Fréttablaðið - 03.06.2007, Blaðsíða 80
Baulið kom landsliðsfyrirliðanum ekki á óvart
F-riðill:
Ein lélegustu úrslit ís-
lenska landsliðsins í áratugi litu
dagsins ljós á Laugardalsvellinum
í gær. Þá mátti íslenska landsliðið
þakka fyrir eitt stig á heimavelli
gegn dvergríkinu Liechtenstein í
leik þar sem gestirnir voru miklu
betri allan tímann. Brynjar Björn
kom Íslandi yfir í fyrri hálfleik en
Liechtenstein jafnaði verðskuldað
í síðari hálfleik og þar við sat. 1-1
lokatölur. Úrslitin eru vond en það
sem svíður enn meir var glæpsam-
lega lélegur leikur íslenska lands-
liðsins.
Liechtenstein tók völdin á vell-
inum nánast í upphafi leiksins og
miðjumenn Íslendinga – Brynjar
og Stefán – létu miðjumenn gest-
anna pakka sér saman. Þar fyrir
aftan var flöt og óörugg íslensk
vörn í miklum vandræðum með
duglega og hreyfanlega sóknar-
menn gestanna.
Ekkert gekk hjá íslenska liðinu
að byggja upp sóknir. Leikmenn
notuðu margar snertingar á bolt-
ann og voru í óratíma að koma bolt-
anum fram völlinn. Sendingar liðs-
ins voru líka margar hverjar átak-
anlega lélegar. Það var gegn gangi
leiksins þegar Brynjar skallaði
frábæra aukaspyrnu Emils í netið
og kom Íslandi yfir. Skalli Brynj-
ars var eina skot Íslands í fyrri
hálfleik. Það segir sína sögu.
Gestirnir sóttu grimmt í kjöl-
farið, fengu fín færi, skutu í slá
og vildu fá víti en allt kom fyrir
ekki. Lukkan var í liði með Íslandi.
Rúmum 20 mínútum fyrir leikslok
skoraði Rohrer verðskuldað jöfn-
unarmark en varnarleikur Íslands
í markinu var hræðilegur.
Það áttu flestir von á því í að Ís-
land myndi pressa stíft undir lokin
en sú var aldeilis ekki raunin.
Gestirnir settu hápressu á íslenska
liðið sem vissi ekki sitt rjúkandi
ráð og náði vart að byggja upp
eina almennilega sókn. Þegar dóm-
arinn flautaði leikinn af bauluðu
áhorfendur á liðið og það ekki að
ástæðulausu.
Það verður skýrara með hverj-
um leik að Eyjólfur Sverrisson
er ekki rétti maðurinn til þess að
stýra íslenska landsliðinu. Leik-
ur þess í gær var hneyksli. Það
er ekki hægt að orða það öðruvísi.
Ekki bara var hann lélegur heldur
var frammistaðan andlaus og virð-
ist vera sem þjálfarinn nái engan
veginn til leikmanna liðsins og að
þeir hafi enga trú á því sem hann
leggur upp.
Eyjólfur virðist því miður ekki
ætla að segja upp af sjálfsdáðum
og það er ábyrgðarleysi hjá Knatt-
spyrnusambandinu ef það segir
manninum ekki upp störfum fyrst
hann gerir það ekki sjálfur. Hann
er kominn á endastöð með liðið.
Við þetta ástand verður ekki leng-
ur unað.
Eyjólfur Sverrisson er kominn á endastöð með landsliðið. Liðið hefur valdið
stanslausum vonbrigðum undir hans stjórn og steininn tók úr í gær þegar Ís-
land mátti þakka fyrir jafntefli á heimavelli gegn dvergríkinu Liechtenstein.
„Þetta eru mikil von-
brigði,“ sagði Eyjólfur. „Við sköp-
uðum okkur ekki nógu mikið af
færum og þurfum að gera miklu
betur til að vinna Liechtenstein.“
Fréttablaðið spurði hvort hann
hefði hugleitt sína stöðu hjá lands-
liðinu og hvort til greina kæmi af
hans hálfu að segja af sér. „Nei,
ég hef ekkert hugað að því. Það
kemur heldur ekki til greina á
næstu dögum. Ég á mikið verk
óunnið með þessum hópi og voru
til að mynda margir ungir leik-
menn að koma inn sem voru mjög
ferskir. Það var mikill kraftur í
þeim og er ég ánægður með þá.“
Íslenska landsliðið hefur ekki
unnið leik síðan sigur vannst á
Norður-Írum í Belfast í fyrsta leik
undankeppninnar í haust og að-
eins fengið eitt stig. „Okkar menn
skorti hugmyndaflug, við héldum
boltanum illa og náðum ekki að
spila okkur í gegn. Það gekk ekk-
ert einn á móti einum og lítið um
þríhyrningsspil.“
Eyjólfur sagði að mark Liechten-
stein hafi reynst mikið áfall fyrir
sína menn. „Við gerðum ein mis-
tök og þeir skoruðu úr því skoti.
Það var reiðarslag fyrir liðið og
leikmenn voru mjög taugaóstyrk-
ir eftir það.“
Það hefur ekki hvarflað
að mér að hætta