Tíminn - 19.11.1980, Qupperneq 8
8
Miðvikudagur 19. nóvember 1980
Kóngsdóttir
Dreki
Aifreó
Vilfreó
KÓNGS-
DÓTTIRIN
semkunniekki
aðtala
Alþýðuleikhúsið
Kóngsdóttirin, sem kunni ekki
að tala
eftir Christinu Anderson
Leikstjóri:
Þórunn Sigurðardóttir
Leikmynd og brúöur:
Guðrún Auöunsdóttir
Þýöandi:
Þórunn Sigurðardóttir
Aðstoðarmaður leikstjóra:
Sif Breiðdal.
Sýning 16. nóv. 1980.
Alþýðuleikhúsiö frumsýndi i
byrjun október leikritið Kóngs-
dóttirin, sem kunni ekki aö tala.
„Leikrit með fjórum leikurum,
brúðum, dreka og dúskum. Fyr-
ir heyrandi og heyrnarlausa”,
en þessum hópi, hinum
heyrnarlausu, hafa ekki verið
gjörð nein sérstök skil i leikhúsi
fram til þessa, svo ég viti, og er
það til eftirbreytni að þetta leik-
hús skuli riða á vaðið með tján-
ingarform, er hentar þeim sem
ekki nema orðið á venjulegan
hátt.
Fyrir okkur hin er þetta verk
lika viss upplifun, þvi maður
eyðir satt að segja ekki miklum
tima I að hugleiða þaö, hvernig
menn komast af án allra þeirra
skilningavita, er likaminn hefur
upp á að bjóða, þegar allt er
með felldu.
Ævintýri á táknmáli
Kóngsdóttirin, sem kunni ekki
að tala, er ósköp venjulegt
ævintýri, en þar segir frá kóngs-
dóttur sem er mállaus. Konung-
ur lætur boö út ganga aö
þegnamir veröi að finna mál
handa kóngsdótturinni, og tveir
ungirmenn hefja mikil ferðalög
til þess að hafa upp á máli
handa kóngsdótturinni.
Þessi saga er siðan sögð af
sögumanni, sem Ragnheiður E.
Arnadóttir leíkur. Hún talar og
flytur mál sitt jafnframt á tákn-
máli, og það sama gjöra leitar-
Jónas
Guðmundsson:
LEIKLIST
mennirnir tveir Alfreð og Vil-
freð, en með þau hlutverk fara
Helga Thorberg og Anna S.
Einarsdóttir, en Sólveig Hall-
dórsdóttir leikur hina mállausu
konungsdóttur. Að þvi dregur,
eftir að búið er að yfirbuga
drekann, að málið finnst á silki-
refli, og er það táknmál
heyrnar- og mállausra. Allir i
rikinu verða svo að læra þetta
mál og þá auðvitaö kóngsdóttir-
in líka.
t sýningarlok fá áhorfendur
siðan að hafa eftir stuttar setn-
ingar á táknmálinu, sem bæði
var frumlegt og einnig lær-
dómsrikt.
Vel unnin sýning
Kóngsdóttirin er vel unnin
sýning, frjáls |g.g eðlileg i
fremsta máta. Leikendur og
leikstjóri gengu i skóla I tákn-
málinu, en það voru þau Vil-
hjálmur G. Vilhjálmsson og
Berglind Stefánsdóttir er að-
stoðuðu við táknmálið, og er
mér sagt, að þeir sem nota þetta
mál I daglegum samskiptum,
hafi notið þessarar sýningar út i
hörgul, og það gerðum við hin
llka.
Og sem liklega er meira um
vert, við fengum að kynnast
veröld þeirra nokkuð, er verða
aö tjá sig með öðrum hætti en
þeir sem hafa óskerta heyrn.
Það var lika fróðlegt, sem
mér var tjáð af einum leikhús-
gesta i hléi, að þetta táknmál
heyrnarlausra, væri auðvelt að
læra, og sagði hann mér, að
verkstjóri i stórfyrirtæki norður
á Akureyri, er hafði heyrnar-
lausan mann i vinnu, hefði
brugðið sér suður á námskeið og
fengið að auki leiðbeiningar-
bækur i tjáningu, og siðan hefðu
þeir, sá heyrnarlausi og verk-
stjórinn, ekki samkjaftað, eins
og hann orðaði það.
