Tíminn - 19.11.1980, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.11.1980, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 19. nóvember 1980 7 Af sj óslysum og svaðilförum Steinar J. Lúðviksson: Þraut- góðir á raunastund. Björgunar- og sjóslysasaga islands. Tólfta bindi. örn og örlygur 1980. 197 bls. Steinar j. Lúðviksson hefur verið flestum þrautbetri við bókasamningu á liðnum árum. Þetta bindi er hið 12. í röðinni af björgunar- og sjóslysasögu hans og nær yfir árin 1903-1906. A þessum árum voru sjóslys tið og mannskaðar miklir, enda allur öryggisútbúnaður á lágu stigi hér við land og skipin oft litil og ótraust. Eins og i fyrri bókum sinum rekur höfundur atburðina i timaröð, en mjög mismiklu rúmi er varið til þess að skýra Gunnar Gunnarsson: Margeir og spaugarinn. Lögreglusaga. Iðunn 1980. 141 bls. Rikisútvarpið er um það bil að ljúka dagskrá sinni að kvöldi 20. mai eitthvert ótiltekið ár. Björn Th., sem á einhveria minnst glæpamannslegu rödd, er heyr- ist i útvarpinu, var að kveðja á hljóðberginu, sem ekki er neinn sakamálaþáttur, þegar þulur- inn sá lik á reki i fjöruborðinu framundan Fiskifélagshúsinu. Þulurinn hringdi á lögregluna, sem kom á vettvang, hirti likið og fór með það á rannsóknar- stofu. Likið reyndist vera af konu á miðjum aldri, greinilega útlendri. Allt benti til sjálfs- morðs og ekkert til sakamáls. Þá gerist það skyndilega, að frá þeim. Má það kallast eðh- legt, um sumt er fátt að segja utan að það gerðist, og af mörg- um slysum — og afreksverkum — greina heimildir litt. Mest rúm fær frásögnin af Ingvars- slysinu við Viðey árið 1906. Það er eitthvert hörmulegasta slys, sem hér hefur orðið og einstakt að þvi leyti, að fjöldi manns horfði á mennina farast án þess að geta nokkuð gert þeim til bjargar. Ingvarsslysið, og önn- ur slys i sama veðri urðu mjög til þess að ýta við mönnum hvað slysavarnir og björgunarmál snerti. Af ýmsum öðrum atburðum eru einnig ýtarlegar frásagnir og má þar nefna strand þýska togarans Friedrich Albert og maður nokkur sunnan úr Kefla- vik litur við hjá lögreglunni á leið á völlinn og segir likið vera af sinni konu. Margeiri rann- sóknarlögreglumanni þykir ekki allt með felldu og fer að hnýsast i „einkamál” Keflvik- ingsins, konu hans og hjákonu. Þá kemur margt skrýtið i ljós. Sá úr Keflavik var spaugari, þaðer ekki spaugsamur maður samkvæmt nútimaislensku, heldur sá sem leikur sér með fé annarra, braskari. Hann hefur margt i pokahorninu, hjákonan á sér athyglisverða sögu og inn i málið blandast læknirinn i Keflavik, taugaveikluð eigin- kona hans og svo náttúrlega samstarfsmenn og sambýlis- kona Margeirs. Þegar sögunni lýkur kemur i ljós, að likið i hrakningum skipbrotsmanna af honum, strand e.s. Scotland við Færeyjar 1904, og strand há- karlaskipsins Tjörva i Rekavik árið 1903. Þar vann einn skip- verja, Eiður Benediktsson mik- ið þrekvirki. Enn má nefna frá- sögnina af þvi er hákarlaskipið Kristján fórst og af þvi er bátar fórust við Bolungavik i ársbyrj- un 1905. Ekki treystist ég til þess að rengja frásögn höfundar i nein- um veigamiklum atriðum, né heldur að nefna til atriði, sem hann lætur ógetið. Aðeins eitt atriði vil ég nefna, þar sem óná- kvæmni gætir. Það er þar sem segir frá þvi er tveir Norðmenn fórust við hvalveiðar, bls. 56. I bókinni segir að þessi atburður fjörunni var af þýskri túrhesta- konu en átti ekkert skylt við konu spaugarans úr Keflavik. Þannig er söguþráður þessar- ar bókar i sem allrastystu máli. Þetta er önnur lögreglusaga Gunnars Gunnarssonar og sé hún borin saman við þá fyrri verður þvi ekki móti mælt að höfundurinn er á réttri leið. Glæpurinn, sem hér er settur á svið er miklum mun meira sannfærandi en sá i fyrri bók- inni, „fléttan” öll flóknari og skemmtilegri og um leið verður bókin meira spennandi. Per- sónusköpunin er sömuleiðis öruggari, persónurnar sam- kvæmari sjálfum sér, heil- steyptari. Inn i söguna fléttar höfundur ádeilu á dvöl herliðsins á Mið- hafi orðið út