Tíminn - 03.07.1980, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.07.1980, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 3. júll 1980. Útgefandl Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Rltstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Slgurðsson. Ritstjórnarfull- trúl: Oddur Ólafsson. Fréttastjóri: Eirfkur S. Eirlksson. Aug- lýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, f ramkvæmdastjórn og auglýsingar Slóumúla 15. Slmi 86300. — Kvöldslmar bla&amanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö f iausasölu kr. 250 Askriftargjald kr. 5000 á mánuöi. i Biaöaprent. J Þórarínn Þórarinsson Erlent yfirlit Reynir Reagan að stæla Eísenhower? Fréttaritari Reuters og Þjóðviljinn Fréttaritari Reuters og Þjóðviljinn hafa tekið höndum saman um að draga utanrikismál inn i um- ræður um úrslit forsetakjörsins. Fréttaritari Reuters hefur vakið á þvi athygli erlendis, að Vigdis Finnbogadóttir hafi verið andvig aðild íslands að Atlantshafsbandalaginu og hafi tekið þátt i mótmælagöngum. Þjóðviljinn hefur i tveimur forustugreinum eftir kosningarnar imprað óbeint á þessu sama og bætt þvi við i forustugrein- inni i gær, að ekki hafi verið neinum vafa undirorpið hvar hjarta „sósialista sló heitast i þessum kosn- ingum”. Af þessum ummælum Þjóðviljans er ótvirætt ver- ið að setja vissan stimpil á Vigdisi Finnbogadóttur. Hið rétta er, að fylgismenn Alþýðubandalagsins voru margklofnir i forsetakosningunum eins og fylgismenn annarra flokka. Einar Olgeirsson studdi Pétur J. Thorsteinsson, Sigurjón Pétursson studdi Guðlaug Þorvaldsson, og Guðmundur J. Guð- mundsson studdi Albert Guðmundsson, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Hjörtu þessara leiðtoga Alþýðubandalagsins slógú með öðrum frambjóðanda en Vigdisi Finnbogadóttur. Þetta gilti þó enn frem- ur um fjölda af óbreyttum liðsmönnum Alþýðu- bandalagsins. Vigdis Finnbogadóttir hlaut fylgi Sjálfstæðis- flokksmanna, Framsóknarflokksmanna og Alþýðu- flokksmanna ekki siður en Alþýðubandalags- manna. Það hefði lika dugað Vigdisi Finnbogadótt- ur litið, þótt hún hefði fengið Alþýðubandalagið óskipt. Sigur hennar byggðist á þvi, að hún fékk fylgi fjölda manna úr öllum flokkum. Sú fylking, sem skipaði sér um Vigdisi Finnboga- dóttur i kosningunum, var sannarlega annað en ein- lit, ef miðað er við pólitiskan litarhátt. Hún náði jafnt yzt til hægri og yzt til vinstri. Ef miðað er við þessa miklu breidd stuðningsmannanna, má með sanni kalla Vigdisi fulltrúa allrar þjóðarinnar — fulltrúa manna úr öllum flokkum. Forsetakosningarnar snerust ekki að neinu leyti um utanrikismál eða varnarmál, enda heyra þessi mál undir Alþingi. Það er þvi rangt að vera að blanda þeim nokkuð inn i umræður um úrslit for- setakosninganna eða draga einhverjar ályktanir af þeim hver er afstaða eins eða annars til þessara mála. En fyrst farið er að ræða þessi mál, má benda á, að afstaða þeirra Vigdisar Finnbogadóttur og Kristjáns Eldjárns til varnarmála, mun hafa verið nokkuð lik, þegar þau gengu til kosninga. Kristján Eldjárn var mótfallinn aðild að Atlantshafsbanda- laginu, þegar um það mál var fjallað á sinni tið. Fyrir forsetakosningamar 1968 mun hann hins veg- ar hafa gefið yfirlýsingu á þá leið, að þetta væri sprottið af illri nauðsyn. Vigdis Finnbogadóttir hef- ur á sama hátt verið andvig aðild að Atlantshafs- bandalaginu, en eins og Kristján Eldjám lýsti hún þvi yfir fyrir kosningarnar, að aðildin væri sprottin af illri nauðsyn. Hvaða Islendingur tekur ekki undir það, að við er- um i Atlantshafsbandalaginu af illri nauðsyn? Hver óskar ekki eftir þvi, að friðarstefnan styrkist, hern- aðarbandalög verði óþörf og að hægt verði að verja þeim fjármunum, sem nú fara til vigbúnaðar, til út- rýmingar á eymd og fátækt? Areiðanlega óskar öll islenzka þjóðin þess, að slik þróun verði. En meðan atburðir gerast likir þeim, sem nýlega hafa gerzt i Afghanistan, eru menn nauðbeygðir til að vera á verði. Þ.