Tíminn - 23.11.1980, Page 15
Sunnudagur 23. nóvember 1980
15
Ketils í Njarövik og ættmenna
hans eru hinn besti fengur, og
væri aufúsa á meiru i þvi efni.
Hefur Eirikur læknir gert fleiri
slikar sjúkdómsgreiningar, sem
kunnugt er af útvarþserindum
hans um Fróðárundur, er mikla
athygli vöktu eigi alls fyrir löngu.
— bá eru þættir Hjálmars Vil-
hjálmssonar fv. sýslumanns um 3
merka fornmenn i Austfjöröum,
Bjólf landnámsmann i Seyöis-
firöi, Þorleif kristna i Krossavik
viö Reyðarfjörð og Kolskegg
fróöa, hinir athyglisveröustu.
Telur höfundur, aö Kolskeggur
væri fæddur og upp alinn i Seyöis-
firöi, en bendir á, að svo viöa gæti
hann hafa búiö á Austurlandi, þar
sem frændur hans voru æriö
margir og ráöarikir, aö ógerlegt
muni aö finna bólstaö hans I hin-
um fornu heimildum. Væri þó viö
hæfi, aö vér kynnum skil á sliku
um þann mann, er Landnáma tel-
ur eftir 45 landnámsmenn I Aust-
firöingafjóröungi.
Loks skal vikiö aö þvi máli, sem
segja má, aö beri hina nýju bók
Múlaþings uppi, visindaritgerö
Þórarins Þórarinssonar fv. skóla-
stjóra á Eiöum um hinn mikla
miöalda auö Eiöa manna. Hefur
ýmsum getum veriðleitt aö þeirri
spurn, sem Eiöaauöurinn hefur
vakiö, og höföaö til dugnaöar
Eiöabænda og stórra happa, um-
svifa búskapar á hinni miklu
flutningsjörö, fiskisóknar frá
sjávarjöröum þeirra, arfahluta
og kvonarmunda, en hér finnur
Þórarinn nýja lausn og grefur
hana úr Smiöjuhólnum. Viö rann-
sóknir, sem Þórarinn lét gera,
gröft og ýmsar mælingar, kom i
ljós, aö I hólnum er gifurlegt
gjallmagn, sem aö sönnu bendir
til mikillar járngeröar á Eiöum.
Greinir Þórarinn náiö frá kola-
gerö og rauöablæstri og aöstæð-
um öllum á Eiöum, þar sem bæöi
var skógur I landi og mýrarauöi
mikill i Eiöalæk. Til samanburö-
ar og skýringa vlkur hann i itar-
legu máli aö járngerö annars
staöar á landinu, s.s. á Borg á
Mýrum á dögum Skalla-Grims og
i Ljárskógum I Dölum, svo aö
nokkuð sé nefnt, og loks I Skandi-
naviu. Er hann hefur fundiö járn-
veröiö, reiknar hann innflutning
Islendinga á þvi eftir miöja 15.
öld, þegar járngerö i landinu lýk-
ur a.m.l. vegna ódýrs innflutts
járns, og járnþörf landsmanna
meö tilliti til fjölda bænda og
byggöarbóla á Austurlandi á miö-
öldum og þá sérstaklega á Út-
mannasveit, núverandi Eiöa- og
Hjaltastaöaþinghám og Hróars-
tungu, sem þá var gjarna kölluð
Kirkjubæjarþinghá og til Út-
mannasveitar á Héraði. Þá grein-
ir hann hlutfalliö milli þess járns,
sem fæst viö bræösluna og þess
gjalls, sem eftir veröur, sam-
kvæmt sænskum visindarann-
sóknum. útkoman er hálft kg af
járni á móti einu kg af gjalli. Er
siöan reikningurinn næsta ein-
faldur þótt útkoman sé svimandi
há. Svo mikiö járn hefur veriö
unniö á Eiðum, einmitt á þvi
timabili, sem fyrst getur Eiða
auös I heimildum á ofanveröri 14.
