Fréttablaðið - 03.06.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 03.06.2007, Blaðsíða 16
Þ eir dómar sem ég hef séð um nýju plötuna, The Great Northern Whalekill, ganga út á að þetta sé fín plata, en toppi ekki meist- araverkið ykkar Halldór Laxness. Hvernig lítur þú á málið? „Þótt plötunni Halldór Laxness hafi verið hampað mikið þá fannst okkur þar ekki alveg takast að taka upp rokk sem skyldi. Okkur langaði að fara út og taka upp rokkplötu í góðu stúdíói með réttu fólki og okkur finnst við hafa náð því takmarki með nýju plötunni. Við tókum ekki stórt skref í ein- hverri djöflasýru. Þetta er bara fín rokkplata sem við erum mjög sáttir við.“ Já, það er áberandi skortur á til- raunamennskunni sem hafði áður aukist með hverri plötunni eftir annarri. „Já, og við vildum einmitt fara þá leið. Ef maður er að gera plötu og treður inn einhverri sýru bara til að hafa sýru þá verður það tilgerð- arlegt. Þetta var mjög einfalt núna: Við vildum bara semja góð rokklög og hafa þau í góðu sándi. Á vissan hátt erum við líka að klára Hall- dór Laxness-tímabilið. Við vilj- um þróast sem tónlistarmenn og finnst gaman að hittast og semja og náum mikilli tengingu þegar við hittumst. Það sem við gerum næst verður mjög frábrugðið þessu.“ Þið strákarnir í Mínus hafið verið saman í níu ár. Það er langur tími fyrir unga menn. Er einhver eftir- sjá að öllum þessum tíma? „Það hefur náttúrulega margt gerst innan bandsins sem er ekki beint tengt tónlistinni. Þetta er bara eins og að vera í ástarsam- bandi og það koma tímar sem pör rífast eða stunda ekki kynlíf. Við finnum okkur alltaf knúna til að koma saman og búa til tónlist þótt við höfum rifist eins og hund- ar og kettir. En ég sé ekki eftir neinu sem ég hef gert um ævina. Mér líður bara rosalega vel yfir því sem ég hef gert og þeim mark- miðum sem ég hef náð með Mínus. Það hafa verið erfiðir tímar en þeir styrkja mann bara.“ Yfir hverju hafiði helst rifist? „Það er svo margt, maður! Það hefur verið tónlistarlegur ágrein- ingur, eins og í flestum böndum. Og svo höfum við tekið túra sem við vorum ekki sáttir við. Kannski keyrt í tíu klukkutíma til að spila fyrir einn áhorfanda. Þá fer maður að hugsa: Kannski gæti ég bara verið heima hjá mér að vaska upp. En í heildina séð er það miklu meira jákvætt en neikvætt sem maður hefur upplifað með þessum strákum. Við erum í raun tengdir blóðböndum.“ Þið hafið verið funheitir á tíma- bili, stórfyrirtæki og blöð sýnt ykkur mikinn áhuga. Hvernig stendur það allt í dag? „Ég bara veit það ekki. Það kom að því að við fengum hálfgert ógeð á því sem var í gangi í kringum okkur, öllu ruglinu sem fylgdi. Í dag viljum við frekar einbeita okkur að tónlistinni og okkur sjálfum.“ Mér heyrist á þér að það hafi verið slítandi að vera í harkinu. „Já, þetta var algjört rótleysi í tvö ár. Ég bjó hvergi, maður kom kannski heim í tvær vikur og svo bara aftur út. Ég bjó í barnaher- bergi lítillar frænku minnar í tvo mánuði. Það var ekkert voðalega heilsusamlegt líf að vera alltaf á flækingi og borða bara einhvern mat og sofa bara einhvers stað- ar. En þetta var gaman og ég er reynslunni ríkari.“ Hvenær var stærsta rokkaugna- blikið? „Ætli það sé ekki þegar við spiluð- um ósofnir fyrir framan tíu þús- und manns á Reading-hátíðinni. Við spiluðum um hádegi og höfðu verið með partí í rútunni alla nótt- ina, vorum eins og strákar í dótabúð þarna. Svo var keyrt til Manchest- er og spilað þar um kvöldið. Þetta Reading-gigg er til á videó og er mjög flott enda vorum við gífur- lega vel spilandi. Svo var ég rænd- ur af fjórum blökkumönnum. Það var nokkuð eftirminnilegt.