Tíminn - 23.11.1980, Qupperneq 12

Tíminn - 23.11.1980, Qupperneq 12
 12 yíiiij Sunnudagur 23. nóvember 1980 Hann hafði aldrei á ævi sinni stigið upp í langferðabíl. En í fyrravetur fannst honum ekki mega við svo búið sitja. Hann steig upp í langferðabíl í Idil og ók í gegnum Tyrkland til IstanbúL steig þar upp í f lugvél og tyllti síðan ekki tá á jörð að kalla fyrr en í Norrköping í Svíþjóð. Þangað var hann kominn til þess að hefja nýtt og betra líf. Við það, sem hann hvarf frá, hafði hann búið i eitt hundrað og sextán ár. Þessi maöur, sem allt i einu brá á nýtt ráö 116 ára gamall, heitir Gebro Gezici. Raunar getur skakkaö örfáum árum á aldrinum, þvi aö kirkjubækur eru ekki öruggar I Tyrkiriinu. En þó ekki mörgum. Hann telur sjálfur, að hann viti aldur sinn nokkurn veginn, og synir hans hallast lika aö þvi. En sænsk yfirvöld hafa fært þann aldur, sem stóö i tyrkneska vegabréf- inu hans, inn i bækur sinar, og Tyrkirnir höföu skoriö tuttugu ár af meintum ævitima hans, þvi aö þeim fannst ekki ná nokk- urri átt, aö maður, sem kominn væri yfir tirætt geröist útflytj- andi. Eitthvaö I kring um 116 ára, skulum viö segja hann. Og þar meö elzta mann á Noröurlönd- um. 1 Sviþjóö til dæmis, sem nú er oröiö land gamla Tyrkjans, voru tveir 109 ára aldursforset- ar, áöur en hann kom til sögunn- ar. Gebro Gezici er ekkert að angra sig yfir þvl, þó aö einhver skrifstofuþý hafi klipiö tuttugu ár af aldri hans. Þaö eru aörar tölur, sem honum eru hugleikn- ari. Eitt er þab, aö hann á eitt hundrað og þrjátiu niöja og þrjátiu og einn af þeim i Svi- þjóð. Hinir eru i Sýrlandi og nokkrir I Vestur-Þýzkalandi. t dalnum, þar sem vagga þessar- ar miklu ættar stóö, er enginn eftir. Ekki einn einasti. Hann kallar sjálfan sig Sýr- lending — nota bene ekki Assýriumann. Á þvi er mikill munur, segir hann. Viö hér vestur i fávizkunni ruglum þessum þjóöflokkum saman, og fyrr en varir erum viö kannski farnir aö tala um Assýriumenn. Þaö dugar ekki. Þetta eru tveir þjóöflokkar, tvær greinar á meiði kristinnar kirkju, og tvö tungumál, þvi Sýrlendingarnir tala arabisku, ekki assýrisku. Gebro Gezici hefur ekki haft kynni af nema tveimur þorpum, þar til i vetur. Þessi þorp heita Idil og Bebek og milli þeirra eru fáir kilómetrar. Hann leit ljós dagsins i Bebek, þar sem faöir hans var gildur bóndi meö jarðarskika og skepnur. Hann var elztur bræöra sinna og faðirinn dó meöan þeir voru ungir. Sú bernskuminning, sem hon- um stendur skýrast fyrir hug- skotssjónum er ógnþrungin. Kúrdar réöust á dalbúa og rændu kúm og kindum. Atján dalbyggjar féllu, en ekki nema einn Kúrdi. Gebro komst meö tiu ára gamlan bróöur sinn á bakinu út úr þorpinu. Meö þvi aö hafa aöra atburöi til viömiöunar kemst hann aö þeirri niöur- stööu, aö þetta hafi verib áriö 1885. Þegar hann giftist stúlku úr þorpinu nokkrum árum eftir Kúrdaárásina, var jaröarskika foreldra hans skipt á milli bræöranna. Ræktarlandiö sem hann fékk, var um þaö bil fimm þúsund fermetrar og búskapinn hóf hann meö hundrað geitur, þrjátiu kindur, tlu kýr og fjóra tarfa. Þaö var myndarlega af staö fariö. Þarna ræktuöu menn hveiti, bygg og hnetur og uppskeran nægöi handa fjölskyldu, ef ekki kom engisprettufaraldur. Það var fátt, sem sækja þurfti I önnur þorp eöa aöra dali. Helzt varö þó aö kaupa skó, föt, salt, steinoliu og jurtafeiti. En sölu- varningurinn var mjólk, ostur og kjöt. Hann man þetta allt út i æsar, allt lifsamstrið. Og hann man lika hætturnar, sem steöj- uöu að — siendurteknar árásir Kúrda og börnin sem dóu jafnóðum og þau fæddust. Lífið lék á mjóum þræöi i þessum dal. Fyrstu börnin niu voru sex drengir og þrjár telpur. Drengirnir dóu allir, en tvær telpnanna lifðu. Siöan fæddust fleiri drengir og þeir liföu og nokkrir