Fréttablaðið - 17.06.2007, Side 6

Fréttablaðið - 17.06.2007, Side 6
Lykill að fortíðinni Landnámssýningin við Aðalstræti veitir gestum tækifæri til að skyggnast inn í lífið á landnámsöld. Miðpunktur sýningar- innar er skálarúst frá 10. öld. Einnig má þar finna fornleifar frá því um 871 og eru það elstu mannvistarleifar sem fundist hafa á Íslandi. Einstök margmiðlunartækni gerir gestum kleift að ímynda sér hvernig lífi heimilisfólks í fyrstu byggð Reykjavíkur var háttað og hvernig umhverfi og landslag borgarinnar var við landnám. Aðalstræti 16 www.reykjavik871.is Mikill erill var hjá lögreglunni á Akureyri í fyrrinótt og þurftu lögreglu- menn að hafa afskipti af tvennum hópslags- málum og stöðva fjölda annarra slagsmála. Mikill fjöldi gesta er í bænum um helgina og segja lögreglumenn að ástandið hafi verið eins og um verslunarmannahelgi. Bíladagar eru á Akureyri um helgina, auk þess sem útskrift Menntaskólans á Akureyri dregur til sín eldri útskriftarárganga. Fjöl- margir voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur á leið til bæjarins þótt enginn hafi mælst á sviptingarhraða. Fangageymslur lögreglu voru fullar eftir nóttina, segir Ólafur Ásgeirsson aðstoðar- yfirlögregluþjónn á Akureyri. Hann segir að flestir sem lögregla hafi haft afskipti af hafi verið ölvaðir, þó einhver fíkniefnamál hafi einnig komið til kasta lögreglu. Lögreglan var kölluð að tjaldstæðinu að Hömrum á fjórða tímanum um nóttina þar sem ráðist hafði verið á mann. Lögreglan hafði afskipti af árásarmanninum en þá kom annar maður að og veittist að lögreglu. Báðir mennirnir voru handteknir en lögreglumenn- ina sakaði ekki. Aftur var óskað eftir aðstoð lögreglu á tjaldstæðinu um klukkustund síðar vegna hópslagsmála á svæðinu. Gæslumaður á tjaldsvæðinu slasaðist þegar ráðist var á hann áður en lögreglan skakkaði leikinn. Ekki komst þó friður á eftir þetta, því hópslagsmál brutust aftur út á sjötta tíman- um á tjaldstæðinu. Hópslagsmál brutust út á tjaldstæðinu Þrettán ára drengur hóf upp raust sína í gær í fyrsta sinn síðan hann var þriggja ára. Ben Grocock var aðeins þriggja ára þegar hann hótaði foreldrum sínum að hætta að tala ef þau legðu hann inn á sjúkrahús til kirtlatöku. Hann stóð við hótun- ina og hætti að tala næstu tíu árin. Grocock rauf loks þagnareiðinn eftir að hafa fengið hvatningu á sjálfstraustsnámskeiði hjá slökkviliði bæjarins. Þagði í tíu ár Fyrsta þing IN, sam- bands norræns starfsfólks í iðnaði, var haldið í Reykjavík á föstudag. Fulltrúar norrænna verkalýðsfélaga sátu fundinn auk forystumanna frá Evrópusam- böndum verkafólks og alþjóða- samtökum. Á þinginu var sérstaklega fjallað um framtíðarsýn hinnar alþjóðlegu verkalýðshreyfingar í hnattrænu viðskiptalífi. Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir að stærstu málin sem félögin standa frammi fyrir séu hvernig bregðast eigi við aukinni orku- þörf og gróðurhúsaáhrifum. Norrænu samtökin urðu til við samruna norræna málmiðnaðar- sambandsins og norræna iðnaðarsambandsins. Félagsmenn eru um 1,2 milljónir manna. Rætt um fram- tíð verkalýðsfé- laganna „Elsti þátttakand- inn sem við vitum um í ár var 100 ára kona sem hljóp á Hrafnistu í Reykjavík,“ segir Jóna Hildur Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Kvennahlaupsins. „Það sem er svo skemmtilegt við þetta er að kynslóðirnar koma þarna saman og hlaupa. Mömmurnar koma með litlu stelpurnar í vögnunum og ömmurnar koma líka með.“ Hlaupið var haldið í átjánda skipti í ár og er talið að um sex- tán þúsund konur hafi tekið þátt. Hlaupið fór fram á níutíu stöðum hér á landi, meðal annars á nokkrum hjúkrunarheimilum, og á átján stöðum erlendis. Á Ítalíu var heill kvennakór á ferðalagi sem tók þátt. Konurnar tóku bolina með sér út og hlupu þar sem þær voru. Jóna Hildur segir að það sé algengt að vin- kvennahópar á ferðalögum geri þetta til að missa ekki af hlaup- inu. Eins eru mörg Íslendingafé- lög erlendis sem skipuleggja hlaupin. „Ég veit um margar konur sem hafa hlaupið öll árin. Í ár var líka ein átta ára stelpa sem var að taka þátt í áttunda skipti. Hún hafði fyrst komið átta mánuða í kerrunni með mömmu sinni.“ Myndir frá hlaupinu má finna á www.sjóvá.is. Samstarfsaðili Kvennahlaupsins í ár er Hjarta- vernd og var slagorð hlaupsins Hreyfing er hjartans mál. Kynslóðir sameinuðust Sextán þúsund konur um allt land tóku þátt í Kvennahlaupinu í gær. Skoðar þú klám reglulega? Er rétt að gera ökutæki þeirra sem aka langt yfir hámarks- hraða upptæk? Margrét María Sigurðardóttir lögfræðingur hefur verið skipuð í embætti umboðsmanns barna til næstu fimm ár. Hún tekur við störfum 1. júlí. Margrét María lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1990. Hún hefur verið fram- kvæmdastjóri Jafnréttisstofu frá 2003 en starfaði áður sem lögfræðingur og rak eigin lögmannsstofu um árabil. Hún starfaði áður sem fulltrúi sýslumanns á Ísafirði, Húsavík og Blönduósi. Margrét María hefur sinnt margvíslegum trúnaðarstörfum á sviði jafnréttis- og fjölskyldu- mála. Nýr umboðs- maður barna Yfir þrjú hundruð fyrirtæki þurfa að sæta því að aflaheimildir þeirra séu skertar um rúmlega 4,7 prósent vegna byggðakvóta, línuívilnunar og bóta vegna skel- og rækjubáta, en úthlutun stendur nú yfir fyrir yfirstandandi fiskveiðiár. Heildarúthlutun í þessum teg- undum nemur 270.065 þorskígild- istonnum, en skerðingin sem fyr- irtækin verða fyrir nemur 12.280 þorskígildistonnum. HB Grandi hf, Brim hf, Samherji hf, Þor- björn hf, Vísir hf, FISK-Seafood hf., eru þau fyrirtæki sem verða fyrir mestri skerðingu. 300 fyrirtæki fá minni heimildir

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.