Tíminn - 18.04.1980, Blaðsíða 7

Tíminn - 18.04.1980, Blaðsíða 7
Föstudagur 18. april 1980 7 Að gefnu tilefni: Um jarðarkaup Borgarhrepps í grein, sem birtist i „Timan- um’’ 29. mars siðastiiöinn er fjallab um kaup Borgarhrepps i Mýrasýslu á jörðinni Heyholti. Höfundur greinarinnar, Krist- ján Hall, rekur i grein þessari hörö örlög fyrrverandi eiganda jarðarinnar og leitast við að gera hlutdeild hreppsnefndar Borgarhrepps og Jarðanefndar Mýrasýslu af eigendaskiptun- um á jörðinni tortryggileg. Læt- ur hann að þvi liggja, samanber nafn greinarinnar, að þessir að- ilar hafi beitt fyrrverandi eig- enda jaröarinnar valdniðslu. Skrif þetta gefur okkur undir- rituöum tilefni til að skýra af- skipti hreppsnefndar Borgar- hrepps og Jaröanefndar Mýra- sýslu af þessu máli, en við telj- um að almenningur eigi rétt á að vita það sannasta um þau og þó sérstaklega Ibúar Borgar- hrepps og Mýrasýslu, en þessar nefndir eru kjörnar til að gæta hagsmuna þeirra við ráöstöfun jarða I byggðarlaginu. Jafnframt þvi að skýra frá gangi þessa máls, komumst viö ekki hjá þvl að leiðrétta og svara allmörgum missögnum i grein Kristjáns Hall. Jöröin Heyholt er að land- stærö um 280 ha. Að kalla allt land jarðarinnar er gröið. Nokkur hluti þess eru kjarri- vaxnir ásar, þá er allmikill hluti hallamýrar vel fallinn til rækt- unar og allstórt svæði eru grös- ugar flæðiengjar. Tún jarðar- innár er rúmlega 6 ha. Litilsháttar silungs- og laxveiöi fylgir jöröinni. Húsakostur er enginn utan fjárhús yfir um 300 fjár og viðbyggö hlaða. Bygg- ingar þessar eru um hálfrar aldrar gamlar og eru gerbar úr blönduöu efni. Jörðin mun upp- haflega hafa verið hjáleiga frá Signaskaröi. Hún hefur nú verið I eyði I yfir 40 ár en eigandi hennar hefur haft þar fjárbú, sem hann hefur stundaö frá heimili slnu I Svignaskarði. Forkaupsréttur 1 septembermánuði slðast- liðnum barst hreppsnefnd Borg- arhrepps kaupsamningur, sem Ræktun h/f, Heyholti, Borgar- hreppi hafði gert við þáverandi eiganda jarðarinnar um kaup á iörðinni Heyholti. Kaupverö var kr. 40 milljónir. í samningnum var sú kvöð frá hendi seljanda, að hann „heldur til llfstiðar end- urgjaldslaust þeim afnotum, er hann hefur haft af jöröinni, að undan skildum veiðiréttindum og með þeim takmörkunum, sem framkvæmdir og afnot kaupanda hafa I för með sér I samrábi við seljanda”. Hreppsnefnd Borgarhrepps ákvað að nýta sér forkaupsrétt sinn að jörðinni og ganga inn I kaupsamninginn samkvæmt gildandi lögum. Til þess að fjár- magna þessi kaup að hluta, ákvað hún að selja spildu úr jörðinni, sem er sérstaklega vel fallin til byggingar sumarbú- staöa. Hefur verið gerður samn- ingur viö fyrirtækiö Trésmiðju Sigurjóns og Þorbergs á Akra- nesi um sölu á 15 ha (missagt i grein Kristjáns Hall 20 ha) land- spildu I svokölluðum Há- brekknaás og Grensás til þess- ara nota. Þar er fyrirhugað að skipuleggja sumarhúsabyggö fyrir um 30 til 40 sumarbustaöi. Hvað vakti fyrir hrepps- nefndinni? Kristján Hall segir I grein sinni að ekki hafi verib „til grænn eyrir til jarðakaupanna hjá hreppnum”. Þetta er of- mælt. Samkvæmt reikningsyfir liti hreppanna i siðustu fundar- gerð sýslunefndar Mýrasýslu hafði Borgarhreppur um ára-' mótin 1978 og ’79 rýmsta lausa- fjárstöðu af dreifbýlishreppum sýslunnar. Eigi að slöur hafði hreppurinn ekki