Fréttablaðið - 25.06.2007, Síða 29

Fréttablaðið - 25.06.2007, Síða 29
Hæfileikar Wainright sem laga- höfundur eru einfaldlega einstak- ir og eiga í raun engan sinn líka. Laglínur hans er gæddar einstök- um ljóma sem hefur ekki eingöngu heillað almenning og gagnrýn- endur heldur merka menn á borð við Elton John, Leonard Cohen og Morrisey. Við þetta allt saman bætist hin sveimandi rödd Wa- inwrights sem túlkar viðkvæma texta hans á sannfærandi hátt. Platan er sú fyrsta sem kemur út frá Wainwright síðan 2004, þegar seinni Want-platan kom út en Want-plöturnar tvær eru þær sem komu honum fyrst almenni- lega á kortið. Á Release the Stars fjallar Wainwright um persónuleg viðfangsefni og er yfirleitt opin- skár með eindæmum. Í hinu frá- bæra Going to a Town fær Amer- íka á smettið og í Sanssouci ræðir Wainwright tímabundinn sjón- missi vegna eiturlyfjaneyslu sinn- ar. Magnað lag. Fyrir utan fyrrnefnd lög má kannski helst nefna Do I Disapp- oint You, Between My Legs og Slideshow sem aðra hápunkta plöt- unnar. Platan sem heild rennur afar meitluð í gegn og þrátt fyrir oft íburðarmiklar útsetningar, með strengjum, brassi og látum, þá verður hún aldrei einum of. Góðir gestir koma líka við sögu á plötunni en þar ber helst að nefna Neil Tennant úr Pet Shop Boys. Tennant hafði yfirumsjón með upptökum plötunnar sem fóru fram í Berlín. Gaman hversu margir tónlistarmenn eru heillað- ir af því að taka upp tónlist sína í Berlín sem er reyndar ekki skrýt- ið. Svo verður auðvitað að gæta þess að það komi fram að við- komandi hafi verið í Berlín, Wa- inwright sannar slíkt með laginu Tiergarten. Umfram allt sann- ar Wainwright samt á plötunni hversu öflugur tónlistarmaður hann er. Stjarnan skín skært Paris Hilton þreytist ekki á að veita viðtöl úr fangelsinu og nú er hún alveg sannfærð um að hún sé orðin miklu betri manneskja eftir alla þessa fangelsisdvöl. Am- erican Idol-kappinn Ryan Seac- rest spjallaði við Paris sem sagð- ist vera miklu þakklátari núna. „Ég er miklu þakklátari fyrir allt sem ég fæ, hvort sem það er koddi á kvöldin eða matur,“ sagði Paris auðmjúk í viðtalinu sem stóð yfir í um tíu mínútur. „Að miklu leyti er ég mjög ánægð að hafa lent í þessu því þetta hefur breytt lífi mínu að eilífu.“ Paris Hilton þakklát Lokað í dag ÚTSALAN hefst á morgun 40%-70% afsláttur

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.