Tíminn - 19.11.1980, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.11.1980, Blaðsíða 6
Miövikudagur 19. nóvember 1980 Ctgefandi: Framsóknarflokkurinn. Kramkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gfslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdótt- ir. Afgreiöslustjóri: Siguröur Brynjólfsson. — Ritstjórar: Þórar- inn Þórarinsson, Jón Helgason, Jón Sigurösson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur V. ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrimsson. Blaöamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefánsdóttir, Elisabet Jökuisdóttir, Friörik Indriöason, Friöa Björnsdóttir (Heimilis-Timinn), Heiöur Helgadóttir, Jónas Guö- mundsson, Jónas Guömundsson (Alþing), Kristin Leifsdóttir, Ragnar örn Pétursson (Iþróttir). Ljósmyndir: Guöjón Einars- son, Guöjón Róbert Agústsson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. — Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siöumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verö I lausasölu: kr. 280. Askriftar- gjaldá mánuöi: kr.5500. — Prentun: Blaöaprent hf. Má ekki dragast lengur Ekki alls fyrir löngu lýsti forsætisráðherra yfir þvi að rikisstjórnin myndi beita sér fyrir viðtækum efnahagsráðstöfunum um áramótin, og yrðu þær tengdar þeirri gjaldmiðilsbreytingu sem þá tekur gildi. I orðum forsætisráðherra kom það fram, að þessar aðgerðir muni um fram allt miða að þvi að létta af þeim sjálfvirku vixlhækkunum sem hrjáð hafa islenskt efnahagslif um langt skeið. Ummæli Ragnars Arnalds fjármálaráðherra að undan förnu má túlka á þá lund, að hann geti hugsað sér að ráðast i aðgerðir af þessu tagi, en til skamms tima hafa forráðamenn Alþýðubandalags- ins þvi miður verið ófáanlegir til að taka undir nokkrar hugmyndir um framkvæmd alhliða efna- hagsráðstafana. Framsóknarmenn hafa lagt á það alla áherslu að knýja samstarfsaðilana i rikisstjórninni til að- gerða. Allt frá fyrstu vikum stjórnarsamstarfsins hafa Framsóknarmenn krafist skýrari afstöðu og beinna athafna i þessum mikilvægu efnum, og það hefur komið fram aftur og aftur að Framsóknar- menn hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum enda þótt þeir viðurkenni að sjálfsögðu þann tak- markaða og timabundna árangur sem þrátt fyrir allt hefur náðst. Ef stefna skal að þvi að létta af efnahagslifinu þeim sjálfvirku vixlhækkunum, sem einkennt hafa verðbólguþróunina árum saman verður það eink- um gert með þvi að auka tillitið til viðskiptakjara i útreikningi verðbóta á laun, með þvi að taka hækkunartilefni vegna launaliða út úr þessum reikningi og með þvi að nota það svigrúm sem ráð er gert fyrir i fjárlagafrumvarpinu til þess að lækka skatta og auka fjölskyldubætur. Allir vita það að hækkanir launa um fram það sem þjóðartekjur leyfa, geta aldrei varið kaup- máttinn. Á sama hátt vita það allir, að meðan laun- in eru innbyrðis tengd, þannig að hækkun hjá einum hlýtur að leiða til almennrar hækkunar án tillits til aðstæðna, þá er launakerfið orðið allsherjarhringa- vitleysa, sém ekki er i neinum tengslum við að- stæður i atvinnustarfseminni. Afleiðingin er og verður linnulaus óðaverðbólga sem enginn ræður við. Það er með öðrum orðum óhætt að fullyrða að breytingar á visitölukerfinu sem stefna að þvi að létta af sjálfvirkum vixlhækkunum miða að þvi fyrst og fremst að treysta kaupmátt launanna