Ég vil hvetja sem flesta til
þess að sjá þessa indælu og fróð-
legu sýningu, þar sem tvinnað
er i eitt, mál tveggja hópa, sem
tjá sig með mismunandi hætti.
Jónas Guðmundsson
Sigfús Hall-
dórsson opnar
hug sinn
í viðtölum við Jóhannes Helga
Bókaútgáfan Skuggsjá,
Hafiarfirði, hefur gefið út bókina
Sigfus Halldórsson opnar hug
sinn. i bókinni ræöir Jóhannes
Helgi við Sigfús Halldórsson tón-
skáld og listmálara um ýmislegt,
sem á daga Sigfúsar hefur drifið
um ævina. Jdhannes Helgi er fjöl-
hæfur höfundur, hann hefur á sið-
ari árum lvft ævisaenaritun udd i
veldi listar og hefur ætið við val á
sögumönnum tekið miö af því að
lifsviðhorf þeirra og söguefni yröi
lesendum ekki aðeins til
skemmtunar, heldur einnig til
uppbyggingar, persónulega og
þjóðernislega.
Þetta er ekki eiginleg ævisaga,
heldur fjallar bókin um ýms
minnisstæð atvik úr lifi Sigfúsar,
bæði frá bernsku hans og síðar.
Hann segir frá mönnum, sem
hann hefur átt samskipti við 1
gegnum árin, bæði nafnkunnum
mönnum og öðrum minna þekkt-
um. Mönnum, sem ýmist uröu
ofaná eöa utanveltu i lifinu.
Þetta er bók, sem létta mun
lund tslendinga og ekki aðeins
kitla hláturtaugarnar, heldur
einnig ylja mönnum um hjarta-
rætur.
Sigfús Halldórsson opnar hug
sinnvar sett i Acta hf, filmúvinnu
og prentun annaöist Prenttækni
og Bókfell hf sá um bókband.
Auglýsingastofa Lárusar Blöndal
gerði kápu.
Mál og menning:
Andvökur Stephans 6
Nú er komin út hjá Máli og
menningu 2. útgáfa1 á úrvali
Siguröar Nordal úr Andvökum
Stephans G. Stephanssonar, og
fylgir formáliSigurðar útgáfunni.
Sigurður Nordal gaf út úrval
sitt úr Andvökum Stephans G.
Stephanssonar árið 1939, ásamt
rækilegum inngangi, og hefur sú
útgáfa vafalaust átt allra drýgst-
an þátt i þvl aö kynna skáldskap
Stephans löndum hans á Islandi
og kenna þeim að meta hann aö
verðleikum. Þessi fyrsta útgáfa
bókarinnar er löngu uppseld og
þvi var oröið brýnt að endur-
prenta hana, ekki sist þar sem
engin ljóðabók eftir Stephan hef-
ur verið fáanleg um langt skeið.
Úr þessu hefur nú verið bætt með
endurútgáfu Máls og menningar
á þessum sigildu ljóðum.
Andvökur Stephans G. Step-
hanssonar eru hluti af bókaflokki
sem Mál og menning gefur út.
Aörar bækur i þeim flokki eru
Kvæði og sögur Jónasar Hall-
grimssonar, sem nú eru aö koma
út I nýrri prentun með formála
Halldórs Laxness, og Ljóömæli
eftir Grim Thomsen, sem Sigurð-
ur Nordal annaðist útgáfu á.
Andvökureru 501 bls., prentað-
ar i Prentsmiðjunni Odda. Bókfell
hf. annaöist bókbandiö.
STEPHAN C- STEPHANSSON
ANDVÖKUR
SIGURÐUR NORDAL
sA um OtgAfu'na
MÁLOG MF.NNING
Almanak fyrir ísland 1981
Hvíta
stríðið
og Vegamót og
vopnagnýr
Bókaútgáfan Skuggsjá,
Hafnarfirði, hefur gefið út bókina
Hvita strföiö/Vegamót og vopna-
gnýr eftir Hendrik Ottósson.
