Tíminn - 03.07.1980, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.07.1980, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 3. júll 1980. 3 Athugasemd BHM vegna þingfararkaupsviðimðunar: Erf itt að meta yf irvinnu alþingismanna manna kjaraskerðing I raun HEI — BHM hefur sent frá sér athugasemd vegna hinnar mjög umdeildu ákvörðunar þingfar- arkaupsnefndar að hækka laun þingmanna um 20%. Laun þeirra eru sem kunnugt er mið- uð við flokk 120 i launastiga rikisstarfsmanna innan BHM, en þeir eru 22, þ.e. frá 101-122. Tekið er fram að 90% rikis- starfsmanna séu i 101-115 launa- flokki og að i flokki 120 séu að- eins 4 menn af þeim 1850 er launamálaráð BHM semur fyr- ir. Þá segir að ýmsir þingmenn hafi látið hafa það eftir sér i fjölmiðlum, að með föstum yfir- vinnugreiðslum rikisstarfs- manna sé um að ræða greiðslur undir borðið eða að verið sé að fara i kringum kjarasamning- ana. Þetta sé alrangt, þvi i raun sé i flestum tilvikum um aö ræða skerðingu á aðalkjara- samningi, þar sem samkvæmt honum eigi starfsmenn að fá greitt fyrir alla sina yfirvinnu. Þegar hinsvegar hafi verið um að ræða störf þar sem starfs- menn þurftu sjálfir að ákveöa hve mikla yfirvinnu þörf var á að inna af hendi og jafnvel eng- inn sem fylgst getur með þeirri vinnu, hefði þótt réttara að reyna að meta þörfina og greiða siðan ákveðinn timafjölda á mánuði samkvæmt þvi. Fullyrt er, að i langflestum tilvikum vinni þessir menn mun meiri yfirvinnu en þeir fái greitt fyrir, þannig að i raun felist kjara- skerðing i þessu fyrirkomulagi. Tekið er fram, að með þessu sé ekki verið að leggja dóm á ákvörðun þingfararkaupsnefnd- ar. Þingmenn skuli samkvæmt lögum taka laun eftir ákveðnum launaflokki, og eðlilegt að þeim veröi greidd yfirvinna, sé talið að þeir vinni yfirvinnu, þ.e. meira en 40 stundir á viku mið- að við starf allt árið. Erfitt kunni hinsvegar að reynast að meta þaö. Ekki hefur heyrst um, að slikt mat hafi verið framkvæmt. Og þótt furðulegt geti virst, hafa þingmenn yfirleitt ekki rökstutt réttmæti launahækkunarinnar með mikilli yfirvinnu sinni, heldur með þvi, að úr þvi að aðrir menn i allt öðrum störfum fái greitt fyrir yfirvinnu, þá eigi þeir sjálfir rétt á kauphækkun. Hannes í Genf Hannes Jónsson, sendiherra, af- henti 27. júni s.l. Luigi Cottafavi, framkvæmdastjóra skrifstofu Sameinuðu þjóöanna i Genf, trúnaðarbréf sitt sem fastafull- trúi íslands hjá alþjóðastofn- unum i Genf. Víkingadagskrá í New York í haust: Dr. Krístján Eldjám meðal þátttakenda JSG — 1 haust verður efnt til viöa- mikillar dagskrár um vikinga i upphéruðum New York rikis i Bandarikjunum, og veröur frá- farandi forseti tslands, dr. Kristján Eldjárn, meðal þátttak- enda i dagskránni. Frá þessu er nýlega skýrt I blaöinu Cornell Chronicle, sem gefið er út af Cornell háskólanum I Ithaca, en háskólinn er einmitt einn af að- standendum dagskrárinnar. A Vikingadagskránni, sem stendur yfir i þrjá mánuöi, eða frá byrjun september til byrjun desember, verða fluttir 24 fyrir- lestrar og auk þess efnt til tveggja ráðstefna um vikinga- tímabilið og áhrif vikinga i Ameriku. Dagskrárliðunum verður dreift á þrjá staöi, rikishá- skóla New York i Buffalo og Bing- hamton, og Cornell háskólann. Það veröur á annarri ráðstefn- unni, sem Kristján Eldjárn kemur við sögu. Cornell Chronicle kallar þessa ráðstefnu hápunkt allrar dagskrárinnar, en á henni verður fjallað um „Vik- ingana i Norður Ameriku”. Sér- stakri athygli verður beint að uppgreftri á fornleifum viö L’Anse Aux Meadows, á Ný- fundnalandi, en Kristján Eldjárn átti einmitt hlut að uppgreftr- inum. Auk hans verða tveir norskir þátttakendur i uppgreftr- inum