Tíminn - 09.04.1980, Blaðsíða 17

Tíminn - 09.04.1980, Blaðsíða 17
Mibvikudagur 9. april 1980 17 Simsvari— Bláfjöll Viöbötarslmsvari er nú kom- inn i sambandi viö skiöalöndin I Bláfjöllum — nýja simanúmeriö er 25166, en gamla númeriö er 25582. Þaö er hægt aö hringja I bæöi númerin og fá upplýsingar. Frá Sálarrannsóknafélaginu I Hafnarfiröi: Aöalfundur félagsins veröur i Góötemplarahúsinu i kvöld miövikudaginn 9. aprfl og hefst kl. 20:30. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Erindi doktor Þór Jakobsson. FjölmenniB. Stjórnin. Kvennadeild Slysavarnarfélags tslands I Reykjavfk: Kvennadeild Slysavarnafæe- lagsins vill hvetja félagskonur til aö panta miöa sem allra fyrst á 50 ára afmælishófiö sem verð- ur á afmælisdaginn mánudag- inn 28. aprll n.k. aö Hótel Sögu og hefst meö boröhaldi kl. 19:30. Miöapantanir i sima 27000. Slysavarnahúsinu á Granda- garöi á venjulegum skrifstofu- tima, einnig i sima 32062 og 44601 eftir kl. 16. Athugiö,miöar óskast sóttir fyrir 20. april. Stjórnin Listasafn Einars Jónssonar er opiö á sunnudögum og miðviku- dögum frá kl. 13:30 til 16. Norræna húsið Norsk grafik i Norræna húsinu Nú stendur yfir I anddyri og bókasafni Norræna hússins sýn- ing á verkum eftir norska grafiklistamanninn DAG ARN- LJOT RÖDSAND. Á sýningunni eru um 70 verk. Sýningar Helgi Bergmann listmálari heldur um bessar mundir sýn- ingu i Nýja galleri að Lauga- vegi 12, — gengiö inn frá Berg- staöastræti. Sýningin er opin frá kl. 14.00-18.00 út þessa viku. Til sýnis og sölu eru oliumálverk og teikningar. Grimur M. Steindórsson heldur sýningu á verkum sinum i sýn- ingarsal F.I.M. Laugarnesvegi 112. Sýningin stendur frá 3.-13. aprfl. Sýndar eru vatnslita- myndir og oliumálverk, einnig járn-myndir og skúlptúr^ Tímarit Sveitarstjórnarmál, 2. tbl. 1980, hefst á grein um stjórnsýslu- kerfið, eftir Jón G. Tómasson, og sagt er frá nýútkominni skýrslu verkaskiptanefndar rikis og sveitarfélaga um það efni. Úlfar B. Thoroddsen, sveitarstjóri, skrifar grein um Patreksfjörð, sagt er frá Fjórðungssambandi Vestfirð- inga 30 ára, Halldór Kristjáns- son frá Kirkjubóli minnist þess, að 130 ár eru frá upphafi Kolla- búðafunda, og Torfi Guðbrands- son, skólastjóri, skrifar um hálfrar aldar afmæli barnaskól- ans á Finnbogastöðum. Hluti af þessu tölublaði er helgaður brunavörnum. Sagt er frá elds- voða á dvalarheimili I Noregi, Gunnar Ólason og Tómas Búi Böðvarsson skrifa um eld- varnaeftirlit i Reykjavik og á Akureyri, og Jón Bergsson, verkfræðingur, um tækni- menntun slökkvilðsmanna. Magnús E. Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri, skrifar um nýju byggingarreglugerðina, Reynir G. Karlsson, æskulýðsfulltrúi um æskulýðsmál og Hafliði Jónsson, garðyrkjust jóri Reykjavikurborgar um ár trés- ins. Birtur er dálkur um tækni- mál, kynnt skjaldarmerki Dalvikur og Ólafsvikur og kynntur nýr sveitarstjóri. A kápu er litmynd af Patreksfirði. Mars-hefti timaritsins Heima er bezter komið út. Það kemur út mánaðarlega og er þjóðlegt heimilisrit. Meðal efnis i þessu blaði er forsiðuviötal við Soffiu Gisladóttur frá Hofi i Svarfaðardal, frásögn eftir Svein frá Elivogum ásamt mörgum öðrum frásögnum, ljóöum, framhaldssögu, bóka- dómum o.fl. Einnig eru kynntar bækur Bókaklúbbs Heima er bezt á sérstöku tilboösveröi. Útgefandi Heima er bezt er Bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri, ritstjóri er Steindór Steindórsson frá Hlööum og blaðamaöur er Guðbrandur Magnússon. NEWS FROM ICELAND april- blaðið er komið út. Timaritið er gefið út af Iceland Review og hefur aö geyma m.a. ýmsar helstu fréttir af viðburðum á ís- landi sem viðkoma feröamál- um, verslun á Islandi og iðnaði o.fl. Ritstjóri er Haraldur J. Hamar og samverkamaöur hans og þýðandi úr islenskum blöðum er Haukur Böðvarsson. 