Fréttablaðið - 03.06.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 03.06.2007, Blaðsíða 12
L agadeild Há- skólans í Reykjavík var stofnuð árið 2002, og var fyrst um sinn boðið upp á nám til BA- gráðu og meistaragráðu í lögfræði. Stofnun deildar- innar vakti hörð viðbrögð, en fram að því hafði lög- fræðinám aðeins verið í boði í Háskóla Íslands. Fyrsti hópur lögfræð- inga með fullnaðarpróf í lögum útskrifast frá HR um næstu helgi. Nemandi með fullnaðarpróf getur aflað sér réttinda sem málflytjandi og starfað sem dómari. „Kveikjuna að þessari lagadeild má rekja nokkur ár aftur í tímann, til þess þegar lögfræðistofurn- ar sem ég vann hjá voru að ráða nýútskrifaða lög- fræðinga úr Háskóla Ís- lands, sem var eina deild- in sem útskrifaði lögfræð- inga á þessum tíma. Þar kom í ljós að jafnvel þótt við næðum til okkar bestu nemendunum þá þurftum við að eyða ómældum tíma í að kenna þessu góða fólki að vinna. Þar að auki hafði stór hluti þess ekki mennt- að sig á þeim sviðum sem reyndi mest á, í sambandi við atvinnulífið og þjón- ustu við það,“ segir Þórð- ur. „Það var orðin greini- leg krafa í þjóðfélaginu um breytingu á lögfræði- menntun, en vegna þess að það var engin samkeppni í lögfræðinámi þá var engin pressa á breytingar og menn komu sér bara þægilega fyrir. Hér við Háskólann í Reykjavík voru menn sífellt að leita að því hvar þörf væri fyrir nýja eða breytta mennt- un, og árið 2001 var farið að skoða lögfræðina. Eftir að hafa rætt við ýmsa menn í atvinnulífinu var mér ljóst að það var mikil þörf á því að breyta lögfræðimenntun og færa hana til nútímans.“ Hann segir viðtökurnar hafa verið framar vonum þegar deild- in var sett á fót. Ætlunin hafi verið að taka inn að hámarki sjötíu nem- endur en 220 umsóknir bárust. „Það kom okkur verulega á óvart hversu margir sóttu um og ekki síður hversu góðar umsóknirnar voru. Þegar upp var staðið ákváð- um við að taka inn 81 nemanda. Við lögðum síðan af stað með þessa nemendur og sjö kennara í ágúst 2002.“ Í dag eru um 350 nemendur við nám í grunn- og meistaranámi, og starfsmennirnir orðnir 69. Þórður segir kennsl- una við Háskólann í Reykjavík vera frá- brugðna hefðbundnu lögfræðinámi á þann hátt að tengingin við atvinnulífið og raun- veruleikann sé mun meiri. „Við höfum lagt mikið upp úr því í allri okkar kennslu að kenna á veruleikann. Við erum að kenna á bók- ina en við erum líka að kenna nemandanum að beita þeirri þekkingu á þann veruleika sem við öll lifum í. Það er það sem gerir lögfræðina skemmtilega.“ Sem dæmi nefn- ir hann eina fyrstu kennslustundina við lagadeildina sem Einar Páll Tamimi prófess- or kenndi. Í stað þess að fara í fræðileg efni námsbókarinnar tók hann upp plötu og spil- aði brot úr leikritinu Dýrin í Hálsaskógi. „Hann gerði þetta ekki til að skemmta nemendum tónlistar- lega séð heldur dró þarna upp ákveðna mynd til þess að vinna með. Í skóginum var margt að gerast og dýrin ekki endilega jafn rétthá. Þarna útskýrði hann á allt öðrum for- sendum en venjulega hvernig þetta samfélag okkar er.“ Hann segir kennsl- una miða að því að allt sem nemandinn læri hafi skírskotun til ein- hvers sem er raunverulega að ger- ast. Þetta sé gert til að gera fólk að betri lögfræðingum, þannig læri það miklu betur það sem það þarf að kunna og er fært um að beita því. Þegar Háskólinn í Reykjavík hóf að kenna lögfræði heyrðust ýmsar gagnrýniraddir, meðal annars úr Háskóla Íslands þar sem lagadeild- in hafði setið ein að lögfræðinámi síðan 1908. „Það var dálítill hvellur á sínum tíma og gekk mikið á milli deild- anna þegar við fórum af stað, það er alveg rétt. Deilurnar snerust að mestu leyti um hvort viðurkennt væri að okkar nemendur sætu við sama borð og þeir sem útskrifuðust frá Háskóla Íslands að loknu fimm ára námi. Við hefðum verið í slæm- um málum hefði það ekki geng- ið eftir. Það var hins vegar ljóst frá byrjun að það gat ekki stað- ist að okkar nemendur væru ann- ars flokks, og eftir að við höfðum fengið okkar réttindi kom á dag- inn að málið var allt á misskilningi byggt.