Tíminn - 25.09.1980, Side 6

Tíminn - 25.09.1980, Side 6
6 Fimmtudagur 25. september 1980. Erlent yfirlit Keppni Svarthöfða og Jónasar Kristjánssonar Undanfarnar vikur hefur verið háð mikil sam- keppni milli tveggja helztu skriffinna Dagblaðsins og Visis, þeirra Svarthöfða og Jónasar Kristjáns- sonar. Keppni þeirra hefur verið um það hvor þeirra gæti ófrægt meira landbúnaðinn og bænda- stéttina. Þeir hafa oft háð slika keppni áður en aldrei af meira ofurkappi en nú. Þótt ekki megi á milli sjá hvorum veitir betur eða verr i þessari keppni, hefur Svarthöfði það fram yfir að vera enn vigreifari. Honum nægir ekki leng- ur að fylla dálka Visis, heldur hvetur orðið til eins konar „heilags striðs” gegn bændum. í siðasta mánudagsblaði Visis (22. þ.m.) farast Svarthöfða þannig orð: „Stórfelldar hækkanir á kjöti á mánaðarfresti er slik óhæfa, að engu tali tekur. Neytendasamtök þykjast starfa hér i landinu, en það örlar aldrei á þeim nema i sæmilega kyrrum hléum milli verð- hækkana. Nú er kjörið tækifæri fyrir neytendasam- tökin að skipuleggja stöðvun á kaupum land- búnaðarvara frá rollubændum. Það er vel hægt að vera án kindakjöts i svona þrjár vikur og nota þá heldur kjúklinga og svinakjöt á meðan. Einhvers staðar verða stjórnendur þjóðarinnar að finna að ekki er hægt að verðleggja kindakjöt að geðþótta- lögum ár og sið án mótmæla. Og hvergi er hægt að koma við neinni umtalsverðri stöðvun á þessari þróun nema einmitt með vel skipulögðum neyt- endamarkaði. Og þar eiga Neytendasamtökin að láta til sin taka. Þau eiga að skipuleggja aðgerðir og gera sex daga vikunnar að fisk- eða grænmetis- dögum, og einn dag vikunnar að kjötdegi, að undan- skildu þvi að ekki skuli keypt rollukjöt”. Þá segir Svarthöfði ennfremur: „Eins og þessi mál horfa nú við litur helst út fyrir að framleiðsluráð og rikisstjórn gangi út frá þvi sem visu, að neytendur séu helberir aumingjar sem megi sýna hvað sem er. Það er þeim mun brýnni nauðsyn að setja á kaupstöðvun, þar sem ljóst er að samningar milli vinnuveitenda og launþega eru hvergi nærri komnir i höfn”. Svo mikill er vigahugur Svarthöfða að hann hefur ekki fyrir þvi að kynna sér, hvort verð á lamba- kjöti hefur hækkað meira eða minna en annað verð- lag að undanförnu, en það myndi gætnari menn vafalitið hafa gert. Staðreyndin er sú, að á undangengnum tólf mánuðum hefur lambakjötið hækkað mun minna i verði en nemur hinum almennu verðlagshækkunum i landinu. Siðan i september i fyrra og þangað til i septem- ber nú, hefur smásöluverð á kjöti i heilum skrokk- um hækkað úr kr. 1609 i kr. 2424 kilóið eða um 50%. Smásöluverð á súpukjöti hefur hækkað úr kr. 1538 i kr. 2127 kilóið eða um 41%. í báðum tilfellum er tek- in með siðasta verðhækkunin á kjötinu. Þannig hefur smásöluverðið á kjötinu hækkað um 41-50% á umræddum tólf mánuðum. Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar hefur hins vegar al- mennt verðlag i landinu hækkað um 57% á þessum tima. Svarthöfði lætur sér þannig alveg sjást yfir það að fjölmargar vörur og ýmis þjónustugjöld hafa hækkað miklu meira en lambakjötið á þessum tima. Hann boðar ekki kaupstöðvun vegna slikra verðhækkana. Hann sér ekkert nema lambakjötið. Gegn þvi boðar hann strið. Svona fullkomlega hafa þeir Svarthöfði og Jónas Kristjánsson látið blindast af þessum æsiskrifum sinum. Þ.