Fréttablaðið - 03.06.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 03.06.2007, Blaðsíða 10
Icelandair Group heldur upp á sjötugsafmæli í dag og verða hátíðarhöldin á Akureyri. „Flugfélag Akureyrar var stofnað á Akureyri þann 3. júní 1937 og við miðum við það,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingastjóri Icelandair. „Flugfélag Akureyrar var lítið félag sem var fljót- lega flutt suður til Reykja- víkur og nafninu breytt í Flugfélag Íslands. Flugfélag Íslands starfaði sem slíkt til 1973 en þá var það sameinað Loftleiðum sem höfðu verið starfandi frá 1944. Úr þess- um tveimur félögum urðu Flugleiðir til og störfuðu til 2005 undir því nafni. Þá var nafninu breytt í FL Group og síðan yfir í Icelandair Group 2006. Icelandair Group er því að fagna þessu sjötíu ára afmæli í dag.“ Guðjón segir miklar breytingar hafi orðið á þessum sjötíu árum sem flugfélagið hefur starfað. „Árið 1937 voru nánast ekki til neinar flugvélar í landinu og hvað þá flug- vellir. Til að byrja með var því aðallega lent í höfnum og á vötnum. Fyrstu vél- arnar voru gjarnan sjóflug- vélar. Þær flugu út um allt land og oft á tíðum voru þær notaðar við síldarleit. Svo þróaðist þetta náttúru- lega og það fóru að koma flugvellir hérna. 1945 var byrjað að fljúga til útlanda, fyrst til Norðurlandanna og Bretlands og svo vestur um haf. Fyrst og fremst voru það Loftleiðir sem flugu vestur en Flugleiðir meira innanlands og til Norður- landanna. Mesta breytingin varð þó árið 1987 að sögn Guðjóns. „Árið 1987 var flugstöðin tekin í notkun og þá varð í rauninni til þetta leiðakerfi sem er ennþá í gangi til, þar sem er verið að fljúga jöfn- um höndum til Evrópu og Bandaríkjanna með viðkomu á Keflavíkurflugvelli. Þá fór ferðaþjónustan fyrst að verða alvöru atvinnu- grein á Íslandi því ferða- mannafjöldinn jókst alveg gríðarlega. Mig minnir að hann hafi fjórfaldast á undanförnum tuttugu árum þannig að það er alveg gríðarlegur vöxtur í þessari starfsemi allri, eins og allir vita,“ segir Guðjón. „Þegar þú ert á sviðinu verður þú að finna sannleikann, sama þó að það verði til þess að þú tapir áhorfendum.“ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma , Guðrún Rósa Sigurðardóttir frá Hælavík, Löngubrekku 47, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð fimmtudaginn 31. maí. Fyrir hönd aðstandenda: Karl Hjartarson Ragnheiður Hrefna Gunnarsdóttir Ásdís Emilía Björgvinsdóttir Lilja Hjartardóttir Sigrún Hjartardóttir Guðmundur Hjartarson Þórhalla Jónsdóttir Stefanía Hjartardóttir Helgi Hrafnsson Gunnhildur Hjartardóttir Ingibjörg Hjartardóttir Skarphéðinn Þór Hjartarson Guðrún Sigríður Loftsdóttir Fríða Á. Sigurðardóttir Gunnar Ásgeirsson Guðný Sigurðardóttir Hallbjörn Björnsson Okkar elskulegi Skafti Friðfinnsson Keflavík, síðast Hörgshlíð 4, Reykjavík verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 5. júní kl. 13.00. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög. Sigríður Svava Runólfsdóttir Runólfur Skaftason Þórunn Skaftadóttir Inga Skaftadóttir Birgir V. Sigurðsson Gunnhildur Skaftadóttir Guðmundur Magnússon Friðfinnur Skaftason Sigríður H. Ingibjörnsdóttir Einar Skaftason Lydía Jónsdóttir Páll Skaftason Hrund Þórarinsdóttir og barnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ríkharður Magnússon múrarameistari, Hrafnistu, Hafnarfirði, andaðist sunnudaginn 20. maí. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Magnús S. Ríkharðsson Halldóra M. Ríkharðsdóttir Ríkharður M. Ríkharðsson tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Þórunn Kristjánsdóttir til heimilis að Hlíðarhjalla 6, Kópavogi, lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi sunnudaginn 27. maí sl. Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju þriðju- daginn 5. júní kl. 13.00. Kristján Hilmarsson Sesselja M. Matthíasdóttir Guðjón Hilmarsson Hafdís Svavarsdóttir Birgir Hilmarsson Erla Ólafsdóttir Guðrún Hilmarsdóttir Hans G. Alfreðsson barnabörn og barnabarnabörn. MOSAIK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.