Tíminn - 24.04.1980, Síða 7

Tíminn - 24.04.1980, Síða 7
Fimmtudagur 24. april 1980 7 „Ekki verður öllum í öndvegi skipað” Um þessar mundir er það að renna upp fyrir bændum, að i vændum séu allróttækar að- gerðir I framleiðslu og markaðsmáium landbUnaöar- ins. Þetta kemur að vfsu ekki á óvart, og hefir átt sér talsverö- an aðdraganda. Mönnum er kunnugt um, að samþykkt voru lög á Alþingi siðastliðið ár, sem heimila Framleiösluráði að fengnu samþykki fulltrúafundar Stéttarsambands bænda og staðfestingu landbúnaðarráð- herra, timabundnar ráðstafan- ir: Að ákveða mismunandi verð á búvöru til framleiðanda og svo frv.. Er hér um að ræða svokall- að kvótakerfi annarsvegar og hinsvegar fóðurbætisskatt. Munu nú vera i gangi áætlanir um kvóta sem bændum er ætl- aður samkvæmt heimild I lög- um. Það er almennt viðurkennt, að ráöstafana sé þörf vegna mikillar umfram framleiðslu á innanlandsmarkaði. Mörgum mun lika hafa virst, að kvóta- kerfiö væri ööru fremur til þess fallið, að hafa stjórnun á fram- leiðslu og markaðsmálum. En þaö er nú með þetta eins og ann- að, að ekki er sama hvernig að er staðið. Kvótakerfið eins og það er ætlað 1 framkvæmd, er svo furöuleg hugsmið, að engu tali tekur. Er helst að skilja aö i meðför- um Alþingis hafi það stórum versnað, þó mér séu ekki að fullu kunnar tillögur bænda- samtakanna til Alþingis. Ég skal nú reyna að rökstyðja mál mitt, i stað þess að láta sitja við fullyrðingar einar. Lögmál frum- skógarins Ein mesta og alvarlegasta skyssa viö framkvæmd kvótans er það, að I stað þess að setja ákveðinn lagmarkskvóta sem miðast við verðlagsgrund- vallarbú eöa hæfilegt fjöl- skyldubú, og láta hann vera án skerðingar, er ætlunin að fara i gegn um afurðir hvers einasta bónda á árunum '76-77-78, og út- hluta mönnum kvóta eftir inn- leggi þessara þriggja ára. Hver einasti bóndi fær sinn stimpil og nú eru ekki neinir jafnir lengur i þessari stétt, þessi hefur þetta og annar hitt, og varla finnast lengur tveir bændur jafn rétthá- ir I þessu þjóöfélagi. Hér veröur það lögmál frumskógarins sem ræður, eins og einn sýslungi minn komst svo vel að orði ný- lega. Hér er þó ekki öll sagan sögð, það vita það allir, að mikiö er af bændum, sem með þessum að- förum, lenda I slikum öldudal, að ekki veröur viö unað. Sú spurning hlýtur þvi að vera ofarlega I hugum margra, hvort þessir bændur fái ekki að stækka sitt bú án stórskerðing- ar, að þvi marki sem þeim er nauðsynlegt ef þeir eiga að geta búið áfram. Samkvæmt góðum heimildum, er ekki gert ráð fyr- ir þvi. Til þess að mönnum sé ljósara hvað hér er um aö ræöa, skulu hér dregin fram nokkur dæmi: Bóndi leggur inn 60 þúsund litra af mjólk, hann fær fullt verö fyrir 54.228 litra, en mun lægra eða jafnvel útflutnings- verð fyrir 5.772 litra. Annar bóndi leggur inn 200 þúsund litra af mjólk, fyrir 166.218 litra fær hann fullt verð. Þannig er réttur stórbóndans til óskerts markaös, meiri en þre- faldur á viö hinn, sem I raun má ekki viö neinni skeröingu. Bóndi sem kæmi út með 300 ærgildisafurðir samkvæmt út- tekt úr fortlðinni, lendir I 8% skerðingu, og fær þvi ekki fullt verðfyrir meira en 276 ærgildis- afuröir, og það sem verra er, á Gunnþór Guðmundsson, Dæli, V-Hún. hann er sett helsi, og hann er fjötraður við sina fortiö, sjálfs- bjargarviðleitni hans til að ná þvi marki, aö koma upp lifvæn- legu búi fær engan byr á hærri stöðum, svo hann er dæmdur til að hokra við sára fátækt, eða hætta ella, og er liklegra ab sá kosturinn yrði valinn. Jafnvel bóndi sem ekki væri með nema 200 ærgildisafurðir samkvæmt hinni forneskjulegu úttekt, fær ekki fullt verð nema fyrir 184 ærgildisafurðir, og engin von um rúmkaðan kvóta. Æskan