Þ. Þórarinn Þórarinsson: Hann ætlar írak mikinn hlut Hussein haföi völdin, en Bahr titlana og oröurnar. t TILEFNI þeirra styrjaldar- átaka sem eru hafin milli Iraks og irans þykir ekki úr vegi aö rekja hér efni erlends yfirlits, sem birtist hér i blaöinu 12. júlí siöastl. 1 upphafi greinarinnar var þaö rakið aö eftir bylting- una i íran væri irak oröiö mesta herveldið viö Persaflóa, og myndu afleiðingar þess brátt- koma i ljós: „Þá er orðið grunnt á þvi góöa milli stjórna trans og íraks. Khomeini hefur ekki fariö dult meö þaö, að hann vill hrekja nú- verandi stjórn iraks frá völd- um. Hann er henni m.a. gramur vegna þess, aö hún vlsaöi hon- um úr landi sumarið 1978 þegar hann fór aö hafa afskipti af stjórnmálum irans, en hann var þá búinn aö dvelja sem útlagi J írak i meira en áratug. Stjórn iraks vildi þá ekki láta áróöur Khomeinis spilla sambúöinni viö Iran. Þá óttast Khomeini aö Irak kunni aö styöja heimastjórnar- kröfur Araba i iran en þeir eru fjölmennastir I þeim hluta landsins, Khuzestan, þar sem oliuvinnslan er mest. Loks hefur þaö vakiö athygli á irak I seinni tið aö heldur hefur dregiö I sundur milli stjórnanna iBagdad og Moskvu en irak var um skeiö þaö Arabariki sem haföi nánasta samvinnu viö Rússa, ef Libýa og Norður- Jemen eru undanskilin. Þannig fékk Irak nær allan vopnabúnað sinn frá Sovétrikjunum. Nú hef- ur irak hafiö kaup á vopnum frá Frakklandi og italiu og aukiö ýmis samskipti viö vestræn riki. Þaö hefur nýlega veriö haft eftir Brzezinski aðalráögjafa Carters I öryggismálum, aö milli Bandarikjanna og Iraks sé ekki um neinn ósættanlegan ágreining aö ræöa. Hætt er þó viö, aö þetta sé byggt á of mikilli bjartsýni. írak er andstætt Camp David-samningnum og styöur sjálfstæöiskröfur Palestinumanna. írak er einnig andstætt öllum óskum Bandarikjamanna um. bækistöövar i löndum Araba. Sagt er að Saddam Hussein hafi nýlega komizt þannig aö oröi i samtali viö bandariskan stjórn- málamann: — istaöinn fyrir aö vera aö biöja um bækistöövar, eigiö þiö aö hjálpa okkur til aö koma Rússum fráAden (hafnar- borg i Norður-Jemen). IRAK sem áöur hét Mesópotamia, komst undir yfir- ráö Breta i lok siöari heims- styrjaldarinnar. Bretar veittu irak sjálfstæöi og hófu þar til valda vinveitta konungsætt. Hershöföingjar viku henni frá völdum 1958 og böröust um völdin næsta áratuginn. Ariö 1968 náöi Baath-flokkurinn fyrst fullum yfirráöum, en hann er Saddam Hussein þjóöernissinnaður sósialiskur flokkur en afneitar þó kommún- isma harölega, og fylgir strang- lega múhameöstrú. Frá 1968-1979 var Ahmad al Bahr forseti landsins, en hin raunverulegu völd voru i hönd- um sérstaks byltingarráðs, þar sem Bahr var formaður, en áhrifamesti maöur þess var frá upphafi ungur liösforingi, Saddam Hussein. Hann var bæöi varaformaöur byltingar- ráösins og varaforseti landsins. Margar tilraunir hafa veriö geröar til þess aö koma þeim Bahr og Hussein frá völdum. Einkum hefur veriö