Tíminn - 18.04.1980, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.04.1980, Blaðsíða 5
Föstudagur 18. april 1980 5 AM — Sannarleg ensk stemmning rikti á Vínlandsbar á Hótel Loftleiðum á hádeginu i gær þegar blaðamönnum var bo5- iB þangað aö fá forsmekkinn af „Breskri viku”, sem standa mun í Reykjavik aö Hótel Loftleiðum dagana 23. april til 2. mai. barna var boðiö upp á margháttaöar veitingar, eins og þær tiökast á góðum „pub” i London, ásamt sönglist og planóleikara, sem komin er frá London og lék kunnuglega söngva á borð „Glasgow belongs to me,” og „The White Cliffs of Dover”. „Oyez, oyez, oyez” mun hljóma um götur Reykjavikur þessa daga. Og sá sem kallar og til- kynnir um bresku vikuna er Rey Goode, borgarkallari, en hann kemur frá þeirri fornbresku borg Hastings. Flugleiöir, Breska Feröamálaráðið, Sendiráð Bret- lands I Reykjavik og Hótel Loft- leiðir standa fyrir Bresku vikunni sem hefur að undanförnu verið vandlega undirbúin. Þá daga sem Breska vikan stendur verður breskur matur á boðstólum en listafólk i ýmsum greinum kemur fram. Sýningar veröa á gulli og gimsteinum bresku krúnunnar, listaverkum frá Skotlandi og Wáles og Vinlandsbar veröur breytt i enskan „pub”. i Blómasal verður kalt breskt borð I hádeginu þá daga sem Bretlandssýningin stendur en frá þvi 25., 29. og 30. apri en þau kvöld veröur Bretlandskynningin i Blómasal. Þarna verða á boö- stólum breskir drykkir og bresk- ur matur. Heiðursgestur á Borgfirsk kvik- mynda- hátíð AM — A Borgfirðingavöku 1980, sem hefst 23. aprfl nk. veröur margt til fróðleiks og skemmt- unar að vanda og ber þar einna hæst borgfirska kvikmyndahátið, sem haldin verður i Borgarnesi laugardaginn og sunnudaginn 26. og 27. april. Þá veröa haldnar stanslausar sýningar á borgfirsk- um kvikmyndum frá kl. 14-23, sem Einar Ingimundarson, mála- armeistari i Borgarnesi hefur tekið og eru nú sýndar i fyrsta sinn. Kvikmyndirnar eru allar úr borgfirsku héraðslifi og er hér um afar yfirgripsmikið efni að ræða. Hátiðin hefst með þvl aö kl. 21. að kvöldi hins 23. april mun Sin- fóniuhljómsveit tslands undir stjórn Páls P. Pálssonar halda tónleika I Iþróttamiðstöðinni i Borgarneis, en hljómsveitinni hefur ætiö verið vel tekið i Borgarnesi og ættu áheyrendur aldrei aö verða fleiri en nú. Fimmtudaginn 24. apríl verður kvöldvaka I Lyngbrekku og verö- ur þar m.a. minnst 70 ára afmælis Búnaðarsambands Borgarfjarð- ar, auk þess sem flutt verða all nokkur söngatriði. Verður vakan endurtekin i Heiðaborg sunnu- daginn 27. april. Að kvöldi 26. aprll verður I féla gsheimilinu Logalandi harmonikkudansleikur, sem hefst kl. 21. Koma þar fram félagar ú klúbbi harmonikkuunnenda Vesturlands, en þeir hafa hist i vetur og spilað saman reglulega. Sunnudaginn 27. april kl. 15 veröur svo samsöngur i félags- heimilinu að Logalandi og kemur þar fram kirkjukór Hvanneyrar- sóknar undir stjórn Ólafs Guömundssonar og kirkjukór Borgarness, sem Jón Þ. Björns- son stjórnar. Munu kórarnir syngjabæðisameiginlegaog hvor i sinu lagi. Þettaeri sjöttasinn sem Borg- firöingavakan er haldin og hefur nefnd skipuð fulltrúum kven- félagasambandsins og ung- mennasambandsins ásamt tón- listarfélaginu átt veg og vanda af henni Aðalfundur Iönráðs Reykjavlkur var haldinn sunnudaginn 2. mars 1980 að Hótel Esju. Innan IBnráðs Reykjavikur eru fulltrúar 36 iöngreina, 2 fyrir hverja iön- grein — annar fulltrúi