Tíminn - 17.12.1980, Síða 7
Miðvikudagur 17. desember 1980
7
Guðmundur Danielsson
Jarlinn af Sigtúnum
og fleira fólk.
Viðtalsbók
Setberg.
Svo stendur á titilblaði en á
hllfðarkápu stendur: Viðtöl og
þættir en ekki Viðtalsbók. Fer
það betur þvi að þetta er ekki að
öllu leyti viðtalsbók.
Hér kennir ýmsra grasa.
Fyrsti þátturinn heitir sjómað-
urinn og er viðtal við Arna
Helgason, sem raunar er
kallaður Árnason i efnisyfirliti.
Þetta er ágætur viðtalsþáttur,
sennilega mjög trúverðugur og
hófsamur.
I næsta þætti hefur Matthias
Jóhannesen orðið og mun þykja
léttur i máli og skemmtilegur.
Svo halda viðtalsþættir áfram
þar til kemur að þeim sem
nefndur er: Ferð gegnum
almanakið og veðrið og er viðtal
við móður höfundar um merkis-
daga og fleira, gert að tilhlutan
þjóðháttasöfnunar bjóðminja-
safnsins.
Þá koma tveir viðtalsþættir
sem lita má á sem skáldskap
þar sem þeir gerast i Ósvers-
hreppi.
Að lokum er svo þátturinn
Jarlinn af Sigtúnum. Svo munu
flestir skilja að ætlast sé til að
þar sé rétt sagt frá Agli Thorar-
ensen. Eflaust er það að ýmsu
leyti en sem sagnfræði er þætt-
kennir
vmsra
Guðmundur Danielsson.
1917 og „villtan ástarleik” i
hálfan mánuð. Þá sögu hef ég
raunar lesið áður i Andvara en
hún verður ekkert réttari fyrir
þvi, enda sama heimild.
Veturinn 1917—1918 var Egill
Thorarensen i Stýrimanna-
skólanum i Reykjavik. Kristi'n
Danielsdóttir var þá i
Reykjavik og það sagði hún mér
sjálf að þá hefði orðið kunn-
ingskapur þeirra Egils. Egill
veiktist þegar leið aö prófi um
voriö og ekki varö meira úr
skipstjórnarnámi. bað er úti-
lokaö að hann hafi komið austan
frá Kirkjubæ ráðinn á togara i
Reykjavik á þeim vetri. Annað
mál er svo það hversu likt það
væri Agli Thorarensen að ráða
sig á togara og dveljast siðan
hálfan manuð að gamni sinu
aðeins á leið til skips.
Ég held að Egill Thorarensen
hafi metið sjálfan sig og orð sin
meira en svo að slikt væri senni-
legt. Það væri þvi galli á skáld-
verki að setja slikt saman um
hann og fræðimennska er þetta
.engin. Svona þjóðsaga á engan
rétt á sér i fræðilegri frásögn
enda þótt sagt sé að hluti hennar
sé samkvæmt „óskjalfestum
sögum”. „Óskjalfest” merkir
allt annað „bláköld lygi”.
Guðmundur Danielsson er
eins og alþjóð veit sögumaður
góöur og þjálfaður rithöfundur
sem bergott skyn á spaugilegar
hliðar mannlifsins sumar hverj-
ar. bvi eru viðtalsbækur hans
léttar aflestrar og mörgum
skemmtilegar. Ég held að megi
treysta þvi að þessi bók beri
glögg einkenni uppruna sins.
— H.Kr.
inum spillt með þjóðsögustil. frásögnina af gistingu Egils i
Hef ég þá sérstaklega f huga Sigtúnum „liklega á jólaföstu"
bókmenntir
Af öðrum heimi
Gunnar Dal
Gúrú Góvinda
Skáldsaga
Vikurútgáfan
Þessi saga hefst þegar gamli
yóginn Góvinda er að deyja og
endar þegar að þvi liður að hann
fæðist aftur til jarðarinnar.
Sagan gerist utan venjulegrar
jarðvistar. Jarðarbúar með
holdiog blóði koma ekki við sögu
nema að þvi leyti sem Góvinda
og félagar hans sjá til þeirra.
Ævar Kvaran skrifar formála
að sögunni. Þar ræðir hann um
tómlæti margra i sambandi við
þá framtið sem biði að þessu
jarðlifi loknu og þá kenningu að
persónuleiki sé ekki fyrir hendi
þegarlikaminn er dauður. Þá sé
einstaklingurinn hættur að vera
til.
Margur gerir ráð fyrir fram-
haldslifi án þess að glima við
þær ráðgátur hvernig þvi sé
háttað. Sumir treysta þvi að þar
verði vel fyrir séð án sinna af-
skipta. Aðrir telja að þekking á
þvi tilheyri ekki þessari tilveru,
ætla jafnvel að bannhelgi sé á að
reyna að kynnast þvi. Samt seg-
ir hin almenna löngun að vita
skil á málum til sin i þeim efn-
um lika.