um aö ræöa morötilraunir. Hussein er talinn hafa komið upp mjög öflugri leynilögreglu og hefur henni jafnan tekizt aö veröa fyrri til. 1 kjölfar þessara byltingatilrauna hafa jafnan fylgt fleiri eða færri aftökur. Um skeiö var samvinna milli Baath-flokksins og Kommún- istaflokksins og átti það sinn þátt i þvi að hafin var náin sam- vinna við Rússa. Kommúnistar þóttu hins vegar ótryggir i sam- starfinu og hafa hvaö eftir annað staöiö að byltingartil- raunum. Margir leiötogar þeirra hafa verið teknir af lifi. Siðust sllkra „hreinsana” fór fram 1978, þegar tugir kommúnista voru dæmdir til dauða. Kommúnistaflokkurinn hefur enn leyfi til að starfa, en þaö er ekki nema aö nafninu til. Irak og Sovétrikin geröu með sér vináttu- og samstarfssátt- mála 1972 og er hann enn I gildi. Stjórnin i Moskvu hefur sætt sig viö þaö aö kommúnistar hafa sætt slikri meöferö I Irak og raun ber vitni. Henni hefur hins vegar likaö miöur aö írak hefur harölega fordæmt innrásina I Afganistan og hefur tekiö þátt i öllum mótmælum Arabarikja gegn henni. SNEMMA á slðastliönu ári náöist samkomulag um þaö milli Iraks og Sýrlánds, aö þessi riki yrðu sambandsriki. Af þvi varö þó ekki og er ekki fullvist, hvaö klofningnum olli. Siöan hefur veriö fátt milli rikis- stjórnanna. Þaö geröist einnig á siöastl. ári, aö Bahr forseti sagöi af sér og bar við veikindum. Hussein tók þá viö forsetastörfum, en raunverulega var hann talinn hinn sterki maður landsins siöustu árin. Hussein var rétt þritugur, þegar þeir Bahr gerðu bylting- una 1968. Hann fékk þá fljótt það orö á sig, að hann væri mikið hörkutól og þótti fljótt stjórna meö harðri hendi. Byltingartil- raun var gerð mánuöi eftir aö Hussein varö forseti. Hún mis- heppnaöist og voru 34 menn tekniraf lifi. Margir þeirra voru háttsettir. Nú hefur Hussein fariö inn á þá braut að efna til frjálslegri stjórnarhátta. 1 siöasta mánuöi fóru fram fyrstu þingkosningar i Irak um meira en tuttugu ára skeiö. Frambjóöendur voru um 800, en alls voru kosnir 250 þing- menn. Flestir þeirra tilheyra Baath-flokknum. Þingiö er ný- lega komið saman til fundar og getur oröiö fróölegt aö fylgjast meö þvi hvernig þessari tilraun reiðir af. Völd þingsins eru aö visu takmörkuö og byltingar- ráöið ræöur mestu eins og áöur. Samt getur þetta oröiö spor i rétta átt. Ýmsir telja, að meö þvi aö koma þessu þingi á laggirnar, sé Hussein aö svara Khomeini sem hefur látib bæöi kjósa for- seta og þing i iran. Þá getur þaö hafa haft sin áhrif, aö fundur óháöra rikja veröur haldinn I Bagdad 1982 og tekur Hussein. þá við af Castro, sem leiötogi þeirra þrjú næstu árin”. 1i9 <$> MÍWW Útgefandi Framsóknarfiokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jon Sigurösson. Ristjórnarfull- trúi: Oddur ólafsson. Fréttastjóri Kristinn Hallgrimsson. Aug- lýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöumúla 15. Simi 86300. — Kvöidsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20: 86387. Verö I lausasölu kr. 280. Askriftargjald kr. 5500 á mánuöi. Prentun: Blaöaprent. Saddam Hussein er óvæginn og ráðríkur

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.