Tíminn - 22.06.1980, Side 28
Gagnkvæmt
tryggingafé/ag
A fgreiðslutimi
1 til 2 sóA
arhringar Stimpiagerö
Féiagsprentsmiðjunnar hf.
Spítalastíg 10 — Sími 11640
Nýja
fas teignasalan
Ármúla 1. Sími 39-400
Sunnudagur22. júní 1980
Söguleg herferð gegn áfeng-
isneyslu i Svíþjóð
Fjöldi þjóöa á ekki einungis i höggi viö óhugnanlega eiturlyfjaneyzlu,
sem tærir þrek og vilja fólks og leggur marga i gröfina langt fvrir aidur
fram. Samtfmis siaukinni eiturlyfjafikn hefur áfengisneyzla magnast
um allan helming um öll Vesturlönd, og hefur sums staöar tekiö svo f
hnúkana, aö forsjármönnum þjóöa þykir ekki sætt, án þess aö hafast
eitthvaö aö, er veiöa mætti til þess aö sporna gegn enn meiri ófarnaöi.
Þar eru Sviar fremstir I flokkiþeirra þjóöa, sem næstar okkur eru.
1 Svlþjóö má segja, aö alda sé
risin til viönáms. Aö áliönum
vetri samþykkti sænska þingiö
meö 265 gegn 55, aö áfengir
drykkir skuli ekki framar veittir i
veizlum, boöum og öörum mann-
fagnaöi á vegum rikisins, aö þvi
undanskildu, aö borðvín má hafa i
matarboöum. Þessi samþykkt
var byggö á þvi, aö forystumenn
landsins og forsjármenn rfkisins
veröi jafnan aö ganga á undan
meö góöu fordæmi, ef einhverju á
aö koma til vegar, og bresti á
samræmi milli oröa og athafna,
eyöileggi sá tviskinnungur og
hræsni sérhvert mál, hversu
brýnt sem er, aö þaö nái fram aö
ganga.
Ávarp
stjórnmálaforingjanna
Þegar eftir þessa samþykkt var
birt ávarp til sænsku þjóöarinnar, _
Formenn fjögurra stærstu stjórnmálaflokkanna f Svfþjóö, er skrifuöu
fyrstir undir ávarpiö.
undirritaö af fjörutfu og þremur
landskunnum mönnum, og voru
þar efstir á blaöi formenn fimm
stjórnmálaflokka I Svíþjóö — Oluf
Palme, formaöur verkamanna-
flokksins, Thorbjörn Fálldin, for-
maöur Miöflokksins, Gösta
Bohman, formaöur hægri flokks-
ins, Ola Ullsten formaöur Þjóö-
flokksins, og Lars Werner, for-
maöur flokks vinstri sósialista.
Aörir, sem undirrituöu ávarpiö,
voru margir forystumenn félags-
málahreyfinga í Svlþjóö og for-
vígismenn I menningarmálum.
Velferðarrikinu ógnað
Avarpiö sjálft var á þessa leiö:
„Afengisneyzla I landinu fer
vaxandi. Afleiöingar þess eru, aö
fleiri menn skaöast af áfengi. Nú
er sambandiö á milli notkunar og
misnotkunar viöurkennt, og þess
vegna er ljóst, aö viö höfum þvl
miöur ekki hamlaö gegn áfengis-
bölinu. Aöeins meö breytingu á
háttum og venjum okkar sjálfra
veröur ástandiö bætt.
Viö getum öll, án tillits til
búsetu nú oröiö, séö, hvernig
áfengisvandinn vex. Stööugt vex
þrýstingur á hjálparstofnanir
þjóöfélagsins, sjúkrahús, lög-
reglu, fangagæzlu, hæli og þar
fram eftir götunum. Þaö, sem
ekki veröur skrásett á sama hátt,
er sú hörmung og neyö, sem er
félagslegt, fjárhagslegt og mann-
legt hlutskipti einstakra drykkju-
manna og vandafólks þeirra.
Þaö er ýkjulaust, aö sænska
velferöarrlkinu er ógnaö af
drykkjuskap. Þeir, sem minna
mega sln, eru einkum I hættu.”
Fordæmi
fullorðins fólks
„Hér þarf þjóöarvakningu gegn
áfenginu”, segir enn fremur I
ávarpinu. „Viö hvetjum alla til
þátttöku I henni. Vissulega
varöar þetta allan þann fjölda
manna, sem telja sig hófsmenn.
Sannarlega veröur þjóöfélagiö og
einstakir samborgarar aö styöja
meö mörgu móti þaö fólk, sem nú
þegar er háö áfenginu eöa býr viö
böl af völdum þess af öörum
ástæöum. En engu aö síöur er
nauðsyn, aö viö sameinumst öll I
alvarlegri viöleitni til þess aö
minnka áfengisneyzluna I heild.
Þaö veröur þvl aöeins gert, aö
hver og einn minnki sina eigin
neyzlu eöa hætti henni alveg.
Sérstök ábyrgö hvllir á hinni
rosknari kynslóö. Viö getum ekki
einfaldað áfengisvandamáliö
meö þvi aö kalla þaö unglinga-
vandamál sérstaklega. Fordæmi
fulloröins fólks er mikill áhrifa-
valdur og hvati í öllu uppeldi
þeirra, sem yngri eru. Viö
veröum aö sýna I allri fram-
göngu, I einkallfi, félagsllfi og á
vinnustaö, aö mannlegt samfélag
og mannleg kynni krefjast hvorki
áfengis né neins konar lifsflótta.”
Samábyrgð allra
Lokaorö ávarpsins eru þessi:
„Saga liöins tima hefur kennt
okkur, aö félagshreyfingar móta
þjóölffiö og orka á llf einstak-
linganna. Meö áhrifamiklu
félagsstarfi má reisa öflugan
varnargarö gegn áfenginu.
Samfélagiö veröur aö neyta
allra bragöa til þess aö sporna
gegn áfengisnautn og þrýsta
áfengisneyzlunni niður. Siöast en
ekki sizt veröum viö, hver og
Framhald á bls 31
I
Vantar ykkur iimihurðir?
HUSBYGGJENDUR
HÚSEIGENDUR
Hafið þið kynnt ykkur
okkar glæsilega úrval af
INNIHURÐXJM?
Hagstæðasta verð og
I
greiðsluskilmálarB
Trésmiðja
Porvaldar Ólafssonar h.f.
Iðuvöllum 6, Keflavik
Simi: 92 3320