sveina, hinn fulltrúi meist- ara. A aöalfundinum flutti Tryggvi Benediktsson skýrslu framkvæmda- stjórnar siðustu fjögurra ára, og samþykktir voru reikningar sama timabils. Kjörin var ný fram- kvæmdastjórn til næstu fjög- urra ára og sitja i henni Tryggvi Benediktsson for- maður og aörir I stjórn Lúter Jónsson, Ólafur Jónsson, Sigurbjörn Guðjónsson og Sigurður Hallvarðsson. Skrifstofa Iönráös Reykja- vikur i Iönaöarmannahúsinu aö Hallveigarstig 1 er opin á fimmtudagskvöldum kl. 18.00-19.00. Frá aðalfundi Hjálparsveitar skáta Aöalfundur Hjálparsveitar skáta i Reykjavik var haldinn föstudaginn 28. mars 1980 að Hótel Loftleiðum. Dagskrá var samkvæmt lögum sveitar- innar. Fráfarandi stjórn lagöi fram skýrslu um störf H.S.S.R. s.l. starfsár og gjald- keri lagöi fram endurskoöaöa reikninga fyrir árið 1979. A fundinum var sveitinni kosin stjórn fyrir yfirstand- andi starfsár. Thor B. Eggertsson, sem verið hefur sveitarforingi s.l. 7 ár, gaf nú ekki kost á sér til endurkjörs. Sveitarforingi Hjálparsveitar skáta i Reykjavtk var kosinn Benedikt Þ. Gröndal, og aörir i stjórn: Meðstjórnendur: Kristján Armannsson, Arn- finnur Jónsson, Arngrimur Blöndahl og Birgir Jóhannes- son. I varastjórn: Sigrún Sig- valdadóttir og Thor B. Eggertsson. Aðalfundur Gigt arfélagsins Mikill áhugi er alltaf á borðtenniskeppni. Þessi mynd er frá Borötennismóti skóianna 1978. Kynning á tómstunda- starfi 1 grannskólum Skólaárið 1979-1980 störfuöu 284 tómstundaflokkar i grunnskólum Reykjavikur. Æskulýðsráð Reykjavikur hefur — i samvinnu viðforráöamenn skólanna — haft umsjón með þessu starfi og út- vegað leiöbeinendur, tæki og það efni sem til þarf. Lftilsháttar inn- ritunargjald veröa nemendur að greiða, auk efnisgjalds. Láta mun nærri að sl. vetur hafi um 3.400 nemendur tekið þátt I tómstunda- starfinu i skólunum. Viöfangsefnin eru margvisleg og má nefna: Leðurvinnu, ljós- myndavinnu, leiklist, leirmótun, félagsmálanámskeið, skák, borð- tennis, smelti, rafeindatækni, smiði, hnýtingar, vefnað, flug- módelvinnu, snyrtingu, kvik- myndagerð útilif o.fl. Nemendur eru einnig hvattir til koma sjálfir meö hugmyndir að nýjum við- fangsefnum. Næsta vetur eru ráðgerö nokkur ný viðfangsefni, svo sem blaðaútgáfa, farartækja- fræði og skrautritun, og verða fagmenn til aðstoðar. Undanfarin ár hefur fariö fram keppni i nokkrum greinum tóm- stundastarfsins, svo sem i borö- tenniskeppni, skákkeppni og ljós- myndasamkeppni. 1 ár verður til viðbótar efnt til leiklistarmóts Grunnskólanna i Reykjavik, þar sem nemendum leiklistarhópa skólanna er boöiö að senda einn leikhóp á mótið. Ef næg þátttaka verður fer leiklistarmótið fram i samkomusal Breiðholtsskóla 19. april næstk. og hefst kl. 13.30. Einnig fer þennan sama dag kl. 13.30 — 18.00 fram kynning á tóm- stundastarfinu i félagsmiðstöð- inni Fellahelli. Meðal dagskráratriða má nefna nýja kvikmynd, sem tekin er af tveimur fýrrverandi nem- endum i tómstundaflokkunum i kvikmyndagerö. Skákmót og borötennismót verða einnig, og hefst skákmótið I húsakynnum Taflfélags Reykja- vikur að Grensásvegi 46 laugar- daginn 12. april kl. 13.30. Þess er vænst, aö þeir, sem á- huga hafa á félags- og tómstunda- störfum i skólum liti við I Fella- helli og Breiðholtsskóla laugard. 