Fréttablaðið - 25.06.2007, Síða 27

Fréttablaðið - 25.06.2007, Síða 27
Vitað er fyrir löngu að Þorsteinn Þorsteinsson væri að vinna í skáldskap Sigfúsar Daðasonar (1928-1996). Hafa birst nokkrar stakar ritgerðir eftir Þorstein sem nú eru komnar í stærra samhengi Ljóðhúsa, rits hans um skáldskap Sigfúsar á forlagi JPV. Þetta er stór bók: 427 síður með skrám og ítarleg umfjöllun um nær fimm- tíu ára feril skálds í sex kverum, 126 ljóðum, auk þýðinga. Þorsteinn á fullan aðgang að handritum og persónulegum gögnum skáldsins, hann byggir einnig á viðtölum við vandamenn hans og vini, þræðir samvisku- samlega önnur skrif hans, fetar sig gegnum ljóðaheim Sigfúsar af kurteisi og kunnáttu um sögu ljóðlistar Íslendinga frá upphafi og það sem meira er: hann setur Sigfús ekki aðeins í samhengi bókmennta Evrópu og í minna mæli Bandaríkjanna á síðustu öld, heldur stillir hann kveðskap Sigfúsar í samhengi klassískr- ar menntunar, einkum í brögð- um mælskulistar og bragarhátt- um sem þróast hafa frá fornu fari úr ljóðaheimum Grikkja og þaðan um hinn latneska menning- arheim hingað norður. Kunnátta íslenskra manna í latnesku er lík- lega ein skýring þess að hættir og brögð lifðu hér lengi: þekking Jóns Þorlákssonar, Sveinbjarn- ar Egilssonar og hans áa og nem- enda, Jónasar og þeirra pilta. Um þann þráð er ekkert vitað þegar latneskri þekkingu og lestri á lat- ínuritum eftir íslenska menn er ábótavant. Það er stærsta nýmæli þessa rits að hér er berum orðum lýst hvernig uppreisnarmenn atóm- ljóðsins eins og þeir voru kallað- ir stóðu á fornklassískum grunni hefðar rétt eins og forgöngumenn þeirra Eliot, Pound og fleiri. Þar með er kippt í eitt skipti fyrir öll teppinu undan þeim grunn- hyggnu gagnrýnendum sem enn telja auðveldast að henda saman texta án stuðla og höfuðstafa. Hitt, sem er meginefni þessa rits, að skáldskapur Sigfúsar Daðasonar er mikill, merkileg- ur, djúpur og dásamlegur kemur þeim sem eru honum handgegn- gnir ekki á óvart. Aðferðir Þor- steins við að lesa læsta og dimma staði í höfundarverki Sigfúsar eru margbreytilegar, helst hann forðist bólusóttina frönsku sem hér hefur geisað um nokkra hríð, en halli sér frekar að eldri aðferð- um. Hann fer víða í hliðstæðuleit við hugmyndir og lausnir Sigfús- ar. Heldur gnæfir Brecht yfir Þorsteini, en það er svo sem í lagi þótt hliðstæður í skáldskap þeirra Sigfúsar séu margar sprottnar fremur af tilviljun en ásetningi. Hugmyndir fara fljúgandi um, þyrlast upp og finna sér skjól. Ljóðhús er merkileg bók: kafla- skipti eru skynsamleg, hreinsa mátti handritið af endurtekning- um. Höfundurinn skrifar skýran og einfaldan texta, er nálægur og innilegur í tóni og heldur sér til baka í aðdáun sinni á meistaran- um. Skyggndar merkur Sigfúsar Heimili danska húsgagnameist- arans Finns Juhl verður gert að safni, greindi Ritzau frá fyrir helgi. Hann bjó ásamt konu sinni, Hönnu Wilhelm Hansen, í Car- lottenlundi, einu úthverfa Kaup- mannahafnar. Það verður lista- safn Ordrupgaard sem tekur yfir eignina sem er um 1700 fermetr- ar að stærð. Finn Juhl var einn frægasti hönnuður sinnar tíðar. Hann lést Hús Finn Juhl að safni SMS LEIKUR Yippee-Ki-Yay, Mo...! JOHN MCCLANE ER MÆTTUR AFTUR! ÞARF AÐ SEGJA MEIRA! HEIMSFRUMSÝND 27. JÚNÍ UM LAND ALLT! SENDU SMS JA DHF Á 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ BÍÓMIÐA! VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR, DVD MYNDIR, TÖLVULEIKIR OG MARGT FLEIRA! V in n in g ar v er ð a af h en d ir h já B T Sm ár al in d . K ó p av o g i. M eð þ ví a ð t ak a þ át t er tu k o m in n í SM S kl ú b b . 9 9 kr /s ke yt ið . 9. HVER VINNUR! Straumborg ehf., kt. 500894-2109, hefur gefið út víxla á grundvelli tveggja lýsinga (SBORG 07 1019 heildarstærð kr. 3.000.000.000 og SBORG 08 0521 heildarstærð kr. 2.250.000.000) sem Kauphöll Íslands hefur samþykkt og gert aðgengilegar almenningi frá og með 25. júní 2007. Eftirfarandi víxlaflokkur hefur verið gefinn út: „ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“ GRETTIR Miðasala 568 8000 www.borgarleikhús.is grettir.blog. is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.