Tíminn - 19.11.1980, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.11.1980, Blaðsíða 2
2 Miövikudagur 19. nóvember 1980 Í ÉR NÝ STÉFNUMÓTÚN í j 'FLUGMÁLUM VÆNTANLEG?i — engin ákvöröun enn en mér finnst rétt aö þetta sé skoöaö” sagöi Steingrímur I • Hermannsson samgönguráöherra í umræðum um Flugleiðamálið á Alþingi i gær ? IFRI — t þeim umræöum sem urðu um Flugleiöafrumvarpiö á Alþingi i gær beindu bæöi Matt- hias Bjarnason og Árni Gunn- 0 arsson fyrirspurnum til Stein- gríms Hermannssonar sam- gönguráöherra um hvort ný stefnumótun i flugmálum okkar tslcndinga væri ef til vill i mót- un. Studdu þeir mál sitt meö þvi aö vitna i aö Iscargo heföi veriö veitt flugleyfi til Amsterdam og aö Fiugleiöir ættu aö selja hluta sinn i Arnarflugi sem þá vænt- anlega færi i samkeppni viö Flugleiöir. Sögöu þeir þetta stangast á viö þær samþykktir sem geröar heföu veriö 1973 er Flugleiöir var stofnaö en þá var m.a. svokveöiö á aö félagiö sæti eitt aö flugi til og frá landinu. Steingrimur sagöi i upphafi máls sins aö hann héldi aö þessu heföi þegar verið svarað áður i þinginu en hann mundi ekki skorast undan að endurtaka þau svör. Hann sagði að leyfi Iscargo hefði verið afgreitt frá flugráði með 4 atkvæðum en 1 sat hjá en þetta væri leið sem Flugleiðir hefðu ekki haft áhuga á i um 13 ár. Hvaö Arnarflug áhrærði þá vildu þeir aöeins fá leiðir sem Flugleiðir hefðuekki áhuga á en þeim hefði aftur á móti ekki verið lofað neinu i þvi sam- bandi. Steingrfmur Hermannsson Hvað varðar nýja stefnumót- un i flugmálum okkar þá sagði Steingrlmur að enn heföu ekki veriöteknarneinar ákvaröanir i þeim efnum hjá samgöngu- málaráðuneytinu en honum þættiþaðréttaðþað yröi skoðaö gaumgæfilega og að hann mundi fá til þess hæfustu menn sem her væru ef af þvi yrði. Steingrimur sagði að hér á landi væru fjölmörg minni flug- félög um land allt sem berðust i bökkum og vildu fá leiðir i inn- anlandsflugi. Hann sagði ennfremur að ekki væri gott að allt flug til og frá landinu væri á einni hendi og nefndi sem dæmi að nú hefðu Flugleiðir farið út i það að ráð- stafa íerðamönnum þeim sem þeir flyttu hingað á eigin hótel og um eigin ferðaskrifstofur. Það heföi áöur verið þegjandi samkomulag á milli aðila á £ ferðamannamarkaði hér aö slikt yröi ekki gert, og vekti þetta spurningar um það hvort ekki ætti aö taka upp umræður á Alhingi um hringamyndanir en Matthias Bjarnason alþingis- maður hafði áður i máli sinu drepið á þetta atriði. Að lokum má geta þess að i máli Steingrims kom einnig fram hvort ekki væri rétt að hafa hérannað flugfélag I milli- landaflugi svo hægt væri að gera samanburð á þeim. Mjólkurframleiöslan 7,8% minni en í fyrra: 19,2% SAMDRÁTT- UR 1 OKTÓBER Ostaneysla aukist um 22,5% Tímamynd: Róbert HEI — Gifurlegur samdráttur varö i mjólkurframieiöslunni I október s.l. miöaö viö sama mán- uð áriö 1979. Nú var innvegin mjólk i október 7,8 milljón litrar á móti 9,6 millj. litra i fyrra. Munar þar um 19,2%. Mest minnkaði mjólkin hjá Mjóikursamlaginu á Blönduósi eða um 34%, þar næst á Höfn 30,6%. Hjá Mjólkurbúi Flóa- manna og KEA varð mjólkin nú 17,2%minnienifyrra. Hjá öörum mjólkursamlögum var samdrátt- ur sem hér segir: Borgarnesi 23%, Hvammstanga 23,7%, Sauö- árkróki 21,2% og á Húsavik 19,3%. Fyrstu 10 mánuöi þessa árs hafa mjólkursamlögin tekiö á móti rúmlega 93 milljónum litra af mjólk á móti 101 millj. litra á sama tima i fyrra. Innvegin mjólk er þvi 7,8% minni nií. Smávegis aukning hefur veriö i sölu á