Tíminn - 23.11.1980, Síða 23
Sunnudagur 23. nóvember 1980
31
Þjóðvegur á Finnmörk, skammt frá Masi.
NU eru meira en tiu ar liðin,
og Masi er enn ofan vatns. Lifið
þar er eins og það hefur verið,
en fólkið veit ekki, hvað á þvi
kann að dynja. Þaö hefur áður
oröiö að flýja undan útlendum
hermönnum, gráum fyrir járn-
um, sem brenndu og rústuðu, og
enn getur til þess komið, að það
verði að flýja undan innlendu
ofurefli, sem kemur með vinnu-
vélar sinar og vatnsflaum.
Masi hefur, bæöi i orðræðum
og blaöagreinum verið lýst sem
mýrarfláka og ömurlegri
hrjósturbyggö og i dagblaði á
Finnmörk var eitt sinn sagt:
„Þeir, sem trúa þvi, að fjögur
hundruð manns eigi heima i
Masi að tiu árum liðnum, ættu
lika að trúa á ævintýrin og jóla-
sveinana”.
Fólkið i Masi segir, að af-
leiðingarnar af virkjuninni
veröi ekki þær einar, aðbyggðin
þar farist. Fleira muni fylgja
með. Það segir, að ásókn veiði-
manna, bæði skotmanna og
stangveiðimanna, hafi þegar
skert lifsskilyröi sin, og það
kvartar yfir þvi, aö ferðafólk,
sem fær að slá tjöldum hvar
sem þvi sýnist, skilji eftir hauga
af sorpi og rusli, sem vindur ber
siöan vitt um. Viö sliku reyni
yfirvöld og stjórnmálamenn
ekki aö reisa neinar skorður,
heldur láti eins og þeim sé
ókunnugt um það. Komi nú til
þess, að Altafljót verði virkjað,
hafi það i för meö sér, að tvö til
þrjú hundruð verkamanna haf-
izt við á þessum slóðum i átta
ár, og við þaö muni átroðningur
enn aukast til stórra muna. Þvi
til viðbótar er svo sú hætta, sem
kyrrlátu samfélagi verður
stefnt i meö margra ára sambúð
við slikan mannfjöida, sem
dreginn er saman úr öllum átt-
um, með þeim drykkjuskap og
róstum, er oft fylgja þess konar
vinnuhópum.
Þegar svo verkinu væri lokið
og byggöin kaffærð, mætti horf-
ast i augu viö röskun á veður-
lagi. ísalög á uppistöðulóninu og
kuldi frá þvi myndu spilla
veðurfari og gróðri á stóru
svæði og lifsskilyrði versna.
Til margs konar mótmælaað-
gerða hefur komið á liðnum ár-
um, og fjöldi fólks hefur fórnað
bæöi tima og peningum til þess
aö koma i veg fyrir, að Masi
verði sökkt. Þar er skemmst að
minnast, er hópur Sama tók sig
upp og fór alla leiö til Oslóar og
svelti sig þar fyrir framan þing-
húsið. Þessir menn, sem i ör-
væntingu sinni voru að reyna að
bjarga byggð sinni, fengu held-
ur óskemmtilegar viðtökur i
höfuðstaðnum, og mörg orð,
sem voru látin um þá falla og
tilræði þeirra, bera fyrst og
fremst vitni um kynþáttahleypi-
dóma og réttleysi þeirra, sem
eru fjarri miðstöðvum valdsins.
Nú sfðast skarst harkalega i
odda i októbermánuði. Njósnir
bárust um að bilar og tæki úr
eigu heimavarnarliðsins norska
heföu verið flutt frá Suð-
ur-Noregi til Alta, bæjar viö
mynni Altafljóts, i þvi skyni að
láta lögregluna nota þetta gegn
þeim, sem andvigir voru
virkjuninni og albúnir eru að
varna þvi, aö hafzt sé að.
Hart var viö brugðiö, er þetta
spuröist, og vegum lokað.
Margir starfsmenn heima-
varnarliösins töldu þetta mis-
notkun á tækjum þess og sögðu
upp þjónustunni. Það hefur sið-
an leitt til nýrra deilna, að þessu
sinni innbyrðis i heimavarnar-
liöinu.
Þótt allt sé enn i óvissu um
Altafljót, sem yfirvöldin vilja beizla, þótt fimm hundruð manna byggö fari undir vatn.
Snúiðbaki við heimavarnarliðinu sökum misnotkunar á bilum þess og tækjum.
það, líkt og veriö hefur i heilan
áratug, hvað verður um byggð-
ina iMasi, eru þar til menn, sem
ekki láta þaö á sig bita. Þeir
byggja og rækta og ráðast i
fyrirtæki. Dæmi um það er Jan
Nygard, prentsmiöjueigandinn,
sem lét fyrir nokkrum misser-
um búa út tjaldstæði handa
ferðamönnum með þvi, er slik-
um stað heyrir til. Einn bænd-
anna, sem á heima neðst i
byggðinni næst fljótinu, er að
byggja fjós, þar sem rúmast tólf
mjólkurgripir, og fáeinir ungir
Samar eru að koma undir sig
fótunum við búskap, ryðja land
og búa i haginn fyrir sig.
En kannski veröur fótunum
kippt undan þeim og öllum öör-
um, sem lifa i þessari byggð.
Nýr, fullkominn peningakassi frá Inokoshi
5. Sérstakur takki sem
segir hvað klukkan er:
6. Klukkan og minnið
vinnur þó kassinn sé
ekki i notkun:
7. ótal aðrir mögu
leikar á forritun sem 9 t .
- - - ' Fullk
hentar hverjum
og einum.
°g
"•'eiddur a,niíssinn
l0 r
PLASTPOK AR
O1 8 26 55
NíisCos urm&>
PLASTPOKAR
O 8 26 55
INOKOSHI
Plastpokaverksmiðja Odds Sigurðssonar • Bíldshöfða 10 * Reykjavík
Byggingaplast ■ Plastprentun * Merkimidar og vélar