Tíminn - 17.12.1980, Síða 14

Tíminn - 17.12.1980, Síða 14
14 Miðvikudagur 17. desember 1980 Slysavarnadeildin Hraunprýði í Hafnarfirði 50 ára Þann 17. desember 1980 telur Slysavarnadeildin Hraunprýði i Hafnarfirði 50 starfsár að baki. Svo segir i fyrstu fundargjörð um stofnun deildarinnar. „Sunnu- daginn 7. desember 1930 klukkan 4 siðdegis hafði stjórn Kvenna- deildar Slysavarnafélags Islands i Reykjavik boðað til fundar við sig konur i Hafnarfirði til að ræða um félagsstofnun Kvennadeildar hér i Hafnarfirði. Fundurinn var haldinn i húsi K.F.U.M. hér i bænum og fundarstjóri var skipuð frú Sigriður E. Sæland ljósmóðir. Mættur var á íundinn forseti Slysavarnafélags íslands, Guð- mundur Björnsson landlæknir og bauð fundarstjóri honum fyrst orðið. Hélt áðurnefndur snjalla ræðu um björgun og björgunar- starfsemi, sem þökkuð var með lófataki. Einnig töluðu um þetta málefni þau Þorsteinn i Þórs- hamri, Guðrún Jónasdóttir og Jónina Jónatansdóttir öll úr Reykjavik. Einnig Sigriður E. Sæland, Magnús Kjartansson og Stigur Sæland úr Hafnarfirði. Fundarkonur ákváðu að stofna hér i Hafnarfirði nú á íundinum Kvennadeild Slysavarnafélags Islands i Hafnarfirði og i félagið skráðu sig á fundinum 16 konur. Fundurinn samþykkti Sigriði E. Sæland sem formann fyrir þessa deild með lófataki. Frekari stjórnarkosningu var frestað og ákveðið að halda framhaldsstofn- fund innan skamms.” Framhaldsstofníundur var svo haldinn miðvikudaginn 17. des. 1930 i húsi K.F.U.M. kl. 9 s.d. ,,A þeim fundi voru samþykkt lög fyrir félagið og kosin stjórn. For- maður var áður kosinn Sigriður E. Sæland, ritari var kosinn frk. Sólveig Eyjólfsdóttir, Jófriðar- vegi 3 og gjaldkeri frú Ólafia Þor- láksdóttir, Hverfisgötu 4, vara- formaður frú Guðrún Jónsdóttir, Strandgötu 50, vararitari frk. Helga Ingvarsdóttir, Strandgötu 39, varagjaldkeri frú Rannveig Vigfúsdóttir, Vesturhamri 4. í fé- lagið skráðu sig á þessum fundi 29 konur. í fundarlok var sunginn sálmurinn „Faðir andanna” og frú Guðrún Lárusdóttir úr Reykjavik lék með á orgel.” 1 hálfa öld hefur félagsstarfið farið fram eftir upphaflega sett- um reglum félagsins. Frá fyrstu tið og fram á þennan dag eru haldnir félagsfundir einu sinni i mánuði frá okt. -mai og hefur ör- sjaldan skeð að fallið hafi niður fundir i öll þessi ár, enda næg verkefni að vinna að i sambandi við fjáröflun til slysavarnamál- anna. Aðalstjórn Slysavarnafélags íslands, með aðsetri i Reykjavik hefur umsjón með öllum fram- kvæmdum deildanna hvar sem er á landinu og þar af leiðandi er hverri deild skylt að færa aðal- stjórn 3/4 hluta af innkomnum tekjum árlega, en 1/4 hluta er ráðstafaðá heimaslóðum hverrar deildar. Frá upphafi hafa Hraunprýðis- konur verið ótrauðar við að rétta fram hönd málefninu til stuðnings og svo má einnig segja um hinn almenna hafnfirska borgara, ásamt og með forráðamönnum bæjarins. Er það til mikils sóma fyrirbæjarfélagiðhversu miklum skilningi og traustum stuðningi S.V.D. Hraunprýði