handbært allt það fé, sem þurfti til aö fjár- magna kaupin. Hreppsnefnd Borgarhrepps taldi ekki góðan kost að þurfa að selja þessa landspildu en að hennar mati var það betri kostur að halda I umráöumtbúa Borgarhrepps 265 ha af 280 ha landi jarðarinnar og öllu besta graslendinu en missa jörðina alla til utanhéraðs- manna. Vib töku þessarar ákvörðunar var stuðst við fyrri reynslu, en siðustu áratugi hafa 8 jarðir i Borgarhreppi komist I eigu utanhéraösmanna. Allar þessar jaröir nema ein eru nú I eyöi og eru nú sumarleikvangur fárra fjölskyldna úr þéttbýlinu við sunnanveröan Faxaflóa. Ibúum Borgarhrepps eru þessar jarðir til lltils stuðnings. Þá má á það llta að hrepps- nefnd Borgarhrepps og Jaröa- nefnd Mýrasýslu eru þvl ekki andvlgar, aö þéttbýlisfólk fái aðgang að landi til byggingar sumarbústaða og útivistar, en þær telja æskilegt að sumarbú- staöir séu I skipulögðum hverf- um, þannig að þeir trufli sem minnst not af þvl landi, sem nýtt er til landbúnaöar. I Heyholti verður þessu skilyrði fullnægt. Sala á Heyholti til Ræktunar h/f kom aldrei til afgreiðslu hjá Jarðanefnd Mýrasýslu, þar sem Borgarhreppur hafði gengið I kaupin áður en málið var tekið þar fyrir, en jarðanefndin féllst á sölu hreppsins á landspildunni til Trésmiðju Sigurjóns og Þor- bergs á Akranesi „ með tilliti til þeirra aöstæöna, sem fyrir hendi eru” eins og segir I bókum nefndarinnar. Staðlausir stafir I grein Kristjáns Hall er fjöl- yrt nokkuö um neitun Jarða- nefndar Mýrasýslu á að heimila sölu á tveggja ha landspildu (missagt i grein Kristjáns 1 ha) úr jörðinni Heyholti. Þessi sala sem þarna mun átt við var eitt af fyrstu málum sem Jarða- nefnd Mýrasýslu fékk til af- greiðslu. 1 bókum nefndarinnar um þetta mál segir svo: „Land- spilda sú, sem gert er ráð fyrir að selja, er I miðri landareign- inni og þannig staösett að um- ferð að henni myndi liggja um bæjarstæði á Heyholti, en sllk umferð yröi til óþæginda fyrir búrekstur á jöröinni. Sala á um- ræddri landspildu yröi þannig llkleg til aö rýra verðgildi jarð- arinnar til búrekstrar og gera hana óaðgengilegri til búsetu. Þá er jarðanefndin þeirrar skoðunar, að æskilegt sé að byggja sumarbústaöi I skipu- legum hverfum þannig að þeir trufli sem minnst búrekstur I viðkomandi sveitarfélagi en staösetning sumarbústaðar á landspildu þeirri sem hér um ræðir samræmist ekki þeim grundvallarsjónarmiðum ”. Fráleitt er aö ætla að synjun á þessari sölu hafi neytt eiganda jaröarinnar til að selja jörðina alla enda benti allt til þess að þarna væri um vinargreiöa af hendi seljanda við kaupanda að ræba. Að sjálfsögðu skipti það ekki máli fyrir jarðanefnd hvort um gjöf eða sölu var þarna að ræða en staðlausir stafir eru það, að hún hafi valdið eiganda jarðarinnar fjárhagslegu tjóni meö synjun sinni. Hallað réttu máli 1 grein Kristjáns Hall er vikiö að heimreiðinni aö Heyholti sem liggur yfir óbrúaðan læk. Gefur greinarhöfundur I skyn að um vítaverða vanrækslu af hendi stjórnar sveitarfélagsins sé að ræða aö þvl er viö kemur þess- ari vegagerð. Hér byggir grein- arhöfundur á misskilningi þvi um er ab sakast, ef um sök er að ræða, við Sýsluvegasjóö Mýra- sýslu. Þess ber þo aö gæta að Sýsluvegasjóður Mýrasýslu hefur I mörg horn að llta. Sýslu- vegakerfið langt og vegastæði vlða erfið, þannig að vorkunn kann að