Fréttablaðið - 25.06.2007, Page 15
Fyrir síðustu alþing-iskosningar keppt-
ust stjórnmálaflokk-
arnir við að lofa eldri
borgurum margs konar
kjarabótum og bættri
hjúkrunaraðstöðu.
Sumir segja, að stjórn-
málamenn efni aldrei
kosningaloforðin. Þau séu flest
svikin. Ekki vill maður trúa því.
Það verður að ætla, að flestir
stjórnmálamenn vilji efna þau
loforð, sem þeir gefa. Enda þótt
stutt sé liðið frá síðustu þing-
kosningum er full ástæða til þess
að fara yfir nokkur kosningalof-
orð og athuga hvaða líkur eru á
því, að þau verði efnd.
Hér verður fjallað um málefni
eldri borgara og litið á helstu
kosningaloforð Samfylkingar-
innar við eldri borgara. Ástæðan
fyrir því að ég fjalla sérstaklega
um loforð Samfylkingarinnar
er sú, að ég studdi Samfylking-
una í kosningunum en áður var
ég mikið að hugsa um að styðja
sjálfstætt framboð eldri borg-
ara. Ég féll frá því vegna þess,
að Samfylkingin setti fram rót-
tæka stefnu í þágu eldri borgara
og gaf mörg góð loforð um bætt
kjör aldraðra. Ég átti ef til vill
nokkurn þátt í því að ekki varð úr
framboði eldri borgara.
Hver voru helstu loforð
Samfylkingarinnar við aldr-
aða? Þau voru þessi:
1 ) Lífeyrir aldraðra verði
hækkaður svo hann dugi
fyrir framfærslukostn-
aði eins og hann er metinn
í neyslukönnun Hagstofu
Íslands. Þetta verði gert
í áföngum. (Lífeyrir aldr-
aðra hefur ekki fylgt launavísi-
tölu. Samfylkingin ætlar að leið-
rétta þetta misrétti.)
2) Skattar á tekjur úr lífeyris-
sjóði lækki í 10%. 3)Frítekjumark
verði hækkað í 100 þúsund á mán-
uði og nái bæði til atvinnutekna og
tekna úr lífeyrissjóði. (Trygginga-
bætur skerðist ekki vegna þess-
ara tekna.) 4) Tekjur maka skerði
ekki tryggingabætur lífeyrisþega.
5) Byggð verði 400 hjúkrunarrými
á næstu 18 mánuðum og biðlist-
um eytt. 6) Allt fjármagn úr Fram-
kvæmdasjóði aldraðra renni til
uppbyggingar á þágu aldraðra. 7)
Stofnað verði embætti umboðs-
manna aldraðra. 8) Skattleysis-
mörk verði hækkuð til samræmis
við launabreytingar. (Ættu að vera
140 þúsund á mánuði nú ef þau
hefðu fylgt launabreytingum.)
Ekkert hefur enn verið fram-
kvæmt af þessum kosningalof-
orðum enda stutt liðið frá síð-
ustu kosningum. Það sem er þó
verra er það, að mjög lítið er að
finna af þessum atriðum í stjórn-
arsáttmálanum. Góðar almennar
yfirlýsingar er þó þar að finna.
Þar stendur að styrkja eigi stöðu
aldraðra, draga úr tekjuteng-
ingum og skerðingum bóta í al-
mannatryggingakerfinu, bæta
eigi hag lágtekju- og millitekju-
fólks, koma á auknum jöfnuði
og bæta kjör þeirra, sem höllum
fæti standa. Enn fremur segir
þar að hraða verði uppbyggingu
400 hjúkrunarrýma fyrir aldraða
og fjölga einbýlum. Síðasta atrið-
ið kemst nokkuð nálægt stefnuat-
riði Samfylkingarinnar um hjúkr-
unarrými.
Mér er það ljóst, að í sam-
steypustjórnum verða flokk-
ar að slá af ítrustu stefnumálum
sínum og fá ekki allt sitt fram. En
með því að báðir flokkarnir, Sam-
fylking og Sjálfstæðisflokkur,
börðust fyrir bættum hag aldr-
aðra fyrir kosningar ættu þeir að
geta orðið sammála um veruleg-
ar kjarabætur fyrir eldri borgara
strax á haustþingi. Þau mál þola
enga bið. Sú litla og gallaða til-
laga, sem sumarþingið afgreiddi
í þágu aldraðra hrekkur skammt.
Samkvæmt henni skerða atvinnu-
tekjur 70 ára og eldri ekki trygg-
ingabætur en tekjur 67-70 ára
valda áfram skerðingu trygginga-
bóta. Slík mismunun ellilífeyr-
isþega gengur ekki og er örugg-
lega brot á jafnréttisákvæðum
stjórnarskrárinnar. Þetta verður
að leiðrétta strax í haust.
