Fréttablaðið - 17.06.2007, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 17.06.2007, Blaðsíða 21
Actavis Group hf. Dalshrauni 1 220 Hafnarfirði s 535 2300 f 535 2301 @ actavis@actavis.com w www.actavis.com Actavis er alþjóðlegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og sölu hágæðasamheitalyfja. Hjá Actavis starfa um 11 þúsund einstaklingar í 40 löndum, sem eru reiðbúnir að taka áskorunum með það að markmiði að "koma Actavis" í fremstu röð samheitalyfjafyrirtækja. Actavis leitar að metnaðarfullum einstaklingum til starfa sem eru tilbúnir að takast á við krefjandi verkefni. Actavis leitast við að ráða starfsfólk sem: • sýnir metnað í hverju því sem það innir af hendi • sýnir viðskiptavinum fyrsta flokks þjónustulund • leggur áherslu á samvinnu, því í sameiningu komumst við lengra en við getum ein • ber virðingu fyrir auðlindum sínum og sýnir hagkvæmni í daglegum störfum • hefur nægjan sveigjanleika til að geta gripið tækifærin sem því gefast • sýnir framsækni og lætur hlutina gerast …eða með öðrum orðum hefur þú áhuga á að starfa á alþjóðlegum vettvangi? Nánari upplýsingar veitir Erla Hrönn Diðriksdóttir, edidriksdottir@actavis.com. Umsóknir óskast fylltar út á www.actavis.is, undir Störf í boði fyrir 24. júní n.k. Sérfræðingur í skráningadeild Starfið tilheyrir þróunarsviði Actavis Group og felur í sér ráðgjöf í tengslum við þróunarverkefni, samantekt skráningargagna fyrir ný lyf þróuð á Íslandi til markaðssetningar á markaði Evrópusambandsins og víðar, uppfærslur á skráningargögnum, ásamt því að svara athugasemdum og annmarkabréfum yfirvalda. Einnig er um að ræða samskipti við viðskiptavini og skráningaryfirvöld um tæknileg atriði er snerta skráningarmál og upplýsingagjöf um skráningargögn til annarra deilda fyrirtækisins. Við leitum að einstaklingi með háskólapróf á sviði raunvísinda, s.s. lyfjafræði, matvælafræði eða sambærilegri menntun. Gerð er krafa um nákvæm, öguð og sjálfstæð vinnubrögð. Sérfræðingur í lyfjaþróun Starfið tilheyrir þróunarsviði Actavis Group og felur í sér að annast verkþætti og verkstjórn er tengjast lyfjaþróunarverkefnum fyrirtækisins með sérstaka áherslu á efnafræðileg úrlausnarefni. Jafnframt annast viðkomandi skipulagningu og framkvæmd tilrauna, úrvinnslu á gögnum, skýrslugerð og ritun skjala í gæðakerfi fyrirtækisins. Við leitum að einstaklingi með háskólapróf í efnafræði og reynslu af rannsóknum. Kostur ef viðkomandi hefur reynslu af lyfjaiðnaði og þekkingu á gæðastjórnun. Gerð er krafa um nákvæm, öguð og sjálfstæð vinnubrögð. Reynsla af verkefnastjórnun æskileg. Krefjandi störf hjá framsæknu fyrirtæki í alþjóðlegu umhverfi Medis er eitt af dótturfyrirtækjum Actavis Group og annast sölu á lyfjum og lyfjahugviti fyrir samstæðuna til annarra lyfjafyrirtækja sem selja lyf undir eigin vörumerkjum. Á meðal viðskiptavina Medis eru öll stærstu samheitalyfjafyrirtæki í Evrópu. Hjá Medis er stefnt að því að vera fyrst á markað með ný samheitalyf um leið og einkaleyfi falla úr gildi. Sérfræðingur - Business Development Starfið felur í sér sölu og samningagerð á lyfjatengdu hugviti og lyfjum til viðskiptavina Medis erlendis, samskipti við umboðsmenn og dótturfélög erlendis, tilboðsgerð og samskipti við viðskiptavini og leit að nýjum viðskiptatækifærum. Við leitum að einstaklingi með háskólamenntun á sviði lyfjavísinda eða hliðstæða menntun, starfsreynsla á sviði samningagerða og krefjandi samskipta er kostur. Sérfræðingur - Customer Service Starfið felur í sér samskipti við erlenda viðskiptavini vegna vöru- sölu, þ.e. móttaka og afgreiðsla pantana, ásamt tilheyrandi eftir- fylgni og stuðningi við viðskiptavini og framleiðslueiningar Actavis. Við leitum að einstaklingi með háskólamenntun, mjög góða enskukunnáttu bæði í töluðu og rituðu máli, þekking á fleiri tungumálum er kostur. Gerð er krafa um nákvæm, öguð og sjálfstæð vinnubrögð. Verkefnastjóri - Launch Coordination Starfið felst í að tryggja að innleiðing vara á markað sé á réttum tíma og leggja áherslu á innleiðingu eldri vara á nýja markaði. Starfið felst aðallega í skipulagningu á innleiðingu nýrra vara, að hafa yfirsýn yfir stöðu