Tíminn - 16.04.1980, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.04.1980, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 16. aprll 1980 ......... , HELLUR — STEINAR Vinnuhælid á Litla-Hrauni framleiðir: Gangstéttarhellur af öllum gerðum. Einnig steypta girðingastaura. Vikurhellur úr Hekluvikri, 5, 7 og 10 cm þykkar. Auk þess kantsteina og brotasteina i vegg- hleðslur i skrúðgarða. Þá kapalsteina fyrir rafleiðslur, netasteina fyrir báta. Þá framleiðum við einnig hliðgrindur i heimreiðar, bæði fyrir akbrautir og gang- stiga. Væntanlegir eru á næstunni Víbró holstein- ar 15 og 20 cm þykkir, fyrir ibúðarhús og bílskúra, framleiddir úr Hekluvikri og rauðamöl. Kynnið ykkur verð okkar og greiðsluskil- mála. Símar okkar eru 99-3105, 99-3127 og 99-3189 Vinnuhælið á Litla-Hrauni - . ..........i.i i «■■■ —»■——fi Planóleikarinn Eva Knardahl frá Noregi heldur tónleika i samkomusal Norræna hússins miðvikudaginn 16. april kl. 20:30, og leikur verk eftir Grieg, Odd- var Kvam, Hallvard Johnsen, Dag Wirén og Johs. M. Rivertz. Aðgöngumiðar i kaffistofu hússins og við innganginn. Verið velkomin NORRÆNA HÚSIO Húsnæði óskast 3ja til 4ra herbergja ibúð óskast fyrir hjúkrunarfræðing. Til greina kemur litið einbýlishús. Upplýsingar hjá forstöðu- konu i sima 19600. St. Jósefsspítalinn Reykjavlk. aaicagg«v; — „Hvítasunnugemling- ar” og „Jólalömb” HEI — i framhaldi af þvl að gœði kjöts af veturgömlum gemiingi þóttu vera fyllilega eins mikil og páskalambanna eins og frá hefur verið sagt áður og stórum betra en hið venjulega frysta dilkakjöt, þá hefur Markaðsnefnd land- búnaðarins nýlega samþykkt að reynt verði að fá að slátra nokkr- um gemlingum upp úr miðjum mai og fá þannig ferskt kjöt á markaðinn fyrir Hvitasunnuna. „Með þessu viljum við reyna að gera framboðið af kindakjöti svo- lltið fjölbreyttara” sagði Sveinn Hallgrimsson hjá Búnaðarfélag- inu. Einnig væri verið að reyna að fá fólk til að meta betur ferskt kindakjöt, en neysia þess væri hér allt of lttil. m.a.s. I sláturtlðinni á haustin keypti fólk nýtt kjöt og setti það i frystikistuna jafnvel nokkrum dögum áður en ætti að borða þaö. 1 sjálfu sér væri þetta skemmd á góðri vöru. Þá kom fram, að ætiunin er að hleypa nú aftur til ány§ sem báru páskalömbunum svokölluðu. Með þvi væri ætlunin að gefa mönnum kost á að kaupa feskt lambakjöt fyrir jólin. Veröa þau þá senni- iega köliuð „jólalömb”. Karlakórinn Fóstbræður held- ur sam- söngva Karlakórinn Fóstbræður heldur samsöngva fyrir styrktarfélaga sina 16., 17., 18., og 19. april i Austurbæjarbiói. Fóstbræöur hafa á undanförn- um árum frumflutt verk eftir islenska og erlenda höfunda, og að þessu sinni frumflytja Fóst- bræður tónverk eftir Atla Heimi Sveinsson, sem hann hefur samiö sérstaklega fyrir kórinn viö ljóð Þorsteins frá Hamri, Fenja og Menja. Kórinn fiytur sjö lög viö miðaldakveðskap eftir Jón Nor- dal og lög eftir Pál tsólfsson, Sig- fúsEinarsson og Helga Helgason. Einnig syngja Fóstbræður lög eftir erlenda höfunda, t.d. Franz Schubert og Robert Schuman o.fl. Samsöngvarnir hefjast kl. 19 alladagana, nema laugardaginn, Karlakórinn Fóstbræður. þá hefst söngurinn kl. 17. Einsögnvarar með kórnum verða Magnús Guðmundsson og Kristján Arnason, pianóundirleik annast Guðrún Kristinsdóttir og leikarar á blásturshljóðfæri eru þeir Kristján Þ. Stephensen, Sigurður Ingvi Snorrason, Stefán Þ. Stephensen og Sigurður Mark- ússon. Söngstjóri Karlakórsins