Tíminn - 25.09.1980, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 25. september 1980.
7
Einkaréttur á útvarpi og
hlutverk útvarpsráðs
Nokkuð ber um þessar
mundir á gagnrýni á eftirfar-
andi grundvallaratriði útvarps-
laga.
„Rikisútvarpið hefur einka-
rétt á útvarpi, það er útsendingu
til viðtöku almennings á tali,
tónum,myndum eða öðru efni,
hvort sem er þráðlaust, með
þræði eða á annan hátt”. Heyr-
ist ekki ósjaldan talað um
ófrelsi eða opinbert vald i þvi
sambandi.
Þennan einkarétt til útvarps,
sem vissulega er ekki sér-
islenskt fyrirbæri, heldur svipað
fyrirkomulag, og t.d. hefur tið-
kast annars staðar á Norður
löndum má væntanlega rekja til
tæknilegrar aðstöðu og kostnað-
ar á þeim tima sem útvarp var
að þróast á fyrri hluta aldarinn-
ar. Þá var i raun vart hugsan-
legt að aðrir aðilar en stjórnvöld
heföu bolmagn til að koma á
útvarpsrekstri sem næði lands-
mönnum öllum og hefði fram að
færa fjölbreytta dagskrá. Það
er i sjálfu sér til marks um aö
þetta hafi reynst rétt leið og að
vel til tekist, að á hálfrar aldar
ferli hefur ótrúlega litið borið á
óskum um breytingar á þessari
skipan. Nú hefur tækniþróun
hins vegar leitt til umræðna um
að timabært sé að leyfa fleirum
en Rikisútvarpinu aö útvarpa,
og þá eftir vissum reglum sem
settar yrðu.l nágrannalöndum
okkar sumum hefur svipuð
umræða verið i gangi, t.d. i Nor-
egi og Sviþjóð. Hafa Sviar þegar
stigið skref i frjálsræðisátt sem
vikið verður að siðar, en Norð-
menn doka enn við.
Ég er þeirrar skoðunar að
timabært sé að rýmka nokkuð
til á þessu sviði, en þá meö þeim
hætti að það skaði ekki starf-
semi Rikisútvarpsins, sem
gegna mun jafnmikilvægu hlut-
verki eftir sem áður.
Opinbert vald
eða
óhlutdrægur
og viðsýnn
fjölmiðill?
Málflutningi gegn einkarétti
Rikisútvarpsins er oft beint
inná þá ósanngjörnu braut að i
allri starfsemi þess og
dagskrárgerð sé opinberu valdi
beitt til að viðhalda ófrelsi og
jafnvel ritskoðun. Þeir sem
þessu halda fram virðast sumir
hverjir einkum tengja hugtakið
frclsi, fjálsræði til útvarps
einhliða áróðurs eða boðskapar,
eöa frelsi til að nota útvarp i
fjáraflaskyni. En skyldi slikt
fremur eiga skilið heitið „frjálst
útvarp” en útsending Rikis-
útvarpsins?
Ekki er með nokkurri sann-
girni unnt að halda þvi fram
að Rikisútvarpið hefti tjáning
arfrelsi einstaklinga eða hópa.
Stofnunin gerir sér aö minu
mati far um að uppfylla mark-
mið 3. gr. útvarpslaga, sem
voru rakin i fyrri grein. 1 regl-
um um fréttaflutning er lögð á
þaö megináhersla að gæta
fyllstu óhlutdrægni. Sjónar-
miðum allra skoðanahópa skulu
gerð skil og leita skal öruggra
heimilda áður en fréttir eru
birtar.
Um aöra dagskrárgerð en
fréttaflutning er það að segja,
að sjaldgæft er að einstakling-
um eða félagasamtökum sem
bjóöa fram efni sé visað á bug,
nema þá að annað tveggja
eigi við að efni eða framsetning
teljist lélegra en svo að boölegt
þyki, eða þá aö þeim efnisþætti
sem fram er boðinn hafi nýverið
veriö gerð þau skil að ekki þyki
viö hæfi að ætla honum meira
rými i bili, þvi að dagskrártimi
er ekki ótakmarkaður.