mála, eftirfylgni verkefna og samskipti við erlenda viðskiptavini, framleiðslueiningar Actavis og aðrar deildir innan fyrirtækisins. Við leitum að einstaklingi með háskólamenntun sem er skipulagður og góður að vinna í hóp. Gerð er krafa um nákvæm, öguð og sjálfstæð vinnubrögð. Sérfræðingur í breytingaumsóknum Starfið tilheyrir þróunarsviði Actavis Group og felur í sér skipulagningu breytingaumsókna er varða flutning á framleiðslu lyfja á milli framleiðslustaða, gæðalýsingu á lokaafurð ásamt fleiri breytingum og uppfæra skráningagögn í samræmi við breytingaumsóknir. Um er að ræða upplýsinga- og ráðgjöf er varða breytingaumsóknir sem og mikil samskipti við erlenda viðskiptavini, lyfjayfirvöld og aðrar deildir/dótturfyrirtæki Actavis. Við leitum að einstaklingi með háskólapróf á sviði raunvísinda. Gerð er krafa um nákvæm, öguð og sjálfstæð vinnubrögð. Auk þess er gerð krafa um mjög góða ensku- og tölvukunnáttu. Sérfræðingur á markaðssviði Starfið tilheyrir markaðssviði Actavis Group. Markaðsfulltrúi er meðlimur í teymi sem ber ábyrgð á markaðssetningu lyfja hjá Actavis á Íslandi. Starfið felur í sér kynningar á lyfjum og samskipti við heilbrigðisstarfsfólk. Viðkomandi ber ábyrgð á markaðsáætlunum og kynningum fyrir ákveðin lyfseðilsskyld lyf. Starfið felur einnig í sér gerð kynningar- og fræðsluefnis ásamt öðrum verkefnum á sviði markaðsmála. Við leitum að einstaklingi með háskólamenntun í lyfjafræði og/eða reynslu af lyfjakynningum. Gerð er krafa um góða íslensku- og enskukunnátta sem og góða almenna tölvukunnáttu. Verkefnastjóri í skráningadeild fyrir eigin vörumerki Starfið tilheyrir skráningarsviði Actavis Group og felur í sér undirbúning við innsendingu skráningarumsókna í nafni Actavis innan og utan Evrópusambandsins. Í því felst m.a. að útvega skráningargögn, vottorð og fleiri stuðningsgögn sem fylgja þurfa umsóknum. Verkefnastjóri er í miklum samskiptum við skráningarfólk Actavis víðs vegar um heiminn, safnar saman upplýsingum um skráningastöðu verkefna og styður við skipulagningu á markaðssetningu nýrra vara. Við leitum að einstaklingi með háskólanám á sviði raunvísinda. Gerð er krafa um nákvæm, öguð og sjálfstæð vinnubrögð. Reynsla af skráningavinnu er kostur. Verkefnastjóri í skráningaferladeild Starfið tilheyrir skráningarsviði Actavis Group og felur í sér undirbúning og innsendingu skráningarumsókna innan Evrópusambandsins. Verkefnastjóri tekur þátt í mótun skráningarstefnu og ber ábyrgð á sínum verkefnum þar til markaðsleyfi fæst. Um er að ræða mikil samskipti við evrópskar lyfjastofnanir, ráðgjafa og viðskiptavini Við leitum að einstaklingi með háskólanám á sviði raunvísinda. Gerð er krafa um nákvæm, öguð og sjálfstæð vinnubrögð. Reynsla af verkefnastjórnun er kostur. Sérfræðingur í þróunardeild mæliaðferða Starfið tilheyrir þróunarsviði Actavis Group og felur í sér þróun og gildingar á mæliaðferðum sem nota á við losun á framleiðsluvörum á markað. Þessar aðferðir eru einnig notaðar við þróun á nýjum lyfjaformum hjá fyrirtækinu til að meta hvort tilraunalotur í nýjum verkefnum séu sambærilegar að gæðum eins og frumlyf sem þegar eru á markaði. Starfið er sambland af verklegri vinnu inni á rannsóknarstofu, úrvinnslu á gögnum og skýrslugerð. Við leitum að einstaklingi með háskólapróf á sviði raunvísinda, nauðsynlegt að hafa góðan grunn í efnafræði og efnagreiningu. Starfsreynsla af rannsóknavinnu þar sem krafist er nákvæmni og staðlaðra vinnubragða við öflunar og úrvinnslu gagna kostur. Starfsmaður í geymsluþolsdeild Starfið tilheyrir þróunarsviði Actavis Group og felur í sér gerð geymsluþolsáætlana og geymsluþolsforskrifta fyrir lyf sem framleidd eru á Íslandi. Starfið felur jafnframt í sér að hefja geymsluþols- prófanir, senda sýni í rannsókn á tilskyldum tíma, útbúa fylgiskjöl og senda sýni til starfsstöðva Actavis í öðrum löndum vegna geymsluþolsmælinga sem fram fara þar. Við leitum að einstaklingi með stúdentspróf eða sambærilega menntun. Gerð er krafa um nákvæm, skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð. ВЫ ЗАИНТЕРЕСОВАНЫ РАБОТАТЬ В МЕЖДУНАРОДНОЙ КОМПАНИИ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.