Tíminn - 23.11.1980, Síða 32
WMm Sunnudagur 23. nóv. 1980
Gagnkvæmt
tryggingaféfag
'0:;
<r
WSIGNODE
Sjálfvirkar bindivélar
Sjávarafurðadeild
Sambandsins
Simi 28200
Flutningur milli Þerneyjar og lands. t fjörunni eru þeir Karl Kristjánsson og Jón Vigfússon I Víöinesi, sem hefur tilsjón meö
Þerney. Alengdar stendur Kristján Friörik, sonur Karls.
Síðasta geitin með erfða-
vísi fyrir kollóttu fannst
austur á Vopnafirði fyrir
tólf árum
Rannsókn á niðjum hennar fram-
lag til alþjóðlegra erfðavísinda
stofn, sem lengi hefði verið ein-
angraður án iblöndunar, og
hvarflaði hugur þeirra helzt að
afskekktum eyjum, fjarri
öðrum löndum.
Stefán Aðalsteinsson erfða-
fræðingur greip tækifærið,
þegar Karl hafði komið sér upp
geitahjörð sinni. Rannsóknar-
stofnun landbúnaðarins fékk
hana á leigu, og er hún nú höfð i
Þormóðsdal i Mosfellssveit á
vetrum, en i Þerney á sumrin.
— Rannsókn okkar beinist að
þvi að kanna erfðavisi fyrir
kollóttu og hvaða áhrif hann
hafi á kynfæri, frjósemi og
þroska, sagði Stefán.
Sömu erföagallarnir hafa
komið i geitastofni Karls og
þekktur er erlendis. Fæðzt hafa
hafrar með vansköpuö kynfæri.
Erlendir sérfræðingar fylgjast
af áhuga með þessari rannsókn,
og hefur til dæmis komið hingað
kanadiskur sérfræðingur gagn-
gert þeirra erinda að fá litninga
úr geitunum til rannsóknar.
Að öðru leyti hefur það einna
helzt komið fram, að kollóttu
geiturnar eru öllu frjósamari en
hyrndar, eiga fleiri kið.
— Það er min ályktun af þvi,
er þegar hefur komið i ljós við
þessar rannsóknir, segir Stefán,
að það sé að minnsta kosti átta
hundruð ár siðan þessi
umrædda breyting varð á
litningum i geitunum. Forsenda
þeirrar ályktunar er að sjálf-
sögðu sú, að geitur hafi ekki
verið fluttar til landsins siðustu
átta aldirnar og islenzkar geitur
þess vegna ekki blandast neitt
siðan á næstu öldum eftir land-
nám. Þetta verður að visu ekki
fullyrt, svo að með öllu
óyggjandi sé, en hefur meðal
annars við það að styðjast, að
engar heimildir eru til um það,
né neins konar vitneskja, að
geitur hafi veriö fluttar hingað
eftir að byggö festist i landinu.
Þannig hefur huðnan, sem
Karl Kristjánsson fékk austan
af Vopnafirði, siöasta geitin i
landinu með erfðavisi fyrir
kollóttu,.orðið viðfrægasta geit
á lslandi, og mikið ef hún slagar
ekki áður en lýkur hátt upp i
Heiörúnu þá 1 Eddu, sem
Heiörúnardropar fengust úr.
Það er aldrei að vita, hvenær menn gera
visindunum greiða. Karl Kristjánsson i trltima
hefur komizt að raun um það. Á þeim árum er
geitastofninn islenzki var kominn nærri þvi að
deyja út, fékk hann löngun til þess að halda
honum við. Einkum lék honum hugur á að
bjarga kollótta stofninum. En þegar til átti
að taka, var ekki auðhlaupið að þvi. Loks hafði
hann þó spurnir af kollóttri geit austur á
Vopnafirði, og undan henni tókst honum að fá
huðnu, sem einnig var kollótt. Nú gerðist það,
að Vopnafjarðargeitin drapst áður en huðna
Karls var orðin kynþroska, og var hún þannig
siðasta geitin i landinu af heilum kynstofni,
sem hér hafði timgazt, trúlega frá landnáms-
tið.
Þetta er dæmi um þaö, hversu
hæglega erföavisar geta farið
forgörðum, ef ekki er vakaðyfir
þvi, sem sjaldgæft er, sagði
Stefán Aöalsteinsson erföa-
fræöingur, er Timinn ræddi við
hann.
Karl vistaði geitur sinar i e
um hér á sundunum á sumr
tvö sumur i Viðey, en annar
Þerney, og beindist viölei
hans aö koma upp kollótti
stofni út af Vopnafjarðarhul
unni.
— Þetta var min fyrirtekt,
sagði Karl Kristjánsson, þegar
við snerum okkur til hans. Það
eru tólf ár sfðan ég kom þessu i
framkvæmd.
Nú vikur sögunni til visinda-
mannanna. Franskir erfða-
fræöingar höföu komizt að þvi,
að litningabreytingar höfðu
einhvern tima oröið i geitastofn-
inum með afleiöingum, að arf-
hreinir einstaklingar, sem báðir
höfðu erföavisi fyrir kollóttu,
fæddu af sér afkvæmi með
gölluö eða vansköpuð kynfæri,
hafrarnir voru ófrjóir og huðn-
urnar viðrini meö hafurs-
einkenni. Þessu var þeim mun
meiri gaumur gefinn, aö kollótt-
ar geitur eru miklu þægilegri i
umgengni en hyrndar, þvi aö
geitur eru oft nokkuð ófriðlátar,
og þær, sem hyrndar eru, skaða
iöulega hver aðra meö hornun-
um.
Nú er óvist, hvenær þessi litn-
ingabreyting varö, og þess
vegna þótti erföafræðingum
forvitnilegt að rannsaka geita-
Vopnafjarðarhuönan — siðasta geitin meö erföavisi fyrir koilóttu.
Fleiri og fleiri fá sér
TIMEX
mest selda úrið