Þ. Carter hefur snjöllustu áróðursmennina Ronald Reagan EF marka ætti skoöánakann- anir þær, sem hafa fariö fram undanfariö I Bandarlkjunum, er erfitt aö spá um úrslit forseta- kosninganna, sem fara fram fyrsta þriöjudaginn I nóvember. Reagan hefur yfirleitt haft vinninginn. Biliö milli hans og Carters var um nokkurt skeiö frá 3-5% Reagan I vil. I slöustu skoöanakönnun New York Times fór munurinn upp I 10%. Samkvæmt henni heföi Reagan fengiö 47% greiddra atkvæöa, en Carter 37%, ef kosiö heföi veriö þá milli þeirra tveggja. Aörir þeirra, sem spuröir voru, töldu sig óákveöna eöa vildu ekki svara. Þegar Anderson var tekinn inn i dæmiö, varö útkoman aö- eins hagstæöari fyrir Reagan. Hann heföi þá fengiö 41%, Carter 30% og Anderson 18%. Reagan heföi tapaö 6% viö þaö, aö Anderson bættist I hópinn en Carter 7%. Þessi munur er svo litill, aö fylgismenn Reagans eru ekkert minna smeykir viö Anderson en fylgismenn Cart- ers. Þótt nokkur munur viröist nú á fylgi þeirra Reagans og Carters veröur hann ekki talinn gefa vfsbendingu um úrslit kosninganna. Venjan er sú, aö afstaöa kjósenda breytist veru- lega, þegar nær dregur kosning- unum. Yfirleitt þykir þaö ekki spá góöu, aö standa vel I kosn- ingum 2-4 mánuöum fyrir þær. Þaö er eins og fólk fái samúö meö þeim, sem viröist standa höllum fæti. Þetta kom glöggt I ljós fyrir siöustu forsetakosningar. 1 júli og ágúst bentu allar kannanir til þess,aö Carter myndi vinna yfirburöasigur. Siöan fór Ford smám saman aö sækja á. 1 lok kosningabaráttunnar var mun- urinn á þeim oröinn mjög lltlll, enda uröu úrslitin á þann veg. Oftast hefur reynslan veriö sú, aö fráfarandi forseti bætir aöstööuslna, þegar líöur á kosn- ingabaráttuna. Þa viröast menn veröa gætnari og hugsa sig meira um, hvort breyting veröi til bóta. Carter og fylgismenn hans treysta á þetta nú. REAGAN gerir sér þaö áreiö- anlega ljóst, aö hann er engan veginn öruggur um aö ná kosn- ingu. Slöan prófkjörum lauk hefur hann haft sig litiö I frammi og nánast sagt virzt liggja undir feldi. Hann mun vera aö reyna aö átta sig á þvi, ásamt nánustu ráöunautum sln- um, hvernig bezt muni aö haga kosningabarát tunni. Reagan gerir sér vafalltiö ljóst, aö hann nær ekki kosn- ingu, ef hann heldur fast viö þá Ihaldssömu og herskáu stefnu, sem hann boöaöi meöan hann var aö ná forustunni hjá republikönum. Þar naut hann þess, aö hægri armurinn er sterkari. Þar þurfti hann heldur ekki aö taka tillit til óháöra kjósenda. 1 forsetakosningunum geta þeir hins vegar ráöiö úr- slitum. Þaö hefur hlerazt úr herbúö- um Reagans, aö þaö þyki einna sigurvænlegast, aö hann reyni sem mest aö likjast Eisen- hower. Aö þvl leyti gæti þetta heppnazt, aö framkoma Reagans vekur traust llkt og framkoma Eisenhowers. Reagan hefur einnig leikara- hæfileika til aö bæta úr þvi, sem á skortir aö þessu leyti. En öllu lengra nær þetta ekki. Máláfnalega var staöa Eisen- howers allt önnur. Hann var fulltrúi frjálslyndari armsins hjá republikönum og miöju- maöur I stjórnmálum, eins og þaö er oröaö nú. Hann var ekki vígbúnaöarsinni, þótt hann væri hershöföingi. Til þess aö geta flutt mál sitt eins og Eisen- hower, veröur Reagan aö breyta verulega stefnu sinni eöa a.m.k. aö gefa henni annan og hófsamari blæ. Þetta er hægara sagt en gert. Margir menn vinna nú aö þvl á vegum Carters aö safna öllum Ihaldssömustu og herskáustu ummælum Reagans. Þaö verö- ur þvl erfitt fyrir hann aö ná af sér íhaldslitnum, þvl aö Carter mun hafa á reiöum höndum til- vitnanir, sem geta oröiö Reagan óþægilegar undir slikum kring- umstæöum. Þá er valiö á varaforsetaefn- inu vandasamt. Flestum kemur saman um, aö Baker öldunga- deildarmaöur sé þaö varafor- setaefni, sem væri vænlegast til aö ná fylgi óháöra kjósenda. Fylgismenn Carters eru búnir aö gera yfirlit yfir hve oft þeir Baker og Reagan hafi veriö ósammála. Þaö myndi notaö dyggilega, ef Reagan veldi Baker sam varaforsetaefni. ÞÓTT Carter standi nú höll- um fæti, gerir Reagan sér óefaö ljóst, aö hann á þar slyngan keppinaut. Þaö er óumdeilt, aö Carter hefur snjallari áróöurs- menn I þjdnustu sinni en aörir stjórnmálamenn Bandarlkjanna Þaö sýndi sig Islöustu forseta kosningum. Þaö sýndi sig aftur I prófkjörunum nú. Menn héldu, aö Kennedy-ættin heföi snjöll- ustu áróöursmennina. Þeir stóöust áróöursmönnum Cart- ers ekki snúning I prófkosning- unum. Sennilega veröur jafnan vitn- aö til þess, hvernig Carter tókst aöhlunnfara Kennedy. Hann sat heima I Rósagaröinum, meöan Kennedy þaut fram og aftur um landiö. Carter sagöist ekki geta hreyft sig aö heiman vegna inn- rásar Rússa I Afghanistan og glslatökunnar I Teheran. Jafn- framt var haldiö uppi þeim áróöri á Ismeygilegan hátt, aö Kennedy væri ekki aö treysta, og bllslysiö, sem hann lenti I, notaö óspart I þeim tilgangi. 1 baráttunni viö Reagan mun Carter vafalaust ekki nota slöur aöstööu slna I Hvlta húsinu en I glímunni viö Kennedy. Hún veitir honum möguleika til margra áróöursbragöa. Þess vegna skyldu menn ekki spá Reagan sigri á þessu stigi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.