hrakin af heima- slóðum A flestum sveitabæjum er eitthvaö af börnum og ungling- um, sem eiga nokkrar kindur, og fer gjarnan fjölgandi með uppvextinum. Séu nú bændum settar svo þröngar skorður, sem allt bendir til, þá þarf hin friöa forystusveit senniiega engu aö kviða i framtiöinni, með of- framieiðslu, verði æskan hrakin þannig frá sinum heimaslóðum, og er raunar liklegast að stór- bændurnir standi þetta él af sér, en þeir sem lenda neðarlega hreinlega gefist upp gegn lög- vernduðu misrétti. Getur þá svo farið, að stærri bændur bæti þvi viö sig sem sleppt var, þegar aftur þarf að auka framleiðsl- una. Það eru aðeins frumbýlingar sem fá rýmkaöan kvóta, og verðUr maöur að vænta þess, að þar verði ekki neitt músarholu- sjónarmiö ráðandi. Ég hef hér að framan vakiö athygli á þvi hversu þetta kvótafyrirkomulag felur i sér mikið ranglæti á neðstu þrepum kvótans, þó er betra að þola ein- hverja skeröingu alveg niðurúr, eins og gert er ráö fyrir, en aö setja stólinn fyrir dyrnar með þaö, að menn geti komiö sér upp lifvænlegu búi. Nú getur það verið að einstakir stórbændur séu kannske búnir að leggja I svo mikla fjárfestingu aö þeir risi ekki undir þvi meö verulegri búskerðingu. Vanda þessara manna mætti að nokkru mæta með beinum framlögum tii að standast gjaldabyrði vegna af- borgana af lánum, en ekki af- henda þeim margfaldan rétt á við aðra. Tilgangur minn með þessum skrifum er aö vekja athygli á þvi sem ég tel óþolandi ann- marka á kvótakerfinu, og lýst er nokkuö hér aö framan. Margur hugsar ef til vill sem svo aö of seint sé að taia um þetta þegar þaö hafi verið ákveöið með lög- um. Ég er ekki að hvetja til lög- brota, en lögum má breyta, og hefir verið breytt, samanber skattalögin. Ég vil hvetja bænd- ur til aö vinna ötullega aö þvi, að sniönir verði verstu van- kantarnir af kvótakerfinu. Við þurfum að standa vörð um eðli- legt fjölskyldubú, enda þótt við séum eftilvill ekki sjálfir I verstu úlfakreppunni, þá veröur aö vænta þess aö bændur vilji ekki að stéttarbræður þeirra séu sviptir frumstæðustu mann- réttindum. Viö verðum lika að vænta þess, að bændasamtökin láti einskis ófreistað til að færa þetta i betra horf. Þaö er ekki svo litiö sem búið er að leggja i að forma hiö svokallaða grund- vallarbú. Meö þvi kvótafyrir- komulagi sem nú á að fram- kvæma, er áætlun um kaup bóndans samkvæmt grund- vallarbúinu aö engu gert, nán- ast marklaust pappirsgagn. Þannig etur byltingin börnin sin, eins og komist hefur veriö að oröi af ööru tilefni. Aö lokum þetta: Kvótakerfiö þarf að þróa I það horf, aö grundvallarbúið eða hæfilegt fjölskyldubú geti búiö viö markaösöryggi og óskerta framleiöslu. Jafnframt þarf aö hamla gegn stórbúskap ein- staklinga sem fá kannske þre- faldan eöa fjórfaldan rétt á við aðra. Trúlega mætti einnig að skaðlausu draga eitthvað sam- an framleiðslu rikisbúanna. Ef bændasamtökin vinna ekki ötul- lega að þessu, þá hafa þau gjör- samlega brugöist sinu hlut- verki. tltsýnið til Bændahallarinnar er nú nokkru mistri huliö, þó þótti mér sem sæist til sólar meöan hinn nýi landbúnaöar- ráðherra var að halda ræðu slna á búnaöarþingi, nú fyrir skömmu siöan. Vonandi léttir þokunni með hækkandi sól, og þá mun aftur vora. I april 1980 Gunnþór Guömundsson Dæli V-Hún Nokkur orð um jarðakaup Borgarhrepps Föstudaginn 18. april s.l. birtist grein i Timanum „Um jarðarkaup Borgarhrepps” og er undirrituð af tveim fullmektugum þeim Sveini Bjarnasyni og Bjarna Arasyni. Þar segjast þeir vera að leiðrétta staðiausa stafi, visa óhróðri á bug og rétta hallamál. Við þetta má bæta eftirfarandi.: Forkaups- réttur eða brask Þegar Ræktun h.f. gerði kaupsamning um jörðina Heyholt lá