Tíminn - 22.06.1980, Qupperneq 2
Fáeinar laglegar vísur úr gmsum áttum:
„ Glaðan haginn, Garðar minn,
góði Sverrir, heilsan þér”
Nú er ekki nema vika til for-
setakosninga, og þess vegna er
engin furöa, þútt eitthvaö veröi til
af frambjööendavlsum. Sjálfsagt
er fæst af þvl, sem fer lengra en
milli kunningja. Eins og gengur
eru þær ekki aliar beinlinis hlut-
lausar, aö minnsta kosti ekki þær,
sem blaöinu hafa veriö sendar.
En viö veröum aö láta þær fljóta,
enda ólikt, aö þær riöi baggamun-
inn I kosningunum.
Gunnar Sveinsson hefur sent
vlsu, sem fjallar eiginlega meira
um Guðmund J. Guörfiundsson en
frambjóðandann, sem hann mæl-
ir með, og er tilefniö ferö Alberts
og hans upp I Kjós, þar sem Guð-
mundur talaðiaf mikilli mælsku á
fundi:
Jakinn flaut að feigðarós,
fallið hlaut I lagi.
Meö Albert þaut hann upp i Kjós
eins og naut I flagi.
Næsta vlsa er eftir Ingólf
Davlðsson magister, og verður
vart af henni ráöiö til fullnustu,
hvert hugur hans hneigist:
Æðsti maður efst á baugi
óðal Bessa mænir á.
Er það Dlsa eða Laugi?
A. og P. i skutnum rjá.
Jóhannes Benjamlnsson orti
þessa vlsu um skoðanakannanir
dagblaðanna og niðurstööur
þeirra:
Dagblööin reyna aö spyrja
ogspá,
spekingur margur streðar.
Vigdls og Guölaugur oddinum á,
Albert og Pétur neðar.
I VIsi birtist frásögn af ferö
Vigdisar Finnbogadóttur um
Snæfellsnes, og var þar haft eftir
henni, að hún myndi hafa á
boöstólum reykta grálúðu i fyrstu
móttökunni á Bessastööum, ef
hún yrði kjörin forseti. Þá var og
sagt frá boði, er saumaklúbbur-
inn Bollinn gerði henni. Frásögn
þessari um Snæfellsförina fylgdu
margar myndir, og var meðal
annars sýnt, er Vigdís fór i paris á
gangstétt eða dyrahellu og bjó sig
undir, að spáð væri I bolla hennar
I saumaklúbbnum. Þetta er
kveikjan að þriðju vlsunni:
I Olafsvik var hátið
erVigdis vesturfór
og vann þar telpu I paris
á stétt viö Hábrekkuna.
Kona ein I Bollanum
að þvl eiða sór,
nú yröi að fara aö reykja
grálúðuna.
Fleiri visur hafa ekki borizt um
frambjóðendurna I forsetakosn-
ingunum, er frambærilegar geti
heitið og undir þau lögmál felld-
ar, er vlsa verður að lúta. En með
þvi aö kosningarnar nálgast óð-
fluga og óþreyjan vex, þá skulum
við hafa hér næst vlsu, sem ort
var til þess aö sefa mann, sem
haföi mettazt óróleika vegna at-
burðar sem I vændum var.
Maður þessi kom á fæðingar-
deild Landspitalans meö konu
sina, komna að barnsburði, og
knúði harkalegar dyra en gengur
og gerist, og fannst starfsfólki
fæöingardeildarinnar meira en
nóg um. A þessum árum var hin
þekkta kona, Jóhanna Friðriks-
dóttir, yfirljósmóðir deildarinn-
ar, ágætlega hagorð, og kvaö hún
þessa vlsu viö komumann:
Hvað er þetta, maður minn?
Mundu aö vona og biða.
Að luktum dyrum kom
lausnarinn
og lét hann þó ekki svona.
Og eins er þaö með forseta-
kosningarnar, að menn ættu að
kunna sér hóf I eftirvæntingu
sinni og ekki slður I söguburði og
lastmælgi,.að ekki sé sagt rógi,
um þá, sem fólki finnst slnu út-
valda forsetaefni skæðir keppi-
nautar um hylli almennings.
En úr því að Jóhanna Friöriks-
dóttir er komin hér til sögu, getur
flotið með önnur vlsa eftir hana,
mælt af munni fram viö konu,
sem fannst hún ekki nógu bragö-
leg útlits.
Kinnin mín er þynnri en þín.
Þætti mér þaö gaman
að sjá þig fara I fötin mln
og fitna af öllu saman.
