Fréttablaðið - 03.06.2007, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 03.06.2007, Blaðsíða 78
Máttur internetsins kemur glögglega í ljós í sögu All- ison Stokke, 18 ára stúlku frá Bandaríkjunum, sem þykir vera einn efnilegasti stangarstökkvari lands- ins. Fyrir réttum mánuði varaði vinur hennar við því að mynd af henni í keppni færi eins og eldur um sinu á internetinu og hún mætti eiga von á aukinni athygli í kjölfarið. Engan hefði órað fyrir framhaldinu. Aðeins viku síðar hafði líf Stokke breyst í martröð, hún hafði feng- ið yfir þúsund skilaboð á MySpace síðu sína, tölvupóstur barst henni í hundraðatali víðsvegar úr heimin- um og karlmenn hringdu linnulaust í síma hennar til að bjóða henni á stefnumót. Í dag hafa myndbönd af henni hafa verið skoðuð yfir 400 þúsund sinnum á YouTube og þegar nafn hennar er slegið inn á Google fást um 300 þúsund niður- stöður. Allt vegna þess að Stokke þykir afar aðlaðandi, ekki síst í þeim þrönga keppnisbúningi sem hún klæðist á umræddri mynd. Málið hefur vakið mikla at- hygli í Bandaríkjunum og fjall- aði hið virta blað Washington Post um málið á forsíðu í vikunni. „Ég fæ hvergi frið. Það er endalaust áreiti hvert sem ég fer og það er starað á mig úti á götu. Þetta er óhuggulegt,” segir Stokke en hún býr ennþá í foreldrahúsum í Kali- forníu. Atburðarrásin sem átti sér stað sýnir hversu keðjuverkun inter- netsins getur verið öflug. Vinsæll íþróttabloggari í New York fann myndina og birti hana á síðu sinni. Tugir annarra bloggara fylgdu í kjölfarið og gerðu Stokke að nýj- asta kyntákni íþróttaheimsins. Á nokkrum dögum höfðu hundruðir þúsunda internetnotenda skoðað myndir af Stokke. Faðir Stokke, Alan, vinnur sem lögfræðingur á daginn en á kvöld- in situr hann við tölvuna og reynir að koma auga á vafasama einstakl- inga sem gætu tekið upp á því að sitja um dóttur sína og gera henni grikk. „Við fylgjumst vel með og látum dóttur okkar helst ekki úr augsýn,” segir faðirinn. Þrátt fyrir þau neikvæðu áhrif sem atburðarrásin hefur haft á Stokke og fjölskyldu hennar er lítið hægt að gera til að stoppa hana. Tæknilega eru engin lögbrot að eiga sér stað og því ráðleggja flestir Stokke að reyna að venjast áreitinu og lifa með því. „Það versta við þetta allt er hversu lítillækkuð mér finnst ég vera. Alla tíð hef ég lagt svo hart að mér til að ná árangri í stangar- stökkinu en nú skiptir það engu máli. Nú er ég orðin að ómerkilegu kyntákni í augum karlmanna,” segir Stokke. Hljómsveitin Steed Lord tók nýlega þátt í tónlistar- keppni á vegum fatamerkisins WESC og Vice Records. Leitað var til hljómsveitarinnar um að senda inn lag en þátttakendur voru hátt í þúsund. Lag Steed Lord var valið eitt af þeim tíu bestu og kemur sveitin