi óverðskuld- að vanmat á dómgreind kjósandanna. Út úr öngþveitinu Það óvænta skeði þvi hér aö Sjálfstæðisflokkurinn varð ekki sigurvegari kosninganna, heldur Framsóknarflokkurinn, sem endurheimti aftur sitt fyrra fylgi. Af þessu áttu Sjálfstæöis- menn að geta lært og reyna að lægja öldur þær sem höfðu risið. En þvi miöur hafði flokkurinn enn ekki giftuna með sér. og neitaði nú Eggert Haukdal, fulltrúa Sjálfstæðismanna á Suðurlandi, inngöngu i þing- flokkinn. En áður hafði þeim verið neitaö um að bera listann fram i nafni flokksins. Og að loknum kosningum hófst nú að nýju alger stjórnar- kreppa.sem staðið haföium tvo mánuði, þegar sýnt þótti, aö utanþingstjóm yrði að taka viö. Siðasta ráð forseta Islands haföi verið, aö fela engum flokki eöa einstaklingi tilraun til stjórnar- myndunnar. Af því var ekki aö sjá, að þar væri neinn bundinn af flokksböndum eöa öðru. Þá hófust ýmsar viðræöur formlausar, þar sem allir ræddu við alla. Slikt bar fyrirsjáanlega engan árangur. Þá var það, aö dr. Gunnar Thoroddsen fann samkomu- lagsleið við Framsóknarflokk og Alþýöubandalag og fann þar málefnagrundvöll sem orðiðgat til þess að samningar næðust. Næsta skref dr. Gunnars var svo það, aö leita stuönings þing- flokks Sjálfstæðisflokksins og fá umboð hans til stjórnarmynd- unar. En þá gerðust þeir furöuhlutir, að tillögu hans var I engu sinnt, en tillaga aftur samþykkt þess efnis að fela formanni flokksins einum umboð til stjórnarmyndunar. Þarna voru persónuleg sjónarmið eða Imyndaðir flokkshagsmunir settir ofar þjóðarhag, enda þótt öllum til- raunum Geirs Hallgrimssonar heföi þegar verið siglt I strand. Hefði nú Geir hugsað ráð sitt betur, eins og Þorgeir foröum, viðurkennt skipbrot stefnu sinn- ar I flokknum, rétt Gunnari hönd til sátta, enda þótt þarna hafi minnihlutinn gengið með sigur af hólmi, var þaö hans stærsti stjómmálasigur og þá stæði Sjálf stæðisflokkurinn sameinaður og sterkari en nokkru sinni fyr. Lokatilraun Gunnars gat ekki oröiö önnur en sú aö bera stjórnarsamninginn undir þing- flokkinn, annaö hvort til synj- unar eða höfnunar. Boð Geirs um að nefna menn til samninga á nýjan leik, þýddi ekkert ann- að en áframhaldandi stjórnar- kreppu. Dr Gunnar Thoroddsen hafði tryggt sér þingmeirihluta til stjórnarmyndunar og engu var þá eftir að biða lengur. Þjóðin geröi kröfu til þess að stjórn yrði mynduð, alþingi heföi annars beöiö varanlegan álitshnekki, sem ekki yrði auövelt að bæta. En hvernig sem á þennan atburö er litið, þá hlýtur hann alltaf að veröa sögulega og stjórnmálalega mikilvægur. Aldrei áöur hafði verið mynduö stjtírn við sömu aðstæður. Og hér hefur verið gefið fordæmi, sem stuðlar að þvi, að annaö eins stjórnmála- öngþveiti komiekki aftur. Ris yfir stund og stað En skyggnumst aftur til liðins tima og leitum að hliðstæðu. Ariö 1942, að loknum haustkosn- ingum, tókst ekki að mynda þingræðisstjóm. Þá neyddist rikisstjóri, Sveinn Björnsson, til þess að skipa utanþingsstjórn. Hún reyndist allsvanmegnugað ráöa við verkefnin og sagði af sér eftir tvö ár. Þá reyndust góð ráö dýr, að koma saman þing- ræðisstjóm. En þá átti þjóöin, góðu heilli, stjórnmálaforingja sem lét ekki við þær aöstæöur flokkssjónarmið ganga fyrir þjóðarhag, — Olaf Thors, formann Sjálfstæðisflokksins. Hann gekk til samstarf viö and- stæðingana með klofinn Sjálf- stæðisflokk. Fimm þingmenn studdu ekki stjórnina. Að honum látnum reit einn samtiðarmanna hans úr þeirri stjórn og höfuðandstæðingur um langt árabil. — Einar