Það er eitt af þvi sem allmikið
er rætt um á þessari forsetatíð,
hvort menn eru alþýðlegir i sinni
og háttum. Samt er þaö svo, að
alla jafnan gera flestir þess harla
mikið mun, hvort I hlut eiga fá-
tækir eöa rfkir, fyrirmenn eða
olnbogabörn. Þeim, sem betur
hefur vegnað, er hossað fram á
grafarbakkann og alla leiö niður I
moldina, en ekki jafnvandgert viö
hina, sem lltils máttu sln. Þess
vegna orti Óllna Jónasdóttir á
Sauðárkróki, er umkomuleys-
ingja, sem lítiö stáss var gert
með, var holað I jöröina:
Það er ekki ys né þys,
þröng eða fjölmennt erfi,
þó að litið , fölnað fis
fjúki burt og hverfi.
En það er svona I veröldinni, aö
eitt getur rekiö sig á annars horn,
og sitthvaö vill ganga úrskeiðis,
þótt fagurt sé kennt. Einar Sveinn
Frfmann I Neskaupstað orti þessa
vísu:
Elskið alla menn, kvað
mannsinssonur,
en mönnum þótti krafan
nokkuð stór.
Þá sagöi fjandinn: Elskið
allar konur,
og allir hlýddu. Síðan fór
sem fór.
Eitt þeirra mála, sem mjög
hafa verið rædd meðal almenn-
ings slðustu daga, er sú ákvörðun
þingfararkaupsnefndar alþingis
að þingmenn skuli fá fimmtungs
launahækkun. Mánuður var liðinn
frá þessari ákvörðun, er hún
komst I hámæli og fylgir það sög-
unni að til þess hafi verið ætlazt,
að hljótt væri haft um hana — af
hvaða hvötum. sem það hefur
verið, ef satt er. Nú hafa, eins og
kunnugt er, nokkrir aðilar, fjár-
málaráöherra og formenn þing-
flokka Framsóknarflokksins og
Alþýðubandalagsins, skotiö gerð-
um þingfararkaupsnefndar undir
úrskurö þingforesta og krafizt
ógildingar á þeim.
Tæpast kemur á óvart, þó að
blaðinu hafi borizt vísur um
þetta:
Þeir eru að skammta sjálfum sér
úr soðpottinum stóra:
Tuttugu prósent tek ég mér,
af tveimur aörir slóra.
Onnur visa er i nokkuð áþekkri
tóntegund:
Gott er að hafa gogg og kló
aö ganga I skrokk á rlkisfé.
Lof sé guði, lyst er nóg.
Látiö fleiri bita I té.
Þriðja visan er svo eins konar
fyrirbæn formönnum þingfarar-
kaupsnefndar til handa:
Glaðan haginn, Garðar minn,
góði Sverrir, heilsan þér,
lánsmenn báöir með bústna
kinn
og breiðir að aftan til
fagnaðarmér.
Um þessar þrjár vlsur gildir hið
sama og þegar fólk er aö setja
eitthvaö saman um forsetaefnin
— það vill fæst láta sin getið, lik-
lega af þvl, að það er eins og ofur-
litiö feimiö viö hátignirnar.
Ferðalán
-léttarí greiðslubyrðí!
Sýndu fvrirhvggiu i fjármálum og vertu með í Spariveltunni.
Ef þú ert einn hinna mörgu, sem láta
sig dreyma um ferðalag í sumarleyfinu,
þá ættirðu að kynna þér hvað
Sparivelta Samvinnubankans ^
getur gert til að láta draum ^ “
þinn rætast. Það er engin ástæða
til að láta fjárhagsáhyggjur spilla ánægj-
unni af annars skemmtilegu ferðalagi.
Hagnýttu þér þá augljósu kosti, sem
Sparivelta Samvinnubankans hefur fram
að bjóða.
Með þátttöku í Spariveltunni getur þú
létt þér greiðslubyrðina verulega og notið
ferðarinnar fullkomlega og áhyggjulaust.
Þátttaka í Spariveltunni er sjálfsögð
ráðstöfun til að mæta vaxandi greiðslu-
byrði í hvaða mynd sem er, um
leið og markviss sparnaður
stuðlar að aðhaldi og ráð-
deildarsemi í fjármálum.
Komdu við í bankanum og fáðu þér
eintak af nýja upplýsingabæklingnum
um Spariveltuna, sem liggur frammi í
öllum afgreiðslum bankans.
Vertu með i Spariveltunni
oglánið erekki langt undan!
Samvinnubankinn
og útibú um land allt.
JH