“ Varstu bara einn að flækjast? „Já, með tuttugu þúsund kall á kortinu. Það átti að duga vik- una. Ég var á leið heim með kók og snakk handa strákunum þegar þeir stukku á mig og sneru mig niður. Svo neyddu þeir pin-núm- erið upp úr mér, tóku allt út og átu snakkið og drukku kókið fyrir framan mig! Þetta olli smá kvíða í nokkra mánuði. Ég var alltaf var um mig.“ Það hafa gengið alls konar sögur af ykkur strákunum í gegnum tíð- ina, þetta vanalega rokkkjaftæði: slagsmál og slark. Eruði ekki farn- ir að róast eitthvað? „Ég segi nú bara eins og Bjarni gít- arleikari sagði að það hefur allt- af verið í höndum ákveðinna með- lima í hljómsveitinni að sjá um sukkdeildina. Nú erum við Bjarni báðir komnir með börn. Þetta rót- leysi sem var gengur ekki lengur og maður vill það heldur ekkert. Sá tími sem maður eyðir í bandið fer núna allur í sjálfa tónlistina. Í dag erum við ekki sukkhljómsveit.“ Þú hefur væntanlega þurft að endurskoða lífið þegar dóttir þín kom? ,,Það ferli fór í gang um leið og ég frétti það að ég væri að verða faðir. Ég vildi verða faðirinn sem ég sjálfur fór á mis við. Þetta ferli að vera faðir er þannig að ef þú klúðrar því smá þá klúðrar þú því alveg. Ég vildi vera andlega undir- búinn fyrir þetta og lét strákana vita af því að ég væri að verða pabbi. Það var nett sjokk en bara jákvætt, þeir voru ekkert „oh my god!“ Ég man að ég tók þá meðvit- uðu ákvörðun að ég ætlaði ekki að klúðra þessu. Lífið í dag er nátt- úrulega erfiðara en líka miklu skemmtilegra.“ Líturðu á þig sem fjölskyldu- mann í dag? „Algjörlega. Þetta er það sem heldur mér gangandi. Þetta bind- ur einhvern veginn allt saman og ég skammast mín ekkert fyrir að viðurkenna það.“ Þú segir að pabbi þinn hafi ekki alveg verið meðvitaður í pabba- hlutverkinu? „Jú, jú, hann var alveg til staðar en hann þurfti bara að kveðja svo fljótt. Bæði var hann helgarpabbi og svo lést hann fyrir aldur fram úr krabbameini.“ Hann var náttúrulega trommari líka (Stefán Jóhannsson, spilaði með Dátum og Sumargleðinni) – er það frá honum komið að þú fórst að spila á trommur? „Já, algjörlega. Ég lenti í því eins og margir ungir menn að sökkva mér í eina hljómsveit og í mínu tilfelli var það Metallica. Síðar komu Guns ‘n Roses. Mig lang- aði alltaf að verða gítarleikari en þegar pabbi var kominn með krabbamein og ég sá mynd af honum að tromma þá fattaði ég bara að þetta væri mín braut. Mér fannst þetta rétt, einhvern veg- inn. Hann lagði sig allan í þetta og mér fannst eins og ég þyrfti að klára dæmið.“ Og það er ekki hægt að segja annað en að þú sért að rúlla þessu upp. Fyrir utan Mínus ertu í Mot- ion Boys og svo að æfa Jesus Christ Superstar, sem verður reyndar ekki sýnt fyrr en í desember. Hef- urðu lært eitthvað á trommur? „Já, eitthvað, en ég græddi lítið á því. Þú lærir ekki fílinginn í því að vera tónlistarmaður þó þú lærir kannski tæknina að spila. Þetta gengur svo mikið út á ástríðuna.“ Finnst þér þú vera virkur þátt- takandi í samfélaginu – fylgdistu til dæmis spenntur með á kosn- inganóttinni? „Æi, ég hef aldrei haft mikinn áhuga á pólitík en ég reyndi í þetta skiptið. Drakk bjór og horfði á kosningasjónvarpið. Ég kaus, en kaus bara til að mótmæla stór- iðjunni. Hvar sérðu sjálfan þig annars eftir tíu ár? „Ég hugsa nú ekki á þeim nótum og einbeiti mér bara að deginum í dag. Einu sinni var ég rosalega upptekinn af fortíðinni og kvíðinn fyrir framtíðinni en nú reyni ég bara að gera sem mest úr degin- um í dag. Þá líður mér best þegar ég fer að sofa.“ Sukkum ekki lengur Björn Stefánsson gengur dags daglega undir nafninu „Bjössi í Mínus“ enda búinn að hamra skinnin með bestu rokksveit Íslands síðan á síð- ustu öld. Hann er ekki bara undirstaðan í tón- list Mínuss heldur kemur Bjössi fyrir sjónir sem jarðbundnasti meðlimur sveitarinnar, eins konar andlegt akkeri. Ég settist niður með honum. Við drukkum kaffi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.