Ég fullyrði hiklaust að þær
reglur sem fylgt er varðandi
Ný viðhorf í
miðlun útvarps-
og sjónvarpsefnis
dagskrárgerð og fréttaflutning
séu i aðalatriðum til þess fallnar
að vekja traust almennings á
þeim, enda er Ríkisútvarpið eini
fjölmiðillinn sem getur gert sér
vonir um að viðhalda eðlilegu
jafnvægi i fréttamiðlun og
þjóðfélagsumræðu með hlut-
leysi sinu.
Norsk
könnun um
fréttamiðlun
útvarps
Til stuðnings bessari staðhæf-
ingu langar mig að lýsa með
fáum orðum niðurstöðum skoð-
anakönnunar sem gerð var
meðal norskra kjósenda fyrir
Stórþingskosningar 1973, en bók
um það efni eftir Ragnar
Waldahl var kynnt i „Dagblad-
et” i Osló i október 1975. Niður-
stöðurnar geta verið fróðlegar
fyrir okkur, þvi að aðstæður
hvað varðar útvarpsrekstur
eru ekki ósvipaðar i þessum
tveim löndum. I Noregi er rikis-
útvarp, NRK (Norsk Rikskring-
kasting), ein dagskrá i hljóö-
varpi, þótt nú hylli þar undir
dagskrá tvö, og sjónvarpsdag-
skrá sem að lengd og efni svip-
ar nokkuð til okkar sjónvarps.
Meginniðurstaða könnunar-
Sendistöð útvarpsins á Rjúpnahæð.
innar var sú að norskir kjós-
endur bæru óvenjulegt traust til
NRK.hvað varðaði jafnvægi og
hlutleysi i fréttamiðlun. Ein-
ungis litill hluti kjósenda lengst
til vinstri eða lengst til hægri
létu i ljós efa um að NRK væri
óhlutdrægt. önnur rannsókn
sem gerð hafði verið árið áður
gaf svipaða niðurstöðu.
Svo tölulegt dæmi sé nefnt
töldu 79% spurðra fréttir um
stjórnmál óhlutdrægar og
trausts verðar. Til saman-
burðar töldu 65% spurðra dóm-
stólana hlutlausa!
Ekki v-il ég með þessu fyllyrða
að hér á landi yröu svör alveg á
sama veg, en niðurstaðan er
athyglisverð. Reyndar minnkar
gildi svo afgerandi svara sé
fréttameðhöndlun NRK um of
varkár eða bitlaus en um það er
ég ekki fær að dæma.
Útvarpsráö
Sá aðili sem endanlega ber
ábyrgð á dagskrá hljóðvarps og
sjónvarps er útvarpsráð, sem
skipað er 7 mönnum sem kosnir
eru hlutfallskosningu á Alþingi
eftir hverjar þingkosningar.
1 6. gr. útvarpslaga er kveðið
á um hlutverk útvarpsráðs með
þessum hætti:
útvarpsráð tekur ákvarðanir
um, hversu útvarpsefni skuli
haga i höfuðdráttum og leggur
fullnaðarsamþykkt á dagskrá.
áður en hún kemur til fram-
kvæmda. Ráðið setur reglur
eins og þurfa þykir til gæzlu
þess, að fylgt sé ákvæðum 3. gr.
Akvarðanir útvarpsráös um út-
varpsefni eru endanlegar”.
öllum mun ljóst að það er
erfitthlutverk dagskrárstjórnar
og útvarpsráðs að gera öllum til
hæfis, þegar til ráöstöfunar er
aðeins ein dagskrá i 16-17 klst. á
sólarhring i hljóðvarpi og 3-4
klst. 6 daga,vikunnari sjónvarpi.
Líklega verður þess langt að
biða að dagskrá verði svo öllum
liki, enda hefur ekki skort á
gagnrýni á störf útvarpsráðs i
gegnum árin. Oft hefur hún
verið tviþætt. 1 fyrsta lagi má
telja efnislega gagnrýni á ein-
staka liði eða uppbyggingu dag-
skrár. Slik gagnrýni hlýtur ætið
að vera á kreiki og meira en
það, hún er nauðsynleg forsenda
þess að útvarpið sé lifandi fjöl-
miðill. Það væri vissulega
merki deyföar og afskiptaleysi
ef hennar gætti ekki.