Vinsældir spiritismans
byggðust einkum á þvi að menn
vildu hafa fréttir af látnum ást-
vinum og vita um liðan þeirra
þó að almenn glima við gátur
lifs og dauða tengdust þeim
málum. Flestir þeir sem á ann-
að borð gera ráð fyrir fram-
haldslifi og einhverri forsjón
munu lita svo á að þetta jarðlif
eigi að vera skólabekkur i löngu
námi. Þeir eiga hægt með að
skilja orðin um að eignast heim-
inn en biða tjón á sálu sinni.
Þeir standa nærri þvi að skilja
það sem Jónas Hallgrimsson
kvað:
„Eitt á ég þó, og annast skal ég
þig,
hugur min sjálfs i hjartaþoli
vörðu.”
En hvað hefur Gunnar Dal að
Gunnar Dal.
segja um þessa hluti? Guð-
mundur Kamban skrifaði á sin-
um tima um sendiherrann frá
Júpiter. bar var rætt um þær
takmarkanir jarðarbúa aö þeir
hugsuðu hnattrænt. Oft höfum
við heyrt um jarðbundna hugs-
un og jarðbundna menn og vit-
um hvað þröngsýni er. öll erum
við jarðnesk.
Nú væri oflangt mál að rekja
likur þess að hve miklu leyti
þessi saga af yóganum Góvinda
kynni að mega teljast reynslu-
saga byggð á vitrunum og
reynslu dulspekinga. Þetta er
lika kallað skáldsaga. Lesendur
hljóta að meta — og eiga að
meta — hversu sennileg þeim
þykir hún. Hér skal aðeins rætt
um höfuðþráð sögunnar. Gamli
yóginn hefur viljað einangra sig
frá hinu jarðneska. Hann þráir
lausn frá þvi. Og hann ætlar sér
ekki að hafa meira af jörðinni
aðsegja. Hugur hans stendur til
annarra leiða. Samt fer það svo
að honum snýst hugur. Hann
óskar þess að fá að koma aftur i
þennan táradal til þess að taka
þátt i þvi að frelsa heiminn en
ráðið til þess er að eyða hatrinu
úr hugum manna.
Þrátt fyrir áhrif austrænnar
heimspeki er það þó hið vest-
ræna viðhorf sem sigrar, þátt-
takani' frelsisstriðinu en enginn
lifsflótti.
Þessi saga finnst mér ekki
mikið afrek sem skáldverk, og
þolir þó samanburð við margt
sem ýmsum þykir gott frá þvi
sjónarmiði. En sögusviðið er
svo sérstætt að það vekur for-
vitni. Og hér mætast öndverðar
heimspekistefnur.
Vera má að ýmsum finnist
heldur mikið dvalið við hugleið-
ingar hinna framliðnu um
stjarneðlisfræði, sköpun sól-
kerfanna og örlög. bað leysir
hvort eð er engan vanda þvi að
enginn jarðneskur maður kann
að segja frá upphafi tilverunn-
ar. Hvernig og hvers vegna
byrjaði þetta? Kannske hefur
höfundur viljað segja að sú gáta
yrði ekki leyst i fyrirsjáanlegri
framtiðþó að sólkerfi sköpuðust
ogliðuundir lok. Mannlegu hug-
arflugi eru takmörk sett eins og
mannlegum skilningi.
Kannske skiptir sögusviðið
ekki mestu. Þetta er saga um
manneskjur og viðhorf þeirra til
lifsins, löngun og vilja, og boð-
skapurinn er sá að hillir undir
frelsun mannsins þegar hann
vill taka á sig óþægindi og
leggja sig i hættu til að verða
öðrum að liði' bað er ekkert ný-
mæli en seint verður það um of
brýnt fyrir okkur.
H.Kr.
Trúboðinn á Sjónarhæð
Mannlif i mótun.
Æviminningar
Sæmundar G. Jóhannessonar
frá Sjónarhæð.
Fyrra bindi.
Bókaútgáfan Skjaldborg.
Sæmundur Jóhannesson er
fæddur 1899 og er þvi kominn á
niræðisaldur. Nokkuö mun nú
umliðið siöan hann fór að rita
minningar sinar enda segir
hann i leiðarorðum:
„Marga þætti haföi ritvarpið
flutt, söpuleiðis Norðurljósiö”.
Þetta veldur þvi að verKiö
hefur nokkuð annan svip en ef til
þess væri upphaflega stofnað
sem samfelldrar ævisögu. Þetta
kemur þó litt að sök enda þott
einstakar endurtekningar eigi
sér stað. Treysta má þvi að
sögumaður er vandaður og
vandlátur. Hann segir það eitt
sem hann veit satt og rétt.