1 þessu blaði segir m.a. frá Kröflugosinu um miðjan mars- mánuð, fréttir eru af viðskipt- um Islendinga og Norðmanna vegna JanMayen, erfiöleikum i rekstri Flugleiða, Reykjavikur- skakmótinuog ýmsu fleira, sem fréttnæmt vará íslandi i mars. Ýmis/egt rSiSTU VARÚÐAæOíjR VARBAÍ® BAÚA- ÓO æÉAFEReR Almannavarnir rikisins hafa látið hanna og eru nú að dreifa meöfylgjandi snjóflóðaplakati. Verður þvi dreift til almenna- varnanefnda i byggðum með snjóflóöahættu, björgunarsveita og þá skiöastaði, til leiðbeining- ar fyrir almenning þar. Er þess vænst aö fólk sem Sér þessi plaköt og ætlar að dveljast á svæðum þar sem snjóflóða- hætta er, kynni sér leiöbein- ingamar á þvi og fari eftir þeim. Félög og Stofnanir sem óska eftir að fá plakötin send og hafa ekki fengið þau, geta feng- ið þau hjá Almannavörnum rikisins. Nú á fimmtudaginn 10. maf verður framhald á bók- menntakynningu BSRB, I þetta sinn er það rithöfundurinn Jakobina Sigurðardóttir, sem heimsækir opinbera starfsmenn á Grettisgötu 89 kl. 20:30. 1 upphafi mun Helga Kress bókmenntafræöingur segja frá kynnum sinum af skáldinu. Þá mun Þóra Friöriksdóttir leikari lesa úr Dægurvisu og Gisli Halldórsson leikari les úr Snörunni, en þessar bækur eru meðal þekktari verka rithöf- undarins. Jakobina Siguröardóttir mun siðan fjalla um verk sin og svara fyrirspurnum. Opinberir starfsmenn munu væntanlega ekki láta þetta tæki- færi sér úr greipum ganga og þeim er velkomið að taka með sér gesti. Minningakort Minningarspjöld Hvitabands- ins fást i Versl. Jóns Sig- mundssonar, Hallveigarstig 1, Bókabúð Braga, Lækjargötu, Happdrætti Háskólans, Vesturgötu og hjá stjórnar- konurn. DAG RÖDSAND fæddist árið 1943 i Svolvær i Noröur-Noregi. Hann stundaöi nám við Phila- delphia College of Art 1962-66 og við listaakademíuna í Kaup- mannahöfn 1966-70. Eftir heim- komuna til Lofoten setti hann á fót grafikverkstæðið Atelier-Lo- foten, siðar nefnt Atelier Vaag- an, i Svolvær, og stjórnaði dag- legum rekstri þess til ársins 1977, er hann fluttist til Moss við Oslóarfjöröinn. Hann hélt sina fyrstu einkasýningu I Svolvær 1966 og hefur frá 1970 haldið margar einkasýningar viðsveg- ar um Noreg og auk þess tekið þátt I mörgum samsýningum I Noregi og viöa um lönd. DAG RÖDSAND sækir mynd- efni sitt að miklu leyti i náttúru Noröur-Noregs. Hann hefur gott vald á öllum þeim tæknilegu möguleikum sem nútima grafik hefur upp á að bjóða, og hefur einkum lagt fyrir sig litprent. Einnig hefur hann mikið stund- aö tréstungu, meira en gengur og gerist á Norðurlöndum. Hann hefur gefið út mjög sér- stæða bók: kaflann um Lofoten úr Noröurlandstrómet Petter Dass, handskrifaðan, hand- bundinn og mikiö myndskreytt- an, og verður eintak af bókinni til sýnis I bókasafninu. Sýningin mun standa út april- mánuð og er opin daglega kl. 9-19, sunnudaga kl. 12-19.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.