Fréttablaðið - 03.06.2007, Blaðsíða 6
Opið laugard. 10–16 og sunnud. 12–16
H
im
in
n
o
g
h
af
/S
ÍA
AFMÆLISAFSLÁTTUR
Afmælisveisla!
Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • www.ellingsen.isTryggvabraut 1–3, Akureyri • Sími 460 3630
Jónas Jóhannsson hér-
aðsdómari gagnrýnir ákæruvaldið
harðlega fyrir ófagmannleg vinnu-
brögð í máli ákæruvaldsins gegn
Mohamed Tatou og Randiya
Keshara Lankathilaka en þeir voru
báðir sýknaðir af ákærum um inn-
flutning á 834 e-töflum frá Hol-
landi hingað til lands.
Eins og greint hefur verið frá í
Fréttablaðinu sagði Jónas við upp-
haf aðalmeðferðar málsins að
ákæran í málinu væri „arfavitlaus“
og bað hann sérstaklega um að hún
yrði ekki lesin upp þess vegna.
Í dómnum, sem er óvenjuharð-
orður í garð ákæruvaldsins, kemur
fram að ákæruvaldið hafi reitt sig
um of á vitnisburð sem „dómurinn
telur með slíkum eindæmum að
ekkert sönnunargildi hafi í málinu,
ákærða í óhag“.
Vitnar Jónas í dómi sínum til
þess að lykilvitni málsins hefði
verið margsaga um tilgang Hol-
landsferðar sem hann fór í ásamt
fyrrnefndum Tatou, tvísaga um
ýmsa aðra þætti málsins og verið
„ótrúverðugur í órökstuddri frá-
sögn sinni um falska peningaseðla“
sem og 1,5 milljóna króna þóknun-
argreiðslu úr hendi Tatou. „Þegar
öllu er á botninn hvolft þykir sam-
kvæmt framansögðu ekkert það
fram komið í málinu sem styður
verknaðarlýsingu ákæru,“ segir
orðrétt í dómnum.
Kolbrún Sævarsdóttir, hjá emb-
ætti ríkissaksóknara sem gaf út
ákæruna, vildi ekkert tjá sig um
málið og ekki náðist í Huldu Maríu
Stefánsdóttur, lögmann hjá Lög-
reglustjóranum í Reykjavík, en
hún flutti málið fyrir dómi.
Oddgeir Einarsson, lögmaður
Tatou, vildi ekki tjá sig um málið
en í dómnum er að því vikið að
Tatou hafi „líklega“ gerst sekur um
refsiverða háttsemi, þó hann hafi
verið sýknaður. Vikið er að því
berum orðum að líklega sé hann
með „óhreint mjöl í pokahorninu“.
Þá er verknaðarlýsing í ákæru
ekki sögð vera í samræmi við lög. Í
dómnum segir að lýsing í ákæru, á
því er annar ákærðu hljóp af vett-
vangi þegar honum varð ljóst að
lögreglan hefði átt við pakka sem í
áttu að vera fíkniefni og fjarlægt
þau, falli utan brotalýsinga sam-
kvæmt lögum og eigi því „ekkert
erindi í ákæru“.
Ekki hefur verið tekin ákvörðun
um hvort málinu verður áfrýjað.
Dómari gagnrýnir
ákæruvald harðlega
Ákæruvaldið er harðlega gagnrýnt í dómi héraðsdóms er tveir menn voru sýknaðir
af innflutningi á 834 e-töflum. Starfsmaður Ríkissaksóknara neitar að tjá sig um
málið. Ákæran „arfavitlaus“ og vitnisburður lykilvitnis afskaplega ótrúverðugur.
Samkvæmt nýju frumvarpi ríkisstjórnarinn-
ar getur forseti Íslands úrskurðað um sameiningu
ráðuneyta.
Í dag þarf lagabreytingu til slíks gjörnings þar sem
heiti ráðuneyta og fjöldi þeirra er bundinn í lög.
Forseta verða ekki falin völd til að stofna til nýrra
ráðuneyta, til þess þarf lagabreytingu eftir sem áður.
Stjórnarfrumvarp um breytingu á lögum um
stjórnarráðið var lagt fram á þingi á fimmtudag og
um leið frumvarp þingflokksformanna stjórnarflokk-
anna um breytingu á þingsköpum.
Í stjórnarfrumvarpinu er kveðið á um færslu
tryggingamála frá heilbrigðisráðuneyti til félags-
málaráðuneytis, sameiningu landbúnaðar- og
sjávarútvegsráðuneytis og að Hagstofan verði ekki
ráðuneyti. Þá er gert ráð fyrir að heimilt verði að
bjóða starfsmönnum stjórnarráðsins annað starf
innan þess án auglýsinga.
Frumvarp um breytingar á þingsköpum miðar að
sameiningu sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnda
alþingis, færslu tryggingamála frá heilbrigðisnefnd
til félagsmálanefndar, uppskiptingu efnahags- og
viðskiptanefndar og færslu skattamála til efnahags-
nefndar.
Grænfáninn var
afhentur Engidalsskóla í Hafnar-
firði og Grenivíkurskóla í
Grýtubakkahreppi í fyrradag.
Þetta er í þriðja sinn sem
Engidalsskóli fær fánann en
Grenivíkurskóli fær hann nú í
fyrsta skiptið.
Grænfáninn er alþjóðlegt
verkefni á vegum Landverndar.
Markmið verkefnisins er meðal
annars að auka umhverfismennt,
styrkja umhverfisstefnu í
skólum, efla alþjóðlega sam-
kennd og tungumálakunnáttu og
tengja skólann við samfélag sitt,
fyrirtæki og almenning.
Grænfáninn
afhentur
Hefur þú blandað íþróttum og
áfengi saman?
Var jafnteflið gegn Liechten-
stein ásættanlegt?
Gestum í svokölluðu VIP-
herbergi á Laugardalsvelli var veitt
áfengi á landsleik Íslands og Lichten-
stein í gær.
Nokkur umræða hefur verið um að
aðeins útvaldir fái að neyta áfengis á
knattspyrnuleikjum á Laugardalsvelli.
KSÍ og félög í Landsbankadeildinni hafa
veitt áfengi þó að áfengisneysla og sala
sé bönnuð á vellinum.
Á því varð engin breyting í gær þegar
KSÍ bar bjór, rauðvín og hvítvín í gesti
sína sem sátu í heiðursstúku. Engin
áfengissala var á vellinum og vallarþul-
ur minnti áhorfendur á að leikurinn
væri tóbaks- og áfengislaus.
KSÍ bar áfengi í
gesti sína í gær