vera þótt vegir að eyði- býlum sitji á hakanum. Þá er I grein Kristjáns Hall sagt að I auglýsingu Borgar- hrepps á sumarbústaðalandi hafi verið vlsað á formann Jaröanefndar Mýrasýslu um upplýsingar. Varla væri þetta saknæmt þótt satt væri. Hins- vegar er hér hallað réttu máli og er skylt að hafa það sem sannast er. Vlsað var á slma- númer á skrifstfu Búnaðarsam- bands Borgarfjaröar „á venju- legum skrifstofutlma” en skrif- stofan annast margvíslega fyr- irgreiðslu við bændur I Mýra- og Borgarfjaröarsýslu. For- mabur jarðanefndar vinnur, ásamt fleirum, á þessari skrif- stofu. Óhróðri vísað á bug Algjörlega eru úr lausu lofti gripnar, ef á lofti eru, sögur um að hreppsnefnd Borgarhrepps hafi á nokkurn hátt verið með tilmæli hvað þá fyrirskipanir til fyrrverandi eiganda Heyholts um fækkun sauðfjár á jöröinni. Þá hefur ekki komið til oröa aö hreppurinn leigbi land til beitar á jöröinni, hvorki Borg- nesingum né öðrum. Hvers kon- ar dylgjum um hótanir I garð fyrrverandi eiganda jaröarinn- ar vlsum við á bug sem ósönn- um óhróöri. Okkur undirrituðum var kunnugt um aö stjórn Ræktunar h/f lagði á sig mikla fyrirhöfn til að ná eignarhaldi á jöröinni Heyholti. Má virða þeim mönn- um, sem I þvi stóðu til vorkunn- ar, þótt þeim hafi orðiö það nokkur vonbrigöi að hafa ekki erindi sem erfiði. Eigi að siöur er það ógn leiðinlegt þegar menn veita grem ju sinni og von- brigðum útrás á þann hátt, sem Kristján Hall gerir I titt nefndri grein sinni. Sveinn Bjarnason. oddviti Borgarhrepps. Bjarni Arason. formaður Jarðanefndar Mýrasýslu. Sósíalismi og samvinnustarf: Greinar af sama meiði Þaö vefst venjulega fyrir samvinnufólki þegar SIS og stórum kaupfélögum er likt við auðhringi. I grein i Tímanum 28. febrúar sl. vék ég lauslega aö samvinnuhreyfingunni og gagn- rýndi hana. Þaö geröi ég ekki vegna þess aö ég sé á móti sam- vinnuhugsjóninni. Þvert á móti er ég henni hlynntur. Samvinna af margvlslegu tagi á sem flest- um sviöum samrýmist mlnum hugmyndum um hvernig gott þjóðfélag eigi að vera. Aftur á móti tel ég að samvinnuhreyf- ingin hér á landi sé á nokkrum villigötum. Fjölmargt fólk sér ekki muninn á fyrirtækjum samvinnuhreyfingarinnar og öörum fyrirtækjum. Hver er munurinn á Ollufélagi Islands HIF, OLIS og Skeljungi? Er samvinnuhreyfing- in lik auðhringum? Dr. Eysteinn Sigurðsson staö- hæfir i Timanum 6. mars sl. að orðiö „auðhringur” hafi nei- kvæða merkingu i hugum al- mennings. Hvers vegna er það svo? Dr. Eysteinn reynir að út- skýra þaö i langri feitleturs- klausu. Kjarni málsins er e.t.v. sá að auðhringar eru I andstöðu við hagsmuni almennings og þess vegna er það á móti þeim. Starfar SIS I andstöðu viö hags- muni almennóngs? Enginn vafi leikur á því að samvinnuhreyfingin á Islandi er meöal þeirra öflugustu, a.m.k. ef hinni algengu fólksfjöldavið- miöun er beitt. Það er hægt aö fella hana undir viðteknar skil- greiningar á auöhringum. Hún snertir t.d. flest svið atvinnu- starfsemi i landinu og er næst- um einráð i sumum. Hún á fyr- irtæki erlendis og gæti þvi talist „fjölþjóöahringur”. Upphaflegri og vonandi langt frá þvl útdauðri hugsjón lýsir „samvinnumaður”, sem hvorki getur nafns né aldurs, i Tlman- um 5. mars. Hannlýsir sögulega hvernig samvinnuhreyfingin hafi átt rikan þátt i bættum llfs- kjörum þjóöarinnar sl. öld. Viö