1 öðru lagi er svo allajafna
háværari þáttur gagnrýninnar
sem snertir hina pólitisku um-
fjöllun útvarps. Oftast er það
fréttamiðlunin sem gagnrýnd er
fyrir að vera lituð. Athuga-
semdir um einstakar fréttir
koma jafnvel stundum frá
útvarpsráðsmönnum sjálfum
og hefur það orðið tilefni þess
að þeir séu kallaðir pólitiskir
varðhundar sem sjá eigi til þess
að fréttir þræði hagstæöar
brautir. Ég tel það miður, ef
ráðsmenn lita á það sem hlut-
verk sitt að vaka yfir þvi að ein-
stakar fréttir séu þeim að skapi.
Útvarpið hefur glöggar reglur
um fréttaflutning sem frétta-
mönnum ber aö hlita, en innan
þess ramma er ekki annað við-
unandi en þeir fái að leggja
sjálfstætt mat á það, hvað frétt-
næmt sé hverju sinni. En gæta
verður þess þó að öll sjónarmið
viðkvæmra mála fái umfjöllun,
og telst þaö eitt af verkefnum
útvarpsráðs.
Það er athyglisvert að gagn-
rýni á fréttir stjórnmálalegs
eðlis kemur oftast frá aðilum
sem yfirlýst er að séu annað
hvort lengst til vinstri eða lengst
til hægri i stjórnmálum. Er það i
samræmi við niðurstöður
þeirrar norsku könnunar sem
fyrr var nefnd. Slikir hópar
virðast leggja dálitið sérstætt
mat á óhlutdrægni.
Það er hins vegar til marks
um gildi 3. greinarinnar að að-
finnslur einstakra útvarpsráös-
manna af þessu tagi leiða sjald-
nast til ályktana ráðsins, sem
setji fréttamönnum þrengri
skorður en almennar fréttaregl-
ur segja til um.
Samvinna
um mótun
dagskrár
Nú er það rétt að útvarpsráð
er pólitiskt i þeim skilningi, að
það er kosið af stjórnmála-
mönnum á Alþingi og i þvi sitja
jafnan stjórnmálamenn, ajn.k.
að hluta. Meðan sú skipan er
við liði leggur hún þær skyldur á
herðar stjórnmálaflokkanna
aö reyna að velja i ráðið menn
(konur og karla) sem áhuga
hafa á þvi meginhlutverki ráðs-
ins að móta dagskrá. Þvi að það
er nú einu sinni svo að einungis
litið brot af dagskrá útvarps og
sjónvarps er stjórnmálalegs
eðlis. Megnið er almennt dag-
skrárefni þar sem áhugi manna
mótast af allt öðru en stjórn-
málaskoðunum.
Þeirri spurningu er oft
varpað fram, hvort ekki ætti að
breyta skipan útvarpsráðs og
e.t.v. einnig starfssviði þess.
Ég tel að ástæða væri til efnis-
legrar umfjöllunar um þessa
þætti. Núverandi fyrirkomulag
hefur kosti og galla. Það, að
ráöið skuli kosið af Al-
þingi vekur ætiö efasemdir hjá
nokkrum hópi manna. Hitt ber
á aö lita, að væri ráðið skipað
með öðrum hætti, t.d. á þann
veg að i þvi væru fulltrúar ým-
issa hagsmuna- og menningar-
samtaka svo dæmi sé nefnt, er
næsta vist að innan þess yrði
mun harðari barátta og tog-
streita milli andstæðra hópa i
kjaramálum, trúmálum, menn-
ingarmálum o.fl. o.fl. sem ekki
er fyrirfram vist að yrði dag-
skránni i heild til góðs.
Það er einnig umhugsunar-
efni burtséð frá skipan ráösins,
hvort þaö skuli leggja sam-
þykkt á dagskrá fyrirfram eins
og nú er.eöa hvort ráöið á að
vera umsagnar- og ráðgjafar-
aðilisem metur dagskrána eftir
á. Eitthvað á þá leið mun háttaö
störfum allfjölmenns útvarps-
ráðs i Noregi.
Hvað sem liður vangaveltum
sem þessum er það aðalatriðið
að útvarpsráð og dagskrár-
stjórn vinni að þvi i góðri sam-
vinnu að móta dagskrá með
þeim hætti að hún sé fjölbreytt
og viðsýn mynd af flestu þvi
sem i þjóðfélaginu hrærist.