Tíminn - 03.07.1980, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.07.1980, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 3. júll 1980. Tónleikar í silfurbrúðkaupi Rússneski selloleikarinn Mstislav Rostropovich er heimsfrægur og hef ur leik- ið víða um lönd, m.a. hefur hann komið fram á íslandi og vakið þar hrifningu eins og annars staðar. Eiginkona hans er líka listakona. Hún er sópransöngkonan Galina Vishnevskaya. Þau hjónin búa mest í París, en eins og aðrir iistamenn eru þau mikið á ferðinni um heiminn. Þegar haldnir voru tónleikar til stuðnings Andrei Sakharov, rússneska andófsmannsins, þá söng Galina og maður hennar lék undir á cellóið sitt. A meðfylgjandi mynd er Rostropovich að þakka konu sinni f yrir sönginn, en það var á nokkurs konar f jölskyldu- og vina-tónleik- um, sem þau héldu á silf urbrúðkaupsdaginn sinn. Þar voru dæturnar Olcia og Elena og eiginmenn þeirra — allt tónlistarfólk — og léku tónlist eftir Schubert, Handel og verk eftir Shostakovich frá 1967. Tónskáfdið hafði tileinkaðsöngkonunni Galinu það. Allt þótti þetta ‘takast sérlega vel, en gestirnir urðu þó hrifnastir, þegar þau hjónin Galina og Mstislav fluttu að síðustu saman seren- öðu eftir Tchaikovsky. — Ég hef aldrei heyrt Galinu syngja betur, sagði Isac Stern, fiðlusnillingur, eftir sönginn. Rostropovich var svo hrærður að hann gat ekkert sagt, hann aðeins kyssti hönd konu sinnar, eins og viðsjáum hérá myndinni. Þessi silfurbrúð- kaupsveisla snerist eiginlega upp í konsert eins og þeir best gerast enda sniliingar sem þarna komu við sögu. í spegli tímans bridge Boo Boo á barnum Apinn Boo Boo er mjög vinsæll í áströlskum stórsirkus. Þó við sjá- um hér mynd af honum á bar, þá er hann ekki mikill drykkju-api, en honum finnst gott að fá sér eins og einn bjór á barnum þegar heitt er í veðri. Barþjónninn er orðinn vinur hans, og hann lét þess getið, að Boo Boo væri svo hæglátur og prúður viðskiptavinur, að hann vildi óska að sem flestir bargestanna líktust honum. — Ég drekk yfirleitt ekki með viðskiptavinunum, en ég fæ mér oft bjór- glas með Boo Boo, — skál kunningi! Margir telja þaö siöferöislega skyldu i trompsamning aö byrja á þvi aö taka trompin. Suöur, i spili dagsins, var i þeim hópi. Noröur. S. AKG6 H. 975 T. KD76 L. A8 Vestur. S. 954 H. 6 T. A83 L.DG9632 Austur. S. 83 H.AK82 T. 10952 L. 1054 Suöur. S. DI072 H. DGI043 T. G4 L. K7 Vestur. 31auf Noröur. dobl Austur. 4lauf Suöur. 4 hjörtu. Vestur spilaöi út laufadrottningu sem suöur drap á ásinn i boröi. Hann spilaöi nú hjarta á tiuna, sem átti slaginn og siöan litlu hjarta á niuna i boröi. Þá kom hjarta- legan i ljós og austur drap á kónginn og spilaöi laufi. Suöur átti slaginn á kónginn heima og spilaöi spaöa á ásinn og siöan hjarta úr boröi. En austur hoppaöi upp meö ásinn og spilaöi laufi sem suöur varö aö trompa. Hann tók siöasta trompiö og spaöaslagina og spilaöi siöan tigli I þeirri von aö austur ætti ásinn. En þvi var ekki aö heilsa og vestur átti laufslag i viðbót. Suöri lá ekki svona mikið á aö taka trompin af austri. Eftir aö legan kemur i ljós veröur suöur aö brjóta út tigulásinn á meöan enn er tromp i blindum. Þá getur vörnin ekki stytt sagnhafa i trompinu og hann hefur fullt vald á spilinu. Lárétt 1) Yfirhafnir. 6) Burt. 7) Bar. 9) Röö. 10) Tæp. 11) Eins. 12) Efni. 13) Málmur. 15) Löstur. Lóörétt 1) Kjánaskapur. 2) Frá. 3) Vöölir. 4) Bók- stafur. 5) Skúmaskot. 8) Tindi. 9) Nisti. 13) Bandalag. 14) Tek af. Ráöning á gátu No. 3341 Lárétt 1) Efnileg. 6) Ani. 7) NS. 9) Te. 10) Skatt- ar. 11) Tá. 12)KK. 13) Aki. 15) Karaöir. Lóörétt 1) Einstök. 2) Na. 3) Inntaka. 4) LI. 5) Glerkýr. 8) Ská. 9) Tak. 13) Ar. 14) Iö.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.