Tíminn - 17.12.1980, Síða 9

Tíminn - 17.12.1980, Síða 9
Miðvikudagur 17. desember 1980 9 Þóroddur Guömundsson frá Sandi: Ljóðaþýðingar frá Norðurlöndum ijóiwÝDiNGAR frá Norduriöndum ÞÓRQDDUR GUÐMUNDSSON fráSandi Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefur gefið út bók með ljóðaþýð- ingum Þórodds Guðmundssonar frá Sandi, Ljóðaþýðingar frá Norðurlöndum. Höfundur hefur unnið að bók þessari i 15 ár og þýtt 127 ljóð eftir 75 skáld er skiptast þannig eftir löndum: Færeyjar 5, Noregur 15, Sviþjóð 22, Gotland 1, Álandseyj- ar 5, Finnland 11 og Danmörk 16. Elstu skáldin eru Sviinn Lars Wivallius (1605-69) og Daninn Johannes Ewald (1743-81) en yngstu Banita Jansson frá Alandseyjum (F.1943) og Guðrið Hemsdal frá Fææreyjum (F. 1941). Um bókina farast höfundi svo orð i eftirmála : „Rangt væri eða villandi að telja þessi ljóð nokkurt úrval úr kveðskap Norðurlanda. öllu fremur eru þau sundurleitt sýnishorn ljóða sem töluðu til min á frummálunum og voru sál minni skyldust af þeim sem ég las og kynnti mér, enda hygg ég það mála sannast að slik ljóð séu ein þýðanleg, svo að nokkurri list séu gædd. Bók þessi er þvi engin sýn- isbók, enn siður bókmenntasaga Norðurlanda i bundnu máli. Miklu fremur er hún eins konar fagurfræði i ljóðum, að svo miklu leyti sem þýðandanum kann að hafa tekist að velja úr þvi tak- markalitla efni sem fyrir hendi var.” Þetta er þrettánda bók Þór- odds Guðmundssonar frá Sandi. Hún er 198 bls. að stærö, prentuð og bundin i Prentsmiðju Hafnar- fjarðar. Haustvika ný skáldsaga eftir Áslaugu Ragnars Bókaútgáfan örn og Örlygur hf. hefur gefið út bókina HAUST- VIKA, nýja skáldsögu eftir Ás- laugu Ragnars blaðamann. Er þetta fyrsta skáldsaga Aslaugar, en hún er löngu kunn fyrir greinar sinar og viðtöl við menn sem birst bafa i Morgunbiaðinu. 1 kynningu bókarinnar á bóka- kápu segir m.a.: „Haustvika er fyrsta skáldsaga Áslaugar. Stillinn er yfirlætislaus og agaður, frásögnin lipur og hörð, hlaðin spennu frá upphafi til óvæntra endaloka. Haustvika er saga um Sif — konu, sem lætur lögmál um- hverfisins ekki aftra sér frá þvi aðslita sig úr viðjum vanans. En Haustvika er ekki siður saga um fólkið i kringum hana og tilraunir þess til að ráða ferli sinum. Óvænt og dularfull atvik, sem ekki er á færi sögupersónanna að afstýra, ráða miklu um fram- vinduna. Sögusviðið er Reykjavik haustið 1980, en þaðan opnast leiðir til allra átta.” Spennum beltin ALLTAF - ekki stundum yU^JFHRÐAR SIGRON DAVlÐSDórrm MATUR SÚMAR, VETUR, VOR OG HAUST NÝ MATREIÐSLUBÖK EFTIR SIGRÚNU DAVIÐSDÖTTUR Sigrún Daviðsdóttir sem fræg varð af matreiðslubók sinni, sem Almenna bókafélagið gaf út 1978, hefur nú sent frá sér aðra mat- reiðslubók undir nafninu Matur -sumar, vetur, vor og haust. Bók- in er kynnt á þessa leið: „Flestum finnst ánægjulegt að borða góðan mat, en færri hafa ánægju af þvi að búa hann til. En hugleiðið þetta aðeins. Matreiðsla er skapandi. Það er þvi ekki að- eins garnan að elda sparimáltið úr rándýrum hráefnum, heldur einnig að nota ódýr og hversdags- leg hráefni á nýjan og óvæntan hátt. Þessi bók er ekki aðeins skrifuð handa þeim, sem þegar matreiða sér og sinum til ánægju. Hún er ekki siður til að blása áhuga og ánægju i brjóst þeirra, sem finnst gott að borða góðan mat, en hafa enn ekki hrifist af matargerðinni sjálfri. Auk þess sem þið getið lesið bókina til að fara eftir uppskriftunum, á hún ekki siður að minna ykkur á að fara eigin leiðir.” Þessi nýja matreiðslubók er 562 bls. að stærð og unnin i Prentstofu G. Benediktssonar og bókbands- stofunni örkinni. Barnabækur eftir ; 1 Astrid Lindgren Astrid Lindgren er einn vinsælasti barnabókahöfundur sem nú er uppi. Henni hafa hlotnast fjölmörg alþjóðleg verðlaun og viðurkenningar og hún er eini