Fréttablaðið - 25.06.2007, Page 4
Bankarnir hafa hækkað
verðtryggða vexti um tvö pró-
sent frá áramótum. Samt hefur
Seðlabankinn ekki hækkað stýri-
vexti sína síðan í lok desember.
Kristján Óskarsson hjá Glitni
og Friðrik S. Halldórsson hjá
Kaupþingi segja þessar hækkan-
ir á verðtryggðum vöxtum vera
afleiðing af stýrivaxtahækkun-
um Seðlabankans. Hækkanir
Seðlabankans taki lengri tíma að
hafa áhrif á verðtryggða vexti
en óverðtryggða. Óverðtryggðir
vextir fylgja beint vöxtum Seðla-
bankans sem eru einnig óverð-
tryggðir.
„Þegar verðbólga lækkar eins
og hefur gerst núna er orðið
óhagstætt að vera með verð-
tryggð innlán. Því hækka þau
svo að innistæðueigendur verði
ekki óánægðir og fari eitthvert
annað,“ segir Friðrik. Þá þurfi
að hækka útlánsvextina til að
halda jafnvægi. „Annars taka
menn verðtryggð lán og setja
þau inn á óverðtryggðar bækur,“
segir Friðrik. „Þetta eru mest
stórir aðilar sem spá í þetta og
leita að tækifærum til að hagn-
ast. Við reynum með þessum
vaxtahækkunum að halda aftur
af spákaupmönnunum sem eru
að spila á kerfið.“
Verðtryggðir vextir hækka
Gordon Brown, fjár-
málaráðherra Bretlands, tók í gær
við sem leiðtogi breska Verka-
mannaflokksins af Tony Blair á
fundi flokksins í Manchester. Á
miðvikudaginn tekur hann við
embætti forsætisráðherra lands-
ins af Blair.
Brown lofaði umbótum heima
fyrir og nýrri stefnu í utanríkis-
málum, sem byggðist á umræðu
frekar en hervaldi.
„Utanríkisstefnan mun endur-
spegla þann sannleika að til að ein-
angra og sigra hryðjuverkamenn
og öfgahópa þarf meira til en her-
vald,“ sagði Brown í jómfrúar-
ræðu sinni sem leiðtogi flokksins.
„Þetta verður barátta hugmynda
og hugsjóna sem verður háð á
næstu árum og unnin af heilum
hug hér heima og um allan heim.“
Óvinsældir Íraksstríðsins og
þátttaka Breta í því hafa skaðað
vinsældir Blair undanfarin ár.
Brown viðurkenndi mistökin í
stríðsrekstrinum og lofaði að lær-
dómur yrði dreginn af þeim.
„Íraksstríðið hefur valdið sundr-
ung, bæði í flokknum og í land-
inu,“ sagði Brown og bætti því við
að friðarumleitanir í Mið-Austur-
löndum yrðu sífellt meira aðkall-
andi.
Tony Blair kynnti Brown til
leiks í kveðjuræðu sinni og sagði
þennan vin sinn til 20 ára hafa alla
burði til að verða úrvals forsætis-
ráðherra.
„Ég veit að hann mun gera sitt
besta í þjónustu sinni við landið og
ég veit af orðspori hans sem fjár-
málaráðherra, að hans besta er
eins gott og það gerist,“ sagði
Blair.
Brown lofaði á móti frammi-
stöðu Blairs í ræðu sinni og hrós-
aði honum sérstaklega fyrir að
koma á friði á Norður-Írlandi, sem
hann kallaði sögulegt afrek.
Harriet Harman dómsmálaráð-
herra vann í baráttunni við fimm
aðra þingmenn um hver tæki við
af John Prescott sem varaleiðtogi
flokksins. Um 3,5 milljónir flokks-
manna og félagsmanna verkalýðs-
félaga kusu um varaleiðtoga.
Hundruð mótmælenda söfnuð-
ust saman nálægt fundinum og
mótmæltu utanríkisstefnu Blair.
„Við erum hérna til að kveðja
hættulegasta og herskáasta for-
sætisráðherra í samtímasögu
Bretlands,“ sagði Andrew Murrey,
formaður Stop The War-hreyfing-
arinnar.
Brown hefur sagst munu leyfa á
ný mótmæli fyrir utan þinghúsið,
en Blair bannaði það í forsætis-
ráðherratíð sinni.
Fyrsta þolraun nýs leiðtoga
verða næstu þingkosningar, sem
haldnar verða árið 2009 eða 2010.
Nýr leiðtogi lofar umbótum
Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, tók við sem leiðtogi Verkamannaflokksins af Tony Blair í gær.
Brown lofaði nýrri utanríkisstefnu og umbótum heima fyrir. Harriet Harman var kjörin varaleiðtogi.
„Stemningin er ansi góð, þeir eru
náttúrlega að horfa yfir tíu ára
valdaskeið flokksins,“ segir
Björgvin G. Sigurðsson viðskipta-
ráðherra, sem staddur er á fundi
breska Verkamannaflokksins.
„Brown ætlar augljóslega að
sigla flokknum aftur til sígildari
gilda og kannski með meira afger-
andi hætti en margir áttu von á,“
segir Björgvin. „Hann nýtur mik-
ils trausts eftir tíu ára setu sína í
fjármálaráðuneytinu sem hold-
gervingur stöðugleika í efnahags-
málum.“
Björgvin er staddur á fundinum
ásamt vini sínum Hreini Hreins-
syni. „Við vorum að vinna fyrir
Verkamannaflokkinn í tvennum
kosningum, 1997 og 2001, og
höfum alltaf haldið miklum
tengslum við flokkinn og fylgst
vel með störfum hans.“
Björgvin segir að við miklu sé
búist af stjórnartíð Brown.
„Væntingarnar til formannsins
koma strax fram í því að það er
skoðanakönnun í Observer þar
sem Verkamannaflokkurinn er
kominn fimm prósentustigum yfir
íhaldið. Það hefur ekki gerst í
langan tíma, ekki síðan Íraks-
hörmungarnar hófust og Cameron
tók við Íhaldsflokknum,“ segir
Björgvin.
„Þetta eru gífurleg vonbrigði
fyrir íhaldið og það glittir í að
Verkamannaflokkurinn muni
vinna sinn fjórða sigur í röð.“
Fíkniefni fundust í
húsnæði í Grafarvogi á fimmtu-
dagskvöld. Um var að ræða
lítilræði af hvítu efni í neyslus-
kömmtum, sem er talið vera amf-
etamín eða kókaín.
Fíkniefnadeild lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu gerði
húsleit á staðnum á grundvelli
úrskurðar, þar sem leitin var
heimiluð. Var farið inn í híbýlin
um kvöldmatarleytið. Þar var
fyrir einn maður, tæplega
þrítugur, sem var tekinn í
skýrslutöku eftir að efnin
fundust. Niðurstöður greiningar
voru ekki fyrirliggjandi við
vinnslu fréttarinnar.
Fíkniefni fund-
ust í Grafarvogi
Færð á hálendisveg-
um hefur verið verri í ár en
undanfarin ár. Ástæða þess að
sögn Björns Svavarssonar hjá
Vegagerðinni er sú að maí var
kaldur. „Síðustu tvær vikur hafa
hins vegar verið góðar og því er
allt að komast í gott horf,“ segir
Björn. Færð núna sé því að verða
eins og í meðalári, þótt árið sé
verra en allra síðustu ár.
Búið er að opna um Kaldadal og
Laka og allir hálendisvegir fyrir
austan eru opnir.
Fjallabaksleið syðri er enn
lokuð sem og Sprengisandur.
-
Verri en hefur
verið síðustu ár