Tíminn - 23.11.1980, Side 3

Tíminn - 23.11.1980, Side 3
3 Sunnudagur 23.' nóvérhb'er '1980 ,Jörðin gefin í góðgerðarskyni’ segir Egill Sigurgeirsson EKJ — Hjónin Sigurliói Kristjánssonog Helga Jónsdótt- ir áttu jörö austur I Grimsnesi sem Asgarður heitir. í erföa- skrá kveður svo á um að jcrð- inni skuli skipt á milli þriggja aðila sem eru Hjartavernd, Skógrækt rikisins og Reykja- vikurborg. Timinn hafði sam- band við Egil Sigurgeirsson for- mann nefndarinnar sem mat jörðina og innti hann eftir þvi hvað yrði um jörðina. „Grimsneshreppur óskar að neyta forkaupsréttar sins á jörðinni, sem hann getur sam- kvæmt nýju jarðalögunum. Verðiö á jörðinni fer eftir mati matsnefndar, en við lukum viö á mánudag að meta jörðina og var htin metin á 124.341.000 króna. Hins vegar á ábilandinn öll mannvirki á jörðinni, þ.e. ibUðarhUs, peningshUs og megnið af ræktun jarðarinnar”, sagði Egill. Nefndin mat jörðina sem bú- jörö en ekki sem sumarbústaða- jörð, sagði Egill enn fremur, I erfðaskrá var búiö að ráðstafa jörðinni til þriggja aöila og er augljóst gert i miklu góögerða- skyni. Það var ósk hjónanna að þar skyldi reisa á vegum Reykjavi'kurborgar, sumar- dvalarheimili fyrir unga drengi á aldrinum 6-14 ára, og ætlunin aðHjartavemd skyldi nota sinn part til aö hafa þar hressingar- og endurhæfingarstöð fyrir sjúklinga sína. Nú, jörðin er mjög stór, 800 hektarar og býöur að sjálfsögöu upp á mikla skógrækt. Þaö má einnig koma fram að mikil veiöihlunnindi fylgja jörðinni, helst iSoginu, en einnig I Alftavatni og Asgarðs- á”.,í:f að hreppurinn kaupir jörðina sem ég tel mjóg líklegt, sagði Egill, þá verður hann að borga þessum bréferfingjum, þaö sem jöröinferá. Ég býst viö að hreppurinn vilji kaupa jörðina til að festa i sessi hið óbreytta ástand sem verið hefur, en mörg undanfarin ár, hefur verið búiö á jörðinni”. Til þess að gefa ögn gleggri mynd af matinu, skal sýnd hér nánari sundurliðun: Landverð.............25.311.000 Mannvirki (sumarbústaður ogveiðihiis).........46.530.000 Veiðihlunnindi ......52.500.000 Stefán Júlíusson, Hjartavernd: Óskum eftir því að vilji Sigurliða og Helgu nái fram að ganga” EKJ — í tilefni viðtalsins við Egil Sigurgeirsson hafðiTiminn samband við bréferfingja jarðarinnar, Ásgarös og spurði þá álits á málinu, hverjar þeirra óskir væruog afstaða til arfsins. „Okkar vilji hjá Hjartavernd er að vilji hjónanna nái fram að ganga”, sagði Stefán Júliusson hjá Hjartavemd, þetta er mjög höfðingleg gjöf, sem við mynd- um að sjálfeögöu notfæra okkur. ÞegarSigurliði féll frá, sat hann i framkvæmdastjóm landssam- taka Hjartaverndar og einnig gegndi hann formannsstöðu i Hjarta- og æðavernd og það er sjálfsagt þess vegna sem hann arfleiðir okkur að sumarbústað sinum og landi þar i kring, svo og veiðiréttindum. Það er þvi ákafur vilji okkar að nota þessa spildu”. „Mérskilst hins vegar sagði Stefán enn fremur, að sam- kvæmt áliti skiptaforstjóranna, þá er jörðin ákaflega lágt metin ne ekkert tillit tekið til hvernie hún liggur. En hvort við fáum okkar hluta er alls óvist. Það veröur haldinn fundur með hreppsnefndinni f næstu viku og þá mun ég koma óskum okkar i Hjartavernd á framfæri”. Ekki tókst að ná i neinn hjá Skógrækt rikisins eða hjá Reykjavfkurborg. Jóhann Níelsson: „Matið á jörðinni of lágt” EKJ— „Matið á jörðinni er að son einn skiptaforstjóra dánar- „Þetta er alls ekki endanlegt mat á jörðinni. Hinsvegar get ég dómi okkar skiptaforstjóranna bús Sigurliða Kristjánssonar og mat, og við munum ákveða það, ekkert sagt um hvað jörðina alltof lágt”, sagði Jóhann Niels- Helgu Jónsdóttur. hvort við förum fram á endur- verður. Allt er þetta afar við- kvæmt mál, eiginlega einka- mál, en við munum senda frá okkur fréttatilkynningu til fjöl- miðla, þegar okkur þykir þurfa,” sagöi Jóhann að lokum. Tæki sem greinir krabbamein í raddböndum EKJ — Heyrnar- og talmeinastöð islands hefur nýlega borist höfðingleg gjöf frá Zontasystrum. Gjöfin er mjög nákvæmt