það fyrir samkvæmt samtölum við Svein Bjarnason. og fleiri hreppsnefndarmenn, svo og bréfi frá jaröanefnd, að aldrei yrði leyfð sala sumar- bústaöalanda úr landi Heyholts. Þetta rýrði verðgildi jarðar- innar. mjög, og gerði hreppnum auðveldara með að ganga inn I kaupin. Sem sé: Hrepps- nefndarmenn og jarðanefnd gáfu út yfirlýsingar, sem þeir ætluðu sjálfir aldrei að fara eftir, einungis I þeim tilgangi, að séð verður, til að þrýsta umsömdu kaupverði Ræktunar h.f. og jarðeiganda niður. Slðan ganga þeir inn I kaupin, og eins og þeir segja „samkvæmt gild- andi lögum”, þó að ég efist um aö þau lög hafi veriö sett til aö heimila svona brask, en á hitt skal bent, að það liggur fyrir skjalfest hjá Jarðanefnd Mýra- sýslu aö það sé bein forsenda þess að Borgarhreppur geti keypt jörðina að úr henni verði seldar landspildur undir 30-40 sumarbústaöi. Hreppurinn gekk ekki inn i kaupin fyrr en Bjarni Arason var búinn að kanna hvernig gengi að selja sumarbústaða- lönd úr jörðinni. Hann auglýsti I Timanum 22. september s.l. sumarbústaðalönd á vestur- landi og gaf upp simann 93- 7215. Ég hringdi sjálfur i hann og sagði hann mér að ég gæti fengið þarna lönd keypt ilr landi Heyholts svo vitt og breitt sem ég vildi, en ég yrði samt að vera fljótur að snara útpeningum, þvi margir væru um hituna. Ég fletti upp i simaskránni á bls. 330, og þar stendur: Bjarni Arason, ráðunautur Þórólfsgötu 15, 7215, og getur hann sjálfur brugðið sinu hallamáli á sima- skrána, ef hann vill og leiðrétt þar rangfærslur ef hann vill. 1 grein minni vik ég að heim- reiðinni að Heyholti. Nú veit ég þaö Sveinki að Sýsluvegasjóður Mýrasýslu hefur i mörg horn að lita, en hitt veit ég og aö ekki hefur hreppsnefnd Borgar- hrepps stuðlað að þvi að hann liti i það horniö þar sem Heyholt er. Á að þegja þegar menn eru misrétti beittir? Þá er mér virt það til vorkunnar að hafa skrifað grein mina vegna þess að ég hafi ekki náð eignarhaldi á Heyholtinu, sú vorkunnsemi er óþörf. Hins- vegar vorkenni ég fyrrverandi eiganda jaröarinnar vegna þess áð óprúttnir menn töldu honum trú um að hann fengi aldrei að selja úr henni sumarbústaða- lönd. Ég vorkenni honum vegna þess að þetta var aleiga hans, og þeir sem tóku hana þurftu ekki annað en að selja 5.4% af henni til þess að greiða honum til fulls. Og þvi skrifa ég þetta, þvi ég vil spyrja: Er það ekki skylda sýsluyfirvlda að kanna þetta mál? Er ekki miklu réttara,að Trésmiðja Sigurjóns og' Þorbergs á Akranesi borgi beint t.il fyrrverandi eiganda, svo að! hver haldi sinu? Eða hver gefur Hreppsnefnd Borgarhrepps leyfi til að braska með þessa 15 hektara til þess aö eignast hina 265? Óhróðri vísað á bug Þaö vill oft brenna við i fjöl- mennum sveitum, að sögur komist á kreik. Ein saga, svo ljót, að fáir trúa, gengur nú fjöllunum hærra og þarf þvi að kveðast niður. Þvi vil ég spyrja ykkur: Fyrrverandi eigandi Heyholts ritaði ykkur bréf og rifti kaupsamningi gagnvart Borgarhreppi og sagðist snúa sér aftur til Ræktunar h.f. sem rétts viðsemjanda. Er það rétt að þið hafið kallaö hann fyrir, sagt honum að ykkur væri i lófa lagið aö láta meta jörðina upp? Er það rétt, að þið hafiö sagt honum að ef það yrði gert yrði hún metin á 10-20 milljónir, og það væri allt sem þið þyrftuð aö greiöa? Er það rétt, að þið hafið sagt honum að önnur atriði kaupsamningsins féllu niður, ef þið gerðuð þetta? Er það rétt að þið hafið sagt að þetta mynduð þið gera, ef hann rifi ekki umrætt bréf þegar i sundur ? Er það rétt að gamli maðurinn hafi rifið bréfið undir náðarsam- legum augum ykkar? Ekki trúi ég þessu, en gaman þætti mér að sjá bréf þetta — órifið.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.