Tíminn - 01.10.1980, Qupperneq 11

Tíminn - 01.10.1980, Qupperneq 11
Miövikudagur 1. október 1980. Bílbeltí auka öryggi AB — Hingað til lands er kominn Sviinn dr. Rune Andréasson, ráð- gjafi Alþjóðaheilbrigðisstofnun- arinnar. Dr. Andréasson er hing- að kominn á vegum heilbrigöis- ráðuneytisins og Alfa (nefndar Alþjóðaárs fatlaðra). Dr. Rune Andréasson hefur unnið starf brautryðjandans, hvaðsnertir lögbindingu á notkun bilbelta. Segja má að þaö sé starfi hans að þakka að notkun bilbelta hefur nú veriö lögbundin i yfir 30 Evrópulöndum. A blaðamannafundi sem heil- brigöisráðherra Svavar Gestsson boðaði til i gær greindi Dr. Andréasson frá notkun bilbelta i Sviþjóö og tiðni slysa. Hann sagði að siðan notkun bil- belta var lögbundin i Sviþjóð hefði tiðni slysa stórminnkaö og eðliþeirra slysa sem eiga sér staö breyst, þ.e. þau væru ekki jafn alvarleg. Sviar hafa náð þeim áfanga að úti á vegum nota um 90% bilbelti, en i borgum 75%. Þeir hafa náð þessari háu prósentutölu með þvi að sekta þá sem staðnir eru að þvi að nota bilbeltin ekki um 50 krón- ur sænskar. Það hefur sýnt sig að þessi sekt hefur reynst nauðsyn- legt hjálpartæki við að fram- fylgja lögunum, þvi Norðmenn höfðu samskonar lög en enga sekt, en vegna sibrota sáu þeir sig tilneydda s.l. sumar að koma sektinni inn einnig. Það er rétt að geta þess aö á mörgum sviðum stöndum við Islendingar nágrönnum okkar á Noröurlöndum jafnfætis eða jafn- vel framar þegar 'statistik' okkar er borin saman viö þeirra en þvi miöur er þá sögu ekki að segja þegar borin er saman tiðni um- ferðarslysa hérlendis við tiðnina á hinum Norðurlöndunum. Það hlýtur líka að segja sina sögu að notendur bilbelta hér- lendis eru aðeins á bilinu 10-12%, og bilbeltislaus maður getur að- eins foröað sér frá meiðslum i umferöarslysi eða árekstri ef bifreið sú sem hann ekur i ekur með innan við 7 kilómetra hraða á klukkustund. Það hlýtur þvi aðeins að vera spurningin um það hvenær við lögbindum notkun bilbelta, en ekki spurning um það hvort við lögbindum notkun þeirra. Lars Hofsjö sýnir I FÍM-salnum AB — Sviinn Lars Hofsjö mun halda sýningu á verkum sinum i sal FtM að Laugarnesvegi 112 frá 27. sept. til 12. okt. og verður sýn- ingin opin daglega frá 17-22 en frá 14-22 um helgar. Lars er fæddur i Stokkhólmi 1931, og stundaöi hann nám við Kqnstf&ck-skólann og siðar viö Listaháskólann i Stokkhólmi. Hann starfar aö mestu sjálfstætt, entalsvert með arkitektum varð- andi skreytingar á húsum (litur, form, skipulag trjágaröa o.s.frv.). Hann hefur unnið mikið viö skreytingar opinberra bygg- inga og hlotið til þess opinbera styrki. Lars Hofsjö hefur haldið fjölda einkasýninga og er sýning hans i sal FIM þakklætisvottur félaga FIM til hans fyrir vel unnin störf að félagsmálum norrænna mynd- listarmanna, en hann var um árabil formaöur Norræna mynd- listarbandalagsins. A sýningunni verða teikningar af tillögum hans varöandi skreyt- ingar á seinni árum, en auk þeirra veröa vatnslitamyndir, grafik og nokkur veggteppi. Hortensjarken- TRILLUBÁTA útvegum við með stuttum fyrirvara frá Noregi í bátnum er 18 hestafla diselvél — Ganghraði8 milur. Nánarí Báturinn er 6,25 m langur — 2,45 m breiður, hæð stýrishúss 1,80 m. . Vegur með vél 1200 kg. Burðarmagn 2 tonn. Verð á gengi i dag ca. kr. lipplýsingar í 8.50o.°o°.- síma 86-700 Áhugafólk um ættfræði Eigum fyrirliggjandi eftirfarandi ljós- ritaðar ættfræðibækurrNiðjatal séra Þor- valds Böðvarssonar prests i Holti undir Eyjafjöllum og Björns Jónssonar i Ból- staðahlið. Ættarskrá séra Bjarna Þorsteinssonar i Bólstaðahlið. Ættarskrá séra Bjarna Þorsteinssonar prests á Siglufirði. Ættartölubók Bjarna Jóhannessonar (Sellands-Bjarna). önnumst alla almenna ljósritunarþjónustu. 1 undirbúningi er útgáfa á ættfræðihand- riti Jóns Espólin. Allar nánari upplýsingar um verðið fást i sima 39330. —— SAMSKÍPTI^ Ljósritun -Teikningaljósritun - Útgáfa Ármúli 27 105 Reykjavík Simi 39330 Auglýsið í Tímanum Tilkynning Þeir sem telja sig eiga bila á geymslu- svæði „Vöku” á Ártúnshöfða, þurfa að gera grein fyrir eignarheimild sinni og vitja þeirra fyrir 15. október n.k. Hlutaðeigendur hafi samband við af- greiðslumann „Vöku” að Stórhöfða 3 og greiði áfallinn kostnað. Að áðurnefndum fresti liðnum verður svæðið hreinsað og bilgarmar fluttir á sorphauga á kostnað og ábyrgð eigenda, án frekari viðvörunar. Reykjavik, 29. september 1980 Gatnamálastjórinn i Reykjavik Hreinsunardeild. Útboð — Uppsteypa Barnavinafélagið Sumargjöf óskar eftir tilboðum i að steypa upp nýbyggingu við Eiriksgötu. Gögn verða afhent hjá Arkitektastofunni s.f. Ármúla 11, Reykjavik frá og með 30. sept. n.k. Tilboð verða opnuð 14. okt. n.k.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.