Fréttablaðið - 17.06.2007, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 17.06.2007, Blaðsíða 1
Sunnudagar *Samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent í maí 2007 Lestur meðal 18–49 ára á höfuðborgarsvæðinu 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 46% M o rg u n b la ð ið F ré tt a b la ð ið 71% Ekki bara sonur Geirs Stærsta opinbera pókermótið sem haldið hefur verið hér á landi fór fram í gær, og spil- uðu rúmlega 150 á mótinu. Spilað var upp á 600 þúsund krónur í verðlaun. Lögreglan kannaði hvað fram fór á mótinu en stöðvaði það ekki, þrátt fyrir lagaákvæði um fjárhættuspil. Sindri Lúðvíksson, umsjónar- maður mótsins, segir að það hafi gengið afar vel. Rúmlega 150 þátttakendur hafi mætt til leiks, og hver borgað 4.000 krónur í þátttökugjald. Allur aðgangseyr- ir hafi svo runnið upp í verðlauna- fé fyrir þá sem bestum árangri náðu á mótinu, og verðlaunafé því samtals rúmar 600 þúsund krón- ur. Athygli vakti að engin kona tók þátt í mótinu. Sindri segir lögreglumenn hafa komið og rætt við sig um það sem fram fór í gær. Hann segir mótið löglegt þrátt fyrir ákvæði í hegn- ingarlögum sem leggja sektir eða fangelsi allt að einu ári við því að hafa atvinnu af fjárhættuspili eða koma öðrum til þátttöku í fjár- hættuspili. Mótið var haldið á vegum vefverslunarinnar gismo. is, sem selur vörur tengdar fjár- hættuspili. Rúmlega 150 spiluðu póker Lögregla stöðvaði ekki fyrsta opinbera pókermótið sem haldið hefur verið hér á landi. Aðgangseyrir að mótinu, samtals 600 þúsund krónur rann upp í verðlaunafé fyrir þá sem náðu bestum árangri. Engin kona tók þátt í mótinu. Kvennalandsliðið í knattspyrnu knúði fram ein bestu úrslit í sögu A-landsliða Íslands í gær með frábærum sigri á Frökkum. Leikurinn var í undankeppni Evrópumótsins á næsta ári en Frakkar eru í 7. sæti á styrkleikalista FIFA en Ísland í sæti númer 21. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði eina mark leiksins með skalla stuttu fyrir leikslok. Frakkar sóttu mun meira og hefðu hæglega getað skorað en öguð og skipulögð vörn, auk góðrar markvörslu Þóru B. Helgadóttur, héldu liðinu inni í leiknum áður en Margrét skoraði undir leikslok. „Að leggja svona sterkt lið að velli er ótrúlegt og það gekk eiginlega allt upp hjá okkur. Ég er ótrúlega sáttur og stoltur af liðinu,“ sagði landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson meðal annars í gær. Vann glæstan sigur á Frökkum Góð þátttaka var í ferð Ferðafélags Íslands eftir Kóngsveginum svonefnda til Þingvalla og Laugarvatns í gær. Hópurinn fékk óvænta kveðju frá Margréti Þórhildi Danadrottningu, en ferðin var farin til að minnast heimsóknar Kristjáns VIII fyrir 100 árum og því var ekið á fornbílum. Leif Mogens Reimann, sendiherra Dan- merkur á Íslandi, var með í för ásamt eig- inkonu sinni, og las hann upp kveðju frá Margréti Þórhildi. „Í kveðjunni fagnaði hún því að Íslendingar minntust 100 ára afmælis heimsóknar Kristjáns VIII, og sagði það merki um sterk tengsl þjóðanna nú og á öldum áður,“ segir Reimann. Hann segir áheyrendur hafa orðið afar hrærða við lestur kveðjunnar, sem hafi átt sérlega vel við á þessum skemmtilega degi. Hópurinn fékk leyfi til að aka niður Almannagjá eins og gert var þegar Kristj- án VIII kom hingað til lands, og sagði Reimann það ógleymanlega upplifun að aka þessa leið á fornbílunum. Íslendingar fagna því í dag að 63 ár eru liðin frá því landið varð lýðveldi og sjálfstæð- isbaráttu þjóðarinnar lauk formlega. Skipulögð eru hátíða- höld í öllum bæjarfélögum landsins. Í Reykjavík hefst hátíðisdagur- inn með samhljóm kirkjuklukkna þegar klukkuna vantar fimm mínútur í tíu. Eftir hann verður blómsveigur lagður á leiði Jóns Sigurðssonar, helsta leiðtoga Íslendinga í sjálfstæðisbarátt- unni. Það er kominn 17. júní Eldur varð laus á bifreiðaverkstæði á Selfossi á níunda tímanum í gærkvöldi. Að sögn lögreglu var mikill eldur og reykur í húsinu þegar að var komið og hætta á ferðum þar sem vitað var að gaskútar og eldfim efni voru innandyra. Vel gekk að slökkva eldinn, og var slökkvistarfi að mestu lokið um klukkan 22 í gærkvöldi. Í það minnsta einn bíll var inni á verkstæðinu, en enginn var að vinna í húsinu þegar eldurinn kom upp. Verkstæðið er afar illa farið, en annað fyrirtæki í sama húsi slapp við mikið tjón. Gaskútar og þynnir inni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.