sjúk- dómsgreiningartæki til greining- ar sjúkdóma i raddböndum, svo- kallað STROBOSCOP. Hægt er að sjá sjúkdóma á al- geru frumstigi strax og þeir fara að valda hreyfingarhindrunum. Gerir þetta kleift að sjá fyrir ýmsa sjúkdóma, sem erfitt hefur verið að greina áður á byrjunar- stigi.s.s. krabbamein iraddbönd- um. Auk þess er tækið mikilvægt til að finna alls kyns bólgur og hnútamyndanir, sem finnast hjá fólki, sem þarf mikiöaö beita röddinni, eins og kennarar, söngvarar o.fl.. Jafnframt er tækið mjög mikilvægt i sambandi við stjórnun á meðferð, sérstak- lega með tilliti til þess hvort þurfi að fara'i skurðaðgerð eða hvort hægt sé að viðhafa aörar lækningaraöferðir. Zontasystur hafa áður gefið höfðinglegar gjafir til heyrnar- og talmeinastöðvar Islands. Iðnaðarstefna fyrir Alþingi: Ríkisvaldið hafi forustu um orku frekan nýiðnað JSG — Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra, hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktun- ar um iðnaðarstefnu. A rikis- stjórnin að beita sér fyrir fram- kvæmd stefnunnar á næstu árum. Markmið iðnaðarstefnunnar eru eftirfarandi: 1. Að örva framleiðni i islenskum iðnaði þannig að framleiðnistig hans verði sambærilegt við það, sem gerist i helstu við- skiptalöndum, og skilyrði skap- ist fyrir bætt lifskjör. 2. Að stuðla að hagkvæmri fjár- festingu til að fjölga störfum i iðnaði og tryggja fulla atvinnu meðhliðsjón af aðstæðum i öör- um atvinnugreinum og áætlun- um um fjölda fólks á vinnu- markaöi. 3. Að leggja sérstaka áherslu á að efla iðnað á þeim sviðum, þar sem innlendir samkeppnisyfir- burðir geta nýst til arðbærrar framleiöslu á vörum og þjón- ustu, jafnt fyrir heimamarkað sem til útflutnings. 4. Að bæta starfsskilyrði og auka áhrif starfsfólks á vinnustöð- um, og koma i veg fyrir skaðleg áhrif af völdum iðnvæðingar á náttúru landsins og umhverfi. 5. Að tryggja forræði landsmanna yfir islensku atvinnulifi og auð- lindum, og stuðla að æskilegri dreifingu iönaðar og jafnvægi i þróun byggðar i landinu. Meðal aðgerða til að ná þessum markmiðum er að „rikisvaldið hafi forustu um uppbyggingu fjármagnsfreks nýiðnaðar, m.a. orkufreks iðnaöar er hagnýti inn- lenda orku og hráefni. Slikur iðnaður lúti islenskum yfirráðum, taki mið af æskilegri atvinnu- og byggöaþróun og umhverfis- vernd.” Þá segir að „stuðlað verði að rekstrarformum, sem miði að auknum réttindum og ábyrgð starfsfólks á vinnustað og rekstri fyrirtækja.” Frá afhendingu tækisins, taliö frá vinstri, Birgir As Guömundsson yfirheyrnar- og talmeinafræöingur, Þuriður Kristjánsdóttir formaður Zontaklúbbs Reykjavikur, Ingimar Sigurösson formaöur stjórnar Heyrnar- og talmeinastöövar lslands og Einar Sindrason yfirlæknir. Haldnir hafa verið yfir 40 samningafundir: Enn ekki farið að ræða launaliðinn AB — Ekkert gerist i deilu far- manna og vinnuveitenda nú um helgina, þvi næsti sáttafundur er ekki fyrr en á mánudagsmorgun. Guðjón Armann Einarsson sem situr i sáttanefnd fyrir hönd vinnuveitenda tjáði Timanum i gær að ósköp litið væri hægt að segja um stöðu mála i farmanna- deilunni nú. Haldnir hefðu verið i kringum 43 samningafundir, og á þeim hefði eingöngu verið fjallað um sérkröfur farmanna. Launa- liðurinn væri enn með öllu órædd- ur. Þó taldi Guðjón aö næstu fundir, þ.e. fundirnir eftir helgina myndu skera úr um það hvort viðræðurnar myndu þokast i rétta átt. Aðspuröur um það hvort mik- ið bæri i milli hjá deiluaðilum svaraöi Guöjón aö ef litið væri á ýtrustu kröfur farmanna annars vegar og stöðu útgerðarfélaganna hins vegar, þá bæri mikið i milli. Guðjón var að þvi spurður hvort yfirvinnubann farmanna væri farið að hafa áhrif á feröir skipa. Hann sagði að það væri stutt i það að yfirvinnubannið færi að hrjá útgeröarfyrirtækin, þaö gerðist misfljótt og röskunin yrði mest hjá þeim skipum sem sigla eftir föstum áætlunum og þar væri bannið nú þegar fariö að raska einhverjum áætlanaferð- um.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.