Tíminn - 19.11.1980, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.11.1980, Blaðsíða 5
MiOvikudagur 19. nóvember 1980 5 - Keypt hefur veriö prentvél og tvær ljóssetningarvélar sem geta unnið umbrot með lasergeisla EKJ — Prentsmiðjan EDDA flytur i nýtt húsnæði snemma á næsta ári. Þetta er 1300 fer- I metra hús, aO SmiOjuvegi 3 i 0 Kópavogi. — „Þaö er oröiö mjög óhent- I ugt fyrir alla starfsemi hjá I okkur aö vera á þremur hæöum, I eins og háttar til hér i gamla I Edduhúsinu viö Skuggasund, I sagöi Þorbergur Eysteinsson — frkvstj. I spjalli við frétta- “ mann”. Þaö rak á eftir flutning- B um aö mjög erfitt er aö endur- I nýja vélakost og koma hér inn I nýtisku vélum. Þá er einnig von á nýrri I prentvél til Eddu, sem verður ■ mun afkastameiri en allar eldri A vélar hennar. Meöal annars mun hún geta annast prentun á samhangandi eyðublööum til tölvuvinnslu. Sömuleiöis hafa veriö keyptar tvær ljóssetn- ingarvélar sem jafnframt geta unnið umbrot og vinna þær meö lasergeisla. Er þessi gerð hin fyrsta þeirrar tegundar á mark- aönum. Þessar vélar hafa 29 leturtegundir auk möguleika i á ýmsum geröum á skáletri og skapar tilkoma þeirra m.a. mikla möguleika i auglýsinga- og skiltagerö. Slikar vélar hefur prentsmiöjuna vantaö mjög meinlega við hliö núverandi offsetprentvéla sinna, en ætl- unin er aö þær veröi teknar i notkun eftir flutninginn i nýja húsnæöiö. Nýjar bækur HÆUernoor-Rmyniiida Barneignir og heimilisstörf Bókaútgáfan Salt hefur sent frá sér bókina Aðeins móðir eftir hollensku konuna A.M. de Mjoor-Ringnalda. Bókina skrifar sex barna móóir og lýsir hún samskiptum og samstarfi sinu við eiginmann og börn i bllðu og striöu. Lýsir hún vel reynslu sinni I hlutverki móður, eiginkonu og húsmóóur og koma vel fram allar ti|finningar hennar og afstaOa til ails er lýtur að heimiiislifi og barnauppeldi. Vera má aö lesendum kunni aö finnast bókin túlka gamaldags skoöanir á hlutverkaskiptingu kynjanna, aö hlutur fööurins i héimilislifinu sé annar en vera ætti á nútimaheimili. En höfund- ur er ekki aö boða misrétti kynj- anna eöa binda konuna við hús- móðurstörfin ein, heldur er hann aö miöla af réynslu sinni i þvi skyni aö varpa ljósi á hversu þýð- ingarmikil störf húsmóöurinnar eru. Bók þessa hefur Jóhanna G. Möller þýtt, en hún las hana i út- várp sumariö 1978. Prentverk Akraness hf. annaö- ist þrentun og bókband og kápu- teikninguna hefur Guölaugur Gunnarsson gert. ERUNG POULSEN Ást og elclur Ný bók um ástina Hörpuútgáfan á Akranesi hefur sent frá sér nýja ástarsögu eftir danska rithöfundinn Eriing Poul- sen. Cora og Ben Bertilson bjuggu i Venezuela. Þauhöföu veriðgifti 7 ár. Hún var glæsileg kona, ljós- hærö og vel vaxin. Hann var hærri en i meðallagi, þéttur á velli. Vöövar hans voru haröir og stæltir eftir margra ára erfiöis- vinnu... Skyndilega heyrðust þungar drunur úti. 1 myrkrinu sáu þau risastóra flöktandi elds- bjarma. Þau vissu bæöi hvaöa hamfarir höfbu oröið. Eyöandi eldhaf var nú tekiö að brenna burtu oliuna sem Ben haföi fundiö i jörbu i landi sinu, San Telmo fyrir 5 mánuöum og sérfræðingar spáö aö myndi gera hann aö ein- !hverjum rikasta manni Venezu- ela. En fleira en brennandi olian ógnaöi þeim og börnunum tveim- ur, Janog Cynthiu. — Viö oliubor- anirnar vann hinn dularfulli Rudolf Martin, sem var imynd karlmennsku og kynþokka. Hvaö dró Cynthiu aö honum? Hvers vegna óttabist Cora hann? Hvaöa samband var milli Rudolfs og Soniu Warren? Hvers vegna vildi lögfræöingur Bens þvinga hann til aö selja Star Oil oliulindirnar? Inn i söguna kemur hinn trausti danski skipasmiöur, Anton Myll- er. ,,Um leiö og Cora rétti honum höndina og leit i ljósgrá vinaleg augun tók hjarta hennar óvænt aö slá hraðar. Þá kynntist hún til- finningum sem hún haföi ekki fundiö fyrr.” Ast, afbrýði, dularmögn og flógnir forlagaþræöir fléttast saman á siöum bókarinnar og spinna söguþráö, sem er svo spennandi að bókin veröur lesin i einni lotu. Aöur eru útkomnar i bóka- flokknum Rauðu ástarsögurnar: 1 Hjarta mitt hrópar á þig 2. Ast i skugga óttans 3. Þaö ert þú sem ég elska 4. Ovænt örlög Bókin er 198 bls. Skúli Jensson þýddi. Prentverk Akraness hf. hefur annast prentun og bókband. Játningarrit íslensku þjóðkirkjunnar Bókaútgáfan Salt hf. hefur sent frá sér bókina Kirkjan játar, játningarrit islensku þjóökirkj- unnar, með inngangi og skýring- um eftir dr. Einar Sigurbjörns- son. A þessu ári eru liðin 450 ár frá þvi að Agsborgarjátningin var lögö fram og er þess minnst meö ýmsum hætti um hinn lútherska heim. Bókin ætti aö vera öllum þeim, er viija kynna sér játning- argrundvöll islensku kirkjunnar, kærkomin iesning og inniheldur húd auk þess aðgengilegar skýr- ingar á textum játninganna. . ^Bók þessa leyfi ég mér aö tiléinka islensku þjóbkirkjunni. ÞaÖ er hennar játning, sem hér birtist. Skýringarnar eru tilraun miþ sem barns hennar aö skilja þá játningu,” segir höfundur meöal annars i formála bókarinn- ar.; Kirkjan játar er gefin út með nokkrum styrk frá Kristnisjóði. Setningu, prentun og bókband anhaöist Prentverk Akraness. Hún fæst i bókaverslunum og kostar 13.585 kr. Ebiar Sigurbjörnsson. Nýjar bækur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.