Tíminn - 19.11.1980, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.11.1980, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 19. nóvember 1980 l¥h 13 Meyjarós meö aldinum. Reykjavlk 14. okt. 1980. (Tlmamynd: Róbert.) Sumarið 1980 var óvenju jafn- gott og gjöfult. Undir mánaða- mótin okt. nóv. eru flest lauf fallin eða visin. bó er lauf gljávfðis og jafnvel rósa enn græn á skýldum stöðum, og einstaka stjúpur, ljónsmunnar o.fl. með fáeinum haustlegum bldmum. Reyniberin rauðu skarta enn og aldin rósa og yllis, það er að segja þar sem þrestir o.fl. fuglar hafa ekki etið þau upp til agna. Á mynd má sjá grein af meyjarós með allmörgum hárauöum aldinum, sem eru flöskulaga og um 4 cm. á lengd. Rósaaldin (hyben eða nypen) þykja lostæti erlendis, auöug af C-fjörefni. Eru sumar rósateg- undir ræktaðar vegna ald- inanna, a.m.k. meðfram, t.d. igulrós (Rosa rugosa), sem hér vex viða I görðum. Hér þroskast rósaaldin aðeins i góðum sumr- um, við ræktum rósir vegna blómanna. Meyjarós (Rosa Mojseii) þrifst vel i góðum görðum, blómgast fagurlega á Akureyri, i Hafnarfirði, Reykjavik og við- ar móti sól ef tið er sæmileg. Meyjarós er komin hingað um langan veg land úr landi. Frumheimkynnið er hálendi V-Kina og Tibet, kölluð Manda- rinrós þar eystra, eftir kin- verskri höfðingjastétt fyrr á tið. Sagt var að mandarinarnir hafi oft sent ástmeyjum sinum blómgaðar greinar þessarar rósar. Meyjarósarunnar verða 2-3 m á hæð móti sól i skjóli. I góðum sumrum verða þessar rósir þaktar dimmrauðum blómum, sem eru 4-6 cm i þver- mál. A greinunum sitja öflugir brúnir þyrnar 2 og 2 saman. Til eru afbrigði af aðaltegundinni. Þessi kinverska fjalla-villirós þrifst norður i Troms i Noregi úti við ströndina, en kelur alloft inn til landsins. Ég veit ekki hvort hún er verulega reynd inn til dala hér á landi? Göngum inn I stofu! Stofu- blómarækt er viða mikil og mörg blómakonan getur státað af fögrum jurtum, sumum e.t.v. sjaldgæfum. Fyrrum voru þaö nær eingöngu kcmur, sem önn- uðust inniblómin á heimilunum, en nú eru blómamenn viða farn- ir að keppa þar við blómakon- urnar! Fjölbreytni stofublóma fer hraðvaxandi m.a. vegna þess að i „Blómavali og Alaska 5 Reykjavik, Eden og Michelsen-búðunum i Hvera- gerði o.fl. stöðum eru nú á boð- stólum mjög mikið úrval stofu- blómategunda, t.d. urmull kakt- usa, margir pálmar o.fl. o.fl. tegundir, sumar mjög sérkenni- legar og nýjar á íslandi. Stöku blómakonur og blómamenn rækta tugi eða jafnvel hundruð tegunda á heimilum slnum, eiga t.d.heilsöfnkaktusa, pálma eða burkna o.s.frv., og sá til margra þeirra sjálfir. Litum i blómaglugga á mynd, sem Tryggvi hefur tekið. I stofuhorni við gluggann skartar kóngavinviður, dilrunni (Dieffenbachia), tengdamóður- tunga, Gyðingurinn gangandi o.fl. og fingerð bergflétta i glugganum ásamt Afrikufjólu o.fl. önnur mynd Tryggva sýnir blaðperlu (Senecio herreianus). mjög sérkennilega jurt, er helst likust grænni perlufesti að sjá! Grænu hnöttóttu eða ögn af- löngu perlurnar eru blöðin, og þráðurinn, sem þær eru þræddar á, stöngullinn. Þessi á myndinni stendur í háum sér- kennilegum vasa, sjá t.d. trýn- ið, neðarlega á honum! Blaðperlur fara vei sem hengi- jurtir og geta orðið æði langar. Þurfa góða birtu og hlýju á sumrin, en ofurlitið svalara á vetrum. Auðvelt er að fjolga blaöperlum með græðlingum, setja niður bút með perlum á. A annarri mynd gefur að lita aðra einkennilega jurt, er Þrístrend, þyrnótt,,vörtumjólk” svipar dálitið til kaktusa I fljótu bragði, en ber þó blöð á sumrin og er enginn kaktus heldur vörtumjólkurtegund (Euphor- bia trigonum), sem hefur þri- strendan stöngul, grænan á lit, með hvössum, þyrnóttum jöðr- um. Þessi þrlstrendingur vex fremur ört og getur orðið hávaxinn f stórum potti. Hef ég séð hann um mannhæðar háan hér i Reykjavik. Þrifst best i hlýjuoggóöri birtu.en þumbast lika sæmilega úti i horni. Marg- irmunuhafagamanaf að reyna þessar einkennilegu jurtir. Ingólfur Daviðsson: Úti og inni 1 vetrarbyrj un Blaðperla i háu samsettu keri Gróður og garðar Blóm I stofuhorni í tllefni 75 ára afmælis Verslunarskóla íslands... EKJ —Verslunarskólilslands tók til starfa árið 1905, en þá úm haustið voru nemendur innritaðir til náms ifyrsta sinn og á skólinn þvi 75 ára afmæli um þessar mundir. Skólanefnd Verslunarskólans hefurákveðið aö minnast þessara timamóta með þvi að hafa opið hús fimmtudaginn 20. nóvember kl. 4-7 siödegis fyrir gamla nem- endur skólans, aðstandendur nemenda, forsvarsmenn fyrir- tækja og aöra velunnara skólans. Þess er vænst aö útskrifaðir nemendur rifji upp gamlar minn- ingar með þvi að koma i skólann og ræöa þar við núverandi nem- endur, kennara og skólastjórn. Gömlum skólamyndum verður komiö fyrir á veggjum, eftir þvi sem tilþeirra næst, þannig að þær verði aðgengilegar fyrir gesti. Skólanefnd telur mikilvægt aö viöhalda góöu sambandi við félög og fyrirtæki í atvinnurekstri og hyggst gera ýmsar ráöstafanir til þess að efla samvinnu skólans við þessa aðila á næstunni. Með þvi að heimsækja skólann þann 20. nóvember n.k. gefst atvinnurek- endum kostur á þvl aö ræöa við skólastjórn og kennara i öllum námsgreinum, og koma á fram- færi hugmyndum sinum varöandi verslunarfræöina og lýsa þeim kröfum sem þeir gera eða vilja gera til kunnáttu nemenda að loknu námi. (F r é t ta t il ky n n in g frá Ve rs lun a rskö lanu m) Aðalfundur Norðurverks fyrir árið 1979 verður haldinn á skrifstofu félagsins óseyri 16, Akureyri laugardag- inn 6. des. 1980 kl. 16. Stjórnin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.