Fóstbræðra er Ragnar Björnsson, en aöstoðarmaöur söngstjóra við æfingar var Sigurður Rúnar Jónsson. „Kaupið fötu af vatni” söfnunin: Þúsundir fá nú hreint vatn i fyrsta sinn á ævinni HEI — Fjársöfnuninni „Kaupiö fötu af vatni” er lokið fyrir nokkru. Söfnunarféö, er nam 12.000 sterlingspundum eða rúm- um 11 millj. Isl. kr. hefur verið sent til Alþjóöasamvinnusam- bandsins (ICA) I London, aö þvi er segir i Sambandsfréttum. ICA hefur nú nýlega sent Sambandinu þakkarbréf og beöið það að færa öllum, sem hlut áttu að máli, innilegar þakkir fyrir hiö myndarlega framlag Islendinga og vel heppnaöa söfnunarherferð. t nýlegri bráðabirgðaskýrslu, sem Sambandið hefur fengiö frá ICA, kemur fram að heildarupp- JSS — 60 einstaklingar af báðum kynjum, aðallega nem- endur og kennar,ar úr Háskóla Islands og framhaldsskólum hafa skrifaö alþingismönnum bréf i tilefni af umræðum á Alþingi um fóstureyðingar. Var þetta bréf sent til allra alþingis- manna i gærmorgun. tbréfinu er þvi ákveðið haldið fram, að félagslegar ástæður geti ekki réttlætt fóstureyð- hæð söfnunarinnar liggur enn ekki fyrir, auk þess sem nokkur lönd hafa ráðstafað söfnunarfé sinu beint til tiltekinna verkefna I þróunarlöndunum. ICA hefur hinsvegar þegar variö hluta af söfnunarfénu til tveggja verk- efna. Annað er I Afganistan þar sem lagt var fram fé til að grafa 30 vatnsbrunna sem veittu um 6000 manns aðgang að nægiiegu og hreinu vatni I fyrsta skipti á ævinni. Hitt verkefniö er i Perú, þar sem fénu var varið til þess að leggja 10 nýjar vatnsveitur undir eftirliti heilbrigðisráðuneytis landsins. önnur verkefni verða væntanlega I Asíu, einkum Ind- landi, og i ýmsum héruöum Austur- og Vestur-Afriku. ingar. Mjög hörö andstaða kem- ur fram gagnvart þeirri skoöun að forsvaranlegt sé að hafa fóstureyðingar frjálsar og háö- ar vilja móðurinnar á hverjum tima. Aö lokum er bent á afleiðingar fóstureyðinga fyrir mæður og skoraö á þingmenn að taka af- stöðu i þessu alvarlega máli ekki sist i ljósi reynslunnar sem komin sé á fóstureyðingalögin 1975. Söluskattshækk- unin: Greiða kaupmenn hækkun- ina sjálfir HEI — Kaupmenn vega það og meta hvort það borgar sig að láta allt starfsfólkið vinna við það á næturvinnukaupi að verðmerkja allt upp á nýtt, eöa hvort þeir greiða sjálfir söluskattshækkuntna af þvi sem þegar er kom- ib verðmerkt upp I hill- ur, sagði Magnús Finns- son form. Kaupmannasam- takanna er rætt var viö hann um söluskattsbreytinguna. Hann sagöi svona breytingu kosta ákaflega mikla vinnu, enda hefðu þeir kvartað yfir stuttum fyrirvara. Þaö kom fram hjá Magnúsi, að kaupmönnum finnst ærið hart og óréttlátt að vera skikkaðir til að inn- heimta þennan stærsta tekjustofn rikisin^, án þess aö fá neitt greitt fyrir inn- heimtuna. Hinsvegar væru þeir beittir einhverjum ströngustu viðurlögum sem þekktust, ef ekki væri full- komiega staöið i skilum. Væri ekki greitt fyrir ein- daga, sem er 25. dagur hvers mánaðar, bættust strax viö 4.5% dráttarvextir og síöan væri innsiglað eftir skamm- an tima ef skil drægjust lengur. Slik harka tlðkaöist ekki viö innheimtu annarra gjalda til rikissjóðs. Hinsvegar væru svo sýslu- menn og tollstjórinn I Reykjavlk verölaunaöir fyrir söluskattsinnheimtuna. Þótt þeir geröu ekki ^annað en aö taka við peningunum, þá fengju þeir sérstakar pró- sentur af allri innheimtunni. --'í- -------- ■ Mótmæla fóst- ureyðingum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.