Að öðrum þræði vill höfundur
lýsa lifi horfinna kynslóða fyrir
þeim sem ekki þekkja til þeirra
tima og i öðru lagi segja frá per-
sónulegri reynslu sjálfs sin og
annarra sem nokkuð megi læra
af. Þetta er að sjálfsögðu næsta
algengt að vaki fyrir höfundum
minningabóka.
Ýmsir þeir þættir sem Sæm-
undur segir af forfeðrum sinum
og frændum sóma sér vel og
bera honum gott vitni sem sögu-
manni. En það sem er sérstætt
við þessa bók er einkum það
sem lýtur að trúarlifi höfundar.
Sæmundur gerðist ungur bók-
stafstrúarmaður eins og það er
kallað. Hann segir frá þvi er
hann var i Kennaraskólanum og
Ásgeir Asgeirsson kenndi krist-
infræði að kennarinn hafnaði
bókstafsinnblæstri bibliunnar.
Getur hann þess að hann hafi
ekki getað „umborið það þegj-
andi þegarneitað var guðlegum
uppruna” bibliunnar og segir
nokkuð af viðræðum sinum við
kennarann. Lengi hef ég ég vit-
að að þær trúmálaumræður
urðu ýmsum minnisstæðar.
Fyrir löngu heyrði ég þá sögu að
Asgeir hefði sagt einhverntima
þegar Sæmundur vitnaði ákveð-
ið til biblíunnar: — „Þér kunnið
þetta sjálfsagt allt miklu betur
en ég en ég veit ekki hvor skilur
það betur”.
En þrátt fyrir það sem þeim
Sæmundi og Asgeiri bar á milli i
trúmálum segir Sæmundur vel
frá þvi hversu Asgeir reyndist
honum vel og drengilega.
Annars er það falleg og fróð-
leg saga hvað þeir sr. Magnús
Helgason og Asgeir geröu til
þess að Sæmundur héldi námi
áfram. Skólabróðir Sæmundar,
sem vanur var fiskiróðrum,
sagði mér fyrir löngu siðan að
sr. Magnús hefði sagt að Sæm-
undur væri að hugsa um aö
koma ekki i skólann um haustið
og þætti sér það sárt „likt og
ykkur sjómönnunum að missa
spröku af færi sinu.”
Það er glöggt dæmi um ein-
lægni og hreinskilni Sæmundar
hversu hann segir frá trúlofun
sinni i Kennaraskólanum og
lokum hennar. Illir andar sátu
um hann þar til hann lofaði þvi
að sleppa öllu, lika stúlkunni.
Þar var i óefni komið og mikil
raun að segja skiiið við stúlk-
una, ekki sist vegna þess að
maðurinn hafði andstyggð á
ski'kum heitrofum,en mér skilst
að sökin hafi verið sú að bindast
kvenmanni sem ekki átti hina
hreinu og sönnu trú. Svona hisp-
urslaus og hreinskilin frásögn af
trúarreynslu er sögulegur feng-
ur enda þótt menn eigi ekki
samleið með sögumanni.
Þetta bindi endar þegar Sæm-
undur hefur kennt einn vetur á
Akranesi og áður en hann fer til
Akureyrar til veru og starfa en
heimsótt hafði hann Arthur
Gook og söfnuð hans áður en
hann fór i Kennaraskólann.
Sæmundur segir frá ýmsum
draumum sem mark mátti taka
á. Fróðlegt er að athuga það
sem hann segir um vitranir ým-
isskonar, drauma meðtalda.
Annars verður aö sjálfsögðu
miklu meira að segja um trúar-
lif og trúarskoðanir höfundar
þegar saga hans er komin öll.
Flestum munsvo farið að þeir
fáekki beinar vitranir sem þeir
merkja og taka mark á, nema
þá i mesta lagi að þá dreymi
fyrir veðrabrigðum. Hér segir
frádraumum sem boðuðu miklu
meira. Hitt er ekki sagt hvaðan
þeirkomu. Höfundur varð þess
var bæði i svefni og vöku að illir
andar sátu um hann.
Flestir þekkja freistingar ým-
iskonarog finna oft rætur þeirra
i sjálfum sér, hvort heldur eru
lifsnautnafreistingar æskuára
eða tilhliðrunar- og undan-
bragðafreistingar hinna ráð-
settu ára eða freistingar hroka
og metnaðar. Algengt mun það
vera að maður finni sig misjafn-
lega upplagðan eða viðbúinn aö
mæta slikum freistingum án
þess að gott sé að finna rök til
þess. Þá er „eins og hvislað að
manni” ýmist að risa gegn eða
láta undan. Kennske skortir
okkur almennt bara næmleik-
ann til að skynja „andaverur
vonskunnar” persónulega og þá
væntanlega á sama hátt hinar
góðu vættir. Vantrúin talar um
ofskynjanir og geðbilun.
Sæmundur Jóhannesson er
maður sem kann að segja frá og
lengstum hefur farið nokkuð ut-
an við alfaraleið. H.Kr.