Olgeirs- son eftirfarandi orð i minn- ingargrein: „Hann var nógu hugumstór til að ri'sa upp á úrslitastundum þjóðarsögunnar og taka höndum saman við höfuð andstæðing sinn, sósialiska verkaiýðshreyfingu Islands, og beina þar með þró- uninni inn á brautir allri þjóðinni til góðs”. En nú hefur aldursforseti þingsins dr. Gunnar Thoroddsen sýnt, að þjóðin ber enn gæfu til þess að eiga forystumann, sem ekki skortir áræði og framsýni til þess að höggva á þann hnút, sem virtist óleysanlegur. Ölafur Thors myndaði stjórn meö Alþýöu- og Sósialistaflokki og meiri hluta Sjálfstæðisflokks. En Gunnar Thoroddsen myndar stjórn með Framsóknarflokki Alþýðubandalagi og minni hluta Sjálfstæöisflokks. Engar flokkssamþykktir hömluöuþvIOlafii'áformi hans. Ekkert bendir til þess að nein lög geti dæmt Gunnar og hans félaga úr leik I flokksstarfi. Þessi tvö dæmi eru ekki nema að nokkru leyti sambærileg en meira afrek veröur þaö að teljast, að ná markinu meö minnihluta að baki sér. Þessi stjórnarmyndun veröur einn af eftirminnilegustu og óvæntustu atburöum I stjórnmálasögu þessarar aldar, það óvæntum aö helst mætti minna á þingrofið 1931. En sá er munurinn að nú er ekki gengið, eins og þá, til kosninga út i óvissuna. Yfirgnæfandi meirihluti fólksins i landinu litur björtum vonaraugum á væntanlegt sam- starf, og að hér hafi tekist aö leysa erfitt vandamál. Og þá er sú spá ekkifjarri, að einmitt um leiö muni erfiðleikar Sjálf- stæðisflokksins leysast af sjálfu sér. Dr. Gunnar Thoroddsen hefur lýst þvl yfir, að áformaö sé, að stjórnin sitji út allt kjörti'mabiliö og e.t.v. lengur. Undir þaðfyrirheit tekur fólkiðí landinu fagnandi. Hannes Hafstein kvað við komu nýrrar aldar, þar sem stendur: „Sé ég i anda knör og vagna knúöa”. Sjálfstæðis- baráttan heldur áfram þótt baráttan við Dani sé nú langt að baki. Nú er komið árið 1980 og framtiðarsýnir brátt farnar aö beinastaöbjarma nýrrar aldar. Hvaö hin nýja öld ber i skauti sér er enn hulið. En hér hefur gerst sögulegur atburður sem risyfirstund og stað.og vel eiga þvi viö orð skáldsins: „Og landiö tók undir þvi högg- ið reið hátt, þá hneigst þú i grunn — en þú stefndir á fjallið”. Gísli Magnússon Eyhildarholti: Að detta um sjálfan sig (Skrifað skömmu eftir stjórnar- skiptin). Nú er ástandiö bágt i Aðal- stræti: Ellert Schram er háskælandi út af breyskleika Gunnars (hann var þá ekki orðinn „hlut- laus” ritstjóri „hlutlauss” stjórnarandstöðublaðs!). Styrmir er þrotinn að svivirð- ingarorðum um sama mann — og þarf vist nokkuð til — og verður að leita til Egils á Selja- völlum, þess hlédræga speki- manns — þar er ekki þurrðin. Halldór verkfræöingur, sem aldrei gleymir lærdómstitlin- um, veit ekki sitt rjúkandi ráð. Þorsteinn Pálsson hefur tapað réttum áttum og sér nú i fyrsta sinn svartan blett á sannleiks- tungu Moggans. „Kona I Vest- urbænum” dottin upp fyrir — friður sé með henni! og „Húsmóðir” lætur vindhöggin riða viðstöðulaust á Imynduöum andskotum. Hvað hefur gerst? Ekki annað en það, að Sjálf- stæðisflokkurinn hefur dottið um sjálfan sig og fær eigi staðið upp fyrir máttleysis sakir. Matthias, sálmaskáldið, reynir þó með herkjubrögðum að risa á kné, ákallar drottin allsherjar og hrópar hástöfum út yfir gervalla landsbyggð, aö Sjálfstæðisflokkurinn hafi „kristindóm undanbragðalaust á stefnuskrá sinni” (auðk. af mér G.M.). — ó Guö — ég þakka þér að ég er ekki eins og aðrir menn — ekki eins og þessi Gunnar —!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.