miklu betur en núgildandi visitölukerfi verðbóta á laun gerir. í stað endalausra krónutöluhækkana kemur þá stöðugri launaþróun og stöðugari kaup- máttur i reynd. Breytingar af þessu tagi munu jafnframt reynast efnahagslifinu og fyrirtækjunum miklu traustari grunnur en peningamoksturinn sem allt of lengi hefur tiðkast. En ef þetta á að takast nú um áramótin má ekki dragast lengur að grein verði gerð fyrir þessum að- gerðum. Á næstu dögum kemur þing Alþýðusam- bands íslands saman, og það er ekki aðeins skyn- samlegt, heldur um fram allt nauðsynlegt, að full- trúar launþegasamtakanna geti gert sér sem fyllsta grein fyrir þvi sem fram undan er i þessum efnum. JS Erlent yfirlit Þórarinn Þórarinsson: Takraarkaður tími og tækifæri Pólverja Heppnast samvinna Kania og Walesa? Hinn sögulegi dómur kveöinn upp í hæstarétti Póilands TVEIR dagar i þessum mán- uöi eiga sennilega eftir aö þykja merkisdagar I sögu Póllands. Hinn 11. þ.m. kvaö hæstiréttur Póllands upp dóm um ógildingu á þeim Urskuröi undirréttar, aö fellt skyldi inn i stofnlög frjálsu verkalýössamtakanna, aö þau lytu leiösagnar Kommúnista- flokks Póllands. Meö þessu ööluöust frjálsu verkalýössamtökin þd viöur- kenningu, sem þau höföu taliö sér nauösynlegt aö fá. Raunar voru þau áöur búin aö lýsa yfir því, aö þau viöurkenndu stjórnarskrána, en I henni er aö finna ákvæöi um forustuhlut- verk Kommúnistaflokksins. Þaö töldu þau nægja. Almennt er viöurkennt, aö dómur hæstaréttar sé mikill ávinningur fyrir nýju verka- lýösfélögin. Hins vegar fylgir vandi veg- semd hverri. Þetta lét Lech Wa- lesa, leiötogi verkalýösfélag- anna lika 1 ljós strax eftir aö dómur hæstaréttar var felldur. Hann lét svo ummælt, aö nú þyrftu fjálsu verkalýössamtök- in ekki aöeins aö styrkja rétt sinn og stööu sína, heldur þyrftu þau einnig aö stuöla aö því, aö efnahagsástandiö batnaöi og aö svipaö efnahagsundur gæti gerzt i Póllandi og gerzt heföi i Japan. Sllkt getur hins vegar ekki oröiö, nema Pólverjar leggi hart aö sér um skeiö og sætti sig á meöan viö svipuö kjör og japanskur verkalýöur, en þau eru miklu verri en i Vestur- Evrópu. Þaö er fremur óliklegt, aö Walesa fái verkalýö Póllands til aö sætta sig viö þaö. Þremur dögum eftir aö hæsti- réttur felldi úrskurö sinn, eöa 14. þ.m. ræddust þeir svo viö i tvær klukkustundir Lech Wa- lesa og Stanislaw Kania, leiö- togi Kommúnistaflokksins. Segja má, aö meö þessum viö- ræöum hafi Kommúnistaflokk- urinn endanlega viöurkennt frjálsu verkalýössamtökin og nauösyn þess aö leita eftir sam- starfi viö þau. A fundi þeirra Walesa og Kania hafa vafalaust veriö rædd mörg mál, en þó sennilega efna- hagsástandiö fyrst ogfremst. PÖLVERJAR horfast nú i augu viö meiri efnahagsvanda en þeir hafa nokkru sinni gert siöan kommúnistar tóku þar völd fyrir 35 árum. Stjómar- völdin viöurkenna þetta hik- laust og gera þó vart of mikiö úr þvi, hve illt ástandiö er. Efnahagsástandiö má nokkuö ráöa af fréttatilkynningu, sem pólska fréttastofan, PAP, dreiföi til fjölmiöla 8. þ.m., en þar sagöi á þessa leiö: ,,AÖ loknum umræöum um félags- og efnahagsmál i land- inu, vaxandi erfiöleika i markaösmálum og yfirstand- andi vandamál iönaöar og land- búnaöar, hvetur rikisstjómin allaborgara Póllandstilaö gera átak til aö tryggja eölilega vinnu á öllum vinnustööum Strax eftir úrskuröhæstaréttar hélt Walesa á fund Wyszynskis