Þetta eru tvær bækur endurút-
gefnar i einni bók. Báðar þessar
bækur, Hvfta stríöiðog Vegamót
og vopnagnýr, hafa verið ófáan-
legar um langt skeið.
Hvita striöiögreinir frá hinum
miklu dsilum, sem urðu i Reykja-
vik I nóvember árið 1921, er rúss-
neska piltinum Nathan Fried-
mann, sem ólafur Friðriksson
haföi haft með sér hingað til lands
frá Moskvu, var visað úr landi
vegna sjaldgæfs augnsjúkdóms.
Lýst er ýtarlega aödraganda
þessara deilna, átökum ólafs
Friðrikssonar og fylgismanna
hans við sveitir lögreglunnar við
heimili ólafs að Suðurgötu Í4 og
eftirmála þessara atburða, hand-
tökum, réttarhöldum og fangels-
un höfundar og fleiri stuðnings-
manna Ólafs. Þetta mál og eftir-
köst þess hafði mikil áhrif á is-
lenska verkalýðshreyfingu og
þróun stjórnmála hér á landi.
Vegamót og vopnagnýr fjallar
hins vegar um margvisleg efni og
er viöa komið við. Þar segir
Hendrik frá sögulegum Alþýöu-
sambandsþingum, Kolagarðs-
bardaganum, þar sem sjómenn
og togaraeigendur deildu 1923,
fyrstu 1. mai hátiðarhöldunum
það sama ár, tilraun sinni til að
koma á viðskiptasambandi milli
Rússlands og íslands, Vest-
mannaeyjadvöl sini 1926, afskipt-
um af verkalýðsmálum þar og
ýmsum sérkennilegum Eyja-
mönnum. Loks segir hann frá
komu breska hersins 10. mai 1940
og .kynnum sinum af erlendum
hermönnum á styrjaldarárunum
siðari, en þau kynni voru nánari
en flestra annarra hérlendra
manna vegna starfa hans á þeirra
vegum.
Hvita striðið/ Vegamót og
vopnagnýrvar sett og umbrotin i
Acta hf, filmuvinnu og prentun
annaðist Prisma og bókin var
bundin I Bókfelli h.f. Kápu gerði
Auglýsingastofa Lárusar Blön-
dal.
Nýtt vísna- og ljóðasafn:
í fjórum línum
Ot er komin hjá Setberg bókin
,,í fjórum línum”.Þetta er fyrsta
bindið i visna og ljóðasafni, sem
Auðunn Bragi Sveinsson skóla-
stjóri safnar og velur. Heiti
bókarinnar gefur til kynna inni-
hald hennar. Hér eru ljóð sem
eiga þaö sameiginlegt að vera
fjórar ljóðlinur. Stakan, bæði
venjulega og dýrt kveðin, er .að
vonum fyrirferðamest i þessu
safni. Hér er flestum mannlegum
tilfinningum einhver skil gerð og
oftast gerð grein fyrir aðdrag-
anda að tilurö visnanna, en höf-
undar eru um 150 hvarvetna að af
landinu og erindin losa átta
hun druð.
Ot er komið Aimanakfyrir Is-
land 1981, sem Háskóli Islands
gefur út. Þetta er 145. árgangur,
88 bls. að stærð. Auk dagatals
með upplýsingum um flóð og
gang himintungla árið 1981 flytur
almanakið margvislegan fróð-
leik. Af nýju efni má nefna upp-
lýsingar um sólarhæð á degi
hverjum, nýtt stjörnukort og kort
sem sýnir veðurspásvæðin nýju. 1
almanakinu 1980 var tekin upp sú
nýbreytni aö lýsa gangi reiki-
stjarna I hverjum mánuði fyrir
sig, og er það einnig gert i þetta
sinn. Dr. Þorsteinn Sæmundsson
stjarnfræðingur hjá Raunvis-
indastofnun Háskólans hefur
reiknað almanakið og búið til
prentunar.
Almanakið er prentað i prent-
smiðjunni Odda. Bókaútgáfa
Menningarsjóös og Þjóðvinafé-
lagsins hefur söluumboð þess á
hendi fyrir Háskólann.
Æ3 +f-C&
yUMFERÐAR
RÁÐ