Fréttablaðið - 25.06.2007, Page 31

Fréttablaðið - 25.06.2007, Page 31
Britney Spears virðist vera eitt- hvað ósátt við móður sína og íhugar nú að sækja um nálgun- arbann á hana. Britney heimsótti víst lögfræðing sinn fyrr í vik- unni til þess að spyrjast fyrir um bannið en þá yrði Lynne, móður Britneys, bannað að nálgast börn dóttur sinnar. Samkvæmt heimildarmönnum var stjarnan víst afar reið móður sinni fyrir að senda sig í með- ferð vegna áfengisfíknar sinn- ar og þunglyndis. Lynne stóð svo víst með fyrrverandi eiginmanni Britneys, Kevin Federline, þegar parið átti í forræðisdeilum yfir sonum þeirra, Sean Preston og Jayden James. Lynne vill þó ekk- ert kannast við þetta og segir samband hennar við dóttur sína vera mjög ástríkt. „Það er mjög sorglegt að allur heimurinn þurfi að fylgjast með henni þegar hún gerir mistök sem við öll gerum einhvern tíma á ævinni. Britney er umhyggjusömust og ástríkust af mínum börnum. Hún er bara að átta sig á lífinu,“ sagði móðir Britneys. Ósátt við móður sína Söngkonan Madonna er að eigin sögn algjörlega háð vissum ísra- elskum húðvörum. Madonna er orðin 48 ára og lítur vissulega ekki út fyrir það enda hugsar hún mjög vel um líkamann. Henni þykir þó húðin í andlitinu hafa orðið útundan og var yfir sig ánægð þegar Kabbalah-meistarinn henn- ar, Karen Berg, sagði henni frá ótrúlegum húðvörum sem halda hrukkum og línum í burtu. „Í húðvörurnar eru notuð nátt- úruleg sölt og þörungar úr Dauða- hafinu sem hefur víst mjög góð áhrif á húðina. Madonna er svo hrifin af vörunum að hún löðr- ar þeim á sig morgna sem kvöld,“ sagði heimildarmaður. „Hún hefur vel efni á að kaupa dýrari vörur en tekur Laline-vörurnar fram yfir annað.“ Háð ísraelskum húðvörum Mick Hucknall, söngvari Simply Red, hefur eignast dóttur með kærustu sinni, Gabriellu Wes- berry. Þetta er fyrsta barn Huck- nall, sem er 47 ára. Hucknall og Wesberry hittust fyrst snemma á tíunda áratugnum en hættu saman 1995. Árið 2003 byrjuðu þau síðan aftur saman. Hucknall hefur verið kenndur við ýmsar konur í gegn- um tíðina, þar á meðal Catherine Zeta-Jones og Helenu Christen- sen. Simply Red kom fram á sjónar- sviðið árið 1985 með smáskífulag- inu Money´s Too Tight To Ment- ion. Sveitin sló endanlega í gegn með plötunni Stars árið 1991, sem hefur selst í rúmum fjörutíu millj- ónum eintaka. Síðasta plata sveit- arinnar, Stay, kom út í mars síðast- liðnum. Eignaðist sitt fyrsta barn Fundaaðstaða Smáréttahlaðborð Konfektkökur Smurt brauð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.