af Norðurlandi, en réttara mun,að hann hafi orðið úti fyrir mynni Isafjarðardjúps. Ekki er ég sáttur við málfar höfundar og sýnist sem hann hafi á stundum flýtt sér um of. Sem dæmi skal nefnt, að ég get sem gamall Eyrarpúki engan veginnfellt mig viðað sagt sé aö menn hafi verið, ,, . . . frá Odd- eyri á Akureyri.” Þetta er álika klaufalegt og ef talað væri um að einhver væri frá Reykjavik i Breiðholti. Sama er að segja um það, að höfundur segir mann hafa stjórnað skipum i eigu, ,,... . . hinnar svonefndu Asgeirs- verslunar á Isafirði.” Þetta er óþarfa ambaga, fyrirtækið hét Af bókum nesheiði og þó enn frekar á hús- byggingar og lifsgæðakapp- hlaup landans. Er hvorttveggja snoturlega gert og fær aldrei að skyggja á meginmál sögunnar, glæpinn og rannsókn málsins. Aö ýmsu má þó finna og eru það einkum tvö atriði, sem mér þykja áberandi. 1 fyrsta lagi er gangur sögunnar of hægur. Öþarfir Utúrdúrar, eins og lýsingin á matarboði Margeirs og sambýliskonu hans, lýsingar á föður og fjölskyldu læknisins i Keflavik, og fleiri smáatriði mæti tlna til, sem tefja sjálfa lögreglusöguna. Það skal þó tekið skýrt fram, að hérmeð er ekki óskað eftir leynilögreglu- sögum i engilsaxneskum stil, og oft er það til bóta þegar höfund- ur vikur litið eitt frá glæpnum, gefur lesandanum tóm til þess að velta málinu fyrir sér. Annað atriði, sem undirritað- ur er ekki fyllilega sáttur við, er Verslun A. Asgeirsson, og þvi var ekki um neinskonar nafn- breytingu að ræða þótt menn nefndu það Asgeirsverslun. Enn skal þess getið, að ég kannast ekki við bæjarnafnið Dældir á Svalbarðsströnd. Dæli mun aft- ur á móti vera til þar um slóðir. Þetta eru auðvitað ekki alvar- legar misfellur, en þær eru af þeirri gerð að auðvelt ætti að vera að komast hjá þeim. Frágangur bókarinnar er góður og uppsetning smekkleg að öðru leyti en þvi að prentvill- ur eru alltof margar og sumar meinlegar. Steinar J. Lúðviksson hefur unnið mikið verk og þarft með samantekt þessara tólf binda, sem þegar eru komin út af sjó- slysa- og björgunarsögunni og á hann skildar góðar þakkir fyrir Þaö- JónÞ.Þór. lýsingin á söguhetjunni, Mar- geiri. Lýsingin á honum gefur ekki beinlinis til kynna að þar fari maður, sem liklegur sé til þess að geta leyst erfiðar gátur. Miklu frekar að þarna sé á ferð- inni markráður auli, sem eng- inn hefði treyst fyrir slikum verkum. Þarna mætti höfundur gjarnan hyggja betur að áður en næsta saga kemur, gera Mar- geir eilitið skarpari. Þess var áður getið, að Gunn- ar Gunnarsson væri örugglega á réttri leið. Hann er greinilega aö ná betri tökum á viðfangsefninu og haldi svo fram sem horfir fá- um við þrælmagnaða islenska lögreglusögu á næsta ári. Allur frágangur bókarinnarer smekklegur, prentvillur fáar og engar meinlegar, að þvi þó undanskildu, að mér er ekki al- veg ljóst hvert er íöðurnafn Birgis lögreglustjóra Jón Þ. Þór. Ný lögreglusaga Frá ystu nesjura Rómaveldi I II eftir Will Durant komiö út í annarri útgáfu í nýrri útgáfu Út er komið hjá bókaútgáfunni Skuggsjá, Hafnarfirði, fyrsta bindi af Frá ystu nesjum, endur- útgáfu á vestfirskum sagnaþátt- um Gils Guðmundssonar. Frá ystu nesjum kom fyrst út árin 1942-1953 i sex heftum, sem fyrir löngu eru uppseld. Þessi nýja útgáfa á Frá ystu nesjum verðuriþrem bindum og hefur að geyma allt efni, sem í fyrri útgáf- unni var, og allverulega viðbót að auki. Efni þessa fyrsta bindis er fjölbreytt. Hér eru frásagnir af horfnum atvinnuháttum, einkum til sjávar, og er þar veigamest ritgerðin „Hans Ellefsen og hval- veiðistöðin á Sólbakka.” Hér eru þættir af afreksmönnum og at- kvæðamönnum, sérkennilegu fólki og fornu i lund. Viða er sleg- ið á létta strengi og gamansöm atvikfærð i letur, en i öðrum þátt- um greinir frá örlagaríkum og válegum tíðindum. Auk þess eru i þessu bindi tvær ritgerðir um ætt- fræði. Frá ystu nesjum var sett og prentuð i'Steinholti hf og bundin i Bókfelli hf. Kápu gerði Aug- lýsingastofa Lárusár Blöndal. Út er komin hjá bókaútgáfunni