barnabókahöfundurinn sem hefur verið orðuð við Nóbelsverðlaun. Mál og menning hefur gerst útgefandi Astrid Lindgren á íslandi. Enn eru fáanlegar tvær fyrstu bækurnar um Emil í Kattholti, Bróðir minn Ljónshjarta og Víst kann Lotta næstum allt. Og nú í haust gefum við út þrjár nýjar bækur. Enn lifir Emil í Kattholti Hér er þriöja bókin — og sú skemmtilegasta — um Emil í Kattholti frum- prentuð á íslensku. í þess- ari bók er sagt frá ýmsum skammarstrikum Emils, en líka frá því þegar hann drýgði dáð sem allir Hlyn- skógabúar glöddust yfir. Þýðandi Vilborg Dag- bjartsdóttir. Almennt verð kr. 8.890. Félagsverð kr. 7.560. MAddÍTT. uftir Astrid Lindgren Jjm Madditt Madditt er ný sögu- persóna eftir Astrid Lind- gren sem íslenskir les- endur hafa ekki áður kynnst, sjö ára stelpa sem er engum lík þó að hún minni stundum á Emil í Kattholti. Eins og hann hefur Madditt verið kvik- mynduð og notið mikilla vinsælda. Þýðandi Sigrún Árnadóttir. Almennt verð kr. 8.890. Félagsverð kr. 7.560. Ég vil líka fara í skóla Gullfalleg myndabók fyrir yngri börnin og skemmti- leg saga um Lenu litlu sem fékk að fara í skólann með bróður sínum einn dag. Myndir eftir llon Wikland. Þýðandi Ást- hildur Egilson. Almennt verð kr. 4.940. Félagsverð kr. 4.200. Mál og menning JAFN ÆGILEGT OG RAUNVERULEIKINN SKUGGI ÚLFSINS eftir JAMES BARWICK Að kvöldi hins 10. mai 1941 stökk annar valdamesti maöur Hitlers- Þýskalands, Rudolf Hess, i fallhlíf úr flugvél yfir Skotlandi. Við lendingu fótbrotnaði hann og enginn vissi hver hann var og gaf hann sér nafnið Al- fred Horn. Með honum i vélinni var annar maóur sem einnig nefndist Al- fred Horn. í hvaða dularfullu erinda- gjörðum var Hess þegar hann brot- lenti, var hann þar án vitneskju eða að fyrirskipun Hitlers? Hin stórkostlegu ævintýri Alfreds Horn í Bretlandi og Bandaríkjunum fá lesandann til að standa á öndinni af spenningi. Þetta er hrollvekjandi saga af mannaveiðum og stórkostlegum áhættum. Frá sögulegu sjónarmiði eru getgátur bókarinnar jafn furðulegar og ægilegar eins og raunveruleikinn. Verð gkr. 14.820 — nýkr. 148,20 BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR ATBURÐIR SEM SKIPTU SKÖPUM FYRIR ÍSRAEL ÞRENNING eftir KEN FOLLETT Arið er 1968. Leyniþjónusta Isra- els hefur komist að því um seinan að Egyptar, með aðstoð Sovét- manna, munu eignast kjarn- orkuvopn innan nokkurra mán- aða — sem þýddi ótímabaeran endi á tilveru hinnar ungu þjóð- ar. ísraelsmenn brugðu þá á það ráð að stela úrani útiárúmsjóog segir frá því einstaka þrekvirki í þessari bók. Þetta er eitthvert furðulegasta njósnamál síðustu áratuga og best geymda leyndar- mál aldarinnar. Jafnframt því að vera hörkuspennandi er ÞRENNING stór- furðuleg ástarsaga. Verð gkr. 15.930 — nýkr. 159,30 ,BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR BAK VIÐ —---- LOKAÐAR DYR LAGA OG RÉTTAR VERNDARENGLAR eftir SIDNEY SHELDON Jennifer Parker er gáfuð, glæsileg og einörð. í fyrsta réttarhaldinu sem hún vann að sem laganemi verður hún til þess aö saksóknarinn sem hún vinn- ur með tapar málinu, sem snerist gegn Mafíunni. Leggur hann hatur á hana fyrir vikiö og gerir allt sem í hans valdi stendur til að útiloka framtíð hennar sem lögfræðings. En allt kemur fyrir ekki. Jennifer Parker vinnur sig upp með þrautseigju, meö því að taka að sér mál alls kyns hópa, sem enginn lögfræðingur vill láta bendla sig vió. Árangurinn lætur ekki á sér standa, hún veröur einhver mest hrífandi og eftirsóttasti lögfræðingur Bandaríkjanna. Jennifer Parker er stórbrotnasta persóna sem Sidney Sheldon hefur skapað — kona, sem meö því einu að vera til, hvetur tvo menn til ásta og ástríöna . . . og annan þeirra til óhæfuverka. Verógkr. 15.930 —nýkr. 159,30 ,BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.