Fréttablaðið - 17.06.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 17.06.2007, Blaðsíða 6
Lykill að fortíðinni Landnámssýningin við Aðalstræti veitir gestum tækifæri til að skyggnast inn í lífið á landnámsöld. Miðpunktur sýningar- innar er skálarúst frá 10. öld. Einnig má þar finna fornleifar frá því um 871 og eru það elstu mannvistarleifar sem fundist hafa á Íslandi. Einstök margmiðlunartækni gerir gestum kleift að ímynda sér hvernig lífi heimilisfólks í fyrstu byggð Reykjavíkur var háttað og hvernig umhverfi og landslag borgarinnar var við landnám. Aðalstræti 16 www.reykjavik871.is Mikill erill var hjá lögreglunni á Akureyri í fyrrinótt og þurftu lögreglu- menn að hafa afskipti af tvennum hópslags- málum og stöðva fjölda annarra slagsmála. Mikill fjöldi gesta er í bænum um helgina og segja lögreglumenn að ástandið hafi verið eins og um verslunarmannahelgi. Bíladagar eru á Akureyri um helgina, auk þess sem útskrift Menntaskólans á Akureyri dregur til sín eldri útskriftarárganga. Fjöl- margir voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur á leið til bæjarins þótt enginn hafi mælst á sviptingarhraða. Fangageymslur lögreglu voru fullar eftir nóttina, segir Ólafur Ásgeirsson aðstoðar- yfirlögregluþjónn á Akureyri. Hann segir að flestir sem lögregla hafi haft afskipti af hafi verið ölvaðir, þó einhver fíkniefnamál hafi einnig komið til kasta lögreglu. Lögreglan var kölluð að tjaldstæðinu að Hömrum á fjórða tímanum um nóttina þar sem ráðist hafði verið á mann. Lögreglan hafði afskipti af árásarmanninum en þá kom annar maður að og veittist að lögreglu. Báðir mennirnir voru handteknir en lögreglumenn- ina sakaði ekki. Aftur var óskað eftir aðstoð lögreglu á tjaldstæðinu um klukkustund síðar vegna hópslagsmála á svæðinu. Gæslumaður á tjaldsvæðinu slasaðist þegar ráðist var á hann áður en lögreglan skakkaði leikinn. Ekki komst þó friður á eftir þetta, því hópslagsmál brutust aftur út á sjötta tíman- um á tjaldstæðinu. Hópslagsmál brutust út á tjaldstæðinu Þrettán ára drengur hóf upp raust sína í gær í fyrsta sinn síðan hann var þriggja ára. Ben Grocock var aðeins þriggja ára þegar hann hótaði foreldrum sínum að hætta að tala ef þau legðu hann inn á sjúkrahús til kirtlatöku. Hann stóð við hótun- ina og hætti að tala næstu tíu árin. Grocock rauf loks þagnareiðinn eftir að hafa fengið hvatningu á sjálfstraustsnámskeiði hjá slökkviliði bæjarins. Þagði í tíu ár Fyrsta þing IN, sam- bands norræns starfsfólks í iðnaði, var haldið í Reykjavík á föstudag. Fulltrúar norrænna verkalýðsfélaga sátu fundinn auk forystumanna frá Evrópusam- böndum verkafólks og alþjóða- samtökum. Á þinginu var sérstaklega fjallað um framtíðarsýn hinnar alþjóðlegu verkalýðshreyfingar í hnattrænu viðskiptalífi. Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir að stærstu málin sem félögin standa frammi fyrir séu hvernig bregðast eigi við aukinni orku- þörf og gróðurhúsaáhrifum. Norrænu samtökin urðu til við samruna norræna málmiðnaðar- sambandsins og norræna iðnaðarsambandsins. Félagsmenn eru um 1,2 milljónir manna. Rætt um fram- tíð verkalýðsfé- laganna „Elsti þátttakand- inn sem við vitum um í ár var 100 ára kona sem hljóp á Hrafnistu í Reykjavík,“ segir Jóna Hildur Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Kvennahlaupsins. „Það sem er svo skemmtilegt við þetta er að kynslóðirnar koma þarna saman og hlaupa. Mömmurnar koma með litlu stelpurnar í vögnunum og ömmurnar koma líka með.“ Hlaupið var haldið í átjánda skipti í ár og er talið að um sex- tán þúsund konur hafi tekið þátt. Hlaupið fór fram á níutíu stöðum hér á landi, meðal annars á nokkrum hjúkrunarheimilum, og á átján stöðum erlendis. Á Ítalíu var heill kvennakór á ferðalagi sem tók þátt. Konurnar tóku bolina með sér út og hlupu þar sem þær voru. Jóna Hildur segir að það sé algengt að vin- kvennahópar á ferðalögum geri þetta til að missa ekki af hlaup- inu. Eins eru mörg Íslendingafé- lög erlendis sem skipuleggja hlaupin. „Ég veit um margar konur sem hafa hlaupið öll árin. Í ár var líka ein átta ára stelpa sem var að taka þátt í áttunda skipti. Hún hafði fyrst komið átta mánuða í kerrunni með mömmu sinni.“ Myndir frá hlaupinu má finna á www.sjóvá.is. Samstarfsaðili Kvennahlaupsins í ár er Hjarta- vernd og var slagorð hlaupsins Hreyfing er hjartans mál. Kynslóðir sameinuðust Sextán þúsund konur um allt land tóku þátt í Kvennahlaupinu í gær. Skoðar þú klám reglulega? Er rétt að gera ökutæki þeirra sem aka langt yfir hámarks- hraða upptæk? Margrét María Sigurðardóttir lögfræðingur hefur verið skipuð í embætti umboðsmanns barna til næstu fimm ár. Hún tekur við störfum 1. júlí. Margrét María lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1990. Hún hefur verið fram- kvæmdastjóri Jafnréttisstofu frá 2003 en starfaði áður sem lögfræðingur og rak eigin lögmannsstofu um árabil. Hún starfaði áður sem fulltrúi sýslumanns á Ísafirði, Húsavík og Blönduósi. Margrét María hefur sinnt margvíslegum trúnaðarstörfum á sviði jafnréttis- og fjölskyldu- mála. Nýr umboðs- maður barna Yfir þrjú hundruð fyrirtæki þurfa að sæta því að aflaheimildir þeirra séu skertar um rúmlega 4,7 prósent vegna byggðakvóta, línuívilnunar og bóta vegna skel- og rækjubáta, en úthlutun stendur nú yfir fyrir yfirstandandi fiskveiðiár. Heildarúthlutun í þessum teg- undum nemur 270.065 þorskígild- istonnum, en skerðingin sem fyr- irtækin verða fyrir nemur 12.280 þorskígildistonnum. HB Grandi hf, Brim hf, Samherji hf, Þor- björn hf, Vísir hf, FISK-Seafood hf., eru þau fyrirtæki sem verða fyrir mestri skerðingu. 300 fyrirtæki fá minni heimildir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.