þá lýsingu hefi ég engu sérstöku að bæta. Hvernig eiga forstjórar samvinnufyrirtækja að starfa? Um forstjóralið samvinnu- hreyfingarinnar segir „sam- vinnumaður”: „það er skipað mönnum sem ráönir eru úr hópi samvinnumanna til ótiltekins tima og þeir menn verða að vlkja ef þeir standa sig ekki”. Þá spyr ég: Hversu margir óhæfir forstjórar hafa verið reknir frá eöa látnir hætta hjá samvinnufyrirtækjum, t.d. á sl. lOárum? Hversu margir þeirra voru látnir hætta vegna þess aö þeir stóðu sig ekki frá fjárhags- legu sjónarmiði? Hversu marg- ir þeirra voru látnir hætta vegna þess að þeir beittu harð- ræði og prettum gagnvart starfsfólki, bændum og öðrum viöskiptavinum? A hvoru sviö- inu er mikilvægara að standa sig? Fyrir mína parta er svariö á þann veg að ég tel aö fyrra skilyrðið sé nauösynlegt en ekki nægjanlegt.Og ég tel mikilvæg- ara að hið slðara skilyrði sé uppfyllt en að samvinnuhreyf- ingin þenji starfsemi sina yfir fleiri og fleiri svið með þvi að safna sem mestum gróða af þeim sviðum sem hún starfræk- ir fyrirtæki á nú þegar. Það er máske varasamt að ræða hér einstök dæmi um hið siðarnefnda. Ég get þó ekki stillt mig um að spyrja lesendur þess hvort brottrekstur járniön- aðarmanna, sem unnið hafa hjá Kaupfélagi Arnesinga áratug- um saman, sé I samræmi við mannræktarhugsjón samvinnu- hreyfingarinnar sem dr. Ey- steini varð tiörætt um i grein sinni. Vorið 1975 þurfti 3 vikna verkfall til aö hrinda óréttmætri uppsögn eins þessara manna. Sami kaupfélagsstjóri var að verki þá og nú. Bætur sósialisma og samvinnuhreyfingar eru þær sömu „Samvinnumaðurinn” ónafn- greindi rifjar upp söguna. Af sögunni má lfka sjá að sam- vihnuhreyfingin go sóslalisminn eru eða a.m.k. voru greinar af sama meiði, baráttu alþýðunn- ar viö yfirstéttir. Gróskumesti áratugurinn á sviði samvinnu- útgerðar og fleira samvinnu- starfs hér á landi var 1930-40 og má tengja það þvi aö hugsjón sóslalismans hefur aldrei veriö sterkari en þá. Hér fer ég þó ekki nánar út I þá sálma en það er ljóst aö öflugur félagslegur atvinnurekstur I eigu, þágu og undirstjórn alþýðunnar sjálfrar er markmið kommúnista. Það er þess vegna sem ég vil að fé- lagsmenn samvinnuhreyfingar- innar láti meira til sin taka um mótun stefnu samvinnuhreyf- ingarinnar. I grein minni 28. febr. sagði ég aö ég héldi aö lýð- ræöismöguleikar I samvinnu- hreyfingunni væru vannýttir. Ekkert hefur komiö fram sem bendir til þess að sú skoðun sé röng. Framtiðarstefnan Dr. Eysteinn ber ekki á móti þvi aö taka þurfi upp umræðu um hugmyndafræöi og framtiö- Ingólfur Á. Jóhannesson sagnfræöinemi i i j arstefnu samvinnuhreyfingar- innar. Einmitt það vil ég sem félagsmaður i samvinnuhreyf- ingunni gera. Ég vil ekki að samvinnuhreyfingin sé auð- hringur og ég vil útrýma þvi úr fari hennar sem gerir það að verkum aö fjölmargt fólk, sem hvorki er andsnúið samvinnu- hugsjóninni né sósialisma, telur að islensku samvinnuhreyfing- unni og þá einkum SIS sé ekki viðbjargandi. Þvl vil ég ekki slá föstu án baráttu. Enn sem fyrr fagna ég um- ræðu bænda og annarra um þau efni sem ég hefi vikið aö i grein- um mlnum. Seinna I vor hyggst ég rita um hugmyndir minar um stéttaskiptingu meðal bænda á tslandi og vona að rit- stjórn Tímans ljái mér rúm til þess.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.