Tíminn - 13.08.1980, Page 2
2 Wtíaaámí Mi&vikudagur 13. áeúst 1980
■ Fegurð Kópavogs
KL — Nýlega fór fram i Kópa-
vogi viöurkenningaafhending
fyrir fegurstu garöa bæjarins,
endurbætur á eldra húsi, snyrti-
legt umhverfi og samræmda
heildarmynd götu. Ýmsir aöilar
leggja til verölaunin, sem eru
skrautrituö viöurkenningar-
skjöl. Auk þess fá eigendur feg-
urstu garöanna verölaunagrip
útskoriö lauf úr fslensku birki,
sem á er felld koparplata meö
greyptri áletrun.
Heiöursverölaun bæjarstjórn-
ar Kópavogs fyrir fegursta
garöinn 1980 féllu i hlut hjón-
anna Aslaugar Pétursdóttur og
Jóns Hauks Jóelssonar aö Þing-
hólsbraut 18. Viöurkenning
Rotaryklúbbs Kópavogs fyrir
fegursta garöinn hlutu Guölaug
Snorradóttir og Daniel Dagsson
aö Hvannhólma 18. Viöurkenn-
ingu Lionsklúbbs Kópavogs
fyrir fegursta garöinn fengu
Lilja Eiriksdóttir og Halldór
Laxdal, Hvannhólma 8.
Fyrir snyrtilegt umhverfi var
Sparisjóöi Kópavogs veitt
viöurkenning. Viöurkenningu
fyrir garö viö tvibýlishús hlutu
eigendur garösins viö Kópa-
vogsbraut 41, þau Jóhanna Jó-
hannesdóttir, Gestur Karlsson,
Jónina Guörún Gústafsdóttir og
Alfreö Guönason. Fyrir endur-
bætur á eldra húsihlutu Guörún
Samúelsdóttir og Garöar
Ingólfsson, Þinghólsbraut 14,
viöurkenningu. Viöurkenningu
á ári trésins fyrir trjágróöur
hlutu Ragnheiöur Guöjónsdóttir
og Oddur Helgason, Digranes-
vegi 68. Litlihjalli hlaut viður-
kenningu fyrir samræmda
heildarmynd götu.
Verðlaunin afhenti Rannveig
Guðmundsdóttir, forseti bæjar-
stjórnar.
Eigendur Hvannhólma 18 hlutu viöurkenningu Rotaryklúbbs Kópavogs fyrir fegursta garöinn. (Thna
mynd Þormóöur)
Umhverfi Sparisjóös Kópavogs þótti vlöurkenningar vert sakir
snyrtimennsku. (Tfmamynd Þormóöur)
Eigendur verölaunagarösins aö Þinghólsbraut 18, Aslaug Péturs-
dóttir og Jón Haukur Jóelsson, njóta tómstunda f garöi sinum.
(Timamynd Tryggvi)
Þinghólsbraut 14. Þar þykir hafa tekist sérlega vel til meö endurbætur á eldra húsi.
(Timamynd Þormóöur)
Samræmd heildarmynd götu. Litlihjalli þótti bera af aö þessu sinni.
(Timamynd Þormóöur).
Séö yfir hluta garösins aö Þinghólsbraut 18.
(Timamynd Tryggvi)
Lionsklúbbur Kópavogs veitti verölaun fyrir fegursta garöinn. Féllu þau i hlut eigenda Hvannhólma 8.
(Timamynd Þormóöur)
Garöurinn viö Kópavogsbraut 41 hlaut sérstaka viöurkenningu I
flokki garöa viötvibýlishús. (Timamynd Þormóöur)