Fréttablaðið - 25.06.2007, Page 35

Fréttablaðið - 25.06.2007, Page 35
Síðumúli 8 – Sími 568 8410Hafnarstræti 5 - Sími 551 6760 Krókháls 5 – Sími 517 8050 Veidimadurinn.is - Sportbudin.is - Veidihornid.is Þrjár sérverslanir - ein netverslun Alltaf meira úrval - Alltaf betra verð Munið vinsælu gjafabréfin okkar Simms Freestone öndunarvöðlur og Simms Freestone skór. Einhverjar mest keyptu öndunarvöðlurnar á markaðnum. Fullt verð 32.800. Pakkatilboð aðeins 27.880. Simms L2 öndunarvöðlur og Simms L2 skór. Þú færð ekki Gore-tex vöðlur á betra verði. Vöðlur með styrkingu á álagsstöðum. Léttir og sterkir skór með filtsóla. Fullt verð 44.800. Pakkatilboð aðeins 37.990. Scierra fluguveiðipakki. Scierra Avalanche einhenda ásamt Scierra fluguhjóli með góðri bremsu. Vönduð flotlína, undirlína, taumatengi og taumur. Gjöful veiðihúfa og kastkennsla á DVD fylgir. Fullt verð 25.900. Pakkatilboð aðeins 19.900 Scierra tvíhendupakki. Scierra Avalanche tvíhenda í 4 hlutum. 12,6 eða 14 fet. Vandað Scierra fluguhjól úr áli. Scierra skotlína, undirlína og sökktaumur. Gjöful veiðihúfa og kastkennsla á DVD fylgir. Fullt verð 44.900. Pakkatilboð aðeins 37.800. Scierra MBQ vöðlur og skór. Vinsæll öndunarvöðlupakki á frábæru verði. Fullt verð 29.990. Pakkatilboð aðeins 19.950. Ron Thompson Aquasafe veiðijakki. Vinsæll, vatnsheldur jakki með útöndun. Fullt verð 12.995. Nú á tilboði í júní aðeins 9.995. Ron Thompson neoprenvöðlur. 4mm þykkt efni. Styrkingar á hnjám. Góður brjóstvasi. Fóðruð stígvél með filtsóla. Fullt verð 12.995. Nú á tilboði í júní aðeins 8.995 Scierra Canyon veiðijakki. Vandaður, vatnsheldur jakki með gó ðri útöndun. Fullt verð 17.995. Nú á tilboði í júní aðeins 14.495 KR-ingar hafa fengið til liðs við sig þriðja erlenda leik- manninn fyrir komandi leiktíð en á laugardag var gengið frá samn- ingi við Samir Shaptahovic sem kemur frá Kósóvó. Shaptahovic er leikstjórnandi og segir Benedikt Guðmunds- son að þar með sé hann búinn að fylla í allar stöðurnar fyrir kom- andi átök. Fyrir var KR búið að fá Bandaríkjamanninn Joshua Helm og Jovan Zdravevski sem lék með Skallagrími í fyrra. „Shpatahovic er traustur leik- maður sem kann að stýra sóknar- leik og getur skapað fullt fyrir fé- laga sína,“ sagði Benedikt. Þeir JJ Sola, Tyson Patterson og Edmond Azemi munu ekki leika með KR á næstu leiktíð. Búinn að fylla í allar stöðurnar Í dag hefst keppni á Wimb- ledon-mótinu í tennis. Efsti maður á heimslistanum, Roger Federer, getur með sigri á mótinu unnið sitt fimmta Wimbledon-mót í röð og jafnað þar með met Sví- ans Björns Borg. Rafael Nadal er helsti keppi- nautur Federer á mótinu en kapp- arnir mættust í úrslitum opna franska mótsins þar sem Nadal bar sigur úr býtum. Nær Federer að jafna met Borg? Heil umferð fer fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld þar sem hæst ber stórveldaslag- ur Breiðabliks og Vals á Kópa- vogsvelli. Valsstúlkur eru ósigraðar á toppi deildarinnar, rétt eins og KR. Breiðablik er í þriðja sæti með sjö stig eftir fjórar umferðir. Þá mætast nýliðarnir í deild- inni, lið Fjölnis og ÍR á Fjöln- isvellinum. Fylkir tekur á móti Stjörnunni og KR mætir Þór/KA á heimavelli. Allir leikirnir hefjast klukkan 19.15. Heil umferð í kvöld Koma Thierry Henry til Barcelona hefur glætt þeim sögu- sögnum að Eiður Smári Guðjohn- sen sé á leið frá félaginu nýju lífi. Hann er sem fyrr orðaður við fjöldamörg félög í ensku úrvals- deildinni þar sem hann lék með Chelsea um árabil. Arnór Guðjohnsen, faðir og um- boðsmaður Eiðs Smára, gat lítið sagt um framtíð hans. „Ég hef ekki hugmynd um hvort þetta breyti einhverju hvað varð- ar Eið Smára,“ sagði Arnór í sam- tali við Fréttablaðið. „Við höfum alla vega ekkert heyrt neitt frá neinum þannig að við erum bara rólegir.“ Hann segir að það hafi aldrei komið til tals að yfirgefa Barce- lona eins og stendur. Eiður er nú nýbyrjaður í sumarfríi. Undirbúningstímabilið í Eng- landi hefst hins vegar snemma í næsta mánuði og má því búast við að félög þar vilji ganga frá sínum leikmannamálum sem allra fyrst. Meðal þeirra félaga sem hafa helst verið orðuð við Eið Smára eru Englandsmeistarar Manchester United, Newcastle og Portsmouth ásamt West Ham og Sunderland. Líklegt verður þó að teljast að Eiður Smári vilji leika með liði sem spilar í Meistaradeild Evrópu og er því Manchester United lík- legasti kosturinn af ofantöldum liðum. Höfum ekkert heyrt frá Barcelona

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.