“ Þórður segir ekkert ósætti á milli lögfræðideildanna tveggja í dag, fyrir utan eðlilegan ríg milli keppandi aðila. En hvernig líst Þórði á þann hóp nemenda sem er að útskrifast núna? „Það er engin spurning að þess- ir nemendur verða skólanum til sóma. Þeir hafa staðið sig vel hér í náminu, og margir þeirra hafa starfað hjá fyrirtækjum og stofn- unum í starfsnámi á meðan á nám- inu hefur staðið.“ Þórður segir að þannig fái nem- endurnir mikla reynslu og tengsl skólans við atvinnulífið styrkist. „Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð frá þessum fyrirtækjum og stofnunum. Það segir sitt að margir af þess- um nemendum hafa verið ráðn- ir til þessara sömu fyrirtækja að lokinni útskrift.“ Hann segir að í mars hafi um sextíu prósent þeirra sem útskrif- ast um næstu helgi verið búin að ráða sig til starfa, og flest með tvö eða þrjú atvinnutilboð. Í dag séu allir komnir með starf fyrir utan þá sem hyggja á framhaldsnám. „Vinnumarkaðurinn er mjög góður fyrir lögfræðinga í dag. Það hefur verið skortur á þeim frekar en hitt, sérstaklega hjá þeim sem eru að sérmennta sig inn á svið eins og félagarétt, samkeppnisrétt og Evrópurétt. Fyrirtækin eru að stækka og þar er gríðarleg þörf fyrir vel mennt- aða lögfræðinga.“ Lögfræðinám fært til nútímans Háskólinn í Reykjavík útskrifar nú í fyrsta skipti lögfræðinga með fullnaðarpróf í lögum. Áttatíu og einn nemandi hóf nám við lagadeildina þegar hún var stofnuð fyrir fimm árum, fjörutíu og tveir útskrifast 9. júní. Salvar Þór Sigurðarson ræddi við Þórð S. Gunnarsson, forseta lagadeildar, um nútímalegri lögfræðimenntun og Dýrin í Hálsaskógi sem kennslutæki. „Ég óska útskriftarnemunum til hamingju,“ segir Páll Hreinsson for- seti lagadeildar Háskóla Íslands. Páll er einn þeirra sem gagnrýndu fyrirkomulag lögfræðináms þegar lagadeildir voru stofnaðar við Há- skólann í Reykjavík, Háskólann á Akureyri og á Bifröst. „Gagnrýnin laut að því að íslensk stjórnvöld völdu ekki með skýr- um hætti hvaða kerfi ætti að nota í lögfræðinámi. Þar kemur til greina annars vegar norrænt kerfi, þar sem fram fer ákveðin lágmarkssam- ræming á inntaki námsins, og hins vegar bandarískt kerfi þar sem allir eru settir í samræmt próf, til dæmis hjá lögmannafélaginu. Málið var ekki klárað á sínum tíma og er í ákveðnu óvissuástandi í dag.“ Hann segir fjölbreytni í laganámi af hinu góða, en dómarar og mál- flutningsmenn þurfi aðra þekkingu en lögfræðiráðgjafar hjá fyrir- tækjum. Þrátt fyrir það heiti allir lögfræðingar sem útskrifast. „Þar sem réttaröryggi er í húfi getur þurft ákveðna lágmarksþekk- ingu sem þarf annað hvort að prófa til dæmis hjá lögmannafélaginu eða hafa staðlaða hjá skólunum. Það er vísir að slíku prófi hjá lög- mannafélaginu í dag, en það tekur til mjög fárra þátta.“ Hamingjuóskir til útskriftarnema Deilurnar snerust að mestu leyti um hvort viðurkennt væri að okk- ar nemend- ur sætu við sama borð og þeir sem útskrifuðust frá Háskóla Íslands að loknu fimm ára námi. Við hefðum verið í slæm- um málum hefði það ekki gengið eftir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.