kardinála, yfirmanns kaþólsku kirkjunnar. landsins, aö styöja land- búnaöarverkamenn viö upp- skerustörfin og aö halda öllum viöræöum innan ramma já- kvæös og vinsamlegs andrúms- lofts. Rikisstjórnin álltur, aö verk- föll og sérhver truflun á eðlileg- um störfum leiöi til aukinnar spennu og skaöi efnahag lands- ins. Ríkisstjórnin álitur nauösyn- legt aö gaumgæfa, svo fljótt sem hægt er, allar tillögur frá þegnum landsins, og finna sem allra fyrst leiöir til aö bæta úr vöruskorti á innanlands- markaöinum, aö leiörétta öll mistök og gera efnahagslegar umbætur. Rikisstjómin skuldbindur all- ar héraösstjórnir og fram- kvæmdaraöila til aö gera nauö- synlegar ráöstafanir til aö koma félags-og efnahagslifi landsins i eðlilegt horf, auka framleiöni, koma ástandinu á vinnu- markaönum i eðlilegt horf. Það er aðeins meö óeigingjörnu starfi, sem viö getum yfirunnið þá erfiöleika sem pólska þjóðin stendur nú andsæpnis.” Tveimur dögum siöar, hélt Kania fund meö verkamönnum, sem vinna viö stálverksmiðjur I Nowa Huta. Kania sagöi m.a., að þjóöar- tekjur Póllands minnkuöu á ár- inu 1980. Skortur á jafnvægi i markaösmálum færi vaxandi. Nú þegar væri skortur á ýmsum nauösynlegustu vörutegundum. Astandið i málefnum land- búnaöarins geröi horfur I land- inu enn torveldari. Það væri langt siöan Pólverjar heföu haft ár, sem heföi veriö eins erfitt fyrir landbúnaöinn og þetta ár. Kania sagði ennfremur: Við veröum að gera allt til aö koma fólki i skilning um að ástandiö batnar ekki nema vinnuvöndun aukist, betri skipan efnahags- mála komi tilog betra skipulag á öllum daglegum störfum. Innan flokksins og meöal þjóöarinnar eróbilandi vilji á að bæta lifskjörin, sagöi flokksleið- toginn, og kjarninn i þeim um- bótum er þróun sósiallsks lýö- ræöis. 1 ræöu sinni færöi Kania Sovétrikjunum sérstakar þakk- ir fyrir aöstoð þeirra. Bersýni- lega leggja hann og aðrir leiö- togar pólska kommúnista- flokksins áherzlu á að vin.na gegn áróðri, sem beinist gegn Sovétríkjunum. Þetta kemur t.d. fram i grein, sem M. Dobroselski varautan- rikisráöherra birti i' Trybuna Luda, málgagni flokksins, 10. þ.m. þar segir m.a.: „Alstaöa Sovétrikjanna og sovéskra yfirvalda er öllum kunn. Þau hafa opinberlega lýst þvi yfir aö þróunin I Póllandi væri innanrlkismál Póllands, og látiö i ljós trú sína á aö pólski verkamannaflokkurinn, verka- lýöur Póllands og pólska þjóöin myndi á giftusamlegan hátt vera þess umkomin aö leysa öll sin vandamál eftir pólitiskum leiöum, til gæfu fyrir sósiallskt Pólland.” 1 greinsinni sagöi Dobroselski enn fremur: „Viö berum ekki aöeins ábyrgö fyrir framtið þjóöar okkar heldur einnig fyrir þróuninni i Evrópu. Við höfum þvi takmarkaðan tima og tæki- færi.” Þetta er áreiöanlega rétt. Þaö, sem nú gerist i Póllandi, varöar alla Evrópu. Mikiö velt- ur á því, að gott samstarf geti tekizt milli Walesa og Kania. Hlutverk beggja ererfitt. Marg- ir fylgismenn Walesa leggja mesta áherzlu á launabætur. Walesa er ljóst, aö ástandiö verður aöeins verra ef gengiö er of langt I þeim efnum. En getur hann ráöiö feröinni? Og getur Kania til langframa haldiö góöri samvinnu bæöi viö Brésnjef og Walesa? Takist samstarf þeirra Kania og Walesa vel, væri þaö ekki aö- eins sigur fyrir Pólland, heldur alla Evrópu og myndi styrkja slökunarstefnuna meiraen nokk- uö annaö.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.