Fréttablaðið - 25.06.2007, Síða 10

Fréttablaðið - 25.06.2007, Síða 10
B&L Persónuvernd hefst ekki að í kjölfar bréfs sem lögmaður barna Hermanns Jónassonar, fyrr- verandi forsætisráðherra, hefur sent henni. Lúðvík Gizurarson og börn Hermanns hafa átt í langvinn- um málaferlum vegna faðernis- máls. Í bréfi lög- mannsins segir að málið hafi, þrátt fyrir áhvíl- andi þagnar- skyldu, fengið töluverða umræðu í fjöl- miðlum. „Umbjóðend- ur mínir hafa … velt því fyrir sér hvort nauðsynlegt geti verið með tilliti til sjónarmiða um persónu- vernd og vernd einkalífs, að endur- skoða þær reglur sem um meðferð slíkra lífsýna gilda,“ segir meðal annars í bréfi lögmannsins. „Núgildandi lög um lífsýnasöfn ... virðast ekki gera ráð fyrir tilvikum sem þessu eða málsmeðferð. Þá telja umbjóðendur mínir einnig að lögin kunni að stangast á við ákvæði barnalaga … að þessu leyti. Hafa umbjóðendur mínir óskað eftir því að undirritaður kæmi á framfæri við Persónuvernd ábendingu um meðferð þessa máls og þá réttar- óvissu sem hér virðist ríkja til þess að stofnunin meti með sjálfstæðum hætti hvort nauðsynlegt geti verið með tilliti til sjónarmiða um per- sónuvernd og vernd einkalífs að aðhafast sérstaklega vegna máls- ins og endurskoða jafnframt gild- andi réttarreglur eða setja nánari reglur um tilvik af þessum toga.“ Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að ekki hafi verið fjallað um þetta mál hjá Per- sónuvernd. „Þetta tiltekna mál hefur verið afgreitt hjá dómstólum,“ segir hún. „Stjórnvald væri farið að oftúlka vald sitt ef það teldi sig geta breytt fram rás mála. Við fjöllum ekki efnislega um mál sem hefur fengið svo rækilega umfjöllun, sem raun ber vitni, á vegum dómstóla.“ Persónuvernd aðhefst ekki Lögmaður barna Steingríms Hermannssonar hefur ritað Persónuvernd bréf vegna langvinns faðernis- máls sem Lúðvík Gizurarson höfðaði á sínum tíma. Ísland er viðkomu- staður fangaflugs samkvæmt lýsingu á fangaflugi í nýrri skýrslu svissneska stjórnmála- mannsins Dicks Marty hjá Evr- ópuráðinu. Í skýrslunni er meðal annars fjallað um leynileg og ólögleg fangelsi og fangaflutninga. Ekki kemur fram hversu löng dvölin var á Íslandi í umræddu flugi. Bergdís Ellertsdóttir, sviðsstjóri alþjóðaskrifstofu utanríkisráðu- neytisins, segir ráðuneytið vera að skoða skýrsluna og hvort þar sé að finna nýjar upplýsingar. „Þetta tiltekna flug í skýrslunni hef ég ekki séð áður. Við svöruð- um spurningalistum frá Evrópu- ráðinu og höfundi skýrslunnar varðandi flug til landsins og þóttu svör okkar fullnægjandi enda höfðum við ekki rökstudd- an grun um nokkur flug af þessu tagi til landsins,“ segir Bergdís. Hún bætir við að stjórnvöld annarra ríkja hafi ekki haft sam- band við íslensk stjórnvöld varð- andi þessa flutninga. „Hafi þess- ir flutningar átt sér stað þá er okkur ekki kunnugt um það. Þetta er alvarlegt mál ef rétt er og það var ekki með vitund, vilja eða samþykki íslenskra stjórn- valda,“ segir Bergdís. Alvarlegt mál ef rétt reynist Hundrað rauðir símaklefar í Noregi hafa verið friðlýstir að ákvörðun stjórn- valda. Símaklefarnir voru hannaðir árið 1932 af norska arkitektinum Georg Fredrik Fasting og hafa verið í notkun í óbreyttri mynd í 75 ár, að sögn Davids Brand hjá Norska fjarskiptasafninu. Næstum 6.000 símaklefar voru í notkun víða um Noreg allt fram á níunda áratuginn en einungis 420 þeirra standa eftir í dag. Stefnt er að því að halda þessum hundrað símaklefum í notkun. Auk sögulegs gildis þess að vernda símaklefana segir Brand að minnsta kosti eina praktíska ástæðu fyrir hendi þó að flestir eigi farsíma í dag: tómar rafhlöður. Norskir síma- klefar friðlýstir Christopher Hill, aðal- erindreki Bandaríkjastjórnar í málefnum Norður-Kóreu, sagði á föstudag að Norður-Kóreustjórn væri tilbúin til að hrinda hratt í framkvæmd fyrirheiti um að loka meginkjarnakljúf landsins, sem notaður hefur verið til að fram- leiða efni í kjarnorkusprengjur. Hill varaði þó við því að það yrði ekki auðvelt að „af-kjarnorku- væða“ landið. Hill talaði við fréttamenn í Seoul eftir að hann sneri aftur úr óvæntri heimsókn til Pyongyang, þar sem hann hitti norður-kór- eska ráðamenn. Þrátt fyrir fyrir- heit sem N-Kóreustjórn gaf í sex- velda-viðræðunum svonefndu árið 2003 hefur ekkert orðið úr efndum til þessa. Aflaverðmæti íslenskra skipa á fyrstu þremur mánuðum ársins nam 24,8 millj- örðum króna. Á sama tímabili í fyrra nam verðmætið 19,2 milljörðum. Aukningin nemur tæpum 30 pró- sentum. Þetta kemur fram í samantekt Hagstofunnar. Að sögn Arnars Sigurmunds- sonar, formanns Samtaka fisk- vinnslustöðva, skýrist aukið afla- verðmæti helst af tvennu; hagstæðum breytingum á gengi krónunnar á milli tímabila og stórauknum loðnuveiðum. Í fiskverkunum á Suðurnesjum var afli unninn fyrir tæpa 5,5 milljarða króna. Á höfuðborgar- svæðinu var fiskur unninn fyrir rúmlega 5,1 milljarð og á Austur- landi fyrir tæplega 3,2 milljarða. Segir Arnar að Suðurnesja- menn njóti nálægðarinnar við Keflavíkurflugvöll en mikil verð- mæti liggja í vinnslu ferskra flaka sem flutt eru flugleiðina á markaði í útlöndum. Aflaverðmæti botnfisks jókst um rúm 20 prósent á milli ára en verðmæti uppsjávarafla jókst um 90 prósent. Munar þar mestu um verðmæti loðnu sem nam 4,2 milljörðum í ár en 2,2 milljörðum í fyrra. Mest aflaverðmæti á Suðurnesjum Háskólinn í Reykjavík (HR) fær í meðalári milli 47 og 60 prósent tekna sinna frá ríkinu. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að árið 2005 hafi hlutfallið verið 76 prósent. Samkvæmt upplýsingum frá HR var árið 2005 óvenjulegt í rekstri skólans og munar þar mest um sameiningu skólans við Tækniháskólann. Sá fékk stóran hluta tekna sinna frá ríkinu. Árið 2006 fékk HR 60 prósent tekna sinna frá ríkinu, 24 prósent úr skólagjöldum og 14 prósent úr rannsóknarstyrkjum og nám- skeiðum. Minni tekjur HR frá ríkinu

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.