Tíminn - 01.10.1980, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.10.1980, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 1. október 1980. 9 Mikil umræöa um mannlifið fer fram á milli þeirra Sigrfðar Hagalln og Glsla Halldórssonar um leið og þau stytta sér stundirnar við að spila romml. Rommí spilað aftur á fjölunum i Iðnó AB — Annan október verður fyrsta sýningin á bandariska verðlaunaleikritinu „Rommi” eftir D.L. Coburn á nýbyrjuðu leikári Leikfélags Reykjavikur. Leikritið er tekið til sýninga frá fyrra leikári, en það var frumsýnt i mai s.l. en þá einungis fyrir fastagesti leikhússins. Sýningin hlaut einstaklega góðar viðtökur og blaðaummæli, og þóttu þau Sigriður Hagalin og Gisli Halldórsson bæði fara á kostum i hlutverkum sinum. Jón Sigur- björnsson er leiksljóri, Jón Þóris- son gerði leikmynd, Daniel Williamsson sér um lýsingu og Tómas Zoéga gerði þýðinguna. Smalastúlkan og útlagarnir og Övitar aftur á fjalirnar Sýningará Smalastúlkunni og ót- lögunum eftir Sigurð Guðmunds- son og Þorgeir Þorgeirsson hefj- ast að nýju i Þjóðleikhúsinu laugardaginn 4. október kl. 20.00. Leikritiö var frum'sýnt 24. april siðast liöinn og hlaut þá frábærar viðtökur, enda kom sýningin mörgum á övart. Þvi þó svo i leiknum sé notað hið kunnuglega útilegumannaminni, þá er verkið mjög nútimalegt með sinni djörfu umræöu um ástina og frelsið og i raun mjög ólikt t.d. Skugga- Sveini Matthiasar Jochumssonar, en ýmsir virtust halda aö þessi leikrit væru mjög keimlik. Þá kemur hiö geysivinsæla barnaleikrit Þjóöleikhússins, óvitar, eftir Guðrúnu Helga- dóttur aftur á fjalirnar nú næst- komandi sunnudag 5. október kl. 15.00. Leikritið var sýnt alls 46 sinnum á siðasta leikári og voru áhorfendur orðnir rúmlega 23 þúsund talsins er sýningum lauk i vor. Er ætlunin aö sýna óvita i október og nóvember. Félagsstarf aldraðra I Bústaðasöfnuði AB — Margs konar starfsemi, sem legið hefur niðri yfir sumar- mánuöina, hefst nú að nýju. Þ.á.m. er félagsstarf aldraðra i Bústaöasöfnuöi. . ... A liðnum vetrum hefur öldruöum verið boðið til kirkjunnar hvern miðvikudag. Þar hefurmargs konar starfsemi fariö fram, s.s. bibliulestur, bænaflutningur, spilaö hefur verið á spil, útsaumur kenndur o.fl. Þessa daga hefur einnig veriö boðið upp á kaffi og veitingar. Þá hefureinnig veriö spilaö og sung- ið. Starfsemin i vetur veröur með svipuöu móti og verið hefur. A fimmtudagsmorgnum veröur öldruðum nú boðið uri á fótsnyrt- ingu, og upp á hársnyrtingu verð- ur boðið einu sinni I viku. Allar nánari upplýsingar eru veittará skrifstofu Bústaðakirkju virka daga milli 9 og 11 á morgn- ana og er siminn 37801. Vetrarstarf Flugbj örgunarsveitarinnar: að hefjast AB — Út er komiö annaö tölublað fréttabréfs Flugbjörgunarsveit- arinnar I Reykjavik. Meðal efnis i fréttabréfi þessu erfrásögn af fyrirhuguðu vetrar- starfi sveitarinnar, en þar má nefna skriðjökulæfingar, og ár- legan haustfund sem haldinn verðurifélagsheimili F.B.S.