19. april eftir kl. 13.30 og fylgist með þvi sem þar er að sjá. Aöalfundur Gigtarfélags Islands var haldinn laugar- daginn 1. mars. Helstu verk- efni félagsins frá stofnun hafa veriö fræðslustarfsemi og erindaflutningur á fundum félagsins og hafa þar fjöl- margir úr heilbrigðisstéttum upplýst félagsmenn um hinar ýmsu hliðar gigtarsjúkdóma. Stórt verkefni hjá félaginu hefur verið tækjakaup til rannsóknarstofu i' ónæmis- fræðum, sem nú mun vera á lokastigi. Framundan er þó enn stærra verkefni, sem er stofn- un æfinga- og endurhæfinga- stöðvar fyrir gigtsjúka. Til fjáröflunar er félagiö nú með i gangi sólarlandahapp- drætti, sem dregið verður i slöasta vetrardag. Heitir félagið á alla velunnara að styðja af alefli að þessu verk- efni. Formaöur félagsins frá stofnun hefur verið Guðjón Hólm. Hann baðst undan endurkosningu, en i stað hans var kjörinn Sveinn Indriðason. Skrúfudagurinn 1980 Hinn árlegi kyningar- og nemendamótsdagur skólans skrúfudagurinn er nú haldinn I átjánda sinn laugardaginn 19. aprilkl. 13.30-17.00. Þennan dag gefst væntanlegum nemendum og foreldrum þeirra svo og for- ráöamönnum hinna yngri nem- enda og öðrum sem áhuga hafa kostur á þvi að kynnast nokkr- um þáttum skólastarfsins. Nemendur veröa viö störf i öll- um verklegum deildum skólans: i vélasölum, raftækja- sal, smiðastofum, rafeinda- tæknistofu, stýritæknistofu, kælitæknistofu og efnarann- sóknastofu. Nemendur munu veita upplýsingar um tækin og skýra gang þeirra. Bresku vikunni veröur Magnús Magnússon sjónvarpsmaður sem mun koma fram á hverju kvöldi. Einn þáttur Bresku vikunnar er ferðakaupstefna þar sem fulltrú- ar breskra ferðaskrifstofa og breskra gistihúsa munu ræða við islenska starfsbræður sina. Hinn 25. april verður sýning þeirra I Kristalssal Hótels Loftleiöa kl. 15.00 en siðari dagana i anddyri hótelsins. Auk hótelhringsins Swallow Hotels sem rekur mörg gistihús i Skotlandi og norðan- veröu Englandi, veröur fulltrúi Grand Metropolitan Hotels sem hafa 23 hótel og gistihús i London þar á meðal eitt á May Fair. Þá veröur fulltrúi frá Anglo and Continental Educational Group sem hefur á sinum vegum tólf málaskóla I Bretlandi og einnig frá Anglo World Educational Ltd. sem standa fyrir námskeiöum I ensku i Oxford, Cambridge og viðar. Þá verður fulltrui frá Woódcock International i Yorks- hire sem sér um skipulagningu ferða um Skotland, Wales og England og fleira mætti telja. Þá mun stofnun sú sem sér um upp- byggingu i Skotlandi og norðan- verðu Englandi eiga þarna full- trúa en meðal annarra verkefna þeirra stofnunar er að auka ferðamannastraum til þessara staða. Skemmtiferðir milli Bretlands og Islands hafa viögegnist um langan aldur og aukist verulega eftir tilkomu flugsamgangna. Hingað koma árlega margir Bretar og ferðast um landið. Breskir ferðamenn eru miklir aufúsugestir og mörg lönd kepast um að fá þá I heimsókn. Fjölmargir Islendingar fara ein- ig til Bretlands árlega og ferðast um landiö. Breska vikan i Reykjavik er m.a. til þess ætluð aö auka kynni og kynna mögu- leikaá slikum feröalögum. Margt merkilegt er að vonum aö sjá i Bretlandi, hvort sem fólk kýs að skoða stórborgir, kynnast t tiiefni af bresku vikunni munu krúnudjásn Breta verða til sýnis aö Hótel Loftleiðum, — aö visu eftiriikingar, en svo nákvæmar að færustu gull og gimsteinasala þyrfti til þess að sjá muninn. menningar- og listalifi eða njóta fagurrar náttúru sem svoviðaer aö finna. ,3resk vika” á Hótel Loftleiðum Aöalfundur Iðnráðs Rvk

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.