þeirra eru enn i fullu fjöri I Norrköping. Þaö voru um eitt hundraö fjöl- skyldur i Bebek. Þær voru allar kristnar nema sauöasmalinn og fólk hans, þaö fólk var I Mú- hameðstrúnni. Þessi sauöa- Hann hefur fetaö sig niöur alla stigana og heidur út á götuna meö þrjá unga niöja sina. En óiikt er hér umhorfs þvi, sem hann vandist i þorpinu i Sýriendingadalnum i Tyrkiriinu. Kominn í friðarhöfn norður í heimi eftir 116 ár a strí ð við Kúrda smali var sannkallaður hjarö- maöur, þvi aö hann hélt öllu sauöfé þorpsbúa á haga og gætti þess þar. Hvernig hann vissi hvaö hver átti? Nú skepnurnar voru náttúrlega markaöar, við höföum allir eyrnamörk. Og á raddblænum skilst, aö hann furöar sig á þvi, aö nokkur skuli vera svo fávis aö spyrja annarrar eins aulaspurningar. Aratugirnir liöu og árásir Kúrda uröu enn grimmilegri en áöur. Loks lögöu þeir Bebek i eyöi, fólkiö hélzt þar ekki viö og flúöi til Idil. Þar kom til stór- bardaga. Kúrdar settust um þorpiö og þaö var barizt hús úr húsi i fjörutiu daga samfleytt. Þá komu tyrkneskir hermenn, sem voru á heimleiö úr striöi einhvers staöar suöur frá, og þeir settust lika um þorpib. En þorpsbúar vöröust, og óvinirnir hypjuöu sig burt. Þetta mun hafa gerzt áriö 1914 eöa litlu siöar. Eftir nokkur ár fluttumst viö aftur til Bebek. Þá var Tyrkland oröiö lýöveldi og þaö varö fjöl- farnara i dölum en veriö haföi. Þaö komu embættismenn frá rikisstjórninni til þess aö taka manntal. Tilgangurinn var að neyöa piltana okkar i herþjón- ustu. En vegir voru ekki komnir til þorpanna i döiunum. En rak svo ekki aö þvi, aö þeir geröu flugvöll? Ja, hvenær þaö var? Eftir á aö hyggja svona i kring um 1938. Þá var þaö, aö viö sáum undarlegan fugl eöa dreka svifandi yfir okkur. Við vissum raunar, að þetta var nokkurs konar farartæki en við furöuöum okkur á þvi, hvernig þaö gæti haldizt svona I loftinu. Enn liöu árin og svo var þaö aö viö fluttumst enn á ný búferl- um frá Bebek til Idil, þaö var meö vissu áriö 1954. Og nú dundu nýjungarnar yfir miklu hrabar en áöur. Arið 1957 eða 58 kom fyrsti flutningabillinn I þorpið og þegar leiö undir að lokum sjöunda áratugarins var þar komið rafmagn i hús. Alla þessa tugi ára voru Kúrdarnir eins og reitt sverö yfir höföum okkar. Fólk liföi i stööugum ótta viö þá og menn þoröu ekki að skilja vopnin viö sig. Samt uröum við fyrir si- felldum skakkaföllum — búpen- ingi var stoliö og fólk drepið. Myrtur — það er orö, sem stendur við mörg nöfn i dánar- skránum. Og kristiö fólk átti ekki neinnar hjálpar aö vænta af Tyrkjum. Og nú fór fólk aö flýja burt úr dalnum og burt af landinu. Um miöjan sjöunda áratuginn voru niu af hverjum tiu i kristna söfnuðinum I Idil farnir út i buskann. Það var gamla fólkiö, sem þraukaði eftir og þaö hjaröi á peningum, sem ættingjár i út- landinu sendu þvi. Og þegar þaö dróst, aö þetta gamla fólk gæfi upp öndina, fór sumt af þvi lika, þegar ættingjar þess höfðu komiö undir sig fótunum i nýju landi og gátu tekiö það að sér. I fyrravetur kom rööin aö Gebro Gezici. Og mátti ekki seinna vera. Nú er hann kominn um langan veg til Sviaveldis. Hann er set?tur upp i háhýsi rétt utan viö Norrköping meöal barna, barnabarna og barnabarna- barna. Þarna er allt úr stein steypu og gleri og aldeilis ólikt þvi, sem var i Idil i Sýrlendinga- dalnum i Tyrkiriinu. Fjölskyld- an er stór, og þaö er þröngt búiö, þó aö húsiö sé stórt. En Gebro Gezici kann þeim þrengslum vel, fólk á aö vera saman og halda hópinn, ungir og gamlir eiga aö standa hliö viö hliö. 1 þessu stóra húsi I Norrköp- ing er lyfta. En Gebro Gezici notar hana aldrei. Nei, þaö er ekki af þvi, aö hann sé hræddur viö þettá hrip, sem fer upþ' og niöur eftir óskum. Maöur, sem

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.