á ráðstefnunni, en hún hefst þann 23. október. Þó að Vikingadagskráin verði meö mjög fræðilegu yfirbragði, þá er hún miöuð við þátttöku al- mennings. Til dagskrárinnar er efnt i tengslum við Vikingasýn- inguna margumtöluöu hjá British Museum, en sú sýning verður sett upp i New York i haust. Um 70 km lagðir slitlagi Um s.l. áramót hafði verið lagt bundið slitlag á um 273 km, þann- ig að með viðbótinni i sumar ætti það að ná 340-350 km sem er þá um 10% af stofnvegakerfi lands- ins. Atakið i sumar þykir vist nokkuðgott, en höldum við áfram á þeim hraða verður ekki komið varanlegt slitlag á stofnvegakerf- ið eitt fyrr en upp úr árinu 2020, og það mundi þá endast okkur fram undir 2090 að leggja bundið slitlag á allt þjóðvegakerfið. Ekki er úr vegi að skjóta því hér að til fróðleiks, að vegakerfi frænda okkar i Færeyjum er sagt um 450 km og munu þeir hafa lok- ið við að leggja bundið slitlag á 98% af þeim vegum. Kostnaður viö lagningu bundins slitlags, eftir að búið er að undir- byggja veginn, er mjög misjafn eftir þvi hvaða efni er notað. Klæðningin er lang ódýrust um 15 milljónir kr. á hvern km, en dýr- ast er malbikiö, um 40 milljónir kr. hver km. HEI — ,,Ég hygg að gera megi ráð fyrir aö bundin slitlög verði lögð á nálægt 70 km heildarvega- lengd I sumar sem er mesta leng- ing sem orðið hefur á einu ári”, svaraði einn verkfræðinga Vega- gerðarinnar spurningu um hvað gera mætti ráð fyrir að vegir með bundnu slitlagi lengdust hér á landi fyrir þær 1.650 milljónir sem til sllkra framkvæmda eru ætlað- ar i ár. Hann sagði þetta þó ekki ná- kvæma tölu, þar sem hvoru- tveggja kæmi til, að sumt af framkvæmdum væri i höndum verktaka utan Vegagerðarinnar og ekki væri búið að semja um kostnaö I öllum tilvikum. Þjóðvegir i landinu eru nú tald- ir vera 8.620 km. Þeir skiptast siðan i stofnbraotir sem eru 3,770 km og 4850 km þjóðbrautir. Auk þess eru sýsluvegir 3311 km og svokallaðir þjóðvegir i þéttbýli, sem rikiö kostar, 152 km. Samtals eru þetta þvi rúmir 12.000 km. Þakkað fyrir ágætar undirtektir að lokinni frumsýningu Þættír úr podd- óperunni Evltu — frumsýndir í Reykjavik viö ágætar undirtektir Guðrún A. Simonar óperusöngkona var heiöruö sérstaklega þetta kvold yfir þann drjúga skerf, sem hún hefur lagt hæfileikakeppninni. Siðastliðið laugardagskvöld voru þættir úr poppóperunni Evitu frumsýndir á hótel Sögu. Er þarna raunar um að ræða dans-og söngleikrit, sem fært hefur veriö I islenskan búning. Þaö eru dansarar úr JSB, sem sjá um flutning verksins, auk hljómsveitar Birgis Gunnlaugs- sonar, en sjálfur er Birgir sögu- maður. Hann hefur einnig gert textana, en dansana samdi Bára Magnúsdóttir. Olafur Gaukur út- setti hljómlistina og stjórnar flutningi hennar. Með helstu hlutverk fara, auk Birgis, Gyða Kristinsdóttir, sem túlkar hlutverk Evitu og Guö- bergur Garðarsson, i hlutverki Perons. Auk þeirra koma átta dansarar fram I einstökum hlut- verkum. Verkinu er skipt I 8 kafla og segir þar í stórum dráttum frá æviferli Évu Peron fyrrverandi forsetafrú i Argentfnu, allt frá 15 ára aldri, og þar til hún andast af völdum krabbameins 26. júli 1952, aöeins 33 ára að aldri. Fréttamönnum gafst kostur á að verða frumsýningarinnar i Reykjavik aðnjótandi, auk þess sem þær Evelyn og Kolbrún sem eru orðnar vel kunnar fyrir söng sinn og hnyttilega texta, komu fram og skemmtu gestum, við góðar undirtektir. Þær höfnuöu I öðru sæti i Hæfileikakeppninni i fyrra, en Evita veröur einmitt flutt I tengslum við hana á hótel Sögu i sumar. Þær Kolbrún og Evelyn fluttu hressilega söngva af mikilli rögg- semi og fengu góðar undirtektir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.