Höfundur er viðskiptafræðingur.
Verða kosningaloforðin efnd?
Við vilj-um leið-
rétta misskiln-
ing sem fram
kemur í inn-
sendri grein
Valgerðar Hall-
dórsdóttur,
framkvæmda-
stjóra Félagsráðgjafafélags Ís-
lands, í Fréttablaðinu 21.06 2007.
Þar heldur hún því fram að í mörg-
um stéttarfélögum öðlist skóla-
fólk í sumarvinnu lítil sem engin
réttindi í stéttarfélagi sínu fyrir
greidd iðgjöld. Þetta er ekki rétt
hvað okkur varðar. Ef greidd eru
iðgjöld til VR í a.m.k. einn mánuð
fer hluti þess í varasjóð VR sem
má nota t.d. til líkamsræktar,
gleraugnakaupa o.fl. Auk þess
myndast réttindi í starfsmennta-
sjóði sem nýta má til greiðslu
námskeiðs- og skólagjalda, rétt-
ur á aðstoð kjaramáladeildar og
réttur til sjúkradagpeninga.
Þegar greitt er í stuttan tíma
myndast auðvitað ekki mikil rétt-
indi í sjóðum en það eru réttindi
sem safnast upp og getur munað
um þegar komið er út á vinnu-
markaðinn eftir að skólanámi
lýkur. Það er einnig mikilvægt
að hafa í huga að kjarasamning-
ar VR móta vinnuumhverfi sum-
arstarfsmanna eins og annarra á
vinnumarkaði og skólafólk í sum-
arstörfum leitar í miklum mæli
til VR við innheimtu launa.
Við svörum að sjálfsögðu ekki
fyrir önnur stéttarfélög en þykir
rétt að þetta komi fram til að fyr-
irbyggja misskilning um þau rétt-
indi sem fylgja aðild að VR.
Höfundur er sviðsstjóri þjónustu-
sviðs VR.
Sumarfólk
hefur rétt
hjá VR
Ef greidd eru iðgjöld til VR í a.
m.k. einn mánuð fer hluti þess
í varasjóð VR sem má nota t.d.
til líkamsræktar, gleraugna-
kaupa o.fl.
Síðumúli 8 – Sími 568 8410Hafnarstræti 5 - Sími 551 6760 Krókháls 5 – Sími 517 8050
Veidimadurinn.is - Sportbudin.is - Veidihornid.is
Byssuskápar á betra verði
Frábært verð - vaxtalausar raðgreiðslur.
Infac byssuskáparnir eru mest keyptu byssuskápar á Íslandi síðastliðin ár.
Skáparnir eru smíðaðir úr 3ja mm þykku stáli, eru með öflugum læsibúnaði,
gataðir í bak og botn til festinga. Infac byssuskápar eru viðurkenndir af yfirvöldum
og í notkun hjá lögregluembættum víða um land.
Munið vinsælu
gjafabréfin okkar
Byssuskápur fyrir 7 byssur.
Vinsælasti byssuskápurinn á markaðnum. Boltalæsing. Innrétting
fyrir 7 byssur. Læsanlegt innra hólf fyrir skotfæri og verðmæti.
Fullt verð kr. 35.900.
Staðgreiðslutilboð í júní aðeins 31.900 eða
aðeins 3.232 á mánuði í 12 mánuði vaxtalaust.
Byssuskápur fyrir 14 byssur.
Vinsæll skápur fyrir þá sem eiga margar byssur en hafa lítið pláss.
Boltalæsing. Innrétting fyrir 14 byssur.
Læsanlegt innra hólf fyrir skotfæri og verðmæti.
Fullt verð 39.900.
Staðgreiðslutilboð í júní aðeins 35.900 eða
aðeins 3.575 á mánuði í 12 mánuði vaxtalaust.
Byssuskápur fyrir 12 byssur.
Stór skápur, innréttaður fyrir 12 byssur. Boltalæsing.
Stórt læsanlegt hólf fyrir skotfæri og verðmæti.
Fullt verð 49.900.
Staðgreiðslutilboð í júní aðeins 44.900 eða
aðeins 4.433 á mánuði í 12 mánuði vaxtalaust.
Byssuskápur fyrir 5 byssur.
Fyrirferðarlítil og ódýr lausn. Boltalæsing,
innrétting fyrir 5 byssur, topphilla.
Fullt verð kr 26.900.
Staðgreiðslutilboð í júní aðeins 23.900 eða
aðeins 2.459 á mánuði í 12 mánuði vaxtalaust.
Tilboðið gildir í Veiðihorninu Síðumúla 8 og Sportbúðinni Krókhálsi 5 til 1. júlí.
Komdu skotvopnunum í örugga geymslu áður en þú ferð í sumarfrí.