Tíminn - 13.08.1980, Side 4
Miðvikudagur 13. ágúst 1980
4
í spegli tímans
Fyrsta eiginkona Onedins
varð ekki langlif.
enn
Eiginkonu nr. 3
leikur Roberta
Iger.
Onedin
lifir
Þó nokkur ár séu nú liðin frá þvi tslendingar gáfust upp við aö
fylgjast með prettum og hörku Onedins skipstjóra, hafa Bretar
haidið sinu striki og haldiö áfram að framleiða þættina, sem nú
eru orönir 9 ára aö aldri. En þessi hái aidur hefur haft ýmis
vandamál I för með sér. Eiginkonur Onedins skipstjóra hafa t.d.
reynst skammlifar. Við uröum vitni að sorglegum endalokum
þeirrar fyrstu, en nú hefur eiginkona nr. 2 einnig fallið i valinn.
Hið skyndiiega fráfall hennar kom höfundum þáttanna i bobba,
þvi að hún yfirgaf þættina áður en timi gafst til að koma henni
fyrir kattarnef á þokkalegan hátt. Þeir tóku þvi það til bragðs að
láta drepa frúna og bjuggu til feguröardis frá Suður-Ameriku,
Margarita Juarez að nafni, til að fylla skarðið, þvi að óhugsandi
er, eigi þættirnir að lifa áfram, að láta skipstjórann vera konu-
lausan. Leikkonan, sem hreppti það eftirsótta hnoss að verða 3.
eiginkona James Onedins, heitir Roberta Iger og er bresk,
þ.e.a.s. móðir hennar var pólsk og faðir hennar breskur bóndi.
En svo suðrænt þykir yfirbragð hennar, aö henni er ekki trúað,
þegar hún segist vera bresk, allir halda að hún sé spönsk. Þetta
hefur stundum komið sér illa fyrir Robertu, en nú er hún svo
stálheppin að falla alveg nákvæmlega inn I hlutverk suöur-ame-
riska glæsikvendisins, sem verður 3. eiginkona James Onedins.
Hér sjáum viö James Onedin með eiginkonu nr. 2.
krossgáta
3377 • Lárétt
1) Braka. 5) Sönghópur. 7) Kind. 9)
Röddu. 11) Fugl. 13) Matur. 14) Bragð-
efni. 16) öfugröð. 17) Fisks. 19) Hreinsun.
Lóðrétt
1) Vondar. 2) Keyr. 3) Kyrr. 4) Skot. 6)
Opinberun. 8) Gyðja. 10) Stærstu. 12) Sjó-
skepnu. 15) Sjá. 18) Mjööur.
Ráðning á gátu No. 3376
L ^rétt
1) Aldrað. 5) Lif. 7) Dd.9) Smár. 11) Als.
13) Aru. 14) Sina. 16) IM. 17) Ærina. 19)
Ertinn.
Lóörétt
1) Andast. 2) DL. 3) Ris. 4) Afmál. 6) Tru-
man. 8) Óli. 10) Arinn. 12) Snær. 15) Art.
18) II.
með morgunkafflnu
— t sumarfrii? Nei, nei,
ég er eiginlega i við-
skiptaerindum, — ég er
aö leita mér aö einkarit-
ara.
bridge
Bandarisku spilararnir Alan Sontag og
Peter Weichsel hafa undanfarin ár mynd-
að eitt sterkasta bridgeparið þar I landi.
Nýlega kom út bók eftir Sontag, Power
Precision, þar sem hann lýsir sigurgöngu
þeirra félaga istórum peningatvimenning
á milli þess sem hann kennir lesendum
sagnkerfið sem þeir nota. Fyrir þá sem
fylgjast með bandariskum bridgemálum
eru kaflamir þar sem segir frá tvlmenn-
ingnum heilmikill skemmtilestur, þvlhöf-
undur lætur móðan mása um spilarana
sem hann mætir. Þarna er t.d. áhrifa-
mikil lýsing á fótleggjum Kathy
Capælletti og nákvæm skýrsla um orða-
forða Ira Rubin þegar hann sendir meö-
spilara sinum tóninn. En inná milli
slæðast nokkur áhugaverð spil eins og t.d.
þetta hérna:
Norður.
S. 1084
H. 107
T. A 10952
L. D64
Austur.
S. DG2
H. ADG65
T. G
L. G987
Suður.
S. A96
H. K9842
T. 873
L. 53
Weichsel og Sontag sátu i NS en I AV
sátu John Solodar, sem Sontag segir vera
myndarlegan stúdent frá Columbía Há-
skóla, og George Rapee, sem fær þá ein-
kunn aö vera sérstaklega örlátur 1
veitingahúsum, enda lögfræðingur. Solo-
dor spilaði 3 grönd i vestur og Weichsel
spilaöi út tlgulfimmi. Gosinn i blindum
átti slaginn og Solodar fór heim á lauf-
kóng og spilaði spaða á gosann. Sontag
segir að flestir spilarar 1 suður hefðu lík-
lega drepiðstraxá spaöaás og spilað tígli.
En þá gæti sagnhafi unnið spilið með þvl
aðhalda norðri úti. Svo Sontag gaf og tók
hjartanlega i höndina á sér á eftir, þvl nú
var mikilvæg innkoma farin úr blindum.
Solodar varð nú að svina laufinu og
Weichsel tök á drottningu og spilaði tígul-
tlu. En Solodar gaf slaginn. Og nú varð
Weichsel að finna að skipta i hjarta,
annars er spilið unnið, og auðvitað fann
hann það. Eftir það var vörnin komin með
fimm slagi og skemmtilegu einvigi milli
sagnhafa og varnarinnar var lokið með
sigri varnarinnar.
Vestur.
S. K753
H. 3
T. KD64
L.AK102
— Jú auðvitað er allt eins
og þú skildir við það
heima, — ég hef búið á
Hótel Sögu....
— Við skulum ekki
hringja... komum þeim
heldur á óvart.
— ,,Þin skoöun” leiðir
bara alltaf til rifrildis....