-R. 8. október, kl. 20.30. Þá er einnig sagt frá fyrirhug- uöu afmælishófi sveitarinnar, en hún verður 30 ára á þessu ári. Grein um heppilegan fótabúnaö fyrirfjallamenner einnig i frétta- bréfi þessu, svo og fréttir af hjónaferö sem farin var I sumar ogsmáskýrsla frá Biladeild Flug- björgunarsveitarinnar. Nýtt keðjubréfaæði: Hver vfll 16.487 komir? Rétt einu sinni enn er hafinn keðjubréfafaraldur hér á landi. Fyrir nokkrum árum gengu keðjubréf manna á meðal og var ýmist haft i hótunum ef keðjan yröi rofin eða lofað há- um fjárupphæðum til handa þeim sem ekki rufu keöjuna en létu þá eitthvað af hendi rakna til þeirra sem ofar voru á keðju- bréfalistanum I þeirri von að fá það margfaldlega endurgoldiö frá þeim sem slðar voru á list- anum. Eitt sinn gekk áfengis- faraldur i formi keðjubréfa eins og eldur i sinu um landið og hrepptu sumir hverjir griðar- legar birgðir af viskii eöa koni- aki i þeim leik. Nokkru siöar upphófust hópferöir á af- vötnunarstofnanir i Amerlku og slikar stofnanir spruttu upp eins og gorkúlur hér á landi, og sér ekki enn fyrir endann á þvi hve- nær þörf fyrir þær verður full- næet. Keðjubréfið sem nú er i gangi brýtur áreiðanlega i bága við jafnréttislöggjöfina. Þaö er eingöngu ætlað mestu kúgurum og yfirgangsseggjum allra tima, kvæntum karlmönn- um og hljóðar svona: ,,Kæri vinur. Upphaf þessarar kveðju er hugsjónin um það að færa þreyttum eiginmönnum ævar- andi sáluhjálp og hamingju. Ólikt flestum keðjum þá kostar þessi enga peninga. Þú sendir einfaldlega eintak af þessu bréfi til5 giftra vina þinna.sem sitja i sömu súpunni og þú. Siöan pakkarðu konunni þinni inn og sendir hana til þess manns, sem erefstur á meðfylgjandi lista og bætir nafni þinu neðst á listann. Þegar nafn þitt er komiö efst á listann, þá muntu fá 16. 487 konur og sumar munu vera al- gjört æði. ÞU verður aö hafa trú á keðj- unni. Einn maöur rauf keöjuna og fékk konuna sina til baka. Láttu þetta ekki koma fyrir þig. P.S. Þegar þetta bréf er skrifað hafði einn vina minna fengið 365 konur. Hann var jarðsettur I gær og það tók 7 liksnyrtinga- menn 36 klukkustundir að ná brosinu af andlitinu hans. Kostir þess að vera giftur eru ótviræðir. Þess vegna er þér ráðlagt, að gera þinar ráðstaf- anir og vera með i keðjunni”. Þarna hafið þið það. Nei, ekki hlaupa að póstkassanum. Skák-„frimerki” gefið út af Skáksambandi íslands AB — Skáksamband Islands hefur gefiö út skák-,,frimerki” I tilefni þess að liöin eru 50 ár frá þvi Islendingar tóku i fyrsta sinn þátt I ólympiuskákmóti og I fjár- öflunarskyni vegna þátttökunnar i ólympiuskákmótinu i Valletta á Möltu á þessu ári. I einni blokk eru 10 merki og veröur blokkin seld á kr. 1000,- Merkin munu fást keypt I fri merkjaverslunum, hjá skákfélög- um og Skáksambandi Islands. Gisting á Hótel Esju er til reiðu Viö bjóöum þér þægilega gistingu á góðu hóteli. Herbergin eru vistleg og rúmgóð, — leigð á vildarkjörum að vetri til. Héðan liggja greiðar leiðir til allra átta. Stutt í stórt verslunarhverfi. Laugardalslaugin og Laugardalsvöllur í næsta nágrenni.Strætisvagninn stoppar við hóteldyrnar,með honum ertu örfáar mínútur í miðbæinn. Á Esjubergi bjóðum við þér f jölbreyttar veitingar á vægu verði. Á Skálafelli, veitingastaðnum á 9. hæð læturðu þér líða vel, — nýtur lífsins og einstaks útsýnis. . Hér er heimili * þeirra sem Reykjavík gista, Suöurlandsbraut 4 ,sími 82200 Reykjaví k.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.