Fréttablaðið - 17.06.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 17.06.2007, Blaðsíða 10
Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Fyrir hundrað árum var íslenskur fáni í fyrsta skipti dreginn að húni víðs vegar um landið. Þessi fáni var blár og hvítur og var síðar skipt út fyrir þann fána sem við flöggum nú á 17. júní. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur þekkir sögu bláhvíta fánans vel. „Þann 17. júní 1907 gengust stjórnar- andstæðingar fyrir miklum hátíðar- höldum og bláhvítir fánar voru dregnir að húni víða, að minnsta kosti fimmtíu flaggstangir voru taldar í Reykjavík,“ segir Guðjón. „Þetta var ekki vel séð af öllum því dannebro var náttúru- lega okkar löglegi fáni á þessum tíma,“ bætir hann við. Hugmyndin að bláhvíta fánanum var upphaflega komin frá Einari Benedikts- syni skáldi og hans fjölskyldu að sögn Guðjóns. „Bláhvíti fáninn sást fyrst í revíu sem Einar samdi og hét Við höfn- ina og var sýnd í Fjalakettinum við Aðalstæti árið 1894. Það var náfrænka Einars, Ólafía Jóhannsdóttir sem saumaði þann fána. Síðan var sá fáni notaður á þjóðhátíð í Reykjavík 1897 en það var aðallega fjölskylda Einars sem stóð fyrir því og eins við vígslu Valhallar á Þingvöllum 1898. Eftir það sást fáninn ekki mikið fyrr en að fána- málið svokallaða blossaði upp á árun- um 1906 til 1907.“ Aukinn kraftur hafði færst í sjálf- stæðisbaráttuna á þessum tíma að sögn Guðjóns og telur hann það ástæð- una fyrir því að ákveðið var að halda upp á afmælisdag Jóns Sigurðsson- ar með þessum hætti. „Ýmsir er- lendir atburðir, eins og það að Norð- menn höfðu slitið sig lausa frá Svíum árið 1905, ýttu undir það að Íslending- ar yrðu ákafari í sinni sjálfstæðisbar- áttu. Þarna var verið að gera Jón Sig- urðsson að eins konar tákni fyrir sjálf- stæðisbaráttuna sem hann varð síðan en hafði kannski ekki verið svo mikið áður. Bláhvíti fáninn var líka eitt af táknum sjálfstæðisbaráttunnar og notaður sem slíkur, sem svona uppreisnarfáni má segja.“ Guðjón segir að margir Íslendingar hafi á þessum tíma viljað fá bláhvíta fánann sem þjóðfána. „Viðbárurnar voru þær að hann væri of líkur gríska kon- ungsfánanum og þar sem gríski kóng- urinn var bróðir Danakonungs þótti það ómögulegt. Það voru líka stjórnarand- stæðingar sem héldu þessum fána á lofti og því voru heimastjórnarmenn kannski ekki svo hrifnir af honum. Því varð ofan á þegar við fengum löggiltan fána árið 1915 að það var þessi sem við þekkjum í dag.“ „Vér mótmælum allir.“ Stofnun íslenska lýðveldisins Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Klementína Margrét Klemenzdóttir Hagamel 31, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 19. júní kl. 15.00. Margrét Björgvinsdóttir Þráinn Viggósson Magdalena Björgvinsdóttir Kolbrún Björgvinsdóttir Dröfn Björgvinsdóttir Þorgeir Jónsson Mjöll Björgvinsdóttir Ólafur Stefánsson Drífa Björgvinsdóttir Benedikt Þ. Gröndal Hrönn Björgvinsdóttir ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubarn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra Skafta Friðfinnssonar Keflavík, síðast Hörgshlíð 4, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Vífilsstaða fyrir frábæra umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Svava Runólfsdóttir. Okkar ástkæri Hákon Franklín Jóhannsson Miðleiti 7, lést þriðjudaginn 12. júní á Landspítala Fossvogi. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 21. júní kl. 13.00. Katrín Hákonardóttir Arthur Echelberger Jóhann Hákonarson Dagný Jóhannsdóttir Erna Hákonardóttir Gernot Pomrenke Tryggvi Franklín Hákonarson barnabörn og barnabarnabörn. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Okkar ástkæra eiginkona, móðir, tengda- móðir, amma, dóttir systir og frænka, Jónfríður Valdís Bjarnadóttir Mosabarði 15, Hafnarfirði, lést á heimili sínu þriðjudaginn 12. júní sl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Kristófer Bjarnason Róbert Örn Kristjánsson Elsa Esther Kristófersdóttir Bárður Þór Sveinsson Alexandra Ýr Bjarni S. Kristófersson Gunnþóra Rut Bragadóttir Og aðstandendur. 80 ára afmæli Alma A.J. Júlíusdóttir Hansen er áttræð í dag. Hún nýtur dagsins ásamt vini í faðmi sonar, ömmu-, langömmubarna og fjölskyldna þeirra í Struer á Jót- landi. Að venju munu snittur og tertur verða boðnar vinum og vandamönnum hér á Fróni, en kallað verður til þess síðar. Árnaðaróskir er hægt að senda að Langagerði 9, sjálf kemur frúin heim næstkomandi miðvikudag. MOSAIK 50 ára afmæli Díana Vera Jónsdóttir hárskurðarmeistari býður til veislu vegna 50 ára afmælis síns hinn 15. júní. Veislan verður haldin að Kristnibraut 9 neðri hæð Grafarholti hinn 17. júní klukkan 15.00. Allir vinir og vandamenn eru velkomnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.