öld, aö sala þess á innanlands-
markaöi, er seint varö fylltur,
hefur numiö gifurlegum fjárhæö-
um. Sennilegar tölur eru 25 kú-
gildi á ári i allt aö 130 árum, og
miöað viö kýrverö nú, sem þó er
vandhæfi á aö reikna vegna hins
ofsalega verðhruns frá ári til árs,
eru tekjurnar af járnsölunni fast
að 7 milljónum króna á ári. — Þar
meö er gátan um Eiöa auöinn
ráöin.
Útreikningur á gjallmagninu I
Smiöjuhólnum er ekki auðveldur
vegna ýmis konar rasks, sem þar
hefur veriö gert, en nærri magn-
inu má fara, en siöan járnvinnsl-
unni og afrakstri hennar meö
þeirri gifurlegu vinnu, sem
Þórarinn skólastjóri hefur lagt i
þetta margslungna viöfangsefni.
Hér hefur einhver hin áleitnasta
spurn austfirskrar sögu verið
leyst, og varpar visindaleg rann-
sókn Þórarins ekki aöeins ljósi á
hana, heldur og veigamikinn þátt
i atvinnulifs- og menningarsögu
á miööldum. Þessi merkilega rit-
gerö Þórarins mun lengi halda
nafnihans á loft i islenskum fræö-
um. Fyrst sú snilli aö skynja
samhengiö milli Smiöjuhólsins og
Eiða auös, en slöan hin mikla,
vandaöa fræöa-iöja margra ára
rannsókna, heimildakannana,
samanburöar og mælinga, er
lyktaöi meö ritgeröinni um isarns
meiö á Eiöum.
Nafn Þórarins hefur lengi veriö
stórt I Islensku guöfræöingatali.
Enn hefur hróöurinn aukist svo aö
um munar, þvi aö ritgeröin sómdi
sér hiö besta i hinum allra vand-
fýsnustu sérfræðiritum, — og
Múlaþing, hiö ágæta bókrit Sögu-
félags Austurlands, hefur nú öðl-
ast meiri reisn en nokkru sinni
áöur. Mun þaö eigi óskapfellt
Þórarni frá Valþjófsstaö og Eiö-
um.
Ágúst Sigurösson.
Sunnlenskar byggðir
Orðsending til útgefenda frá
Valdemar Guðmundssyni
frá Högnastöðum
Las ég það af bókar blaði
bert, slíkt öllum vera skal:
Hefur teiknað Högnastaði
Hörður bóndi í Reykjadal.
Ýmsir sýna öðrum hrekki,
einkum þeim sem lítið kann.
Það var gott að gleymdist ekki
að geta um þennan listamann.
Nú má spyrja Njörvagrér:
Nýturðu í fleiru hylli?
Hefurðu aldrei eignað þér
Ásgríms list og snilli?
Fjölbrautaskólanum
í Breiðholti
Nokkrir nemendur geta enn komist á
tæknisvið skólans þ.e. málmiðnabraut,
rafiðnabraut og tréiðnabraut á vorönn
1981.
Umsóknarfrestur til 10. des. n.k.
Skólameistari.
oer'u” - ;t\ens*u’
Sértilboö
sófasettið er vandað
íslenskt sófasett á ótrúlega
lágu verði, aðeins kr. 595.000— og nú gerum við enn betur
og bjóðum sérstök afsláttarkjör, þ. e.:
Staðgreiðsluverð aðeins
kr. 506.175
eða með greiðsluskilmálum
kr. 565.250
— útborgun aðeins kr. 140.000 —
og eftirstöðvar á allt að 10 mánuðum.
Opíð ■■■! /Zaaaaa
á föstudögum
k/. 9- 7
á laugardögumJÓn LoftSSOn hf.
ki. 9-12 Hringbraut 121 Sími 10600
utjgriiin i,
Eflum Tímann
1