hefur orðið aðnjótandi gegnum árin. Núverandi stjórn Hraunprýði er þannig skipuð: Stjórnarformaður: Hulda Sigurjónsdóttir. Varaformaður: Esther Kláus- dóttir. Ritari: Jóhanna Brynjólfsdóttir. Gjaldkeri: Sigþrúður Jónsdótt- ir. Meðstjórnendur: Nikólina Einarsdóttir, Kristbjörg Guð- mundsdóttir, Halldóra Aðal- steinsdóttir, Sólveig Eyjólfsdótt- ir. t tilefni 50 ára afmælis Hraun- prýði verður hátiðarfundur hald- inn i Snekkjunni — Skiphól mið- vikudaginn 17. desember 1980, sem hefst með borðhaldi kl. 19.30. Fremri röð frá vinstri: Sigþrúður Jónsdóttir, gjaldkeri, Hulda Sigur- I Kristbjörg Guðmundsdóttir, Ester Kláusdóttir, varaform. Sigríður jónsdóttir, form. Jóhanna Brynjólfsdóttir, ritari. Guðmundsdóttir, (látin á árinu.) Ilalldóra Aðaisteinsdóttir. Aftari röð frá vinstri: Sólveig Eyjólfsdóttir, Nikóiína Einarsdóttir, | ( Verzlmi €£ Pjóimsta ) Flot á þorskanet, grásleppunet og síldarnet. Trollkúlur. Belgir. Bauju- belgir. Fenders. Veiðarfæri til línu og neta- veiða. Sjáva rafurðadeild Sambandsins Simi 28200. Skeide Fiskþvotta vélar Sjávaraf urðadeild Sambandsins Sími 28200 NYTT Brautir fyrir viðarloft Original Z-gardinubraut- írnar (Jtskornir trékappar Kappar fyrir óbeina lýsingu (Jrval ömmustanga Q Gardínubmutir hf Skemmuvegi 10 Kóp. Simi 77900 Færibandareimar, plastbakkar, flök- unarhnifar, kúluhnífar, aðgerðahnif- ar, snyrtihnifar, f lökunarhnifar, hausunarhnifar, kolaflökunarhnifar, skelfiskhnifar, stálbrýni. § Sjávarafurðadeild Sambandsins Sími 28200 Hjallaefni. Sa It f isk og skreiðarstrigi. Bindigarn og saumgarn. Sjáva rafurðadeild Sambandsins sími 28200. Bifreiðaeigendur Ath. að við höfum varahluti i hemla, i allar geröir ameriskra bifreiða á mjög hagstcðu verði, vegna sérsamninga við amerlskar verksmiðjur, sem framleiða aðeins hemla- hluti. Vinsamlega gerið verðsamanburð. STILLJNG Sendum gegn póstkröfu Skeifan II simar 31340-82740. Viljugurþræll sem hentar þínum bíl! Á bifreiöum nútimans eru þurrkuarmarnir af mörgum mismunandi sfæröum og geröum. Samt sem aður hentar TRIDON beim óllum. Vegna frábærrar hönnunar eru þær einfaldar i ásetningu og víðhaldi. Með aöeins einu handtaki oðlast þú TRIDON öryggi. TRIDON ►► þurrkur- tímabær tækninýjung Fæst á öllum (tssoi bensinstóövum Svona einfalt er það. O/íufé/agiðhf fy Togvirar 1 l/4"-3 1/2" .4®'-*“———— % Vinnsluvírar í ♦ ^ l/2"-3 1/4" Sambandsins 1V Sjávarafurðad. sími 28200. interRent car rental Bílaleiga Akureyrar Akureyri TRYGGVABRAUT 14 S.21715 23515 Reykjavik SKEIFAN 9 S. 31615 86915 Mesta úrvalið, besta þjónustan. Við útvegum yður afslátt á bílaleigubílum erlendls. Y/*/*/J>’/Æ/jr/Æ/Æ/Æ/*/Æ/Æ/jr/Æ/Æ/jr/Æ/4 áVerksmiöjusala yilafbss A Opið þriðjudaga kl. 14-18 Fimmtudaga kl. 14-18 Eftirfarandi andi: Flækjulopi Flækjuband Aklæði Fataefni Fatnaöur jafnan fyrirliggj- Værðarvoðir Treflar Faldaðar mottur Sokkar o.m.fl. {A y^lafoss MOSFELLSSVEIT r/Æ/Æ/Æ/Æ/jyjr/jY/r/r/Æ/r/r/r/r/Æ/j

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.