Skuggsjá, Hafnarfirði, Syrpa úr handritum Gisla Konráðssonar, II. bindi, Sagnaþættir 1. Torfi Jónsson tók saman. A siðastliðnu ári kom út hjá Skuggsjá Syrpa, I. bindi, sem hafði aö geyma þjóðsögur Gisla Konráðssonar. Torfi Jónsson sá einnig um útgáfu þess bindis. í þessu öðru bindi af Syrpu eru sagnaþættir Gisla Konráössonar. Gisli safnaði og skráði þjóðsögur og munnmæli hvaöanæva að af landinu, og á efri árum sinum frumskráði hann geysimikið, mestmegnis islenska sagnfræði. Er með ólikindum, hve miklu hann kom i verk i þessum efnum viðbágar aöstæður. Fyrri útgáfur þeirra verka Gisla Konráössonar, sem áður hafa birst á prenti, eru löngu uppseldar. Syrpa úr handritum Gisla Kon- ráðssonar, II. bindi, er sett og prentuð I Helluprenti hf og bundin i Bókfelli hf. Kápu gerði Aug- lýsingastofa Lárusar Blöndal. Rit þetta er i tveimur stórum bindum og þýtt af dr. Jónasi Kristjánssyni forstöðumanni ötofnunar Arna Magnússonar. Það kom upphaflega út 1963-64 en er nú endurprentað enda löngu uppselt. Nefnist það á frummál- inu Caesar and Christog er sjálf- stætt rit, en jafnframt þriðja bindi verksins The Story of Civili zation. Höfundurinn, ameriski sagnfræðingurinn og rithöfundur- inn Will Durant, er heimsfrægur af þessu verki. Aður hefur birst á islensku úr sama ritsafni á veg- um Menningarsjóðs Grikkland hið fornal-II, einnig i þýðingu dr. Jónasar Kristjánssonar. í Rómverjasögu þessari er rak- inn annáll einnar þjóðar i þúsund ár, lýst viögangi hennar, um- brotamiklum þroskaferli, upp- lausn hennar og falli. Segir frá vexti Rómar úr vegamótaþorpi I valdastöð heimsins,afreki hennar að skapa frið og öryggi i öllum löndum milli Krimskaga og Njörvasunds frá Efrat norður að Hadriasmúr, atorku hennar við að bera menntir fornaldar um öll Miðjarðarhafslönd og vestan- verða Norðurálfu, baráttu hennar við að verja sitt skipulega veldi fyrir brimgangi umlykjandi óþjóða, langstæðri og hægfara hrörnun hennar og að lokum hruni hennar niður I myrkur og ringulreið. Lýkur fyrra bindinu á valdaskeiði Agústusar keisara en hinu siðara á endalokum heims- rikisins og árdegi kristindómsins. Loks er itarleg nafnaskrá. Þessi islenska útgáfa Róm- verjasögunnar var gerð að frum- kvæði Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Hafði hann kynnst verki þessu skömmu eftir útkomu þess og hrifist af orðsnilld höfundar, frjálslyndi hans og yfirsýn. Hvatti Jónas stjórnendur Menningarsjóös til að gefa alla veraldarsögu Durants út á is- lensku en taldi eðlilegt að byrjað væri á sögu Rómverja. Rómaveldi I-II er samtals 496 blaðsiður að stærð og ritið prentað og bundiö i Prentsmiðju Hafnarfjárðar. Bókaútgáfa Menningarsjóðs Syrpa Gisla Konráðssonar Eddutextar og teikningar Hjá Máli og menningu eru komn- ar út tvær bækur með Eddu- teikningum Haralds Guðbergs- sonar, Þrymskviða og Baldurs- draumur og er Eddutextinn litið sem ekkert styttur. Edduteikningar Haralds Guð- bergssonar komu fyrst fyrir al- menningssjónir 1963 sem fram- haldsmyndasögur i Lesbók Morgunblaðsins og vöktu þá þeg- ar mikla eftirtekt. A þeim tima sem liðinn er siðan þessar teikn- ingar birtust fyrst hefur still Har- alds þroskast og náð meiri fyll- ingu, og hefur hver einasta teikn- ing i bókunum verið unnin upp frá grunni. Eddutextinn er litið sem ekkertstyttur, eins og áður sagði, en neoanmáis eru viða skýringar á erfiðum orðum og orðasam- böndum. Ungum lesendum ætti að vera mikill fengur að þvi að kynnast þessum forna heimi á svo aðgengilegan hátt. Haraldur Guðbergsson erfædd- ur árið 1930. Hann byrjaöi snemma að teikna og eftir hann liggja fjölbreytileg listaverk. Myndskreytingar hans i bókum hafa tvivegis hlotið heiðursviður- kenningu á alþjóölegri bókasýn- ingu i Bratislava, árin 1973 og 1975. Baldursdraumur er um 80 bls. að stærð, en Þrymskviöa nokkru lengri eöa um 120 bls. Báðar eru bækurnar prentaðar i Grafik hf, en setninguna annaöist Blik hf. Bókfellsáum að binda bækurnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.