nýmjólk og rjóma á þessu ári, en sala á undanrertnu er nán- ast óbreytt. Sala á feitum ostum hefur hinsvegar aukist um 22,5% á þessu ári miðað við sama tima i fyrra. Sala á smjöri var aftur á móti mun minni fyrstu 9 mánuði ársins og voru smjörbirgðir i landinu l.lOOtonnhinn fyrsta nóv. s.l. Smjörutsalan fyrstu 2 vikurn- ar i nóvember hefur þó heldur betur breytt þeirri töiu, þvi helm- ingurinn af birgðunum, eða 550 tonn seldust þessar tvær vikur. Miðað viö samdrátt mjólkur- framleiðslunnar munum við þvi tæplega þurfa að hafa áhyggjur af smjörfjalli næstu mánuðina a.m.k. Verkbanni aflýst á starfsfólk prentiðnaðarins AB— Vinnuveitendur hafa nú af- lýst áöur boöuðu verkbanni á starfsfólk prentiönaöarins, sem átti aö hefjast á miönætti I gær og heföi náö til blaöamanna Morgunblaösins, Dagblaösins, VIsis og timarita Hiimis h.f., svo og til skrif stofuf ólks prent- iönaöarins. Verkbanni þessu er aö sjálfsögöu aflýst vegna nýgeröra kjarasa mninga viö bókageröarfélögin þrjú. Grétar Nikulásson fram- kvæmdastjóri Félags islenska prentiðnaöarins sagði i viötali við Timann I gærkveldi, að ef til verkfalls blaðamanna kæmi, væri óráðið af hálfu F.l.P. til hvaöa aðgerða yröi gripið. Hvort til samúöarverkbanns kæmi, sagöi hann að of snemmt væri að segja um á þessu stigi málsins. Grétar sagðist ekki vera ánægður meö gang mála i blaða- mannadeilunni og samningaviö- ræðum þar aö lútandi. Hann taldi þó aö viðræöur ættu aö geta komist á skriö ef báöir aöiljar gerðu grein fyrir stööunni og kæmu til viðræöna á ný meö jákvæöu hugarfari og reyndu aö byggja viðræðurnará raunhæfum kröfum og gagnkvæmum skiln- ingi. YFIRLYSING FRA STJÓRN ÍSLENSKRA TRYGGINGAFÉLAGA „Vegna fréttar á forsiðu i dagblaðinu Timanum, laugar- daginn 15. þ.m. með fyrirsögn- inni „Missa tvö stór trygginga- félog starfsleyfi sin?” átelur stjórn Sambands islenskra tryggingafélaga slik æsinga- skrif, þar sem umrædd vátrygg- ingafélög eru gerð tortryggileg i augum almennings, og geta slfk skrif haft ómæld áhrif á hag þeirra. I reglugerð um könnun á gjaldhæfi og greiösluhæfi vá- tryggingafélaga nr. 466/1977, er kveöið á um aö Tryggingaeftir- litið fari yfir útreikninga á gjaldþoli og greiösluþoli vá- tryggingafélaga. Ef Trygginga- eftirlitið hefur einhverjar at- hugasemdir fram að færa er viökomandi vátryggingafélagi gefinnkostur á aö svara slikum athugasemdum. Þá fyrst er komið að þvi hvort vátrygg- ingafélagið þurfi að gera ein- hverjar ráðstafanir. 911 sllkupp- lýsinga- og skoðanaskipti eru trúnaöarmál á milli Trygginga- eftirlitsins og viökomandi vá- tryggingafélags. Meðan mál eru f slikri um- fjöllun, er það óeölilegt að Tryggingaeftirlitið ræði þau i fjölmiðlum.” Bláfjöll: Aðstaða skíðamaima endurbætt FRI Framkvæmdir á skíða- landinu i Bláfjöllum hafa verið all nokkrar i sumar en nú fer tfmi vetrariþróttanna i hönd. Unniö hefur veriö viö hina nýju skíöa- miöstöö i Bláfjöllum en aö sögn Stefáns Kristjánssonar iþrótta- fulltrúa þá er öll steypuvinna búin i miöstööinni og ætiunin mun vera aöbjóöa út trévinnuna á næstunni en skiöam iöstööin veröur væntanlega tilbúin til notkunar á næsta vetri. — Auk framkvæmda við mið- stöðina þá hefur verið komið upp raflýsingu við dálitla göngubraut, um 2-3 km langa, sagði Stefán, en einnig hefur vegurinn að bila- stæðunum verið lagaður og brekkan gerö þægilegri. — Það eina sem okkur vantar nú er snjór en mér sýnist hann einnig vera að koma.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.