Tíminn - 03.07.1980, Blaðsíða 11

Tíminn - 03.07.1980, Blaðsíða 11
IÞROTTIR IÞROTTIR Fimmtudagur 3. júli‘1980. 11 FHSLÓ ÍAÓT Akurnesingar sóttu FH heim i 16-liöa úrslitum bikarkeppn- innar í knattspyrnu i gærkvöldi. Var búist viö aö Skagamenn myndu veröa sigurvegarar i ieiknum en þaö átti ekki aö veröa þvi eins og I ieik iiöanna i isiandsmótinu fyrir skömmu þá sigruöu FH-ingar meö þremur mörkum gegn einu og voru þaö mjög ósanngjörn úrslit þvi aö Skagamenn spiluöu þá knatt- spyrnu sem sást i leiknum en FH-ingar hugsuöu um þaö helst aö kýla knöttinn sem iengst frá marki sinu. FH-ingar nýttu tækifæri sin betur og má segja að þeir hafi fullnýtt þau færi sem þeir fengu en Skagamenn máttu koma i veg fyrir þau þvi aö mörk FH komu eftir byrjendamistök I vörninni. Fyrri hálfleikur leiks- ins var tiöindalitill en Skaga- menn heldur ágengari viö mark FH og áttu Július Ingólfsson og Siguröur Lárusson þá meöal annars góö skot, en sem bæöi fór-u yfir markiö. Staöan i leik- hléi 0:0. Siöari hálfleikur var mun fjörugri og eins og i þeim fyrri voru þaö Akurnesingar, sem voru meira meö boltann og léku oft laglega saman og sköpuöu sér færi sem ekki nýttust. FH skoraöi fyrsta markiö á 22. min. eftir mikil mistök Jóns Gunn- laugssonar, sem i staö þess aö senda boltann útaf viö hliöarlinu missti hann til mótherja, sem sendi siöan á Pálma Jónsson sem var óvaldaöur inni i vita- teig og skoraöi örugglega fram- hjá Bjarna markveröi. Eftir markiö sóttu Skaga- menn stift á og á 28. min. er dæmd vitaspyrna á einn varnarmann FH-inga fyrir aö slá boltann yfir er hann var á leið i netiö. Kristján Olgeirsson tók vitaspyrnuna, en Friörik markvöröur FH gerði sér litiö fyrir og varöi lélegt skot Kristjáns i horn. Uppúr horn- spyrnunni barst knötturinn til Jóns Gunnlaugssonar sem var á auöum sjó og skoraöi meö skalla. 1:1. Þremur minútum seinna barst knötturinn fyrir mark Skagamanna og höföu varnarmenn og markvörður öll tök á þvi aö hreinsa frá en létu það vera og boltinn barst til Magnúsar Teitssonar á mark- teig sem skoraöi örugglega. Eftir markiö virtust Skaga- menn gefast upp og einni minútu fyrir leikslok skoraöi Pálmi Jónsson þriöja mark FH úr þvögu viö mark Skaga- manna. Sígurhjá Þróttí N Leikmenn Þróttar frá Nes- kaupstaö geröu góöa ferö til Ólafsvikur i gærkvöldi er þeir léku gegn Vikingum f 16-liöa úr- slitum Bikarkeppni KSl. Þróttur sigraöi 2:0 eftir aö staðan haföi veriö 1:0 1 leikhléi. Leiknum seinkaöi nokkuö þar eö dómararnir gátu ekki lent á Ólafsvik en lentu þess i staö á Grundarfirði og dæmdu leikinn siöan meö sóma. Þróttur er þvi kominn i 8-liöa úrslitin og eru þeir örugglega ofarlega á lista hinna liöanna I 8-liöa úrslitunum enda eina 2. deildarliðið utan sigurvegarns i leik Fylkis og KS sem fram fer 8. júli. KS leikur i 3. deild. ÍBV-KR frestað Leik IBV og KR sem vera átti i 16-liöa úrslitum Bikarkeppni KSl i gærkvöidi var frestað vegna þess aö ekki var flogiö til Vestmannaeyja í gær. Fer hann fram viö fyrsta tækifæri. Hér eru Valsmenn aö framkvæma aukaspyrnuna eftir aö dómarinn Guömundur Haraldsson er búinn aö flauta rangstööu. Eins og sjá má á svip Kristins Jörundssonar er hann ekkert ailt of ánægöur meö þaö sem er aö gerast. Timamynd Tryggvi. Sagt ef tir Matthias Hallgrimsson Val: ,,Ég er ekki ánægöur meö þessi úrslit og þykir leiöinlegt aö vera dottinn út úr þessari keppni en nú þýöir ekkert annaö fyrir okkur en aö vinna deildina. Mér fannst markmaðurinn hjá Fram, Július Marteinsson koma mjög skemmtilega frá leiknum. Hann greip oft mjög skemmtilega inni okkar sóknar- lotur. Ég er aö visu ánægöur með aö hafa skoraö tvö mörk en þau komu bara aö litlu gagni i þetta sinn, ” sagöi Matthias. Július Marteinsson markvörður Fram: „Þessi leikur tók mjög á taugarnar og var spennandi. Ég er ekki alveg ánægöur meö leikinn ] mina frammistööu en þetta er samt greinileg framför frá I siöasta leik. Ég vona bara aö _ þetta haldi áfram og aö viö g vinnum Bikarinn,” Marteinn Geirsson j Fram: „Mér fannst ekki sanngjarnt | aö viö skyldum vera yfir i leik- tm hléi en ég er yfir mig ánægöur | meö þá baráttu sem viö sýndum ■ i siöari hálfleik og hún skóp ööru I fremur sigur okkar. Ég er ekki ■ viss um að þetta hafi veriö úr- ■ slitaleikur. Viö eigum erfiöa ■ leiki eftir þar til keppninni ■ lýkur. Ég er einnig mjög I ánægöur meö Július Marteins- ■ son. Hann lék mjög vel,” sagöi ■ fyrirliöi Fram Marteinn Geirs- ■ son. — SK. Trausti Haraldsson skoraöi gott mark gegn Val en þaö var dæmt af vegna rangstööu og voru ekki allir á eitt sáttir meö þann dóm. Myndin er tekin þegar markiö er oröiö staöreynd. Timamynd Tryggvi. ÍÍUVtK' ..Við erum engan veginn ðruggir með bikarinn” • sagöi Marteinn fyrirliöi Fram eftir aö Fram sló Val út úr Bikarkeppni KSÍ i gærkvöldi með 3:2 sigri • Matthías Hallgrimsson skoraði bæði mörk Vals „Ég er mjög ánægöur meö þennan sigur og tel okkur Fram- ara vera komna yfir mikinn og erfiöan hjalla á leiö okkar til sigurs i Bikarkeppninni”, sagöi Marteinn Geirsson fyririiöi Fram eftir aö Fram haföi slegiö Val út úr Bikarkeppninni er liöin mætt- ust 116-liöa úrslitunum á Laugar- dalsvelli i gærkvöldi. „Ég vil hins vegar ekki segja aö viö séum öruggir meö sigur I keppninni. Viö eigum eftir aö leika gegn erfiöum andstæö- ingum”, sagöi Marteinn. Fyrri hálfleikurinn I gærkvöldi var nokkuö fjörugur og mikiö um marktækifæri á báöa bóga. Vals- menn virtust hreinlega ekki geta skoraö en hins vegar skoruöu Framarar eina mark hálfleiks- ins. Þaö var Kristinn Jörundsson sem þaö geröi eftir aö Hermann Gunnarsson haföi misst boltann frá sér á markteig. Fram hafði þvi forustu I leikhléi en ekki voru liönar nema fjórar minútur þegar Valsmenn jöfnuöu. Þá gaf Sævar vel fyrir mark Fram og Matthias Hall- grlmsson náöi aö vippa yfir Július Marteinsson góöan markvörö Fram i leiknum, 1:1. Framarar náöu siöan forust- unni aftur á 16. minútu siöari hálfleiks er Magnús Bergs felldi Guömund Steinsson I vitateig og úr vitaspyrnunni skoraöi Mar- teinn af öryggi. A 31. minútu náöu Framarar aö breikka biliö I tvö mörk. Trausti Haraldsson sem átti mjög góöan leik meö Fram vann þá knöttinn af Hermanni Gunnarssyni og gaf út á kantinn til Guömundar Steinssonar sem gaf snilldarsendingu á Pétur Ormslev sem þá var nýkominn inná sem varamaöur og hann skoraöi örugglega, 3:1. Valsmenn náöu slðan aö minnka muninn i eitt mark rétt fyrir leikslok og enn var þaö Matti sem skoraði. Nú eftir mikil varnarmistök Kristins Atlasonar sem skallaöi fyrir fætur Matta og hann skoraði annaö mark Vals af markteig. Framarar halda þvl I 8-liöa úr- slitin en Valsmenn eru úr leik. Þeir Júllus Marteinsson I mark- inu og Trausti Haraldsson voru bestu menn Fram I leiknum en allir áttu góöan dag. Hjá Val var meöalmennskan I algleymingi og enginn betri en annar. —SK. Július Marteinsson átti stórleik I marki Fram gegn Val I gærkvöldi og er greinilega í örri framför. j Auðvelt hiá IBK I Kefivlkingar áttu ekki i erfið- ieikum meö liö Gróttu er liöin léku I 16-liöa úrslitum Bikar- keppninnar I knattspyrnu I Keflavik I gærkvöldi. Leiknum lauk meö stórsigri ÍBK sem skoraði fjögur mörk en Gróttu- menn náöu ekki aö svara fyrir sig. Leikurinn var nokkuð ójafn og , staðan i leikhléi var 1:0. Þaö voru þeir Ragnar Mar- , geirsson, Ólafur Júliusson og | Gisli Eyjólfsson sem skoruöu , mörk IBK sem er meö þessum | sigri komiö I 8-liöa úrslit i i keppninni. —SK. |

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.