því fram á sérstakri hátíð í tilefni þessa og spilar í Lond- on í kvöld ásamt fjórum öðrum sveitum. Lögin fyrir þessa keppni voru valin af fólki frá Universal Music, Vice Records, Vice Magazine og WESC. Framundan hjá Steed Lord er tónleikaferðalag í lok júlí þar sem hljómsveitin spilar á Global Gather- ing-tónlistarhátíðinni í Bretlandi og Streetlab-hátíð- inni í Amsterdam. Steed Lord komst á topp tíu DELTA FARCE kl. 2, 4, 6, 8 og 10 10 SPIDERMAN 3 kl. 2, 5 og 8 10 SEVERANCE kl. 8 16 SHOOTER kl. 10 16 ÚTI ER ÆVINTÝRI kl. 2, 4 og 6 -450 kr.- L www.laugarasbio.is Sími: 553 2075 - bara lúxus 450 kr. í bíó! Gildir á allar sýningar merktar með rauðu! LAUGARÁSBÍÓ - SÝNINGARTÍMAR www.SAMbio.is 575 8900 KRINGLUNNI DIGITAL DIGITAL-3D HJ MBL PANAMA.IS VJV TOPP5.IS HÖRKUSPENNANDI MYND BYGGÐ Á SANNSÖGULEGUM ATBURÐUM. Nánari upplýsingar á SAMbio.is sannur sumarsmellur, fínasta afþreyingarmynd Trausti S blaðið 30.000 manns á 7 dögum! VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA ÁLFABAKKA PIRATES CARRIBEAN 3 10 kl. 2:15 - 4:15 - 6:15 - 7:20 - 8:15 - 10:15 - 10:30 ROBINSON F... ÍSL TAL kl. 2 L MR. BEAN´S HOLIDAY kl. 2 - 4 L AKUREYRI PIRATES 3 kl. 2 - 5 - 8 - 11:15 10 MR. BEAN kl. 4 L ZODIAC kl. 6 - 9 16 ROBINSON F... ÍSL TAL kl. 2 L KEFLAVÍK PIRATES 3 kl. 4 - 8 7 THE REAPING kl. 10 16 BLADES OF GLORY kl. 2 L SPIDERMAN 3 kl. 2 10 IT’S A BOY GIRL THING kl. 6 - 8 L PIRATES CARRIBEAN 3 kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10 10 PIRATES 3 VIP kl. 2 - 6 - 10 ZODIAC kl. 3 - 6 - 9 16 THE REAPING kl. 10:10 16 BLADES OF GLORY kl. 2 - 6 - 8:10 12 ROBINSON .. M/- ÍSL TAL kl.1:50 - 4 L GOAL 2 kl.1:40 - 3:50 - 6 7 Missið ekki af þessu blóðuga framhaldi af 28 Days Later. Myndin hefur hlotið frábæra dóma. Robert Carlyle er viðurstyggilega góður! SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 SÍMI 564 0000 MIÐASALA Á SÍMI 530 1919 28 WEEKS LATER kl. 3 - 6 - 8 - 10 UNKNOWN kl. 3 - 5.50 - 8 - 10.10 THE PAINTED VEIL kl. 3 - 5.30 - 8 - 10.30 IT´S A BOY GIRL THING kl. 5.50 - 8 - 10.10 SPIDERMAN 3 kl. 3 28 WEEKS LATER kl. 4 - 6 - 8 - 10 ANNAÐ LÍF ÁSTÞÓRS kl. 4 FRACTURE kl. 5.30 - 8 - 10.30 THE LIVES OF OTHERS kl. 3 - 5.30 - 8 - 10.30 SPIDERMAN 3 kl. 3 - 5.40 - 8.20 PIRATES OF THE CARIBBEAN 3 kl. 1* - 3 - 5 - 7 - 9 - 11 PIRATES OF THE C. 3 LÚXUS kl. 1 - 5 - 9 FRACTURE kl. 8 - 10.30 IT´S A BOY GIRL THING kl. 1.30 - 3.45 - 5.50 SPIDERMAN 3 kl. 2 - 5 - 8 - 10.50 * 450 kr. 10 14 10 16 16 10 16 14 10 28 WEEKS LATER kl. 6 - 8 - 10 PATHFINDER kl. 8 THE HILLS HAVE EYES 2 kl. 10 SPIDERMAN 3 kl. 4.20 ÚTI ER ÆVINTÝRI kl. 4.20 16 16 16 10 !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Borgarbíói merktar með rauðu STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.